Morgunblaðið - 19.03.1957, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. marz 1957
MORGVNBLAÐIÐ
3
Egyptar hefðu líklega rábizt
á okkur
segir sendiherra
Þegar tíðindamaður Morgun-
blaðsins kom að máli við sendi-
herrann í gær, barst talið þegar
að atburðunum við austanvert
Miðjarðarhaf síðustu vikurnar.
Kvað hann ísraelsmenn vera
áhyggjufulla vegna þeirrar þró-
unar, sem orðið hefði undanfarið.
Þeir hefðu búizt við friðvænlegri
þróun, þegar þeir ákváðu að
draga heri sína burt frá Gaza-
skikanum og Akaba-flóanum,
enda hefðu stórveldin gefið í
skyn, að óskir ísraelsmanna um
frið á landamærum sínum yrðu
virtar.
FRIÐURINN FÉKKST ALDREI
Chaim Yahil sagði, að megin-
orsökin til ástandsins væri yfir-
lýstur fjandskapur Arabaríkj-
anna við tilveru ísraels. Arabar
gerðu sér enn vonir um að þurrka
ísrael út af landabréfinu, og
væru Egyptar þar fremstir í
flokki. Vopnahléssáttmálinn, sem
gerður var við Egyptaland, Sýr-
land, Eíbanon og Jórdaníu árið
1949, eftir að þessi ríki höfðu
ráðizt á ísrael, átti að vera fyrsta
skrefið til að koma á friði milli
allra fimm ríkjanna, en sá friður
hefur aldrei fengizt. Haldið hef-
ur verið uppi hafnbanni á ísrael
æ síðan. Á landamærunum hafa
verið stöðugar skærur og inn-
rásir. Egyptar skipulögðu jafnvel
sérstakar hryðjuverkasveitir inn-
an hersins, hinar svo nefndu
Fedayeen-sveitir, sem héldu uppi
látlausum árásum á landsvæði
ísraels. f september 1955 varð
ástandið sérstaklega hættulegt,
þegar Egyptar gerðu samninga
um stórfelld vopnakaup frá
Tékkóslóvakíu og öðrum komm-
únistaríkjum.
YFIRVOFANDI ÁRÁS
/ janúar
ísraels á Islandi
sveitanna voru stórauknar; þær
létu sér ekki nægja landamæra-
héruðin, heldur gerðu árásir
langt inn í landið. Leiðtogar
Arabaríkjanna fóru ekki í laun-
kofa með fyrirætlanir sínar, en
töluðu digurbarkalega um að
hrekja ísraelsmenn í hafið. Og
loks hafði leyniþjónusta ísraels
áreiðanlegar heimildir fyrir því,
að nágrannaríkin voru að undir-
búa árás.
EKKI VENJULEGT STRÍÐ
Hernaðaraðgerðir ísraelsmanna
voru ekki styrjöld í venjulegri
merkingu þess orðs, sagði Chaim
Yahil, heldur sjálfsvörn. í styrj-
öld er leitazt við að eyða helztu
hernaðarstöðvum andstæðingsins.
ísraelsmenn gerðu ekki loftárás-
ir á egypzkar borgir, reyndu ekki
að eyða hernaðar- eða samgöngu-
miðstöðvum Egyptalands, held-
ur aðeins að eyðileggja þær her-
stöðvar, sem Egyptar gætu notað
til árása á ísrael.
ULLARNÆRFÖT
Þær sannanir, sem fsraelsmenn
fengu fyrir styrjaldaráformum
Egypta, voru miklu meiri og víð-
tækari en þá hafði nokkurn tíma
rennt grun í. Þeir fundu fjöldann
allan af alveg nýjum flugvöll-
um, gífurlegar birgðir af vopn-
um, klæðnaði og alls konar út-
búnaði. fsraelsmenn tóku sjálfir
hvorki meira né minna en 100
skriðdreka af nýjustu rússneskri
gerð, um 1000 herflutningatæki,
eina milljón teppa, tvær milljón-
ir laka, feiknin öll af hjúkrun-
argögnum, varahlutum og ýmiss
konar vopnum. Þess má geta hér
til gamans, sagði sendiherrann,
að meðal herfangsins voru geysi-
miklar birgðir af ullarnærfötum,
sem eru ekki notuð á þessum
Chaim Yahil.
slóðum nema helzt í janúar og
febrúar, og gæti það verið vís-
bending um það, hvenær gera átti
árásina.
Allt virtist benda til þess, að
árásin yrði ekki einskorðúð við
ísrael, og að það yrðu ekki aðeins
Araba-herir, sem tækju þátt í
henni.
ÞRJÚ MARKMIÐ
— Ilvaða ávinning teljið þér
að hernaðaraðgerðum fsraels?
í fyrsta lagi var árás Araba-
ríkjanna stöðvuð, segir sendi-
herrann, eða a. m. k. henni var
frestað um eitt til tvö ár. Það
var mikilvægt. En við höfðum
líka tvö önnur markmið. Við
vildum aflétta hafnbanninu og
koma á frjálsum siglingum, og
við vildum hrekja Egypta frá
Gaza-skikanum, sem þeir tóku
með því að rjúfa vopnahlés-
sáttmálann. Við höfum opnað
augu heimsins fyrir því, hve
mikilvægar frjálsar siglingar
til fsraels eru bæði Vestur-
löndum og Austurlöndum.
Þegar olíuleiðslurnar og járn-
brautin frá Elath við Akaba-
flóann til Miðjarðarhafsins eru
fullgerðar, hefur skapazt ný
og öruggari samgönguleið
milli austur og vesturs, sem
SENDIHERRA ísraels á íslandi, Chaim Yahil, er staddur hér
þessa dagana. Hann er jafnframt sendiherra lands síns í Noregi
«>g Svíþjóð með aðsetur í Stokkhólmi. Hefur hann verið sendiherra
hér á landi í eitt ár og lagði fram skili'íki sín í júlí í fyrra, en þá
kom hann til íslands í fyrsta sinn.
Með hverjum mánuði, sem leið,
varð misvægið milli herstyrks
fsraels annars vegar og herstyrks
Arabaríkjanna hins vegar ískyggi
legra. í október 1956 tókst Egypt-
um að koma á sameiginlegri
herstjórn Egyptalands, Sýrlands
og Jórdaníu, og þannig höfðu þeir
umkringt fsrael á þrjár hliðar.
ísraelsmenn höfðu ástæðu til að
ætla, að fyrir dyrum stærði meiri
háttar árás. Aðgerðir Fedayeen-
Vefurinn hefur verið
fóðurþungur í Húnaþingi
SNJÓR er orðinn allmikill í Húnaþingi, svo að þjóðvegir og
flutningsleiðir hafa teppzt að nokkru. Síðustu daga hafa verið
ctillur og hefur verið unnið við ao ýta snjó af vegum svo flutningar
geti haldið ófram óhindraðir.
IJflerscliíigar taki sér
íslenzkf fornafn
Umræbur um rikisborgararétt á Alþingi
IGÆR var framhald 3. umræðu um ríkisborgararétt. Var fram
komin br.till. frá Gylfa Þ. Gíslasyni, Ólafi Björnssyni, Svein-
bimi Högnasyni og Karli Guðiónssyni svohljóðandi:
2. gr. orðist svo:
Þeir, sem heita erlendum nöfn
um, skulu þó ekki öðlast íslenzk-
an ríkisborgararétt með lögum
þessum fyrr en þeir hafa fengið
íslenzkt fornafn. Sama skal gilda
um barn, sem fær ríkisfang sam-
kvæmt lögum þessum með for-
eldri sínu, en kenna skal það sig
við föður, móður eða kjörföður
samkvæmt lögum um manna-
nöfn. Þeir niðjar þessara nýju
ríkisborgam, sem fæðest eftir
gildistöku laga þessara, skulu
á sama hátt kenna sig við föður,
móður eða kjörföður.
Vegna þessarar tillögu kvaðst
Ólafur Björnsson taka sína till.
til baka, en hún fól í sér að fella
algerlega niður þau ákvæði að
útlendingar skyldu breyta nafni
sínu við það að fá íslenzkt ríkis-
fang.
Allmiklar umræður urðu um
þetta mál. Töluðu á móti tillög-
unni: Áki Jakobsson, Björn Ólafs
son, Einar Olgeirsson og Gísli
Guðmundsson og töldu fráleitt
að hverfa frá þeirri stefnu, sem
ríkjandi hefði verið í þessu efni
í sl. 5 ár, sem sé að þeir sem ís-
lenzkan ríkisborgararétt fá skuli
taka sér- íslenzkt nafn.
Meðmæltir tillögunni voru aft-
ur á móti Gylfi Gíslason, sem
talaði fyrir henni, Ólafur Björns-
son, Magnús Jónsson og Svein-
björn Högnason.
Af skiljanlegum ástæðum hafa
mjólkurflutningar gengið erfið-
lega til Blönduóss. Vatnsdæling-
ar hafa flutt mjólk og vörur á
dráttarvélum og jeppabílum eft-
ir Vatnsdalsá á aðalþjóðveginn í
sýslunni. Gott færi er nú á ísum,
enda er snjór minni í Vatnsdal
en í öðrum sveitum.
FÓÐURÞUNGUR VETUR
Sauðfé er almennt á gjöf
í sýslunni og hefir verið langan
tíma. Hrossahagar hafa víðast
verið sæmilegir í lágsveitum, svo
að lítið af hrossum er ennþá á
gjöf. Enda þótt tíð væri
hlý lengi framan af vetri eða
þar til um miðjan janúar, hefur
mikið fóður farið í sauðfé, sök-
um þess að miklir stormar- og
krepjuveður gengu oft yfir í des-
ember og janúar, svo fénaður
hraktisc og hagar spilltust. Fóð-
urbirgðir eru sæmilega góðar, þó
að því miður sé of lítið víða til
langvarandi gjafar.
Heilsufar hefur verið gott ;
sýslunni í vetur. Veturinn stytt-
ist nú óðum og vorhugurinn er
farinn að gera vart við sig. —
Lengri sólargangur, sem er fyrir-
heit um bjartari nætur og nýjan
gróður, léttir störfin. — Ágúst.
getur orðið jafnmikilvæg og
Sv*ez-skurðurinn. Þetta hafa
jafnvel Líbanonsbúar og Jór-
daníumenn komið auga á.
Verði tekið fyrir frjálsar sigl-
ingar um Akaba-flóann,
munu fsraelsmenn líta á það
sem beina árás og gera sínar
ráðstafanir, jafnvel þótt það
kosti vopnaviðskipti.
BROSTNAR VONIR
Á Gaza-skikanum hefur lítið
unnizt, að því er virðist. Egypt-
ar hafa sett einn af hershöfðingj-
um sínum sem landstjóra þar, og
þær yfirlýsingar sem Bandaríkin
og S. Þ. gáfu, virðast gagnslaus-
ar. fsraelsmenn höfðu hafið ýms-
ar framkvæmdir á skikanum, en
tveir þriðju hlutar af 100.000
íbúum hans lifðu á sultarbarmi,
auk þeirra 200.000 flóttamanna,
sem eru þar á vegum S. Þ. Eins
og kunnugt er, eru um 500 km.
frá Gaza-skikanum tii hins eig-
inlega Egyptalands, en á milli
er Sínaí-eyðimörkin svo til
óbyggð. ísraelsmenn vildu, að
S. Þ. tækju að sér stjórn skikans
í samráði við þá og buðust jafn-
vel til að taka við álitiegum
hluta flóttamannanna, enda þótt
það væri gagnstætt yfirlýstri
stefnu þeirra. Þess vegna erum
við áhyggjufullir út af þróun-
inni síðustu daga, sagði sendi-
herrann. Vonir okkar um við-
unanlega lausn hafa brugðizt, og
Egyptar eru aftur teknir að tala
digurbarkalega um eyðingu Isra-
els. Af þessum sökum var frú
Golda Meir, utanríkisráðherra,
send vestur um haf, ef hún kynni
að geta afstýrt vandræðum.
100.000 INNFLYTJENDUR
Á ÁRI
ísraelsmenn hugðu aldrei á
landvinninga. Þeir vildu aðeins
fá frið til að rækta land sitt ©g
búa í haginn fyrir þá 100.000 inn-
flytjendur, sem koma til lands-
ins á þessu ári. Sendiherrann
kvað Nasser enn vera sterkan
heima fyrir, þótt gengi hans hefSi
kannski eitthvað minnkað. Hins
vegar biðu mörg hinna Araba-
ríkjanna með óþreyju eftir falli
hans, en þyrðu ekki að hafast að,
meðan gengi hans héldist. Eng-
inn Araba-leiðtogi mun nokkru
sinni áræða að mæla gegn hon-
um, fyrr en hann er fallinn.
VIÐSKIPTIN VIÐ ÍSLAND
Sendiherrann lét að lokum í
ljós sérstaka ánægju yfir vax-
andi stjórnmálalegum viðskipt-
um íslands og ísraels. Kvað hann
ísraelsmenn minnast þess með
þakklæti, að íslendingar áttu
sinn þátt í því að Ísraelsríki var
stofnað. Enn sem komið væri
hefðu menningartengslin milli
landanna verið óveruleg, en von-
andi mundu þau aukast með ár-
unum. Chaim Yahil mun dvelj-
ast hér fram á laugardag, en
heldur þá aftur til Stokkliólms.
Skákeinvígið :
Fribrik vann 4.
skákina í 2.4. leik
FJÓRÐA einvígisskák þeirra Pilniks og Friðriks Ólafssonar var
tefld í Sjómannaskólanum á sunnudaginn. Sú skák varð stutt,
í’ðeins 24 leikir, en þá gaf Pilnik skákina, enda voru þá aðeins 2
leikir í mát. Eftir 4 skákir eru þeir meistararnir jafnir að vinning-
um með 2 hvor, en 2 skákir eru eftir.
Þeir fengu á sunnudaginn
jafnt tafl út úr fyrstu byrjun-
arleikjunum, en fljótlega varð
staða Friðriks, sem hafði hvitt,
miklu rýmri. Hann undirbjó
sókn á kóngsvæng með fram-
rás peða á e og f línu ©g þegar
svo drottning hans, hrókur og
biskupar hafði verið flutt til
sóknar á þann væng, varð ekki
vörnum við komið fyrir svart
an. Skákin fer hér á eftir:
Hvítt: Friðrik Ólafsson.
Svart: Pilnik.
1. e4 c5 9. RxR dxRc6
2. Rf3 c6 10. f4 0Ú0
3. d4 cxd 11. e5 Hd8
4. Rxd4 a6 12. Dh3 BxR
5. Be2 Rf6 13. bxB Rd7
6. Rc3 Dc7 14. Be3 c5
7. 0-0 Bb4 15. Hf3 Rf8
8. Dd3 Rc6 16. Bd3 b6
17. Dh5 Bb7 21. f5 exf
18. Hh3 g6 22. Bg5 Re6
19. Dh6 Dc6 23. Bf6 f4
20. Hg3 Hd7 24. Dxh7 t gefið
VERKST J ÓR AFÉL AGIÐ „Þór“,
sem er félag verkstjóra í stærstu
vélsmiðjunum, skipasmíðastöðv-
unum og blikksmiðjunum í
Reykjavík hélt aðalfund sinn
þriðjudaginn 12. marz sl.
Fráfarandi formaður Bjarni
Jónsson, verkstjóri h.f. Hámri,
sem verið hefir form. undanfarin
ár, baðst undan endurkosningu.
Hinn nýkjörni formaður er Har-
aldur Guðmundsson verkstjóri í
Landsmiðjunni, en aðrir í stjórn
eru Gísli Guðlaugsson, Jóhaim
Þorláksson, Marel Halldórsson og
Hlöðver Einarsson.
Stœrra pláss fyrir flug
þjónustuna í Keflavík
KEFLAVÍ KURFLU G VELLI, 8.
marz. — í dag fékk flugmála-
stjórnin til fullra umráða norður-
álmu flugstöðvarbyggingarinnar
hér á flugvellinum. Sem kunnugt
er, þá er fljgþjónustan undir
sama þaki og hótelið hér. Er að
því mikill fengur að fá þetta
húsnæði allt til afnota við flug-
þjónustuna. Flugher varnarliðs-
ins var í þessum hluta bygging-
arinnar áður. Hann hefur fyrir
nokkru flutt sína flugþjónustu í
nýja flugstöðvarbyggihgu, sem
stendur hér fast við hótelið.
Nokkrir gestir voru viðstaddir
athöfn, sem fram fór af þessu
tilefni. Gagnger breyting hefur
verið gerð á þessari álmu og
höfðu Sameinaðir verktakar það
með höndum. Smíðaðar hafa
verið skrifstofur fyrir flugmála-
stjórnina og ýmsa þætti flugþjón-
ustunnar, flugfélögin sem hér
hafa fasta bækistöð svo sem
Flugfélag íslands, Loftleiðir,
T.W.A. BOAC og PAA. Þá verð-
ur þar herbergi fyrir siglinga-
fræðinga fíugvélanna, er þeir
þurfa að athuga flugáætlamr,
þarna verður og skrifstofa Veð-
urstofunnar og fleira.
Flugmálastjóri Agnar Kofoed
Hansen tók formlega við þessu
húsnæði með stuttri ræðu, en
yfirmaður flughers varnarliðsins
Manzo höfuðsmaður. afhenti
„lyklavöldin“. Fleiri tóku til
máls, en að lokum skoðuðu gest-
ir skrifstofur og annað. Er það
veigamikið fyrir flugmálastjórn-
ina að hafa fengið þetta aukna
húsrými til viðbótar við það sem
hún hafði áður, en það var orð-
ið mjög ófullnægjandi, sakir
þrengsla.