Morgunblaðið - 21.03.1957, Síða 3

Morgunblaðið - 21.03.1957, Síða 3
Fímmtudagur 21. marz 1957 MORGVNBLAÐIÐ 3 irskriftar, sem hann leggur fyrir þá ráðamenn, er hann á tal við. Þeir sem undirskrifa plaggið heita því að hafa ekki áfenga drykki um hönd í veizlurn sín- um eða opinberum boðum. For- seti Burma varð fyrstur til að skrifa undir þetta plagg, en síðar hefur það verið undirskrifað af ríkisstjórnum Indlands, Ceylons, Egyptalands og Saudi-Arabíu. Um 25 ráðherrar í ýmsum lönd- um hafa sömuleiðis undirritað plaggið, svo og fjöldinn allur af þingmönnum, fylkisstjórum, dóm urum o. s. frv. Prófessor Scharf- fenberg gat þess, að Eisenhower hefði þegar bannað áfengisveit- Prófessor Scharffenberg í miðdegisverðarboði með forustumönnum y1®31" 1 Uvíta húsinu og í opin íslenzkra bmdmdismala. Talið fra vinstn: Petur Sigurðsson, Vil- Var hann vongóður um árangur hjálmur Einarsson, W. A. Scharffenberg, Brynleifur Tobíasson, viðieitni sinnar enda væri það Magnús Jónsson, Björn Magnússon og Pétur Ottesen. sannað mál, sagði hann, að 90% af þeim, sem neyta áfengis, hefði þótt það bragðvont í fyrstu, og 57% þætti það alla tíð vont á bragðið, en neyttu þess aðeins vegna þess að til þess væri ætl- azt í boðum og veizlum. „Við þurfum að útrýma þeirri firru að það sé fínt að drekka,“ sagði hann, „og í því efni er bezt að leiðtogarnir ríði á vaðið, því það eru þeir sem skapa tízkuna“. Merkur bindindis- frömuður gistir Island IGÆR var staddur hér í bænum merkur bindindisfrömuður frá Ameríku, William E. Scharffenberg prófessor frá Washington. Kom hann hér við á ferð sinni vestur um haf, en að undanförnu hefur hann ferðazt um meginland Evrópu og Norðurlöndin og hitt þar að máli leiðtoga þjóðanna, bæði konunga. forseta, ráðherra og þingmenn. Jafnframt hélt hann bindindisnámskeið fyrir ame- ríska herinn í Þýzkalandi á vegum bandarísku stjórnarinnar. í gær heimsótti hann forseta íslands, forsætisráðherra og forustumenn bindindishreyfingarinnar, en hélt áfram vestur í gærkvöldi. Prófessor Scharffenberg var forstöðumaður fyrir skóla nokkr- um í Kína í 18 ár og talar kín- versku eins og innfæddur, en hin síðari ár hefur hann einkum beitt sér fyrir bindindismálum á alþjóðavettvangi og hefur í því skyni ferðazt um gervallan heim. Fyrir nokkrum árum gekkst hann fyrir stofnun Alþjóðaráðs gegn áfengisbölinu (International Com mission for the Prevention of ÞjóðleikhúsiS sýnir í kvöld sjónleikinn „Brosið dularfulla“ eftibr Aldous Huxley. Margir munu muna eftir kvikmyndinni, sem gerð var eftir leiknum og sýnd hér fyrir nokkrum árum, en í henni lék hin fræga leikkona Jessica Tandy aðalkvenhlutverkið, Janet Spence (sem Inga Þórðardóttir leikur hér), Charles Boyer lék Hutton «c Sir Cedric Hardwicke fór með hlutverk Libbards læknis. Myndin hér að ofan ©r af Haraldi Björnssyni sem Libbard lækni og Róbert Arnfinnssyni sem Hutton í síðasta þætti leiksins. Botvinnik vaim 5. skákina Um þessar mundir stendur sem kurmugt er yfir skákeinvígi þeirra Botvinniks núverandi heimsmeistara og Smyslovs, um heimsmeistaratililinn í skák. Hafa þeir nú lokið fimmtu skák- inni, sem Botvinik vann og hefur hann þar með 3 vinninga gegn tveim. Munu þeir tefla 24 skákir og er búizt við að einvígi þessara stórmeistara verði lokið í maí- byrjun nk. Aðalf. Mjólkurbús Flóamanna SELJATUNGU, 19. marz. — Nk. fimmtudag verður haldinn að Selfossi aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna. en sá fundur vekur jafnan eftirvæntingu í hugum bændafólks hér austan fjalls. Þá eru lagðir fram reikningar búsins og í ljós kemur hvað bændur hafa fengið fyrir mjólkurlítrann árið áður. Endanlegar niður- stöðutölur alls þessa eru jafnan þar til á aðalfundinum algjört „hernaðarleyndarmál“ stjórnar Mjólkurbúsins og svo er einnig að þessu sinni. — Gunnar. Alcoholism), en í því munu er stundir líða eiga sæti 250 menn frá öllum löndum heims, og fer tala fulltrúa eftir íbúafjölda hvers lands. Eins og stendur eiga 40 ríki aðild að þessu ráði, og er Brynleifur Tobiasson fulltrúi ís- lands í því. Forseti ráðsins er A. Ivy prófessor í Chicago, en prófessor Scharffenberg er fram- kvæmdastjóri þess. Heiðursfor- setar eru þeir William Drees for- sætisráðherra Hollands og Ibn Saud konungur í Saudi-Arabiu, en í ráði er að heiðursforsetar verði einnig tilnefndir frá Ind- landi, Austur-Asíu og Suður- Ameríku. ALÞJÓHLEG NÁMSKEIÐ Umrætt Alþjóðaráð er fyrst og fremst upplýsinga- og vísinda- stofnun. Það hefur þegar gengizt fyrir alþjóðanámskeiðum í Banda ríkjunum, Svisslandi og Indlandi. Á sumri komanda verður slíkt námskeið haldið í annað sinn í Genf. Koma þangað fræði- og vísindamenn og halda fyrirlestra um bindindismál og baráttuna gcgn áfengisbölinu í heiminum. Það hefur komið sér upp sérstök- um fræðslumiðstöðvum í Genf, Bombay og tveimur í Bandarikj- unum, en aðrar verða settar upp í Afríku og Suður-Ameríku. ÁFEN GISVEITING AR AFNUMDAR Á ferðum sínum um heiminn hefur prófessor Gcharffenberg meðferðis sérstakt plagg til und- Vildu draga taprekstur á Akureyri frá útsvarsskyldum tekjum í Reykjavík Námsstyrkir íflugrrœöum BLAÐINU hefir borist tilkynn- ing frá flugmálastjóra, Agnari Kofoed-Hansen þess efnis að á fjárlögum nú 1957 eins og á und- anförnum árum, sé veitt fé til styrktar þeim, er nema vilja ein- hver þau fræði, er að flugmálum lúta. Af fjárveitingu þessari mun einnig verða veittur styrkur til starfsemi áhugamanna um flug- mál. Umsóknir um styrki þessa skal senda til Flugráðs, Reykja- víkurflugvelli, fyrir hinn 1. apríl næstkomandi. Hæstarettardómur í útsvarsmáli S.Í.S. f GÆRMORGUN var í Hæsta- rétti kveðinn upp dómur út af útsvarsskyldu Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga hér í Reykjavík, og höfðaði borgar- stjóri málið gegn S.f.S. fyrir hönd bæjarsjóðs. Áður hafði úr- skurður verið kveðinn upp af fulltrúa borgarfógeta. Vrar þá bæjarsjóði heimilað lögtak til tryggingar útsvari S.f.S. Urðu þau málalok í Hæstarétti að fram kvæmd lögtaksins var hcimiluð. Samkvæmt dómi þessum er Sam- bandi íslenzkra samvinnufélaga óheimilt að draga tap á viðskipt- um við utanfélagsmenn á Akur- eyri frá slíkum viðskiptum hér í Reykjavík. í forsendum dómsins er gang- ur málsins ýtarlega rakinn og þar segir m.a. á þessa leið: Sigurður Grímsson, fulltrúi borgarfógeta í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úr- skurð. Áfrýjandi (S.f.S.) hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. febrúar þ. á. Krefst hann þess, að hinn áfrýjaði úr- skurður verði felldur úr gildi og synjað verði um framkvæmd lögtaks. Svo krefst hann og máls- Skátar halda nú „Skátaskemmtunina“ um þessar mundir. Koma fram á henni ýmis nýstárleg atriði sem kæta áhorfendur. Myndin að ofan er úr söngþætti, „Raula ég við rokkinn minn“, sem skát- arnir sýna nú. — Fjórar sýningar hafa þegar farið fram og verður sýning í kvöld í Skátaheimilinu. kostnaðar úr hendi stefnda í hér- aði og hér fyrir dómi eftir mati Hæstaréttar. Stefndi (borgarstjóri f.h. bæj- arsjóðs) krefst þess, að hinn á- frýjaði úrskurður verði staðfest- ur, þannig að lögtak verði heim- ilað til tryggingar útsvari áfrýj- anda árið 1954, að eftirstöðvum kr. 397.756.31, ásamt dráttarvöxt- um lögum samkvæmt frá 1. sept- ember 1956 til greiðsludags. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Málflutningsmaður áfrýjanda hefur lýst því hér fyrir dómi, að af hans hálfu hafi verið viður- kennt í flutningi málsins í hérr aði, að arður áfrýjanda af skipt- um við utanfélagsmenn hafi í Reykjavík árið 1953 numið kr. 726.941.43, en að hann hafi hald- ið því fram, að frá þeirri fjár- hæð beri að draga, áður en út- svar væri á lagt, tap af sams kon ar viðskiptum útibús eða úti- búa áfrýjanda á Akureyri sama ár, kr. 399.679.74. Sé því ofsagt í forsendum hins áfrýjaða úr- skurðar, að ekki hafi verið mót- mælt af hálfu áfrýjanda, að út- svarsskyldar tekjur hans árið 1953 hafi £ Reykjavík numið kr. 726.941.43. í Hæstarétti hefur og málflutningur, eins og í héraði, snúizt um það, hvort framan- greindur frádráttur væri heimill. Þegar atvinnurekandi hefur úti bú utan heimilissveitar sinnar, má samkvæmt a-lið 3. mgr. t. gr. útsvarslaga nr. 66/1954 leggja útsvar á útibúið í því sveitarfé- lagi, þar sem það er staðsett, enda má þá ekki leggja útsvar að því leyti á atvinnurekandann í heimilissveit hans. Af ákvæði þessu leiðir, að álagning útsvars á atvinnurekandann annars veg- ar og útibúið hins vegar verður að ákveða af útsvarsyfirvöldum á hvorum stað, miðað við rekst- ur og aðrar ástæður þessara út- svarsaðilja hvors um sig á út- svarsárinu. í 6. gr. A II 2. tölulið greindra útsvarslaga segir, að samvinnufélög greiði útsvar af arði síðasta útsvarsárs, sem leið- ir af skiptum við utanfélags- menn ,eftir sömu reglum og kaup menn sama staðar. Tekur því fyrrgreint ákvæði í a-lið 3. mgr. 8. gr. laganna um sjálfstæða á- lagningu útsvars á atvinnurek- anda og útibú hans einnig til sam vinnufélaga, en þó með þeirri takmörkun, að útsvar má á hvor- ugum staðnum fara fram úr arði, sem leitt hefur af skiptum út- svarsaðiljans við utanfélags- menn á útsvarsárinu. Samkvæmt þessu var heimilt, eins og á stóð, að ákveða útsvar áfrýjanda 1 Reykjavík án tillits til þess taps, sem varð á rekstri útibús hans eða útibúa á Akureyri útsvars- árið 1953. Og þar sem ekki er ágreiningur að öðru leyti um ákvörðun útsvarsins, ber að stað- festa niðurstöður hins áfrýjaða úrskurðar. Áfrýjanda ber að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæsta rétti, sem ákveðst kr. 16.000.00. Breyting ó dætlun strondferðn- skips vekur reiði og ódnægju STRÖNDUM, 20. marz: — Loks barst pósturinn frá Reykja- vík. Kom strandferðaskipið Herðubreið til Skagastrandar i dag, en þangað hafði þá ekki komið póstskip siðastl. fimm, vikur. Fyrirvaralaust að heita má hefur áætlun skipsins verði breytt. Skipið siglir venjulega til Akureyrar, en kemur svo við í bakaleiðinni á Hólmavík. í þessari ferð var t.d. fyrirhugað að skipið kæmi þaðan með lækn- inn. En sem sé fyrirvaralítið verð ur nú siglingunni breytt og skip- ið látið fara beint til Reykjavík- ur aftur. Hefur þetta vakið mikla óá- nægju og reiði hér, einkum vegna þess að læknirinn kemst nú ekki. Þá hafði oddviti hrepps- ins ætlað að fara með skipinu er það kæmi til baka, til Reykja- víkur og sinna þar ýmsum erind- um fyrir hreppinn m.a. við þing- mann kjördæmisins. Hann kemst nú ekki þessarar erinda. Þvi er þannig varið að fólk hér um slóð ir á ekki svo auðveldlega heim- angengt og menn verða að á- kveða öll sín lengri ferðalög langt fram í tímann. — RT.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.