Morgunblaðið - 15.03.1957, Page 13
Föstudagur 15. marz 1957
MORGUWBL4 Ð1Ð
13
Eyjóllur Guðmundsson
frá Grimslæk
í DAG verður til moldar borinn
Eyjólfur Guðmundsson, fyrrum
bóndi að Grímslæk í Ölfusi. —
Hann var fæddur 15. marz 1867
að Grímslæk og eru því í dag
liðin 90 ár frá fæðingu hai)s.
Foreldrar voru hjónin Guð-
mundur Eyjólfsson, bóndi á
Grímslæk, og Helga Pálsdóttir
frá Brúnarstöðum í Flóa. Hann
giftist vorið 1892 Herdísi Jóns-
dóttur frá Hrauni í sömu sveit.
Þau byrjuðu búskap sama vorið
að Hjallakróki í Ölfusi og fluttu
síðan búferlum að Grímslæk vor-
ið 1904. Konu sína missti hann 5.
júní 1928. Þau eignuðust 5 syni
og eru fjórir þeirra á lífi og eru
þeir þessir:
Hermann, hreppstjóri og bóndi,
Gerðakoti í Ölfusi; Þorleifur,
arkitekt í Reykjavík; Guðjón,
bóndi, Grímslæk; Helgi, húsa-
meistari í Reykjavík.
Eyjólfur var aðalhvatamaður
að stofnun rjómabúsins á Hjalla,
„Hjallarjómabúsins", en til þess
þurfti að útvega lán, því flestir
voru þá peningalausir. — Fór
Eyjólfur því til Reykjavíkur til
að útvega lán í Landsbanka ís-
lands. Hann hittir Tryggva Gunn
arsson, bankastjóra, og falar af
honum nauðsynlegt lán. „Já, pen-
inga“, svarar Tryggvi, „ég veit
nú ekki hvernig það er“. Hann fer
síðan í næsta herbergi og talar
við gæzlustjóra og segir honum
að hér sé kominn Eyjólfur frá
Grímslæk til þess að fá lán. —
Gæzlustjóri segir að það sé ó-
hætt að lána þeim á Grímslæk
og þar með var lánið fengið.
Nú var hafizt handa og skil-
vindur pantaðar handa öllum
bændum í Hjallasókn og komu
þær á tilsettum tíma. Þá sögðu
gömlu konurnar að mjólkin úr
þessum rokkum væri baneitruð.
Síðan þurfti að ákveða hvenær
hver bóndi skyldi flytja smjörið
til Reylcjavíkur, sem miðaðist við
skipsferð til Englands, því þar
var smjörið selt. Nú kom það
fyrir fyrstu sumurin, að bændur
neituðu að fara, ef það bar upp
á þurrkdag, serp flytja þurfti
smjörið og kom það þá venjulega
í hlut Eyjólfs að koma því til
Reykjavíkur og mun hann þá
hafa verið fljótur að taka sig upp
í ferðina. Þess má geta að fyrsta
sumarið sem búið starfaði fengu
fátækustu félagsmennirnir 300—
400 krónur fyrir sumarsmjörið.
Til samanburðar má geta þess að
100 kg. sekkur af rúgmjöli kost-
minmng
aði þá kr. 8.50. Eyjólfur var for-
maður Hjallarjómabúsins meðan
það starfaði eða til ársins 1912.
Hann pantaði allar matvörur fyr-
ir félagsmenn og voru þær teknar
í einu lagi á hverju vori og send-
ar með flóabátnum „Ingólfi" til
Eyrarbakka, þar til kaupfélagið
Ingólfur var stofnað á „Bakkan-
um“.
Eyjólfur sat í hreppsnefnd í
mörg ár, en átti víst aldrei heima
í þeirri nefnd, því hann þverneit-
aði að láta flytja til fólk sem var
á góðum heimilum og vildi um-
fram allt vera kyrrt á sama stað.
Eyjólfur á Grímslæk mun hafa
verið allra manna kunnugastur
á afrétti Ölfus- og Selvogs-
hrepps og var því fenginn til að
segja til um ýmis örnefni á þess-
um slóðum, áður en kort dönsku
landmælingamannanna fóru end-
anlega í prentun.
Hann var ákveðinn á móti
Krýsuvíkurveginum, en vildi
láta leggja veg austur Þrengsli
og niður fyrir austan Vindheima
yfir á núverandi veg í Gríms-
lækjarhrauni. Hann hélt því fram
að síðar væri hægt að leggja
Krýsivíkurveginn til gagns og
gamans.
Nú er Eyjólfur laus undan þeim
heljarþunga, sem ellin býður
okkur upp á. Hann lézt hinn 4.
marz og vantaði því aðeins 11
daga til að ná 90 ára aldri.
Kunnugur.
Afgreiðslumaður
Óskum eftir að ráða ungan reglusaman mann, til af-
greiðslu- og verzlunarstarfa. Æskilegt væri að viðkom-
andi væri eitthvað kunnugur vélum og vélavarahlutum.
Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins fyrir mánudagskvöld
18. marz merkt: „Afgreiðslustarf — 2315“.
Til sölu
eignarlóð í miðbænum. — Skipti á 2—3 herbergja
íbúð koma til greina.
Fasfeignasaian
Vatnsstíg 5, súni 5535 — Opið kl. 1—7
Storesefni
í fjölbreyttu úrvali
Aurhfifar
Brettahlífar
Sólskermar
Speglar
Ljóskastarar
Slýrisáklæði
Loftnetssteugur
Krómlistar á hjó!
Felgulyklar
Kertalyklar
Rafgeymar
Klukkur
SNJÓKEÐJUR
560x15
550x16
640x15
c<g keðjuhlekkir
Farangursgrindur
\P. 5 lejánsson í\f\
Hverjisgatu /03 - simi 3SÓ0
Cluggatjaldavoal
Storesblúndur og
kogur
Gardínubúðin
Laugaveg 18
Laugaveg 166 í Reykjavík
Ný námskeið í barna-
deildum skólans hefjast
mánudaginn 18. þ.m., irm-
ritun í dag frá kL 2—5 e.h.
Upplýsingar í síma 1990.
Kennari:
Frk.
Guðmunda Andrésdóttir
listmálari.
Silfurtún
Höfum til sölu húsgrunn við Silfurtún. Grunnurinn er
með uppslegnum steypumótum fyrir sökkul. Ennfremur
fylgir teikning, mótatimbur nægilegt fyrir væntanlega
byggingu og eitt tonn af steypustyrktarjárni.
Sala og samningar
Laugavegi 29 — Sími 6916
framtíðarinnar — í dag
Meiri gljái á húsgögnin og gólfið — með minni vinnu Silicono
Mansion bón gljáir betur en önnur venjuleg vaxbón, vegna
þess að það inniheldur í ríkum mæli undraeínið Sihcon*.
Þetta bón framtíðarinnar fæst í verzlunum í dag. Reynitf
það næst er þer kaupið bón.
HVILO
Silicone Mansion
styttir vinnustundir
liúsmóöurinnar.
GLJAINN ENNfST
LENGNR
f>ér bónið sjaldnar, því
hinn demant-harði gijái
endist í vikur.
SPARAR
PE9RNGANA
Siiicone \
Mansion A X
bón sparar
heimilispen-
ingana, V® • •
vegna hv«
litiö þér notió
til þess aö fá en<
garmikinn gljáa.
SILIG0NE MANSI0N B0N
|» ý ð i r minni vinnu og bjartari og
endingarbetri gljáa á gólf og básgoga
Alhhba
Veckfrcebiþjónusia
TRAUSTYf
Skólavorðuslig Jð
Simi 8 2624-
Bókauppboð í Sjálfstæðishúsinu. Bækurnar sýndar í dag kl. 2—7 og
kl. 10—4 á morgun. — Seldar kl. 5 þann dag. —
Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar.