Morgunblaðið - 15.03.1957, Side 15
Fðstudagur 15. marz 1&57
15
jf /» » r r i k t* r a n i f>
— Atvinnujöfnun
Sveitadrengarinn Jenn Gnbin
HINN heimsírægi og vinsæli I
kvikmyndaleikari Jean Gabin'
kveðst nú hafa í hyggju að draga
sig út úr leikstarfinu. — Hefur
hann komið sér upp myndarlegu
búi í hinu frjósama Normandy-
héraði. Er um tveggja stunda
akstur frá París að búgarði
Gabins.
Jean Gabin er nú orðinn 53
ára. Hann var fæddur og upp-
alinn uppi í sveit. Nú þegar hann
er farinn að reskjast dregur
sveitalífið hann aftur tii sín. —
Hann hefur á undanförnum ár-
um notað frístundir sinar til að
bæta búið og vinna að jarðyrkju
og uppskerustörfum. Hann kann
vel að þreskja korn og er leik-
inn í að stjórna dráttarvél.
Á búgarði hans er aðallega
■njólkurframleiðsla, en einnig
nokkur eplarækt og þykir Jean
leikinn í að framleiða eplavín.
Jean Gabin hefur hlotið heims
frægð fyrir að leika grófa og
harðgeðja menn bg jafnvel fanta,
eins og í „Pepe ia Moko“, sem
flestir kannast við og í „La
Bandera“, sem Filmía sýndi ekki
ails fyrir löngu. En þessi harð-
geri maður er bljúgur við hjarta-
ræturnar. Hann elskar kýrnar
sínar og hestana, eins og bezti
bóndi.
Nehru náði kosnlngu
ALLAHABAD, 14. .marz. —
Kosningum lauk í dag í Phulpur-
kjördæminu, sem Nehru bauð
sig fram í. Þessi stjórnmálaleið-
togi náði kosningu með miklum
atkvæðamun. Þrír keppinautar
voiu um þingsætið.
fslenzkur náms-
maður hlýlur
Rolary-siyrk
BOTARY Foundation er sjóður,
*em Rótarýklúbbar hafa stofnað
í minningu stofnanda Rótarý
hreyfingarinnar, Poul Harris.
Sjóðurinn er orðinn allöflugur,
©g veitir á næsta háskólaári 123
mönnum víðsvegar að úr heimi
etyrk til framhaldsnáms að venju
legu háskólaprófi loknu. Sam
tals nema styrkimir um 300 þús.
dollurum.
Síðan sjóðurinn var stofnaður,
árið 1947, hafa 948 manns frá 61
landi hlotið styrk úr honum. Úr
■jóðnum hafs þegar verið veittir
■tyrkir, sem nema yfir 2.2Ö0 þús,
dollurum. Rótarýfélagar kosta að
jafnaði kapps um að gera stúd-
entunum námsdvölina sem á-
nægjulegasta, bjóða þeim á fundi
á heimili sín, í ferðalög o.s.frv.
Tveir íslendingar hafa til þessa
notið styrks úr sjóðnum, Jón
Bergs, lögfræðingur, sem stund-
aði framhaldsnám í lögfræði við
Columbía-háskólann í New York
ekólaárið 1953—1954 og María
Sigurðardóttir, viðskiptafræðing
w, sem var við nám í utanríkis-
viðskiptum við háskólann í Heid-
•iberg skólaárið 1955—1956.
Þriðji íslendingurinn, Jón O.
Tómasson, stud. jur., Reykjavík,
hefur nú hlotið styrk úr sjóðnum
tii framhaldsnáma akólaárið 1057
—1858.
Myndirnar, sem hér birtast,
>ru nýlega teknar á búgarði
Jean Gabins. Á annarri stendur
hann cins og konungur í ríki sínu,
vönduðu fjósi með þrifalegum
mjólkurkúm og á hinni stendur
hann að nýju i sporum sveita-
drengsins, sem rak kýrnar fyrir
nærri 50 árum.
RAUSNAiSLEG GJÖF
MES) arfleiðsluskrá gaf Sigur-
rósa Sigurðardóttir, Hvamms-
tanga, til byggingar kirkju á
Hvammstanga allar eignir sínar
eftir sinn dag. Sigurrósa Sigurð-
ardóttir var fædd að Syðra
Brekkukoti í Eyjafirði 2. ágúst
1863, en andaðist 18. maí 1956.
Laust eftir aldamótin var Sig-
urrósa á Þingeyrum og kynntist
þar ísólfi Þ. Sumarliðasyni, og
giftust þau árið 1906 og settust að
á Hvammstanga skömmu síðar.
ísólfur Þ. Sumarliðason var fædd
ur að ísólfsskála í Grindavík 14.
júlí 1876 en andaðist 17. sept.
1944.
Það er vitað mál að þau hjónin
réðu ráðum sínum með það,
hvernig ráðstafa skyldi eignum
sínum eftir þeirra dag, en þau
eignuðust engan erfingja. Ekki
furðar kunnuga menn á því að
kirkja á Hvammstanga skyldi
verða fyrir valinu, enda var þeim
fullljós þörfin á að hér risi upp
virðulegt guðshús, þó að hvor-
ugu þeirra auðnaðist að sjá það
uppkomið í þessu lifi, því að Sig-
urrósa var hætt að fylgjast nokk
uð með seinustu árin, en hún
var nærri 93 ára er hún lést, en
ísólfur andaðist árið 1944 eins og
fyr er sagt.
ísólfur var um langt skeið í
sóknarnefnd og organisti við
Kirkjuhvammskirkju og vann
þau störf sem önnur af sérstakri
samvizkusemi. ísólfur Sumarliða
son var gjaldkeri Sparisjóðs Vest
ur-Húnavatnssýslu á Hvamms-
tanga frá stofnun hans 1917 og til
Róleg sjóferð til
Rermutla
WASHINGTON, 14. marz, — Eis-
enhower mun á morgun stíga á
skipsfjöl og sigla áleiðis til Ber-
muda þar sem hann mim eiga
fund með Harold Macmillan. For-
setinn ætlar að hafa það rólegt
og hvílast í sjóferðinni. Hefur
hann undanfarið þjáðst af kvefi,
en blaðafulltrúi hans sagði i dag,
að hann væri að ná sér.
dauðadags og ávann sér traust
og virðingu þeirra sem honum
kynntust jafnt í þeim störfum
sem öðrum. Bæði voru þau hjón
sérstakar mannkostamanneskjur
og vildu að sem minnst bæri á
því er þau réttu bágstöddum
hjálparhönd.
Þegar lokið var við að gera
upp dánarbú Sigurrósu Sigurð-
ardóttur kom í ljós að hún lét
eftir sig í handbæru fé kr. 63.
018.00 og í verðbréfum kr. 2.660.
00 eða samtals kr. 65.618.00.
Fyrir þessa rausnarlegu gjöf
til Hvammstangakirkju frá þeim
Sigurrósu Sigurðardóttur og ís-
ólfi Þ. Sumarliðasyni þakka ég í
nafni safnaðarins af heilum hug.
Blessuð sé minning þeirra.
Hvammstanga, 31. jan. 1957.
Sig. Tryggvason.
T’ramh. af bls. 3
orðið sér mikil vonbrigði, ekki
hvað sízt eftir að frsm. meiri-
hlutans hefði upplýst, að hugs-
unin, sem lægi að baki frum-
varpinu, væri í fullu samræmi
við stefnu ríkisstjórnarinnar. —
Kvað hann mál þetta hafa ver-
ið mikið rætt á undanförnum
árum og að samhljóða frv. að
stofni til hefði verið flutt á tveim
ur undanförnum þingum.
Taldi hann að störf atvinnu-
tækjanefndar þeirrar, sem skip-
uð hefði verið, og fæli í sér
skýrslusöfnun um atvinnuástand
og atvinnutækjaþörf víðs vegar
um landið, væri óþörf. Hefði
á undanförnum árum verið mik-
ið unnið að þessum málum með
störfum nefnda og skýrslusöfn-
un og að fyrir lægi ýtarlegt álit
jafnvægisnefndar. Taldi Magnús
nú enga ástæðu til þess að vísa
þessu máli frá, þar sem það væri
þegar svo undirbúið. Lýsti hann
hins vegar ánægju sinni yfir því
að ríkjandi væri skilningur á
þörf þessa máls.
Gísli Guðmundsson sagði að
frv. þetta væri ekki samhljóða
því frv., sem flutt hefði verið á
siðasta þingi. Þá kvað hann fyrr-
verandi stjórnir hafa haft þann
hátt á að skipa pólitískar nefndir.
Einnig kvaðst hann telja að at-
vinnutækjanefnd væri nú að
safna öðrum skýrslum en fyrr-
verandi nefndir hefðu safnað um
málið.
Jóhann Hafstein vísaði til
greinargerðar minnihlutans xun
að það væri varhugaverð fjár-
málaþróun og viðsjárverður hátt
ur að veita ríkisstjórninni rétt
til að úthluta 15 millj. kr. án
þess að Alþ. hafi sett nokkrar
reglur um það, hvernig þeirri út-
hlutun skyldi hagað. Spurði hann
enn með hverjum hætti ætti nú
að úthluta þessu fé. Sér væri
kunnugt um að einstakir ráðu-
neytisstjórar, sem með þessi mál
hefðu haft að gera áður, hefðu
engin fyrirmæli fengið um að
greiða fyrir þeim nú.
Vegna ummæla Gísla Guð-
mundssonar um pólitískar nefnd-
ir, benti hann á að það væri al-
varleg þróun ef það færðist um
of í pólitískt horf að skipa nefnd
ir í þýðingarmiklum málum.
Spurðist hann fyrir um það á
hverju hefði strandað að sam-
þykkja j afnvægisfrv. á síðasta
þingi. Spurði hann hvort að ekki
gæti svo verið að Framsóknar-
menn hefðu ekki getað fellt siff
við 2. gr. frv. sem fæli í sér áð
með stjórn málanna færi þing-
skipuð nefnd.
Pétur Pétursson endurtók að
það væri rökrétt að vísa þessu
frv. til ríkisstjórnarinnar, þar
sem hún ynni nú að þessum máL
um af fullum krafti. Mæltist
hann til að hún fengi frið til
þess að koma þeim í fastara horf
og væri þá hægt að taka þetta
til frekari athugunar.
Magnús Jónsson spurði hvort
þessi ummæli Péturs mætti skilja
svo að nú á þessu þingi myndi
ríkisstjórnin leggja fram frum-
varp um heildarskipulag þess-
ara mála. Enn fremur ítrekaði
hann enn á ný margumbeðna
skýringu á því hvernig fyrirhug-
að væri að úthluta því fé, *era
ráð væri gert fyrir að evita til
atvinnubóta skv. fjárlögum.
Umræðu var þar með lokið en
atkvæðagreiðslu frestað.
Chevrolet '50
í sérstaklega góðu standi, til
sýnis og sölu í dag.
Bílasulan
Hverfisg. 34, sími 80338.
Félogslíf
Sunddeildir Ármaiins—K.R.
halda skemmtifund í K.R.-heim
ilinu, í kvöld kl. 9. Fjölmennið.
— Nefndirnar.
F ramarar!
Eldri og yngri. — Kaffidrykkja
í kveðjuskyni við Gunnar Nielsen
verður í kvöld kl. 9 í félagsheim-
ilinu. — Stjórnin.
K.R. --- Skíðadeild
Skíðanámskeið heldur deildin
fyrir yngri félaga sína, eftir næstu
helgi. Námskeiðið hefst mánud.
18. marz. Kennari verður Ásgeir
Eyjólfsson. Þátttaka er mjög tak-
mörkuð og eru unglingar beðnir
að láta skrá sig sem fyrst. Upp-
lýsingar gefur Óskar Guðmunds-
son, c/o Rofi, Brautarholti 8 .—
Simi 5362.
Stjórn K.R.
Dagskrá Alþingis
EFRI DEILD:
1. Tollskrá o. fl. — 2. umr.
2. Áfengislög. — 2. umr.
3. Sala og útflutningur sjávar-
afuxða. — Frh. 1. umr.
NEiÐRI DEILD:
1. Jafnvægi í byggð landsins. —
Frh. 2. umr. (Atkv.gr.)
2. Ríkisborgararéttur, — Frh. *.
umr.
PÁLL S. PÁLSSON
hæstaréttarlögmaður
Bankasti*æti 7 — Sími 81511
Barnaskemmtun
Málfundafélagið Óðinn. hefir kvikmyndasýningu fyrir
börn félagsmanna n.k. sunnudag 17. marz kL 1,15 í
Trípólibíó.
Ókeypis aðgöngumiðar afhentir í skrifstofu félagsins í
Sjálfstæðishúsinu n.k. föstudagskvöld kl. 8—10, og eftir
hádegi á laugardag. frá kl. 2—4, ef eitthvað verður eftir.
SKEMMTIN EFNDIN.
Dansleikur
í kvöld klukkan 9
Aðgöngumiðar frá kl. 8
>
>BUmM */
Lokað vegna
Sölunefnd vamarliðseigna.