Morgunblaðið - 12.03.1957, Side 19
Þriðjutfagur 12. marz 1957
MOUCTJJV BL AÐIÐ
19
Framh. af bls. 11
breitt og kúpt nokkuð yfir gagn-
augum, augun blá og skarpleg
og lítið eitt útstandandi, en auga-
brýrnar í minna lagi, nefið beint
og vörunum svo farið að neðri
vörin var í við þykkari en hin
efri. Fremur var hann fölur yfir-
lits sakir vangaefrar heilsu, en
allt andlitsfallið þannig, að út
úr því skein svo mikil mannúð,
svo heilbrigður, fjörugur og þrótt
mikill andi að engum blandað-
ist hugur um, þegar í fyrsta áliti,
að maðurinn væri slíkum kost-
um gæddur. Þrýstinn var hann
um herðarnar og brjóstið þrek-
legt, en handleggirnir í grennra
lagi, hendm-nar smáar og falleg-
ar og rak ég oft augun í það að í
löngutangar-nöglinni hafði mark-
ast eins og laut af hinu fasta og
stöðuga pennahaldi. Hann hafði
netta fætur, en á annan fótlegg-
inn, dálítið fyrir neðan kálfann,
hafði dottið sár, en hvort það
hefir orsakast fyrrum af því að
sitja í kulda eða af því að hann,
sem sí og æ var sokkinn niður
í bókiðnir, hefir vanrækt nauð-
synlega líkamshreyfingu, það skal
ég ósagt láta, en til að hirða
sár það og halda því hreinu not-
aði hann áburð smurðan í lérefts-
vefju“. — Og nú varpaði próf-
essorinn fram þeirri spumingu,
hvernig mynd sú sem fengist
af beinarannsóknum, kæmi heim
við mynd Sæmundar Hólms og
lýsingu Steingríms byskups.
Hauskúpa Hannesar byskups
var brotin í kistunni, en yfirleitt
var beinagrindin vel varðveitt.
Mesta hæð Hannesar hefir verið
um 169 sm, en við andlátið hefir
hann varla verið hærri en 167%
sm. Hann hefir því verið rúmur
meðalmaður á hæð. Kemur það
vel heim við lýsingu Steingríms
byskups. Ef dæma á af hárinu
sem fannst í gröfinni, hefir
Hannes verið ljósjarpur, en dökk-
jarpur í latnesku lýsingunni. —
Stærð heilabúsins hefir verið
meiri en almennt gerðist og hefir
hann verið meðallanghöfði, en
það stingur í stúf við fyrrnefnda
lýsingu, og gæti mynd Sæmund-
ar verið rétt að þessu leyti. Aft-
ur á móti er nefrótin og ýmis-
legt fleira í andliti byskups ó-
líkt hugmyndum Sæmundar
Hólms, en hökulagið hefir þó
verið svipað. — Sennilega hefir
byskup ekki verið búinn að
missa neinar tennur, þegar hann
lézt og má geta þess, að tannslit
er mikið, svarar til aldurs, svo
©g haussamar.
Öll úttimabygging Hannesar
Finnssonar hefir verið í grennra
lagi, hann hefir verið fremur
herðamjór og nettur. Senilega
ekki karlmannlegur. Gæti vaxt-
arlagið að mestu leyti líkst því
sem segir í latnesku lýsingunni.
Byskup hefir verið í góðu meðal-
lagi, nettur, meðallanghöxði með
smágert andlit og ljósjarpt hár.
—★—
Hér að framan hefir verið
stiklað á stærstu atriðunum í
fyrirlestri prófessors Jóns Steff-
enssens. Var hann allur hinn fróð
legasti og skýrði mynd okkar af
styrkustu stoðum íslenzkrar
menningar á sínum tíma. — Há-
tíðarsalurinn var þéttsetinn á-
heyrendum.
I. O. G. T.
Hafnarf jörður
St. Daníclsher* St. Morgunstjarnan
Sameiginlegt spilakvöld í kvöld
kl. 8,30, stundvíslega. Takið með
gesti. — Nefndin.
Hafna „fri&arfi!lögu" Rússa
Oheilindi að baki
London og Washington, 11. marz:
IDAG afhentu ambassadorar Bandaríkjanna, Bretlands og
Frakklands í Moskvu Ráðstjórninni samhljóðandi svör stjórna
þessara þriggja ríkja við tillögu Rússa um gagnkvæmar skuld-
bindingar stórveldanna til tryggingar friðinum í Mið-Asíu. Tillögur
þessar voru bornar fram fyrir einum mánuði af þáverandi utan-
ríkisráðherra Ráðstjórnarinnar, Dimitri Shepilov.
f orðser.dingu þríveldanna stórveldin skyldu ekki ganga í
Samkomur
K.F.U.K. — Ad.
Kvöldvaka í kvöld kl. 8,30. —
Kristniboðsflokkur KFUK sér um
dagskrána. Takið handavinnu með.
Gjöfum til kristniboðs veitt mót-
taka. Allt kvenfólk velkomið.
segir, að tillögur Rússa séu ó-
óraunhæfar og ekki tekið nægi
legt tillit til viðkomandi ríkja
— þ. e. ríkjanna í Mið-Asíu. —
Þess vegna mundi samkomu-
lag á grundvelli þeirra ekki
reynast nein örugg trygging
fyrir friðinum \ þessum heims-
hluta, auk J>ess sem engin
trygging áframhaldandi sjálf-
stæði þessara þjóða fengist
með slíku samkomulagi. —
Hafna þrifeldin öllum sam-
komulagsumleitunum á grund-
velli tillagnanna.
Svo sem kunnugt er voru aðal-
atriði tillögu Shepilovs þau, að
hernaðarbandalög með umrædd-
um ríkjum — og einnig skyldu
þau leggja niður herstöðvar sín-
ar í þesum heimshluta.
Segja þríveldin í svari sínu,
að tillagan hafi ekki verið lögð
fram í því augnamiði að
tryggja friðinn í þessum heims
hluta. Sem dæmi var nefnt, að
Róssar hefðu gert sitt til þess
að upp úr logaði við Súez. Á
sama tíma og Vesturveldin neit
uðu öllum beiðnum deiluaðila
um vopn í þcim tilgangi að
draga úr ófriðarhættunni,
sendu Rússar fleiri skips-
farma af vopnum til Egypta-
lands.
Talsmaður brezka utanríkis-
ráðuneytisins upplýsti í dag, að
Vesturveldin þrjú hefðu ráðgast
við Mið-Asíuríkin fjögur, er aðild
eiga að Bagdad-bandalaginu. 1
svarinu hefði fullt tillit verið tek-
ið til afstöðu þessara ríkja. Þá
upplýsti Bretinn, að svar þrí-
veldanna hefði verið birt öllum
aðildarríkjum brezka samveldis-
ins svo svo og Atlantshafsbanda-
lagsríkjunum áður en það var
afhent.
Kemnsla
Les með skólafólki
dönsku, ensku, þýzku, frönsku,
setningafræði, bókfærslu, reikn-
ing, rúmteikningu, stærðfræði,
eðlisfræði, efnafræði, stjörnu-
fræði, landafræði o. fl. — Ottó
Arnaldur Magnússon (áður Weg).
Grettisgötu 44A. Sími 5082.
IP»
Skólnskylt gognfiæðostig
óframkvæmnnlegt í sveitum
Kunnur skólamaður leggur til að 2. kafli
fræðslulaga gildi um héraðsskólana.
ÞÓRIR STEINÞÓRSSON skólastjóri í Reykholti, segir í bréfi,
sem Pétur Ottesen las upp á Alþingi í gær, að nú sé svo
komið, að flestir eða allir séu hættir að gera ráð fyrir, að komið
verði almennt á í sveitunum skyldunámi gagnfræðastigsins, skv.
2. kafla fræðslulaganna. Stingur hann upp á því í bréfinu, að
þrátt fyrir það verði landinu skipt í fræðsluhverfi og taki ríkis-
sjóður að sér kostnað við rekstur héraðsskóla og húsmæðraskóla,
alveg eins og þeir störfuðu skv. 2. kafla fræðslulaganna.
í bréfi sínu tekur Þórir það
fram, að slík breyting eigi sér að
vísu ekki stoð í lögum. En hitt
segir hann að nái heldur engri
átt, að sum sýslufélög verði að
standa undir háum kostnaði við
slíka héraðsskóla, þó að á þessa
skóla gangi unglingar frá öðrum
sýslufélögum og jafnvel kaup-
stöðum.
Þórir bendir einnig á það í
bréfi sínu, að það sé ranglæti að
sum sýslufélög verða að standa
undir skólakostnaði, meðan önn-
ur gera það ekki og ríkið tekur
að sér að greiða allan kostnað af
skólanum að Eiðum fyrir Aust-
firðingafjórðung. Telur hann að
jafnt eigi að gilda um aðra hér-
aðsskóla.
Af.S DRONNING
ALEXANDRINE
fer frá Reykjavík tii Færeyja og
Kaupmannahafnar n.k. laugar-
dag þ. 16. þ.m.
SkipaafgreiSsIa Jes Zimsen.
Erlendur Pétursson.
Vinna
Hreingernmgar
Vönduð vinna. — Sími 4462. —
Hreingerningar
Tek að mér hreingemingar. —
Ingimar Karlsson, málarameistari.
Sími 7852.
Félagslxl
Körfuknattleiksdeild K.R.
Æfing hjá öllum flokkum karla
í íþróttahúsi Hálogalands, í dag
kl. 6—6,50. Nýir félagar ávallt
velkomnir. — Stjórnin.
K.R. — Skíðadeild
Skíðanámskeið heldur deildin
fyrir yngri félaga sína, eftir næstu
helgi. Námskeiðið hefst mánud.
18. marz. Kennari verður Ásgeir
Eyjólfsson. Þátttaka er mjög tak-
mörkuð og eru unglingar beðnir
að láta skrá sig sem fyrst. Upp-
lýsingar gefur Óskar Guðmunds-
son„ c/o Rofi, Brautarholti 6. —
Sími 5362.
Stjóm Skíðadeildar K.R.
Þórscafe
DANSLEIKUR
AÐ ÞÓRSCAFÉ í KVÖLD KL. 9.
Hin vinsæla söngkona
PAT ROBBINS syngur
K.K.-sextettinn leikur — Söngvari: Ragnar Bjarnason.
ROCK ’N‘ ROL.L leikið kl. 10,30—11,30.
Aðgöngumiðasala frá kl. 5—7.
Hjartkær móðir okkar
SIGURLAUG ÞÓRÐARDÓTTIR,
lézt 10. marz.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Þórður Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir,
Ingunn Guðmundsdóttir, Steindór Guðmundsson,
Fríður Guðmundsdóttir.
Fósturmóðir mín
HELGA TEITSDÓTTIR
frá Uppsölum í Norðurárdal lézt að heimili sínu Eskiholti
laugard. 9. marz. Jarðarförin auglýst síðar.
Friðrik Hjartarson.
Faðir okkar
EINAR SIGMUNDSSON
andaðist að Sólvangi, Hafnarfirði, 9. þ.m. Jarðarförin aug-
lýst síðar.
Böm hins látna.
Okkar kæri bróðir og frændi
HANNES SCHEVING
stýrimaður, Grjótagötu 14, andaðist að morgni 11. marz í
Landako tsspítala.
Aðstandendur.
Útför móður og tengdamóður okkar
GUÐRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR
frá Álfgeirsvöllum,
fer fram miðvikudaginn 13. marz kl. 2, frá Dómkirkjunni.
Blóm afþökkuð.
Sigríður Bjarnadóttir, Þórsteinn Bjarnason,
Margrét Hemmert.
Bróðir okkar
HELGI JÓNSSON
frá Hjalla, sem lézt 8. marz, verður jarðsettur frá Foss-
vogskirkju 16. marz kl. 10,30 f.h.
SYSTKININ.
Þökkum hjartanlega öllum nær og fjær auðsýnda samúð
og hluttekningu við fráfall og jarðarför eiginmanns míns
föður, sonar og bróður okkar
HALLDÓRS GÍSLASONAR
Krosseyrarveg 8, Hafnarfirði. Sérstaklega þakka ég skip
stjóra og skipsfélögum hins látna. — Guð blessi ykkur
öll.
Lára Hannesdóttir og böm,
Kristjana Jónsdóttir og systkinl.
wmmmmmmmmmmmmmmmmmm—mmmmammmmmammmmmmm—mmmmmmm—mmmmmmmammmmm
Aiúðar þakkir fyrir auðsýna samúð, vegna andláts Og
jarðarfarar móður okkar,
SÓLVEIGAR JÓNSDÓTTUR,
Regína Magnúsdóttir
Björgvin Magnússon, Magnús J. Magnússon
Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu mér samúð við
andlát og jarðarför konunnar minnar
FANNEYJAR JÓNSDÓTTUR
Þorleifur Ó. Guðmundsson.