Morgunblaðið - 12.03.1957, Síða 16
16
MORCVNBLAÐIÐ
ÞriðjudagUr 12. marz 1957
GULA
lllll herhergiÓ
eftii MARY ROBERTS RINEHART
Framhaldssagan 73
myrt í þorpinu Bayside, hér í
landinu.
— Ekki einungis var hún myrt
meí þungu höfuðhöggi, heldur var
einnig gerð tilraun til að eyða líki
hennar. Munir hennar voru hafðir
á burt, til þess að leyna því, hver
hún væri, og eldfimum vökva var
hellt yfir hana og síðan kveikt í.
Hann rakti nú hin ýmsu smáatr
iði, hvernig líkið hafði fundizt,
hvernig mistekizt hafði að finna
fatnaðinn, og svo k>ks, hvernig
hún hafði þekkzt. — Ung kona,
varla þrítug, og að því er vér bezt
vitum án aðstandenda að undan-
teknum einum syni, sem var fædd
ur nokkru áður.
— Þessi kona kom frá Los
Angeles, þar sem hún hafði af-
hent hjónum nokkrum barn sitt,
með ættleiðslu fyrir augum,
skömmu eftir að það fæddist. Hún
hafði heimsótt þetta barn sitt
öðru hverju, en það er nú tveggja
ára gamalt, og við höfum vitnis-
burð fósturmóður þess um það, að
síðast er hún var þar á ferð, hafi
hún verið í ágætu skapi.
— En svo kemur hún til þessa
ríkis vors, og til sumarbústaðar
að nafni Crestview og er myrt
þar.
Hann gerðist langorður um
stærðina á sumarbústaðnum, sem
hefði svo mörg herbergi, að þau
yrðu að hafa hvert sitt nafn, að
henni hefði verið vísað af ráðskon
unni á herbergið, sem kallað væri
„gula herbergi*" og þar hafði hún
hafzt við til dauðastundar sinnar.
— Vér vitum, hvað hún sagði
ráðskonunni, til þess að henni yrði
hleypt inn í húsið. Hún sagði
henni, að hún væri gift og hverj-
um, og síðar munum vér leggja
fram giftingarvottorðið, sem
UTVARPIÐ
Þriðjudagur 12. marz:
Fastir liðir eins og venjulega.
18,00 Útvarpssaga barnanna: —
„Steini í Ásdal“ eftir Jón Björns
son; III. (Kristján Gunnarsson
yfirkennari). 18,30 Þjóðlög frá
ýmsum löndum. — 19,10 Þingfrétt
ir. 20,30 Erindi: Frá Filippseyj-
um; síðara erindi (Magnús Finn-
bogason menntaskólakennari). —
21,00 Frá sjónarhól tónlistar-
manna: Baldur Andrésson kand.
theol. talar um Schubert. — 21,45
Islenzkt mál (Ásgeir Bl. Magnús-
son kand. mag.). 22,10 Passíusálm
■ur (20). 22,20 „Þriðjudagsþáttur-
inn“. — Jónas Jónasson og Hauk-
ur Morthens hafa stjóm þáttar-
ins á hendi. 23,20 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 13. marz:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik
ar af plötum. 18,00 Ingibjörg Þor-
bergs leikur á grammófón fyrir
unga hlustenaur. 18,30 Bridge-
þáttur (Eiríkur Baldvinsson).
18,45 Fiskimál: Ásgrímur Bjöms-
son fulltrúi talar um björgunar-
og öryggistæki fyrir sjófarendur.
19,00 Óperulög. 19,10 Þingfréttir.
Tónleikar. 20,25 Daglegt mál
(Amór Sigurjónsson ritstjóri).
20,30 Föstumessa í Laugames-
kirkju (Prestur: Séra Garðar
Svavarsson. Organleikari: Krist-
inn Ingvarsson). 21,35 Lesfur-
fomrita: Grettis saga; XVII. —
sögulok (Einar Ól. Sveinsson
prófessor). 22,10 Passíusálmur
(21). 22,20 „Lögin okkar“. —
Högni Torfason fréttamaður fer
með hljóðnemann í óskalagaleit.
23,20 Dagskrárlok.
fannst ásamt öðrum munum henn-
ar, fyrir skarpskyggni lögreglu-
stjórans á staðnum, Samúels
Floyd.
— Svo illa vildi til, að téð ráðs-
kona, Lucy Norton að nafni, er
síðan dáin, með atvikum, sem ég
mun ekki mælast til, að þér athug
ið í þessu sambandi. En þér mun-
uð sjá, að tilraunii voru gerðar til
þess að eyða ekki einungis líki
þessarar ógæfusömu konu, heldur
og munum hennar.
— Samt sem áður höfum vér
ýmsar upplýsingar, sem benda í
ákveðna átt, hvað snertir höfund
þessa viðbjóðslega glæps. Þessar
staðreyndir verða lagðar fram
fyrir yður af hinum ýmsu vitn-
um, og að þeim heyrðum er það
yðar að ákvarða, hvort þér teljið
ákærða sekan eða ekki.
— Eigum vér að hefja vitna-
leiðsluna, herra formaður?
Carol var fyrsta vitnið. Hún
hafði oiðið að troðast gegnum
mannþröngina, en bar höfuðið
hátt, og skipti sér ekkert af ljós-
myndurunum, sem smelltu á hana
myndum, en er hún sá kviðdóm-
inn, fannst henni hún vera komin
fram fyrir rannsóknarrétt á mið-
öldunum. Þegar hún settist niður,
fann hún, að allir þessir menn
voru henni f jandsamlegir, að hún
var í þeirra augum ekki annað
en ríkur iðjuleysingi, sem lifði á
sveita annarra. Engu að síður
sagði hún sögu sína skilmerkilega,
hvernig hún kom að húsinu lokuðu
og Lucy var hvergi nærri, svo og
um hinn óhugnanlega fund Fredu
— sem nú væri horfin og komin í
vist einhvers staðar annars stað-
ar — og svo hvernig hún sjálf
hefði séð líkið sem snöggvast.
Henni var sýndur beyglaði,
hvíti hatturinn, sviðna loðtreyjan,
inniskór og rifrildi af rauðum
innikjól. En hún neitaði að kann-
ast við þá og bar það, að hún hefði
ekki séð þessar flíkur fýrr eða
síðar og alls ekki á líkinu. Ég
sá ekkert annað, en að þarna lá
dauð manneskja.
Þegar hún losnaði, létti henni.
Er hún kom út, hitti hún Starr,
blaðamanninn unga, sem stóð þar
hjá gamla bílskrjóðnum sínum,
með sama vingjarnlega brosið yf-
ir allt andlitið.
Hvernig væri að fá sér ofur-
litla hressingu? sagði hann. —
Þér skuluð umfram allt ekki gera
yður rellu út úr þessum forngrip-
um þama inni. Þetta er ekki nema
frumpróf.
— Þeir litu allir á mig eins og
þeir hötuðu mig.
— Engin furða! Ekki myndi ég
trúa neinum þeirra fyrir yður í
myrkri! Nei, þetta var ekkert hat-
ur!
Hann fór með hana inn í litla
krá og bað um konjak. Sjálfur
fékk hann sér bjór, og þegar þau
höfðu komið sér fyrir, sá hann,
að andlit hennar hafði fengið eðli-
legan lit. Þegar honum virtist hún
alveg hafa jafnað sig, laut hann
fram, Iaumulegur á svip.
— Ég er í hálfgerðri klípu
sjálfur, sagði hann. — Hef ekki
ráðið það við mig enn, hvort ég á
að tala eða þegja. Skiljið þér, ég
var staddur við húsið yðar, eftir
að þeir fóru með frú Hilliard á
spítalann.
— Hvemig getið þér komizt í
klípu fyrir það?
— Jú, sjáið þér til, sagði hann
og lækkaði röddina. Ég hafði verið
að flækjast í borginni allan dag-
inn. Frú Norton hafði fundizt
dauð, og þetta var yfirleitt allt
saman heldur tortryggilegt. Lá á
gólfinu, fótbrotin og allt það. En
svo þegar ég var að leggja af stað
heim um klukkan eitt um nótt-
ina, sá ég sjúkravagninn koma út
af brautinni heim til yðar og ann-
an bil á eftir honum. Þetta fannst
mér grunsamlegt, svo að ég skildi
bílinn eftir og gekk upp að hús-
inu yðar.
— Ég var bara svona að
snuðra, skiljið þér. Það rigndi eins
og hellt væri úr fötu, en ég hef
alltaf hálf-gaman af rigningu. Og
það lá stigi upp að glugganum á
þessu gula herbergi, sem þið kallið
svo. Vitanlega átti ég ekkert er-
indi þangað, en þér vitið víst hvað
ég fann. Einhver hafði verið
þarna á undan mér. Líklega hefði
ég átt að tilkynna lögreglunni
það . . ég veit ekki. Ég var næstum
búinn að segja Dane það, en hef
víst ekki haft hugrekki, þegar til
kom. Ég er alltaf hræddur við
þann náunga.
— Það er engin ástæða til þess.
Hann er mjög vingjarnlegur.
Hann glápti á hana. — Vin-
gjamlegur, þó, þó! Ekki vildi ég
eiga að mæta honum — ég segi
ekki annað en það. Hann var í
ríkislögreglunni fyrir stríð. Ég
hef með eigin augum séð hann
drepa mann.
Carol greip andann á lofti. —
Hvers konar mann? spurði hún
vandræðalega.
— Það var stórglæpamaður þar
í borginni. Þér skuluð ekki vera
að súta það. Hann átti það fylli-
lega skilið. En ég býst við, að
Dane hafi verið í leyniþjónustunni
síðan stríðið byrjaði. Og þar fá
þessir karlar nú heldur betur æf-
inguna. Ég var að geta mér til,
að hann hefði drepið þessa stúlku-
kind. Að hún hefði verið njósnari
eða þess háttar. En það kemur
nú ekki til mála héðan af.
Starr sá, að þessi nýja mynd
af Dane hafði gert stúlkuna eitt-
hvað óróa, svo að hann sneri sér
aftur að gula herberginu. Hafði
lögreglan tekið eftir lausa gólf-
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 5
Hinar margeftirspurðu
Flauelesbuxur
Frá HERKÚLES komnar aftur.
— Stærðir frá 1—12 ára —
Rauðar, grænar, brúnar, gráar, bláar.
— Sama lága verðið frá kr. 98.00 —
V./w
Austurstræti 12 — sími 1181
Oregonpine-úfihurðir
fyrirliggjandi í mismunandi stærðum
og gerðum.
Hú'sgögn & Innréttingar
Ármúli 20 — Sími 5875.
Blý óskast
til kaups. *
Nótaverkslœði Jóns Císlasonar
Hafnarfirði — sími 9165.
RUSIIMtjR
Nýkomnar
EGGERT KRISTJÁNSSON & Co. hí.
MARKÚS Eftir Ed Dodd
Andy pulls
W1TH ALL
HIS MASSIVE
POWER,
BUT LUCEEE’S
TEAM HAD
TOO MUCH
LEAD
V
I
And the bis woodsman
WINS OVER MALOTTE '
A SLEO LENSTH
inm
1) — Það virðist sem Láki ætli
að sigra Jonna.
— Flýttu þér Jonni.
2) — ú verður að vinna, Jonni
Ég má ekki missa Anda.
3) — Andi tekur á af öllum
kröftum, en Láki er of langt á
undan. Hann fer yfir línuna sleða
lengd á undan Jonna og sigrar
þar meo.