Morgunblaðið - 19.03.1957, Blaðsíða 6
MORCVNfílAÐlÐ
Þriðjuctagur 19. marz 1957
Rossellini og
Nedrealisminn
ROBERTO ROSSELLINI er ít-
ali, sem á tvíbura-bambini
með Ingrid Bergman. Roberto
Rossellini „stal“ henni frá tann-
lækninum Aron-Petter Lind-
ström og gerði aumingja Piu
dóttur þeirra óhamingjusama.
Roberto kallaði yfir sig og sína
húsfrú Ingiríði bann og bölvan
★ ★★★★★★★★
BRENNIPUNKTAR
Munið þið eftir myndinni
„Rauða Myllan“ (Moulin
Rouge) með José Ferrer og
Colette Marchand? Minnis-
stæð mynd, sem gekk lengi
.... Vitið þið hvað er orðið
af henni? . . . . Á dögunum
var henni ekið inn að Elliða-
ám og henni brennt til ösku.
(Skv. ósk kvikmyndafélags-
ins) .... Það ku vera búið
að semja kvikmyndahandrit
af sögu Indriða G. Þorsteins-
sonar 79 af stöðinni ....
Enn mun líða nokkur tími,
þangað til „Baby Doll“ verð-
ur sýnd hér, en það verður
í Austurbæjarbíó .... Það
þykir ágæt aðsókn ef 10 þús-
und manns sækir sömu mynd
ina .... Nokkrar myndir
hafa yfir 30 þúsund manns
sótt í Reykjavík einni ....
„Anna“ í Bæjarbíó í Hafn-
arfirði sló þó öll met ....
Fjölsóttasta mynd Austur-
bæjbíós í fyrra var „So Big“
með Jane Wyman. Svo kom
„3 menn í snjónum“ og
„Lucrezia Borgia“ (eða ölíu
heldur Martine Carol) ,
Á næstunni sýnir Austur-
bæjarbíó bandarísku mynd-
ina „A star is born“, mjög
umrædd mynd með Judy
Garland og Mason . . . . ís-
lenzku myndirnar „Borgar-
ættin“ og „Giiitrutt" virðast
ætla að ganga vel .... Vm
7 þúsund manns hafa séð
Gilitrutt .... Kvikmynda-
húsmenn segja mér, að sæl-
gætissalan hafi síður en svo
minnkað í þeim kvikmynda-
húsum, þar sem hléin hafa
verið afnumin .... Þeir
segja mér ennfremur, að á-
hugi almennings fyrir evr-
ópskum myndum sé mjög að
dofna, og nú vilji menn helzt
sjá amerískar myndir aftur.
Bandalags Siðsamra Bandarískra
Kvenna. Senior Rossellini er ít-
ali, sem býr annan hvern mánuð
í Róm — hinn í París og ekur
Ferrari-bíl og fer á grímuböll . . .
Þannig þekkja margir hverjir
helzt ítalska leikstjórann R.R.
anno 1957. Fyrir 10 árum var
hann kunnur fyrir allt aðra og
stórum merkari hluti: Hann er
einn af höfundum neórealismans
og gerði í styrjaldarlok tvær
kvikmyndir, sem munu halda
nafni hans á lofti um ókomin ár,
— myndirnar „Roma citta
aperta" (Róm, óvarin borg) og
„Paisa“. Báðar myndirnar *eru
ósviknar raunsæismyndir, og
með þeim flaug nafnið „neóreal-
ismi“ um víða veröld. „Roma
citta aperta“ var sýnd hér á
landi skömmu eftir styrjladar-
lok og vakti verðskuldaða at-
hygli og aðdáun. Hinu furða
menn sig á, að „Paisa“ skuli ekki
hafa verið sýnd hér fyrr en nú
— 11 árum eftir að hún var gerð,
en mjög bráðlega mun Austur-
Alfonsino. Drengurinn í „Paisa“.
Aðalsmerki neórealismans.
bæjarbíó sýna myndina, og er
þess að vænta, að menn fjöl-
menni á sýningarnar til þess að
njóta listaverksins.
★ INNTAK
NEÓREALISMANS
Á styrjaldarárunum og reynd-
ar á öllum ríkisstjórnarárum
Mussólínis ríkti fullkomin niður-
læging í ítalskri kvikmyndagerð,
sem ekki skal nánar rakin hér.
Grunnt var þó á endurreisninni,
og um leið og ríki fasismans
hrundi til grunna, skaut ný
stefna rótum í rústunum og varð
mikill meiður. I*að var eins og
*JVromEérg m rafMÓTORAR
Vs ha kr. 664.00 3 fasa
Vi — — 728.00 - —
% — — 779.00 - —
1 — — 893.0Ö - —
m — — 1.059.00 - —
2 — — 1.330.00 - —
3 — — 1.766.00 - —
4 — — 2.115.00 - —
1 fasa:
Va ha kr. 1.149.00
Vt--------1.321.00
% — — 1.819.00
5Vz-------- 2.565.00
7 V2 — — 2.676.00
10 3.462.00
15 -------- 4.935.00
Allir mótorarnir Iokaðir (Geymið auglýsinguna).
Hannes Þorsteinsson & (o.
Yvonne Sanson. Næla. Hrörnun
armerki neórealismans.
vorleysing væri í öllu andlegu
lifi ítaliu eftir áratuga andlega
áþján og kerfisbundna lífslygi.
Er nú kvikmyndagerðarmenn
fengu frelsið, breyttu þeir ger-
samlega um stíl og efni. Þeir leit-
uðu til hins götugráa hversdags-
leika eftirstríðsáranna. Sannleik-
urinn, raunveruleikinn, ósmink-
aður og strípaður, sem kalkað
hafði verið yfir undanfarin þrjá-
tíu ár, varð trúarjátning hinna
nýju manna, sem kenndu sig við
raunsæisstefnu. Á ytra borðinu
mátti einkum þekkja neórealism-
ann á breyttum starfsaðferðum
við myndatökuna: Burt með leik
tjöldin! Burt með atvinnuleikar-
ana! Ut á götur og torg og inn
í verksmiðjur og fátækra hreysi!
Myndum lífið eins og það ER!
Af innri þörf leituðu kvikmynda-
skáldin til jarðarinnar, raunveru
leikans. Það, sem einkennir boð-
skap neórealismans framar öðru,
er hin afdráttarlausa samúð með
einstaklingnum, sem „örlögin"
(þjóðfélagið) hafa að leiksoppi í
heildarleik lífsins. Lífsskoðun
neórealistanna er því mannræn:
Velferð einstaklingsins skal
aldrei frónað á altari þjóðfélags-
ins. í því felst grundvallarmun-
urinn á ítölskum neó-myndum
og rússneskum sócialrealisma, að
ítalarnir sýna raunveruleikann
eins og hann er en Rússarnir
eins og hann ætti að vera.
Yrkisefnið var í upphafi böl
styrjaldarinnar og um það fjalla
m.a. myndir Rosselllini, „Róm.
óvarin borg“ og „Paisa“, enda
gerðar í stríðslokin. Síðar leituðu
menn yrkisefnis í harmsögu ít-
alskrar alþýðu, hinni ægiströngu
lífsbaráttu daglaunamannsins,
þar sem einn hjólhestur gat ráð-
ið úrslitum. Margt þjóðfélags-
meinið fékk ástungu, atvinnu-
leysi, húsnæðisleysi, foreldra-
leysi og hvers kyns umkomu-
leysi. Margir lögðu hönd á plóg-
inn auk Rossellinis, De SLca
(„Sciuscia", Ladri di biciclette",
„Miacolo a Milano"), Visconti (í
mynd hans „Ossessione" er að
finna fyrstu merki neórealism-
ans), Luigi Zampa („Vivere in
pace“) De Santis ((„Roma ora
11“) Lattuada („Senza pieta“),
Camerini („Molti Sogni per la
stadi") o. fl.
Snemma tók að kræla á úr-
kynjunarmerkjum neórealism-
ans, eða öllu heldur: Neóralism-
inn var gott vörumerki, og í
skjóli þess var mikið syndgað
(„Anna“, „Mambo“, „Riso Am-
aro“). Þótt hinn sóciali raunveru
leiki sé að miklu leyti úr sög-
unni í ítölskum myndum (marg-
ir vilja halda því fram, að neó-
realisminn sé dauður), hafa hinir
beztu meðal leikstjóra aðeins
fært sig um set. Annar og nýr
raunveruleiki hefur komið í
stað hins, þ. e. a. s. hinn innri
raunveruleiki, sálræni veruleiki
(t.d. í „Umberto D“, eftir De
Sica).
★ PAISA — VIA DOLAROSA
Myndin var gerð árið 1946,
og í heni er lýst sigurgöngu
bandamanna norður Italíu og við
brögðum íbúanna í ólgu herset-
unnar. „Paisa“ er ekki spunnin
eins og flestar myridir um eitt
ÁRIÐ 1956 fluttu Bretar út 317,
988 bifreiðir, sem voru að verð-
mæti samtals 113,358.798 sterlings
pund. Eru þetta um 50.000 færri
bifreiðir en meðaltala af bifreiða-
útflutningi næstu tveggja ára á
undan. Ástæðan er sögð sú, að
Ástralíumenn hafa nú sett á háa
innflutningstolla á allar bifreið-
ir, en þangað hafa Bretar selt
mikið magn.
Hins vegar jókst sala þeirra til
Norður-Ameríku. Til Banda-
ríkjanna seldu þeir nú 35.296 bif-
reiðir, eða 16.000 fleiri en árið
samhangandi efni, heldur er hún
nánast svipmyndir úr ítölsku al-
þýðulífi í fimm þáttum. í hverj-
um þeirra varpar Rossellini sam-
úðarþrungnu ljósi á meðbræður
sína: dóttir fiskimannsins á Sikil
ey, sem vísar bandamönnum veg-
inn, munaðarlausa drenginn
Paisa, sem stelur skó frá sofandi
negra, enska stúlkan, sem leitar
dauðaleit að unnusta sínum, unga
stúlkan í Róm, sem hernámið
gerði að gleðikonu, bændur í Pó-
dalnum, sem verjast leyniskytt-
um fasista til síðasta manns....
Frá fyrsta til síðasta þáttar er
myndin varíasjón á sama tema:
hinn stálgrái ömurleiki stríðsins,
tragidían, sem einstaklingurinn
á enga sök á, en verður samt að
taka þátt í, hinn grnnmi fórnar-
dauði.
★ RÓBERT ROSSELLINÍ
Rossellini er nú fimmtugur að
aldri. Fyrstu mynd sína gerði
hann árið 1941 („La nave
bianca"). Þá síðustu á hann á-
reiðanlega ógerða. Þegar liggja
eftir hann um 20 myndir. Menn
búast vart við mikilli nýsköpun
frá honum úr þessu, en með
myndunum „Roma citta aperta“
og „Paisa“ reisti hann sér og neó-
realismanum óbrjótandi minnis-
varða. Hann handsamaði augna-
blikið og skeinkti það milljónum
manna um víða veröld. Hann
veitti okkur nýja trú á veruleik-
ann og fólkið í kringum okkur,
og með botnlausri samúð sinni
sýndi hann okkur að homo er
ekki alltaf homini lupus — mað-
urinn er alltaf manninum verst-
ur. Að svo búnu má hann aka í
Ferrari-bíl.
áður — og til Kanada seldu Bret-
ar 19.538 bifreiðir á árinu.
Þá má nefna, að heildarfram-
leiðsla fólksbifreiða í Bretlandi
varð á árinu 1956 707.594, eða
nær 200.000 færri en árið áður.
Að viðbættum vöruflutningabif-
reiðum nam heildarframleiðslan
1,004.544 bifreiðum, en á sama
tíma framleiddu Vestur-Þjóðverj
ar 1,073.036 bifreiðir og Frakkar
830.000. Enska blaðið, sem birtir
þessar tölur, bætir því við, að
Þjóðverjar telji þríhjóla ökutæki
til bifreiða, en slíkt vilja Eng-
lendingarnir ekki fallast á.
— AITER EGO
Útflutningur Bretn dróst snmnn
shrifar úr
daglega lifinu
Asnaspark Hannesar
E' G HEFI verið að velta þvi
fyrir mér hvernig fólki, sem
’ sveitum landsins býr hafi þóít
vinarkveðjan, sem því b. rst á
föstudaginn frá Hannesi á Horn-
inu. Hann er að ræða um símann
ag í því tilefni segir hann. um
jveitafólkið: „Þetta var heldur
uppbyggilegt samtal. Það er Ijótt
að hlusta á aðra menn tala sam-
an í síma, en það stunda sveita-
menn af kappi--------“.
Það er ekki á h.ve-rjum degi,
sem íslenzkt sveitafólk er sakað
um símahleranir, en hér hefir
„vinur alþýðunnar", Hannes,
tekið sér refsivöndinn í hönd.
Verði honum að góðu.
Óhæft gjald
SÍMNOTANDI skrifar:
Undanfarnar vikur hefir
mikið verið rætt um símann
manna á meðal. Ólagið á þessu
ómissandi tæki hefir oft valdið
óþægindum og tímatöf. Biðin
eftir sóninum tekið margar mín-
útur, og svo loks þegar samband
fékkst var svarað í öðru núm-
eri en valið var. Þetta endur-
tók sig stundum 3—4 sinnum
í senn.
Fyrir gjald það sem símanot-
endur greiða fá þeir 7 símtöl
daglega. Það sem umfram er
hringt verður að greiða auka-
lega. En hvað liyggst síminn nú
gera við næsta greiðslutímabil?
Ekki getur hann ætlazt til, að
símanotendur greiði fyrir öll
„skökku" númerin, sem ekki er
hægt að kenna notendunum um,
heldur ólaginu á símakerfinu.
Það verður að setlast til þess,
að þetta ríkisfyriríæki sýni hér
fullkomna sanngirni, þegar svo
er ástatt sem nú hefir verið lýst,
og virði hinn sjálfsagða rétt
notandans, að hann greiða ekki
meira en honum ber, því rð oft
er um pað talað, sem engu fyr-
irtæki er til sóma, að viðskipta-
vinurinn sé réttlaus gagnvart
þvi. Slíkt má ekki henda sím-
ann.
Húsrými læknadeildarinnar
G SÁ í blaðinu, að þing-.
maður hefði sagí það alger-
an óþarfa að segja Húsmæðra-
kennaraskóla íslands upp hús-
næði því, sem hann hafði í kjall-
ara Háskólans. Sem læknanemi
mótmæli ég þessu harðlega og
bæti því við, að Húsmæðrakenn-
araskólinn hefði aldrei átt að fá
inni í háskólanum. Læknadeild-
in er í vandræðum vegna hús-
næðisskorts og vegna þess er
kennslunni í ýmsu ábótavant.
Má t. d. nefna líkskurði, sem
voru framkvæmdir í kjallara
skólans. Annað mál er svo kenn-
araskortur og allur aðbúnaður.
Þingmaðurinn ætlar að kenna
læknadeildinni um vanhöld á
Hmksk. og segir hann vera á göt-
unni! Iivers vegna er stórhýsið
á Akureyri ekki notað? Fram-
gangur þessa skólamáls á Alþingi
er stórfurðulegur, og andstaða
gegn Hmksk. á Akureyri öll hin
dularfyllsta. Eg vildi óska, að
þingmönnum gæti skilizt, að
læknadeildin þarf á öllu því hús-
rými að halda, sem býðst. Ef
undirbúningur til notkunar um-
rædds kjallara hefur dregizt (og
það er raunar rétt), er það ef-
laust vegna fjárskorts.
Ég ræði þetta ekki meira, en
þakka fyrir birtinguna.
Virðingarfyllst.
Arngrímur Sigurðsson.