Morgunblaðið - 12.03.1957, Side 20
Veðrið
NA-stinuingskaldi. Skýjað.
59. tbl. — Þriðjudagur 12. marz 1957
Háskólafyrirlesfur
Jóns Steffensen. — Sjá bls. 11.
"** ... 1 1 " —» ■ —" 1 1 ■■■■' i-iiil
Efri deild fellir að flytja Hús-
mæðrakennaraskólann frá Reykjavík
TILLAGAN TJM brottflutning Húsmæðraskólans var felld eftir^
aðra umræðu í Efri deild Alþingis í gær með 6 atkv. gegn
4, en 7 voru fjarverandi. — Miklar umræður höfðu orðið um
málið í deildinni. Allstór hópur reykvískra kvenna var á þing-
pöllum, þeirra á meðal Helga Sigurðardóttir skólastjóri umrædds
skóla og virtust þær sigri hrósandi, er málið fékk þessa útreið.
Gegn brottflutningi skólans
töluðu þeir Sigurvin Einarsson,
þingmaður Barðstrendinga, og
Páll Zophoníasson, þingmaður
Norðmýlinga, en með flutningi
hans töluðu Friðjón Skarphéð-
insson, þingmaður Akureyringa,
og Björn Jónsson, uppbótarþing-
maður. — Nánar verður skýrt frá
umræðum á morgun.
Fátíður atburður
22—24 ára gömui hryssa kastaði
ljósrauðu mer-folaldi aðfaranótt
s.l. mánudags í Lögmannshlíð.
Er fátítt, að hryssur kasti á þess-
um tíma. — (Íslendingur).
Brug&ið hefur til þíðviðris
um sunnanvert landið
Bezti afladagurinn
AKRANESI, 11. marz. — Laug-
ardagurinn síðasti var langsam-
lega bezti afladagurinn síðan bát
arnir hófu vertíð. Voru 21 bátur
með taltals 191 lest. Aflahæstir
voru Guðmundur Þorlákur, með
15,6 lestir, Bjarni Jóhannesson
með 14,7, Höfrungur með 13,5
og Sigurvon með 12,8 lestir. Er
heildaraafli sama bátafjölda á
föstudaginn 144 lestir. —Oddur. I
EFTIR langvarandi frostkafla
brá til þíðviðris í fyrrinótt við
sunnanverða strönd landsins og í
gær var yfirleitt frostlaust orðið
um allt sunnanvert landið. Aft-
ur á móti var hríðarveður um
norðanvert landið með lítilshátt-
ar frosti.
Veðurstofan sagði í gærkvöldi,
að svo væri veður tvíátta hér við
land nú, að erfitt væri að segja,
um hvort þíðviðri myndi ná um
„Rokkið“ bjnrgor innbrotsþjófum
allt land. Að minnsta kosti hér
sunnanlands má búast við frost-
lausu veðri og þíðviðri næstu
daga. Um norðanvert landið aft-
ur á móti er verra að spá, því
á hafinu fyrir norðan land og
vestan er mjög rík norðaustan
átt, sem stafar af miklu háþrýsti
svæði yfir Grænlandi. Á austur-
strönd Grænlands er 12—18 stiga
frost.
Allmikill vattnselgur var á göt-
um bæjarins í gær er leysa tók
fannir og skafla: Eru götur víða
í bænum mjög illa farnar, þar
sem allur umferðarþunginn hef-
ur legið í skorningum sem
myndast hafa.
FRÉTT Mbl. á laugardaginn
um opnun verzlunarumboðs
austur-þýzka viðskiptamála-
ráðuneytisins, hefur komið
mjög illa við Tímann og Al-
þýðublaðið.
Alþýðublaðið, málgagn ut-
anríkisráðherra, segir m. a. um
málið:
„Hins vegar hafa íslenzk
einkafyrirtæki verzlað mikið
við austur-þýzk einkafyrirtæki,
og liafi fulltrúar hinna þýzku
fyrirtækja sett upp skrifstofu
hér á landi, er það óviðkom-
andi íslenzkum stjórnarvöldum
með öllu.“
Hér skýtur auðsjáanlega
skökku við því skrifstofan sjálf
fer ekki dult með að hún er
opinbérs eðlis, eins og sjá má
af meðfylgjandi mynd af
spjaldi því í fordyri „Blönd-
alshússins44, sem minnzt er á I
frétt Mbl. en löggilt þýðing á
því lieiti er:
V e r zluna r u mboð.
Verzlunarráð utanríkis-
verzlunar.
Austur-þýzka alþýðulýð-
veldið.
En skjalaþýðandi tekur
fram að nafnið sé á brenglaðri
ensku.
Alþbl. lætur hins vegar svo
sem utanríkisráðherra hafi
með öllu verið ókunnugt um
stofnun þessarar erlendu stjórn
arskrifstofu hér á landi. Ef
blaðið telur ráðherra sínum til
heiðurs að hann fylgist ekki
betur með, stendur Mbl. ekki
næst að taka upp vörn fyrir
hann.
IVióðurættingjar heimta
börn til Þýzkalands
En skv. ísL logum á faðir foreldrarétt
yfir þeim
ITILLÖGUM allsherjarnefnda Alþingis um upptöku nýrra rík-
isborgara, er lagt til að tvö smábörn, fædd á íslandi fái íslenzkan
ríkisborgararétt. Tilfelli þetta er mjög óvenjulegt og skýrði Björn
Ólafsson það fyrir þingheimi í gær.
AÐFARANÓTT Iaugardagsins
var brotizt inn í Stjörnubíó,
járnhurð brotin þar upp og
fleiri spjöll framin. Komust
þjófarnir þó aðeins yfir 300
krónur í skiptimynt.
Bogi Ólafsson fyrrv.
yfirkennari látinn
BOGI Ólafsson, fyrrverandi, yfir-
kennari við Menntaskólann í
Reykjavík, andaðist að heimili
sínu, í gærmorgun, 78 ára að
aldri. Hann var fæddur 15. okt.
1879, að Sumarliðabæ í Holtum.
Að loknum námsárum erlendis
gerðist hann kennari og var frá
árinu 1914 kennari við Mennta-
skólann og hélt því starfi þar til
hann lét af embætti fyrir aldurs
sakir fyrir fáum árum.
Bogi var einn af merkustu
kennurum sinnar tíðar og eftir
hann liggja ýmsar kennslubæk-
ur í ensku, sem notaðar hafa ver-
ið lengi í skólum landsins. Enn
fremur gerði hann margar snilld-
arlegar þýðingar erlendra önd-
vegisrita.
Boga Ólafssonar verður siðar
getið nánar í blaðinu.
Innbrot þetta gekk ekki
hávaðalaust fyrir sig, þar sem
þjófarnir meitluðu tvær járn-
lamir sundur. Kona í næsta
húsi vaknaði við lætin milli
kl. 3 og 4 umrædda nótt og
heyrði þau langa hríð.
Hún veitti þessu þó ekki
nánari athygli, þar sem hún á-
leit að „rokk-óðir“ unglingar
hefðu brotið stóla og bekki á
kvöldsýninguni og verið væri
að gera við þá. Hélt hún að
sýningarnar á „Rock Around
the Clock“ væru síður en svo
„friðsamlegar“.
Ef öðruvísi hefði staðið á,
sagðist hún myndi hafa hringt
í eiganda kvikmyndahússins
og gert honum aðvart. En nú
var það „rokkið“, sem bjarg-
aði þjófunum.
Ófærf um Siglu-
fjarðarkaupsfað
SIGLUFIRÐI, 9. marz. Undan-
farið hefur verið hér versta veð-
ur og hlaðið niður snjó. Er ekki
hægt annað að segja en alófært
sé um bæinn fyrir bíla en snjó-
ýta hefur haldið opinni braut frá
höfninni til frystihúsanna. Einn-
ig hefur ýtan hjálpað bílum með
olíu og kol til bæjarbúa.
— Guðjón.
Færð hefur spillzt
ausfan fjalls
SELJATUNGU, 11. marz. — í
dag er hér slæmskuveður, hvöss
norðaustanátt með fannkomu sl.
nótt og fram eftir degi. Hefur
snjóað allmikið ofan á gamla
snjóinn, sem löngu er orðinn að
harðfenni.
Harðindakafli þessi er nú far-
inn að verða nokkuð langur. —
Hagleysi er hér víðast og færð
hefur spillzt að mun. — Gunnar.
Hreindýrin leita
heim á bæina
SEYÐISFIRÐI, 11. marz: — Svo
virðist sem hart sé orðið í ári
inni á hreindýraslóðum í A-öræf
unum -og streyma hreindýrin það
an nú, enda er þar fádæma fönn
komin. Heima við Breiðavað á
Mið-Héraði, þar sem Þorkell
Jónasson býr, hafa að sögn hans
um 20 hreindýr haldið sig heima
við túnið þar og víðar munu
hreindýrin hafa leitað til byggða
vegna harðindanna t.d. í Skíðdal
og eins fyrir norðan Lagarfljót.
— B.
Börn þessi eru Gunnar
Deutschlander Sveinbjarnarson,
fæddur hinn 21. nóv. 1953 og Þóra
Sveinbjarnardóttir, fædd 5. febr.
1955. En bæði eiga þau heima að
Hurðarbaki í Reykholtsdal.
Högum þeirra er þannig háttað
að þau eru óskilgetin börn ís-
lenzks manns og þýzkrar konu,
sem hér hefur dvalizt. — Fyrir
nokkru dó móðir þeirra og hafa
ættingjar þeirra í Þýzkalandi
síðan bent á það, að börnin séu
þýzkir ríkisborgarar og heimta
að þau verði flutt til Þýzka-
lands, enda myndi það virðast
eðlilegast eftir þýzkum lögum,
þar sem móðurættingjar óskilget-
inna barna hafa umráðarétt
þeirra.
En samkvæmt íslenzku löðráða
lögunum hefur faðir óskilgetins
barns foreldrarétt yfir þeim, ef
móðir deyr og hann vill annast
barnið og ala upp. Sækir faðir
barnanna nú um að þau fái ís-
lenzkan ríkisborgararétt.
Hátíðarfundi
frestað vegna stór-
hríðar í gær
SIGLUFIRÐI, 11. marz: Hér hef-
ur verið versta hríðarveður í dag
og eru nú komnir mannhæðar-
háir skaflar á götunum. Er ófærð
með eindæmum hér um allan
bæinn.
Vegna hríðaveðursins hefur ver
ið ákveðið að fresta hátíðarfundi
bæjarstjórnar, sem verða átti í
dag í því tilefni að bæjarstjórnin
hefur haldið 1000 fundi, frá þvi
Siglufjarðarbær hlaut kaupstaða
réttindi. — St.
11 l.af mjöli skemmdusf af sjó
í ms Oddi frá Yestmannaeyjum
Skagaströnd, 11. marz:
SÍÐASTLIÐINN laugardag kom m.s. Oddur frá Vestmannaeyjum
hingað og losaði hér matvörur og fóðurbætir til Kaupfélags
Húnvetninga. Ætlaði skipið að losa þessar vörur á Sauðárkróki en
gat það ekki vegna veðurs.
Bændur vilja fá 300
jeppabíla
f GÆR kom Búnaðarþing sam-
an til fundar. Voru lögð þar fram
mörg nefndarálit og var þar
samþykkt ályktun varðandi inn-
flutning jeppabíla, þess efnis að
skora á ríkisstjórnina' að leyfa
innflutning á ekki færri en 300
jeppabílum á þessu ári. Ennfrem-
ur vill búnaðarþing leggja á-
herzlu á að viðskiptamálaráðhr.
geri innflytjendum jeppanna að
hafa jafnan fyrir hendi næga
varahluti í bíla þessa.
Þá er verið að fjalla um fjár-
hagsáætlun fyrir Búnaðarfél. fs-
lands á yfirstandandi ári og
verður fundur aftur árdegis í dag.
Er farið var að losa skipið, kom
í ljós að neðsta sekkjaröðin, sem
var fremst í lestinni hafði blotn-
að af sjó. Voru samtals 11 lestir
sem höfðu stórskemmst eða
ónýtzt af sjó og eru þær
taldar 40 þús. króna virði. Varan
var öll tryggð hjá Samvinnu-
tryggingum.
TALSVERÐUR SJÓR f LEST
Talsverður sjór var í lestinni
þegar búið var að losa vöruna
eða um 20—30 cm upp fyrir lest-
argólfið. Ekki hafði skipstjórinn
hugmynd um lekann, fyrr en far-
ið var að hreyfa við vörunni.
Oddur liggur hér í dag vegna veð
urs, en hér er norðaustan stór-
hríð, en frostlaust. —Jón.
SIGLUFIRÐI, 9. marz. — Mikil
þátttaka hefur verið í landsgöng-
unni hér og er það fólk á aldrin-
um 4—60 ára. — Guðjón.