Morgunblaðið - 19.03.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.03.1957, Blaðsíða 9
Laugardsgur 16. mar7 195' MORGUNBLAÐIÐ Einar Þórðarson fræðimaður áttræður «9/ res Ov S tan >*J* Ovt rneHet KO» forltntjts mta irtnlil St rrtasXtr Pcserts lengde •nntij 10 meter Keketrál 5,en9e<££*tf Posert$ omhrfdi inntil 500 rrtOSkfP Stentelne fro öre it/ óre ttmfii tbmeter Maskene <AAe 3törre trm Jé omfor pr a/en nyi ntt Davíð Ólafsson: Deilt um rækjuveiðar UNDANFARNA mánuði hafa átt sér stað allmiklar deilur í blöð- unum um rækjuveiðarnrr í Isafjarðardjúpi. Hafa m. a. birzt um þetta nokkiar greinar hér í blaðinu. í nýútkomnu hefti timaritsins Ægis ritar Davíð Ólafsson fiski- málastjóri grein um þetta mál og eru þar skýrð nokkur megin- atriði i sambandi við málið. Á UNDANFÖRNUM áratugum hafa menn orðið margs vísari um lífsháttu sjávardýra, sem áður var mönnum hulið I dýpi sjávar- ins. Þó er það enn svo, að þekking manna er mjög takmörkuð á ýms um þýðingarmiklum atriðum í þessu sambandi. Þessi skortur á þekkingu leiðjr aftur óhjákvæmilega til þess, að hleypidómar eiga auðveldara upp dráttar en ella væri, hugmyndir manna verða meira á reki og skoð anir skiptar um ýmis grundvallar atriði. Þetta er ekki nema eðlilegt og getur ekkert nema aukin þekking bætt hér úr. En meðan svo háttar til, sem nú er, þá er þeim mun meiri nauð- syn á, að gætilega sé farið í þvi að draga ályktanir og búa til al- gild sannindi, ef svo mætti segja. Tilefnið til þessara hugleiðinga eru allmikil blaðaskrif, sem átt hafa sér stað nú í vetur um rækjuveiðar, nytsemi þeirra og áhrif á aðrar fiskveiðar. Hafa deilur þessar aðallega snúist um ísafjarðardjúp. Ekki er ætlun mín að blánda mér í þessar deilur þeirra Djúp- manna, en þó tel ég nauðsynlegt að freista þess að ræða hér nokk- ur meginatriði málsins eins og það liggur fyrir. Er tilgangur minn sá fyrst og fremst að eyða nokkrum misskilningi, sem kom- ið hefir fram. Upphaf þessa máls nú mun, eft ir því, sem ég bezt veit, hafa ver- ið það, að sýslumanni ísafjarðar- sýslu barst kæra, undirrituð af miklum fjölda manna í sýslunni. f kærunni og áskorun og rök- stuðningi, sem henni fylgdi segir svo: „Eins og yður mun kunnugt um hafa útvegsmenn (trillubátafor- menn) hér við ísafjarðardjúp oft sinnis farið fram á, að rækjuveið- ar á ísafjarðardjúpi og innfjörð- um þess væru bannaðar með lög- um. Undirskriftaskjöl varðandi málið hafa verið send ráðamönn- um útvegsmálanna og kvartað yfir að rækjuveiðar, eins og þær hafa verið og eru enn reknar hér við djúp, stórspilltu fiskigengd og fiskveiðum hér, auk þess^sem þær hefðu í för með sér stórkost- lega tortímingu á öllu fiskung- viði á þessum slóðum. Sýslunefnd Norður-ísafjarðar- sýslu hefur og nokkrum sinnum sent frá sér einróma ályktanir um að banna rækjuveiðar hér við Djúp, nú síðast á líðandi ári. Engu hefur orðið umþokað í þessum efnum enn sem komið er, þrátt fyrir augljósa skaðsemi rækju- veiðanna, sem nú á síðustu árum mestmegnis hafa verið stundaðar á beztu fiskimiðunum hér innan Djúps. Þegar landhelgin var víkkuð út, var með reglugjörð nr. 21. 19. marz 1952 bannaðar fiskiveiðar með botnvörpu og dragnót kring- um allt landið á takmörkuðu svæði. Með lögum nr. 82, 8. des- ember 1952 var hlns vegar vél- bátum heimilað, með undanþágu frá nefndri reglugjörð, að stunda kampalampaveiðar (rækjuveið- ar) og leturhumarveiðar á til- teknum svæðum með venjulegri kampalampavörpu. Leiddi þetta til þess, að rækjuveiðar voru leyfðar hér i ísafjarðardjúpi. Þar sem vitað er, að, veiðar þess ar hafa ekki verið og eru ekki stundaðar hér með „venjulegri kampal£impavörpu“ eins og nefnd reglugjörð mælir fyrir um og undanþágan er miðuð við, en hins vegar notuð við veiðarnar botn- varpa með hlerum, sem dregin er eftir mararbotni, að engu leyti frábrugðin botnvörpu þeirri er togarar nota, sem er lögbannað veiðarfæri innan friðunarlínunn- ar jafnt hér á ísafjarðardjúpi sem annars staðar kringum landið, leyfum vér undirritaðir oss hér með, herra sýslumaður, að kæra fyrir yður slíkt lögbrot, sem hér hefur verið og er framið, jafn- framt og þess er krafist, að rækju veiðar með þeim hætti, sem þær hafa verið stundaðar hér, verði þegar bannaðar1*. Svo sem sjá má af orðalagi á- skorunar þessarar og kæru bygg- ist hún á því, að talið er, að notk un vörpu þeirrar, sem nú við- gengst til rækjuveiða sé andstæð gildandi ákvæðum í lögum, þar sem veitt er undanþága til að stunda rækjuveiðar og leturhum- arveiðar innan landhelgi með venjulegri rækjuvörpu: Sérstaklega er talið, að notkun hlera með vörpunni sé ólögleg og ennfremur að varpan sé dregin eftir mararbotni. Nú er það að vísu svo, að í nefndum lögum er engin skil- greining á því sem ,nefnt er „venjuleg kampalampavarpa“ og hefir aldrei verið skilgreint. Hins vegar verður að ganga út frá því, að löggjafinn hafi stuðst við eitthvað þegar þessi ákvæði voru sett í lög og þá fyrst og fremst við þá venju, sem hafði skapast hér við land á alllöngum tíma áður en lögin voru sett. Á þeim tíma höfðu rækjuveið- ar verið stundaðar um tveggja áratuga skeið hér við land. Veið- arfæri þau, sem notuð höfðu ver- ið munu í upphafi hafa verið keypt utanlands frá, en eftlr því sem tímar liðu tóku menn þó að búa veiðarfærin til hér. Ekki er mér kunnugt um, að þau veiðar- færi, sem notuð voru hér áður hafi í nokkru því, sem máli skipt ir í þessu sambandi, verið frá- brugðin þeim veiðarfærum, sem notuð hafa verið eftir að lögin frá 1952 voru sett. Það verður að álykta, að lög- gjafanum hafi verið kunnugt um gerð og notkun veiðarfærisins og þar sem mælt er svo fyrir, að undanþágan miðist við „venju - lega kampalampavörpu" án þess að skilgreina gerð hennar nánar, þá sé einmitt út frá því gengið, að heimilt sé að nota samskonar viðarfæri og tíðkast hefir áður en lögin voru sett. Kæra þessi barst venjulega boð leið til sjávarútvegsmálaráðu- neytisins, sem að vanda leitaði umsagnar Fiskifélags íslands um málið. I tilefni af þvi var leitað upp- lýsinga frá Noregi m.a. um gerð þeirra veiðarfæra, sem notuð eru til rækjuveiða þar í landi og þær reglur, sem þar gilda um rækju- veiðar. Eru veiðarnar að sjálf- sögðu leyfðar þar innan landhelgi enda fara þær að mestu fram á fjörðum inni eða nær landi og veiðarfærið er í öllum meginat- riðum svipað því, sem hér tíðk- ast. Til frekari skýringar birtist hér mynd af einni slíkri vörpu, sem nefna mætti „venjulega kampalampavörpu“ þar í landi og getið hefir af sér þá vörpu, sem hér hefir verið og er notuð. Kæra sú, sem hér um ræðir byggist því á misskilningi. Þá er annað atriði, sem fram er sett til stuðnings kærunni, að rækjuveiðarnar tortími öðru fisk ungviði og fæli aðra nytjafiska af þeim slóðum, þar sem þær eru stundaðar. Um þetta vil ég sem minnst segja á þessu stigi. Lagt hefir verið til af Fiskifélaginu, að rannsókn vísindamanna verði látin fram fara á þessu, ef slík rannsókn mætti leíða eitthvað í ljós um áhrif rækjuveiðanna á aðrar fiskveiðar eða á háttu ann- ara fiska á þeim slóðum, þar sem þær eru stundaðar. Fyrr en nið- urstaða af slíkri rannsókn liggur /yrir er alls ekki tímabært að ræða það mál hvort nauðsyn sé einhverra sérstakra ráðjstafana vegna rækjuveiðanna. Þó má benda á, að í nágranna- löndum okkar, þar sem rækju- veiðar eru stundaðar í stórum stíl, hefir ekki verið talið að af þeim stafaði nein sú hætta fyrir aðrar fiskveiðar, að þörf væri sérstakra aðgerða þessvegna. Þá er loks ekki unnt að komast framhjá því þegar rætt er mál sem þetta, að áður en gerðar yrðu einhverjar þær ráðstafanir, sem yrðu til þess að torveldá rækjuveiðarnar eða e.t.v. að þær legðust með öllu niður, yrði að fara fram nákvæm athugun á þvi hvaða efnahagslegar afleiðingar slíkt hefði í för með sér og væri þá margt, sem yrði að meta og vega í því sambandi. — D. Ó. 1 DAG 16. marz er 80 ára Einar Þórðarson, fræðimaður frá Skelja brekku nú á Njarðargötu 7, hér í bæ. Hann er maður mörgum að góðu kunnur, bæði frá þeim tíma er hann var bóndi á Innri- Skeljabrekku í Andakíl, Borgar- firði, þar sem hann bjó í full 20 ár og einnig frá sinni löngu dvöl hér í hæ. Einar er fæddur 16. marz 1877 að Innri-Skeljabrekku. Foreldr- ar hans voru Þórður Bergþórsson og kona hans Guðrún Guðmunds dóttir. Hann kvæntist fyrri konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur 1905 og var hún af svónefndri Reykja- ætt úr Lundarreykjadal. Þeirrar ágætiskonu naut hann skamma stund, því hún dó 1908 og var það honum að vonum stór harm- ur. Búskap byrjaði hann sem sjálfstæður bóndi 1905, en hafði áður staðið fyrir búi móður sinn- ar i nokkur ár. 1914 kvæntist hann aftur og þá Ragnheiði Jón- asdóttur frá Björk í Grímsnesi og dó hún 1949 í Reykjavík. Þau eignuðust eina dóttur barna Guð- rúnu er og er hún gift Gústaf Hjartarsyni frá Grjóteyri í Anda- kíl. Þau búa á Njarðargötu 7 Aðra dóttur átti Einar ungur maður með Guði'únu Magnús- dóttur ættaðri úr Skorradal, heit- ir sú dóttir Hansína Kristín, gift Tómasi Sigurðssyni og búa þau og hafa búið um 30 ára skeið á Reynifelli í Rangárvallasýslu og eiga 9 mannvænleg börn. Meðan Einar bjó þótti hann búhöldur góður þó hann byggi ekki mjög stórt, gætinn, hygginn og traustur í öllum viðskiptum, vinsamlegur í öllum samskiptum við granna sína og aðra, fljótur og fús til fyrirgreiðslu þá til hans var leitað til úrbóta á vand- ræðum annarra, enda víða þekkt- ur bæði að vilja og getu í því efni, því bú hans stóð ætíð föst- um fótum á tryggum og öruggum grundvelli heyjabirgða og gagn- samlegra afurða þar sem hver skepna gaf svo góðar afurðir sem eðliskostir hennar framast stóðu til, og er þá vel búið. Þó Einar sé mikill skepnuvinur ber þó einkum af yndi hans af hestum, enda segir hann mér, að hann hafi átt fulla 40 reiðhesta, alla góða og suma snillinga, ól marga upp sjálfur og tamdi. Þegar talið berst að þessum þætti í lífi hans færisthýrubros yfir andlitið, þá minnist hann samskipta vinna við þessa vini sína þó langt sé um liðið. Það er því ljóst, að þá var ylur í lofti, angan úr grasi og ólg- andi líf og fjör. Þegar Einar hætti búskap á Skeljabrekku eftir liðug 20 ár fluttist hann til Reykjavíkur og réðist þá fljótlega til Olíuverzl- unar íslands, sem afgreiðslumað- ur á olíu og benzíni og síðar vann hann hjá sömu verzlun sem innheimtumaður, en alls var hann þar starfandi í 24 ár. Nú er hann fyrir nokkru hættur allri vinnu annarri en að lesa bækur og grúska í gömlum skræðum og unir nú vel sínum hlut, enda hef- ur lestur góðra bóka verið hans yndi og nautn allt hans líf. Það sem einkennir þennan sómamann er hans bóksneigð, einkum öll ljóða- og vísnagerð, enda sjálfur góður hagyrðingur. Um þennan sterka eðlisþátt í fari Einars, ber gleggstan vottinn bæði hans ágæta bókasafn og svo öll þau geysisöfn hans af vísum og kviðl- ingum ,sem hann hefir í mörg ár safnað frá öllum landshlutum og er nú orðið fleiri tugir bóka, t.d. veit eg með vissu, að 40 slhkar bækur hans eru þegar komnar i Landsbókasafnið og mikið á hann af slíku heima hjá sér enn. Ég á von á, þó margir hagyrðingar séu í þessu landi, þá séu þeir ekki margir sem Einar hefir ekki kom- izt í kynni við með þessari safn- iðju sinni. Mikið í þessu safni Einars er hvergi prentað og hefir hann því með þessari iðju sinni varðveitt mikið frá glötun og er því þetta þjóðnytjastarf, því þó svo sé í þessu safni hans sem mörgum öðrum stórum ljóðasöfn- um, að það sé misjafnt að gæð- um, þá er þó margt þar ágætt og fengur í að halda til haga. Það er því augijóst mál, að með þess- ari starfsemi sinni hefur Einar aflað sér alveg óvanalegrar þekk- ingar í íslenzkri ljóðagerð, eink- um vísna og hefir þar komið hon- um að haldi hans örugga minni og góða greind. Ég hefi nú 23 ár átt Einar að nágranna svo að segja í næsta húsi og öll þau ár átt með hon- um margar ánægjustundir, því að við höfum verið svo að segja heimagangar hvor hjá öðrum. Ég ætti því að þekkja manninn nokk uð vel. Hann er maður nokkuð óvanalegur að ýmsu leyti. Hæg- látur og hógvær í allri framkomu, mjög hlédrægur og því ósýnt um að láta mikið á sér bera, gætinn og glöggur í öllum tilsvörum, góð viljaður og greiðasamur þar sem það á við. Skapmaður, en stilltur vel, þungur í skauti andstæðinga ef honum finnst sér rangt til gert, vinavandur og trygglyndur og því öruggur vinur vína sinna. Nú þegar hann fyllir áttugasta aldurstuginn, er hann enn hinn brattasti, heldur enn ágætri sjón og heyrn, er sílesandi og grúsk- andi í gömlum skræðum og visna söfnum. Ég er viss um, að í dag streyma til Einars úr öllum áttum hlýjar óskir og vinsamlegar hugsanir frá öllum þeim mörgu, sem honum hafa kynnzt og haft við hann sam skipti á langri ævi hans. Ég óska svo þessum ágæta öld- ungi til hamingju með afmælið og allra heilla til loka lífs hans. Reykjavík, 16. marz 1957. Sig. Á. Björnsson, frá Veðramóti. Ungling vantar til blaðburðai f\!esvegur Járnsmið, rennismið, logsuðumann vantar á verkstæði vort. Uppl. gefur Gunnar Vilhjálmsson Egill Vilhjálmsson hf. LAUGAVEGI 118

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.