Morgunblaðið - 19.03.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1957, Blaðsíða 1
20 siður Bandaríkin setjja Egyptum stólinn fyrir dyrnar Varað við afleiðingum ofríkis á Gaza Washington, 18. marz. — Einkaskeyti frá Reuter, DANDARÍKIN sendu egypzku stjórninni í dag harðorða u orðsendingu vegna atburðanna á Gaza-svæðinu, þegax Egyptar hafa skipað þar landstjóra og hyggjast taka svæði# í sínar hendur. — í dag áttu þau fund saman í Washingto* Golda Meir utanríkisráðherra ísraels og John Foster Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Lýsti Dulles því yfir, að Bandaríkjamenn myndu hvergi hvika frá fyrri yfirlýsing- um sínum og loforðum til ísraelsmanna varðandi Gaza-svæð- ið og Akaba-flóann. AÐVÖRUN TIL ÍSRAELS Bandaríkjastjórn hefur sam tímis sent orðsendingu til Ben Gurions, þar sem hún kveðst VARAÐ VIÐ MISREIKNINGI Orðsendi'ng Bandaríkja- stjórnar til Egypta hefur ekki verið birt, en fréttamaður ! hafa áhyggjur miklar af þró- Reuters í Washington segir un mála á Gaza svæðinu og að í henni muni vera sterk- \ varar ísraelsmenn við að lega orðuð aðvörun til Egypta 1 framkvæma nokkrar róttæk- Á föstudagsmorgun s. 1. varð ægilegt járnbrautarslys í Vestur-Finnlandi. Tvær hraðlestir á fullum hraða rákust saman. 24. manns létu þegar lífið og fjöldi særðist. Hér birtist loftmynd af slysstaðnum. Á járnbrautarteinunum liggur stór brotajárnshaugur. Eru það einreiðirnar tvær. Ríkissjóður Firmlands gjaldjDrota Fagerholm kveðst leggja úrrœðirt fram á fimmtud. Helsingfors, 18. marz. — Frá Reuter. FINNSKA stjórnin hefur tilkynnt eftir sérstakan ráðuneytisfund, að allar greiðslur úr ríkissjóði séu stöðvaðar. Rikiskassinn sé tómur. — Greiðslustöðvunin getur staðið út þessa viku og jafnvel lengur, ef ekki finnst lausn á efnahagsvandamálunum. Fagerholm forsætisráðherra kveðst munu leggja fram á þingi i þessari viku tillögur sínar í efnahagsmálunum. Þar mun verða gert ráð fyrir að allar stéttir og hagsmunahópar fórni nokkru. Verði tillöðurnar ekki samþykktar, segir Fagerholm að núverandi stjórn sjái engin ráð, það sé þá bezt að aðrir reyni að glima við þennan vanda. hiii að þeir skuli ekki mis- reikna sig eða gera of lítið úr afjeiðingum þess ef þeir ætla að fara sinu fram einhliða og taka Gaaa-svæðið í sínar hendur með ofríki. ar aðgerðir. STANDA VI® LOFOR® Fundur þeirra Goldu Meir og Dulles stóð í tvær klukkustundir. Að honum loknum var gefin út Framh. á bls. 2. Verður Shepilov sendiherra í Koiro? KAIRO, 18. marz — Orðróm- ur í hópi erlendra sendifull- trúa í Kairo hermir, að í vænd um sé að Dimitri Shepilov fyrrum utanríkisráðh. Rússa verði skipaður sendiherra í Kairo. Fregnlr þessar vekja at- hygli því að á þeim átta mán- uðum, sem Shepilov var starf- andi sem utanríkisráðherra lét hann sér mjög annt um málefni Arabaríkjanna ^ HERÐA AÐ ÓLINNI í samtali við fréttamenn sagði Fagerholm forsætisráðherra: — Ég er sannfærður um það, að ef tillögur um úrbætur eru ekki samþykktar nú, þá mun ástandið fara hríðversnandi. Ég býst við að leggja tillögur mínar fram á fimmtudaginn. — Ég vona að úrræðin geti komið að gagni, ella væri að sjálfsögðu þýðingarlaust að koma með nokkrar tillögur. Ég býst ekki við að neinn fagni tillög- unum, því að allir verða að fórna nokkru. Það þýðir ekki annað fyrir okkur en að herða á mittis- ólinni. KEMUR EKKI Á ÓVART f rauninni kemur það Finn- um ekki á óvart, að ríkið er orðið gjaldþrota. Simonen fjár málaráðherra hefur marg- sinnis varað við þessari hættu, Framhald. á bls. 2. Fær Makaríos að snúa heim? Sterkur orðrómur um það í Bretlandi Lundúnum 18. marz. — Einkaskeyti frá Reuter. ÞRÁLÁTUR orðrómur gengur um það meðal brezkra þingmanna, að stjórnin muni á næstunni heimila Makarios biskupi heim- för til Kýpur, frá Seychelle-eyjum. TILBOÐ EOKA Það sem hefur komið orðrómi þessum af stað er tilboð Eoka- flokksins um að láta af hermdar- verkum, ef biskup fær að snúa heim. Að vísu er það álit Breta, að friðartilboð Eofca komi af því að skæruliðar séu nú orðn STOKKHÓLMUR, 18. marz — Sænska stjórnin hefur enn sent mótmæli til Rússa vegna fram- ferðis tveggja starfsmanna rúss- neska sendiráðsins. Er brottferð- ar þeirra krafizt, þar sem þeir hafi unnið að njósnum. —Reuter. Bermuda-fuiiduriiin til að sætta Bandaríkin og Breta En hœtta á að bilið breikki London, 18. marz. Einkaskeyti frá Reuter. MACMILLAN forsætisráðherra lýsti því yfir á fjölmennum flokksfundi í Leicester að verkefni hans og Eisenhowers á Bermúda-ráðstefnunni yrði að jafna ágreininginn milli engilsax- nesku þjóðanna, því að náið samstarf þeirra væri lífsnauðsynlegt á þessum hættutímum. SÚEZ-MÁLIÐ ★ Síðar í kvöld hélt Mac- millan fund með ráðuneytí sínu í Lundúnum og ræddi dagskrá Bermúdafundarins. — Það verður fyrsí og fremst Súez-málið sem þar kernur til umræðu. Einnig hefur Mae- millan hug á að fá allar upp- Jýsingar um hina >ýju stefnu Eisenhowers í nálægum Aust- urlöndum. HÆTTA Á ÓSAMKOMULAGI ★ Stjórnmálafréttaritarar telja hættu á því að ágrein- ingurinn milli Breía og Banda ríkjamanna varðandi nálæg Austurlönd kunni frekar að vaxa en minnka á Bermúda- ráðstefnunni. Að vísu stefna báðar þjóðirnar að hinu sama, þ. e. að takmarka áhrif Rússa á þessu svæði, en vilja fara sitt hvora leið til þess. if Macmillan flýgur í nótt til Bermúda, en fundur hans og Eisenhowers hefst á fimmtu daginn. ir aðþrengdir. Hægur leikur væri að svara ekki tilboði þeirra, heldur láta nú kné • fylgja kviði. AÐALATRIÐIÐ Margir stjórnmálamenn, þar á meðal í röðum stjórnarliða eru hins vegar þeirrar skoðunar, að ekki sé ástæða til að leika Kýpur- búa hart. Hitt sé aðalatriðið að friða eyjuna og sé vel að skæru- liðar bjóði nú frið, með því eintt skilyrði, að trúarleiðtogi þeirra fái að snúa heim. Ef biskupnum yrði sleppt úr haldi, er það mál manna, að hann yrði fyrst flutíur til Lundúna, til viðræðna um Kýpurmálið. Annars neitaði Lerntox Boyd nýlendumála- ráðherra á þingfundi í dag að svara spurningum um Kýpur. Eitthvað nýtl á dölinni NIKÓSIA, 18. marz. — Sir John Harding hershöfðingi og lands- stjóri á Kýpur flaug i dag skyndl lega og öllum á óvart áleiðis til Lundúna, á ðund Lenno Boyds, nýlendumálaráðherra. Þessi skyndiför styrkir þann orðróm, að eitthvað nýtt og merkilegt sé á seyði í Kýpurdeil- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.