Morgunblaðið - 21.03.1957, Page 1

Morgunblaðið - 21.03.1957, Page 1
44. árgaagttr 67. tbl. — Fimmtudagur 21. marz 1957. PrentsmiAja MorgunblaSsins Kadar komJnn heim til föburhúsanna Bulganin dásamar vináttubondin við Ungverjaland MOSKVA 20. marz — í dag kom Kadar hinn ungverski til Moskvu — og er hann fyrir- liði sjö manna nefndar, er sækir höfðingjana í Kreml heim. í ræðu, er Kadar flutti við komuna til borgarinnar, sagði hann: Við erum komnir til beztu vina okkar. Þakkaði hann og hernaðar- aðstoð Rússa og vinarþel við að berja niður „uppreisn föð- urlandssvikaraima“ — eins og hann orðaði það. Meðal þeirra Kremlbúa, er mættir voru til þess að taka á móti ungversku kommúnist unum, voru Búlganin og Krú sjeff svo og Voroshilov. Við Myndin er tekin, er egypzki landsstjórinn á Gaza, Abdel Latif, ók ásamt aðstoðariiði sínu í sex jeppabifreiðum inn á Gaza-ræmuna á dögunum til þess að taka við störfum. Mannfjöldi fagnaði komu- mönnum. Landamæraskærur AMMAN, 20. marz: — Jórdanska herstjórnin skýrði frá því í dag, að fjórir ísraelsmenn hefðu fall- ið í átökum við jórdanskar út- varðarsveitir innan landamæra Jórdaníu í gær. Vopnahlésnefnd S.Þ. hefur verið beðin að rann- saka málið. í frétt frá ísrael segir, að is- raelskur hermaður, sem saknað hefur verið í marga daga, sitji í fangelsi í Jórdaníu. Hafi hann verið handtekinn, er hann var á gangi á milli bæja, skammt frá landamærum Jórdaníu. Enn bykist „alþý&ustjórn.t* ekki óhult fyrir alþýbunni Kador ætlar að ilytja tugþús- undir „ótryggru“ Ungverju í útlegð Búdapest, 20. marz. UNGVERSKA innanríkisráðuneytið tilkynnti í dag, að allir þeir Ungverjar, scm stjórnin teldi sér hættulega mundu verða scndir í útlegð í allt að því tvö ár. Mun ákvörðun þessari verða framfy'lgt inr-an hálfs mámðar. Sagði í tilkynningunni, að útlög- unum mundi gefast kostur á því að velja í milli nokkurra dvalar- staða. Fólk, sem komið er yfir sex- tugt — og það, sem hefur fyrir tveim eða fleiri börnum innan 10 ára aldurs að sjá, verður undanþegið útlegðinni, enda þótt það sé „þjóðhættulegt“ að dómi stjórnarinnar. Einnig munu unglingar, vanfærar konur og fólk, sem ekki er vinnufært vegna sjúkleika, verða undanþegið. Uögregla Kadar-stjórnarinn ar mun því eiga annríkt næstu daga, er tugþúsundir Ungverja verða fluttir nauð- ugir frá heimilum sínum til einhverra fjarlægra þrælkun- arbúða. Mikil og almenn skelf ing hefur gripið um sig meðal ungversku þjóðarinnar, því að sýnt er, að Kadar, sem nú tek- ur þátt í veizluglaumnum í Kreml, ætlar að láta kné fylgja kviði og flytja þá Ianda sína, sem sýnt hafa kommún istum andspyrnu, í þrælabúð- þetta tækifæri fórust Búlg- anin orð á þá leið, að sovézk- ungversk vináttutengsl vær* dásamlegt dærm um styrk- leika sósialismans. Ben Gurion hélt velli TEL AVIV, 20. marz — í dag báru kommúnistar á ísraelsþingi fram vantrauststillögu á stjórn Ben Gurlons á þeim forsendum, aS hann hefð hótað að hefja nýja herferð gegn Egyptum vegna deilunnar um Gaza-ræmuna. Til- lagan var felld með 47 atkvæðum gegn atkvæðum kommúnistanna 5, en hægriflokkurinn Gheruth og Zíonistar sátu hjá. Siglir um Akaba-flóa TEU AVIV, 20. marz. — Fyrsta kaupskipið, sem sigl- ir frá israelsku hafnarborg_ inni Elath um Akabaflóa — síðan ísraelsmenn fluttu her- afla sinn úr Egypatalandi lét úr höfn í Elath í morgun. Er þetta 1,000 lesta skip að nafni Pandora — og siglir það undir fána Costa Rica. Er ferðinni heitið til Eritreu. Búizt er við því, að Pandora sigli um Tiran-sundið í mynni Akabaflóa í kvöld. — Reuter. Ureinsun Súez að Ijúka Næst samkomulag með Egyptum og siglingaþjóðunum? EGYPZKA stjórnin tilkynnti í dag, að nú væri Súez-skurðurinn fær skipum allt að 2,000 smálestum að stærð. Hefur stjórnin gefið öllum skipum af þeirri stærð heimild til þess að sigla um skurðinn með því skilyrði, að siglingagjöld verði greidd fyrirfram. Fyrsta skipið, er siglir um skurðinn á norðurleið, er ítalskt kaup- skip, 540 lestir að stærð, en hefur engan farm. Hélt það frá Súez- borg í morgun. Tvö skip hafa verið stöðvuð í mynni skurðarins vegna þess, að skipstjórar þeirra hafa ekki haft handbært fé til greiðslu siglingargjaids. Fyrsta olíati >► frá Iraq BEIRUT, 20. marz. — Norska olíuflutningaskápið Janus lét í dag úr höfn í Sýrlandi. Skipið, sem er 15.943 lestir að stærð, var hlaðið íraqskri olíu — og er þetta fyrsta olían, sem dælt er í gegn um olíuleiðsiurnar frá Iraq, síð- an dælustöðvarnar sýrlenzku voru sprengdar í loft upp í nóv- •mber sl. — Reuter. ★ ★ ★ Samkvæmt Reutersfregnum frá París standa fyrir dyrum við- ræðufundir Vesturveldanna vegna kröfu Egypta um fyrir- framgreiðslu siglingagjalda. — Munu stjói'nir Vesturveldanna enn bíða frekari svara Egypta við tiliögu Vesturveldanna þess efnis, að helmingur siglingagjalda verði greiddur sérstökum sjóði í erlendum bönkum. Búizt er við því, að Hammar- skjöld muni koma til Kairo í nótt — og á morgun mun hann sennilega eiga viðræður við Nasser. ★ ★ ★ Whecler yfirmaður björg- unariiðsins, sem unnið hefur Frh. á bls. 15. Ismay býðst til að miðla málum Vilja sleppa Makariosi, ef ... LONDON, 20. marz: — Lennox Boyd, nýlendumálaráðherra Breta, skýrði frá því í dag, að Bretar mundu fúsir til þess að leysa Makarios úr útlegðinni í Seychell-eyjum, ef h; nn skipaði EOKA-mönnum að hætta hermd- arverkastarfsemi sinni fyrir fullt og allt. Kvað hann tilboða EOKA um að hætta hermdarverkum, ef Bermuda-ráðsleínan halin BERMUDA, 20. marz: — Snemma í dag kom Macmillan, forsætisráðherra Breta, flugleið- is til Bermuda — til fundar við Eisenhower forseta. Lloyd utan- ríkisráðherra var með forsætis- ráðherranum ásamt 40 manna fylgdarliði. —o-O-o— Við komuna sagði Macmillan við fréttamenn, að hann vænti þess, að fundur þessi mætti verða til þess að treysta enn vináttu- bönd Englendinga og Bandaríkja manna — svo og auk gagnkvæm- an skilning á vandamálum hvorrar þjóðarinnar um sig — og efla samstöðu þeirra, en á náinni samvinnu þessara þjóða byggðist framtíð hins frjálsa heims ef til vill íremur en nokkru öðru. —o-O-o— Eisenhower forseti kom sd. til hafnar í Bermuda með beitiskip- inu „Camberra". Dulles lagði af stað árdegis í dag flugleiðis frá Washington á- samt fríðu föruneyti. Einnig var í för með honum brezki ambassa dorinn í Bandaríkjunum. —o-O-o— Gert er ráð fyrir, að við- ræður ráðamannanna hef jist á morgun og muni að mikiu Ieyti snúast um vandamálin í Framh. á bls. 15. Makarios yrði leystur úr haldi, vera þannig, að ekki væri hægt að treysta á það, að þeir hæfu ekki aftur sama eikinn, er Makarios hefði verið leystur úr haldi. Tók ráðherrann það fram, að ekki mundi biskupinn verða leyft að hverfa til Kýpur, eí hann yrði leystur úr haldi. Alls staðar annars staðar yrði hou- um leyft að dveljast. Þá var og skýrt frá því, að Ismay lávarður, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, hefði boðizt til þess að reyna að miðla málum með Tyrkjum, Grikkjum og Bretum í deilunni um framtíð Kýpur. Munu Bretar taka því boði. AÞENA, 20. marz. — Gríski for- sætisráðherrann tilkynnti í kvöld að Grikkir mundu hafna boði Ismays um að bera sáttarorð milli Tyrkja, Grikkja og Breta i deilunni um framtíð Kýpur. — Reuter. KAIRO, 20. marz. — Egypzki landsstjórinn á Gaza, Abdul Latif, tilkynnti í dag, að algert útgöngubann skyldi ríkja í Gaza borg og nágrenni í nótt. — Reut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.