Morgunblaðið - 15.03.1957, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.03.1957, Qupperneq 8
9 MORGUNBLAÐ19 Fðstudagur 15. marz 1957 Cftg.: H.f. Arvakur, Keykjavik Fratnkvæmclastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Aöglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Fórn, sem var fœrð fyrir alla f DAG er þjóðhátíðardagur Ung- verja. Fyrir atburðanna rás er hann orðinn minningardagur alls hks frjálsa heims. Ungverska þjóðin er orðin táknmynd frelsis- íms og djörfungar hinna kúgúðu, lem rísa í örvæntingu gegn of- ureflinu og vinna andlegan sigur, sem allir minnast, þó kúgarinn megnaði að færa þá í fjötur að nýju. Þannig lifir andinn þó líkaminn sé deyddur. Berlín, Poznan og Búdapest eru tákn atburðanna, sem vald- ið hafa þáttaskilum á okkar tíma en af þeim var bylting Ungverja, það sem mest munaði um. Með henni beið kommúnism- inn slíkan ósigur, að hann fær aldrei risið aftur, samur og áður. Byltingin í Ungverjalandi og morð Rússa á hinni ungversku þjóð svipti grímunni til fulls af kommúnismanum, þannig að hann stendur nú loks afhjúpað- ur í sinni réttu mynd, frammi fyrir alheimi. Fyrst var hulunni svipt af Stalin og leitt í Ijós að hann hefði verið brjálaður múg- morðingi. En Stalin var aðeins einstaklingur — voldugur ein- ræðisherra hins sovétska ríkis. En ungverska byltingin afhjúp- aði til fulls kommúnismann sjálfan sem er sá jarðvegur, sem vitfirringar eins og Stalin og eftirmenn hans á hinum rúss- neska kúgunarstóli, eru sprottn- ir úr. í Ungverjalandi biðu kommúnistarnir ósigur, ekki með vopnum stálsins heldur andleg- an, siðferðilegan ósigur, sem er um leið sigur alls hins frjálsa heims. Ungverjar eiga sér glæsilega sögu en það urðu örlög þeirra, eins og margra smærri þjóða að lúta að lokum annars veldi. Það var árið 1848, sem Ungverjar gerðu uppreist gegn einveldi Habsborgara, sem allur heimur- inn horði á með aðdáun. Þetta gerðist um líkt leyti og á sömu tímum frelsishreyfinga í Evrópu, sem Islendingar risu upp og „mótmæltu allir“ frammi fyrir byssustingjum ei-lends konungs. íslendingar náðu fullu sjálf- stæði en það frelsi, sem Ung- verjar fengu eftir langa baráttu varð aðeins mjög skammvinnt og að lokum urðu þeir þjóðernis- sósíalistum og síðan hálfbræðr- um þeirra, kommúnistum,- £>ð bráð. Allir frjálshuga fslendingar minnast Ungverja í dag og senda þjóðinni hljóðar samúðarkveðj- ur og óskir um frið og frelsi. Þess er minnzt að þær hundruð þúsundir Ungverja, sem létu líí, land eða frelsi fyrir málstað sinn hafa ekki fært fórn sína til einsk is. Sú fórn er færð fyrir alla og að lokum mun svo óskastund Ungverja sjálfra renna upp, þeg ar landamörk mannlegs frelsis liggja ekki lengur um miðja Evrópu. „Tíminn” og húsabygging- nrnnr í Reykjnvík „TÍMINN“ og Framsóknarmenn hafa nú hvað eftir annað borið sér í munn að það, sem þeir kalla „skefjalaus fjárfesting", sé und- irrót allra efnahagsmeina hér á landi. Upp á síðkastið hefur þó þ«tta tal um fjárfestinguna, sem Sjálfstæðismenn eigi sök á sér- staklega beinzt að húsbygging- um í Reykjavik. Það er alkunn- ugt að Framsóknarmenn og Tím- itui hafa á undangengnum árum eignað sér forgöngu um alla fjár- festingu í landinu ef frá er skil- ír endurnýjun togaraflotans. Framsóknarmenn hafa aldrei beinlínis þorað að eigna sér það mál. En allt annað hafa þeir talið gert fyrir sína forustu, raf- orkuframkvæmdirnar, vega- og brúagerðir, ræktunarframkvæmd ir og húsabyggingar til sjávar og sveita svo dæmi séu nefnd. Framsöknarmenn þökkuðu sér alveg sérstaklega forgöngu um lánadeild til bygginga smáíbúða og kom það ljóst fram við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík. Þá sagði „Tíminn“, að sinn flokkur væri einmitt flokkur þeirra, sem vildu byggja hús! Blaðið sagði m.a. 7. jan. 1954 um húsnæðismálin: „Þess vegna munu þeir, sem vilja auknar aðgerðir í bygg- ingamálum, draga þá réttu álykt- un af reynslunni að snúa baki við Sjálfstæðisflokknum og fylkja sér um Framsóknarflokk- inn“. f forystugrein hinn 8. jan. sama ár sagði blaðið: „Þess vegna eiga allir, sem vilja að byggingamálin séu tek- in föstum tökum og framkvæmd- ir á því sviði stórlega auknar, að skipa sér um Frammsóknar- flokkinn í þessum kosningum og gera honum þannig mögulegt, að þetta verði gert“. Blaðið átti ekki orð yfir þá ó- svífni að ekki skyldu vera til lóðir á stundinni handa öllum, sem vildu byggja og sagði m.a.: „Það er með öllu ófært, að lóðaskortur sé því til hindrunar, að menn geti byggt, ef þeir hafa mnguleika til þess að öðru leyti“. Hér þarf ekki frdkari vitna við en nú snýr „Tíminn“ blaðinu við. Nú eru Sjálfstæðismenn á- sakaðir fyrir það, sem Tíminn taldi alveg sérstakt áhugamál Framsóknarmanna fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar. Þetta er að vísu ekki annað en gamla Framsóknaraðferðin og þarf raunar engan að undra. UTAN UR HEIMI 15. marz Þjóðhátíðardagur Ungverja J. dag eru liðin 109 ár síðan ungversku frelsishetjurnar Petöfi og Kossuth stóðu í fylk- ingarbrjósti ungversku þjóðar- innar, er hún reis upp og hugð- ist hrinda af sér oki Habsborg- ara. Þennan dag, 15. marz, gerði hin frjálsa ungverska þjóð síðar að þjóðhátíðardegi sínum — og minntist fallinna sona fóstur- jarðarinnar. í dag munu samt ungir og gamlir, í borgum og bæjum Ung- verjalands, ekki safnast saman í þjóðbúningum — til hátíða- halda. Ungverjar eru ekki leng- ur frjálsir. Um árabil hafa þeir ekki getað fagnað frelsi lands síns 15. marz. Nýju kúgararnir hafa gefið þjóðinni nýjan þjóð- hátíðardag, hátíðisdag alheims- kommúnismans. Skammt er nu um liðið síðan þeir atburðir áttu sér stað, er snertu viðkvæmustu strengi í brjóstum milljóna hins frjálsa heims. Þessir atburðir, örvænt- ingarfull barátta ungversku þjóð- arinnar við kúgunarvald komm- únismans, hafa fært okkur heim sanninn um það, að 15. marz er enn þjóðhátíðardagur Ungv. Við höfum orðið vitni þess, að 10 ára kúgun valdhafanna í Kreml hef- ur ekki megnað að rjúfa tengsl þjóðarinnar við fortíðina — og við vitum nú, að í dag minnist hún í hjörtum sínum allra þeirra vösku sona, er látið hafa lífið í frelsisbaráttunni. U ngverska þjóðin hef- ur aldrei sætt sig við erlenda áþján og hún hefur fórnað miklu fyrir frelsið. f 170 ár réðu Tyrkir lögum og lofum í landinu, en Ungverjum tókst að hrekja þá af höndum sér á 17. öld. En frelsið var skammvinnt, því að Habsborg- arar tóku við þar sem Tyrkir höfðu frá horfið — og urðu Ungverjar því enn að halda baráttunni áfram. Arið 1848, er öll Evrópa hreifst af áhrifum febrúarbylt- ingarinnar í Frakklandi, létu Ungverjar til skarar skríða. — Petöfi og Kossuth gengu fram á vígvöllinn með alla þjóðina að baki sér. Sá fyrrnefndi féll í valinn, en Kossuth lifði það að sjá þjóð sína frjálsa. En Habs- borgara sveið undan hrakförun- um og hugsuðu Ungverjum þegj- andi þörfina. Var zarinn í Kreml beðinn liðsinnis — og eftirleik- urinn varð einn blóðugasti kafli í sögu ungversku þjóðarinnar. Grimmd og villimennska rúss- nesku hermannanna er annáluð. Þeir þyrmdu engu. Ungverskt blóð rann í lækjum. Her Kossuths var gersigraður. Þjóðin var í sár- um og gat ekki lengur borið hönd fyrir höfuð sér, er hinir rúss- nesku ofbeldisseggir óðu yfir landið með báli og brandi. Á ný settust erlendir drottn- arar að í landinu. Habsborgarar komust til valda. Stjórn þeirra mildaðist þó er á leið, og Ung- verjar hlutu smám saman aukna sjálfsstjórn og frelsi. N æstu stórtíðindi í sögu Ungverjalands voru þátt- taka þess í fyrri heimsstyrjöld- inni og börðust þeir með þeim aðilanum, er lúta varð í lægra haidi. Faðir, móðir, dóttir — táknræn mynd af flóttamannastrauminum , frá Ungverjalandi. Þá dró til tíðinda, er Lenin sendi kommúnistann Bela Kun íil Ungverjalands til þess að skara eld að köku kommúnista. Náði Kun' og fylgisfiskar hans á vald sitt nokkrum hluta lands- ins og fóru ránshendi um eigur fólksins. Síðan kom til sögunnar Horthy flotaforingi, sem brauzt til valda í Ungverjalandi og rak Kun úr landi, en Stalin lét síðar lífláta hann. Var Horthy nær einvaldur um margra ára skeið og gekk í lið Hitlers í upphafi síðari heims- styrjaldarinnar. Er Þjóðverjar fóru að láta undan síga fyrir Bandamönnum, vildi Horthy semja frið. Lét Hitler handtaka hann og tók sjálfur stjórn lands- ins í sínar hendur. E n Rússarnir voru skammt undan öðru sinni. Ung- verjar þekktu frá fyrri árum hvers þeir máttu vænta, er rúss- neski herinn óð yfir landið — og rak flótta þýzku nazistanna. Ekki var styrjöldinni lokið, er kommúniskum leynilögreglu- mönnum og útsendurum frá Kreml skaut upp eins og gorkúl- um hvarvetna í landinu. í fyrstu kosningunum eftir styrjaldarlok- in hlutu kommúnistar lítið fylgi — og urðu þriðji stærsti flokk- urinn. Við stjórnarforystu tóku leið- togar smábændaflokksins — þeir Bela Kovacs og Ferenc Nagy, E nda þótt zarinn ríkti ekki lengur í Kreml, kom það fljótlega í ljós, að hin nýja for- ysta Rússa „leiðtogar alþýðunn- ar“ eins og hún kallaði sig, hafði ekki látið af ofbeldisstefnu rúss- neska keisaraveldisins. Rússneski herinn sat enn sem fastast í Ung- verjalandi — og aðstoðaði hann hinn gamla baráttufélaga Bela Kun, Matyas Rakosi, við að koma löglegri stjórn landsins fyr- ir kattarnef — og ruddist hann til valda með stuðning rússneskra hermanna. Kovacs var sendur tii Síberíu — sem „óvinur þjóðar- innar". Ferill Rakosis og rúss- nesku heimsvaldasinnanna varð blóðugur í Ungverjalandi sem öðrum löndum. Að því lrom, að höfuðpaurarnir í Kreml urðu að láta Rakosi víkja vegna óttan* við algera uppreisn ungversku þjóðarinnar, sem var orðin þjök- uð af margra ára ofbeldisstjórn. Ný leppstjórn rússneskra komm- únista var sett í valdastóla, en öllum er kunnugt hver enda- lok hennar urðu. l_J ngverska þjóðin reis upp sem einn maður gegn kúg- urum sínum — og barðist enn einu sinni fyrir frelsi sínu. En „vinir alþýðunnar", „verndarar smáþjóðanna", „einu og sönnu andstæðingar nýlendustefnunn- ar“, mennirnir, sem höfðu nefnt Stalin „brjálaðan fjöldamorð- ingja" brugðust nú við á sama hátt og „brjálaði fjöldamorðing- inn“ hafði gert. Þeir reyndust engir eftirbátar rússneska zars- ins, sem eitt sinn hafði sigað hermönnum sínum á ungversku þjóðina. Nú stóðu Ungverjar 1 sporum forfeðranna, í sporum Kossuths og manna hans. En ofurmáttur rússneskra vopna og kommúniskrar villimennsku sigr- aði. Afleiðingarnar eru okkur öllum ljósar. Þúsundir Ung- verja lágu í valnum — og nær tvö hundruð þúsund flúðu föðurlandið, rússneska herina og hina nýju kommúnisku leppstjórn, sem er enginn eft- irbátar Rakosis og manna hans að grimmd. Við, ibúar hins frjálsa helms, minnumst í dag ungversku þjóðarinnar og baráttu henn- ar gegn ofbeldisöflunum. En á meðal okkar er fólk, sem minn ist íöðurlands, sem minnist horfinna vina og ættingja, baráttu eigin þjóðar, fjötraðr- ar þjóðar. Þetta eru fórnar- lömb villimennsku nútimans, fórnarlömb hinna „einu og sönnu verndara smáþjóð- anna“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.