Morgunblaðið - 21.03.1957, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.03.1957, Qupperneq 12
12 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 21. marz 1957 - -.----— GULA h erb erepið eftir MARY ROBERTS RINEHART KU LDASKÓR barna og unglinga. Verð frá kr. 129.00. AUSTUKSTRÆTl Framhaldssagan 80 Luey raknaði úr rotinu, en jafn vel það hefði átt að duga. — Ef til vill hefði ég átt að kalla á lögregluna, en þér skiljið, hvernig istatt var fyrir mér. Þarna hafði ég hálf-brjálaðan drenginn að gæta, og þetta áfall hefði líka alveg getað orðið kon- unni minni að bana. Og svo varð að taka tillit til Elinor. Ég hafði náð í fötin stúlkunnar í gula her berginu og henni lá á að komast af stað. Þér getið sjálfsagt getið yður til um framhaldið. Við urð- um að koma drengnum burt og Elinor féllst á að aka honum til Boston, þar sem hann gæti náð í flugvél. Hann var ekki í einkenn- isbúningi, skiljið þér. Jæja, ég er orðinn gamall mað- ur enda var ég býsna illa á mig kominn, þegar þau fóru. Og Elin- or bætti ekki úr skák. Á síðasta augnabliki fleygði hún fötunum stúlkunnar í mig og sagði mér að brenna þau. En það gat ég ein- mitt ekki, bætti hann við og brosti ofurlítið. — Við höfum sem sé olíukyndingu. — Og þess vegna grófuð þér þau niður? — Já, ég gerði það sömu nótt- ina. Ég komst ekki inn í verkfæra- skúrinn minn, af því að garðyrkju maðurinn hefur lyklana, svo að ég náði í skóflu í skúrnum í Crestview. Það tókst heldur óhönduglega, er ég hræddur um, því að ég upprætti eina eða tvær u'tvarpid Fimxntudagur 21. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni“, sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 18,00 Fornsögulestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 18,30 Fram burðarkennsla í dönsku, ensku og esperanto. 19,00 Harmonikulög. — 19,10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20,30 Islenzkar hafrannsóknir; X. e,indi: Göngur síldarinnar (Árni Friðriksson forseti alþjóða haf- rannsóknaráðsins). 20,55 Kór- söngur: Dómkirkjukórinn í Rvík syngur íslenzk Ijóð og lög; Páll Isólfsson stjórnar. 21,30 tJtvarps sagan: „Synir trúboðanna" eftir Pear1 S. Buck; VII. (Séra Sveinn Víkingur). 22,10 Passíusálmur (28). 22,20 Sinfónískir tónleikar (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18,00 Leggjum land undir fót: Börnin feta í fótspor frægra land könnuða (Leiðsögumaður: Þor- varður Örnólfsson kennari). 18,30 Framburðarkennsla í frönsku. 18,50 Létt lög. 19,10 Þingfréttir. Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Arnór Sigurjónsson ritstjóri). 20,35 Kvöldvaka: a) Jónas Árna- son rithöfundur flytur frásögu: 1 áföngum út á Tangaflak; — annar hluti. b) Sönglög eftir ýmsa íslenzka höfunda (plötur). c) Gísli Kristjánsson ritstjóri talar við Huldu Á. Stefánsdóttur forstöðukonu Kvennaskólans á Blönduósi. d) Einar Guðmunds- son kennari les sagnir af Skúla fógeta og fleirum. e) Barði Frið- riksson lögfiæðingur les frásögu af vitrum hundi eftir Kristbjöm Benjamínsson á Katastöðum. 22,10 Passíusálmur (29). 22,20 Upplest- ur: Ólöf Jónsdóttir les frum- samda sögu: Ljósið. 22,35 Tónleik ar: Bjöm R. Einarsson kynnir djassplötur. 23,10 Dagskrárlok. plöntur, en það var erfitt í myrkr- inu, og svo sást mér yfir loðtreyj- una hennar, sem var enn inni í húsinu. Ég fann hana þegar ég fór aftur til þessað aðgæta, hvort Lucy hefði meitt sig mikið. Eitt það versta, sem ég hef gert, var að fara með treyjuna upp í skáp- inn og reyna að. ... Gamli maðurinn virtist’ vera orðinn magnþrota. Dane spurði hann, hvort hann ætti að gefa honum konjak, en hann afþakkaði. — Ég er feginn að geta talað, sagði hann. — Það léttir miklum þunga af mér. Ég hef borið þessa byrði lengi og fundið mig sekan. Þegar ég sagði konunni minni frá þessu, kvöldið eftir, ætlaði hún alveg að sleppa sér, og svo seinna, þegar hún sá mig vera að grafa uppi í brekkunni, þá fékk hún slagið, sem leiddi hana til bana. Ég verð að bæta því ofan á aðr- ar syndir mínar.....eftir fimm- tíu ár.....BJessuð konan mín. . Honum tókst að halda áfram, þótt erfitt væri. — Það var verst, að ég skyldi ekki segja henni það sömu nóttina og það skeði, sagði hann. — Hún hafði komið út að gá að mér og hún hafði séð bílinn hennar Elin- or. Það var það versta, því að hún nefndi það við einhvern, sem hér var gestkomandi, daginn eftir, og svo sýndi það sig reyndar, að Marcia Dalton hafði líka séð og þekkt bílinn. Gamli maðurinn hallaði sér aft- ur í stólinn, eins og hann hefði lokið máli sínu, og gæti rkki meira. En Dane gat ekki látið hann stað- næmast þar sem hann var kominn. — Hvernig komst hann heim til yðar þetta kvöld? — Án allrar leyndar. Með flug- vél og leigubíl. Og ég fullvissa yð ur um, að hann hafði ekkert morð í huga, þegar hann kom. Ég var einn niðri, en konan og stúlkurn- ar voru háttaðar. Ég hleypti hon- um inn. Þér getið ímyndað yður hvernig mér varð við þegar ég sá hann í borgarafötum og með ör á andlitinu. Hann var að vísu nokkuð æstur, c.n þó alveg með fullu ráði. Ég hefði viljað segja, að hann væri hamingjusamur mað ur, þetta kvöld. Vitanlega þurft- um við að fara varlega. Þér skilj- ið það. Til þess að forða ömmu hans frá taugaáfalli. — Hann minntist ekkert á stúlk una? — Nei. Ég býst ekki við, að hann hafi vitað, að hún var í Crestview. Hann var of vakandi til þess að fara að hátta, svo að hann gekk út. En líklega hefur hann þá séð hana, í Crestview. Sjálfur vissi ég ekki, að hún var þar, né heldur hver hún var. — Hafði honum þótt vænt um hana? — Endur fyrir löngu, en eklci í seinni tíð. Seinna sagði hann mér, að hann hefði búið með henni, þegar hann var við heræfingar og þau hefðu átt barn saman. Síðan sagði hann, að hún hefði verið hreinasta plága á sér. — Og hvað skeði svo þessa nótt? — Það veit ég ekki. Ég spurði hann aldrei að því. Hún kann að hafa farið niður til þess að ná sér í bók eða vindling og hann hafi þá séð hana inn um glugga. Ein- hvem veginn hlýtur hann að hafa vakið eftirtekt hennar, en vitan- lega gat hún eklci vel boðið honum inn, svo að hún hefur farið út fyrir eins og hún stóð. Það sýnir, að ekki hefur hún verið hrædd við hann. — Játaði hann að hafa myrt hana? —■ Hann sagði, að það hefði ver ið slysni. Hann hafði lamið hana með hendinni og hún hafði dott- ið á steinþrepin. — Seinna sagðist hann hafa kynnt hana Greg Spencer, þegar hann var drukkinn og talið hana á að giftast honum — hann hefði nóga peninga. Auð- vitað vildi hann einhvern veginn losna við hana. Nú varð löng þögn. Dane var að reyna að sam- ræma þessa sögu við það, sem hann vissi þegar sjálfur. Sumt féll saman, annað ekki. — Afsakið þé r, herra Ward. Næsta spurning mín er viðkvæmt mál, en henni verð ég að fá svar- að. Gerði hann tilraun til þess að brenna líkið? Þér skiljið; ég veit, að hann hafðist við uppi í Grenihlíð. Gamli maðurinn leit út eins og honum yrði óglatt. Andlit hans var vaxgult og hendurnar skulfu. Dane var að því kominn að hringja á hjúkrunarkonuna, en Ward aftraði því. — Það er allt í lagi nú, majór, sagði hann skjálfraddaður. — Héð an af getur það ekkert gert til. Guð hjálpi mér, majór, ég er hræddur um, að konan mín Jiafi gert það. — Konan yðar? — Ég sagði henni frá öllu sam an, skiljið þér. A!la söguna . . og hún var trygglynd og tilfinninga- rík kona. Hún vissi, að líkið var þama og jafnframt, að Lucy var í sjúkrahúsinu. Auk þess hafði hún lykil að Crestview. Við höf- um verið hér árið um kring í seinni tíð og hún var vön að fara þangað öðru hverju, til þess að aðgæta, hvort allt væri í Jagi. Ég býst við, að Lucy hafi skilið eftir eitthvað af steinolíu í eld- húsinu. Það var lokað fyrir raf- magnið, svo að hún þurfti að notr HARfiVlflAR-ÞILJUR Ný sending væntanl. 4 tegundir. N Y .1 U N G Nú er möguleiki á að klæða íbúðir, skrif- stofur, skólastofur, samkomusali, stiga o.fl. með EKTA HARÐVIÐI Harðviðarspónn á striga leysir vandann. Odýr uppsetning. Engin eftirvinna. Tökum á móti pöntunum. Þilplötur Trétex og harðar þilplötur Stærðir 4 x 8 fet og 4 x 9 fet nýkomnar. Helgi Mognnsson & Co. Haafnarstræti 19 — sími 3184. Trausfa skrifsfofustúlku vantar oss nú þegar. Reikningsgleggni og vélritunar kunnátta áskilin. —• Tilboð óskast lögð inn á afgreiðslu Mbl. fyrir annað kvöld, merkt: „Áreiðanleg —2367“. Húsgögn M’kið úrval af alls konar stoppuðum húsgögnum. Getum einnig tekið klæðningar. Húsgagnaverzlun Gunnars Mekkinóssonar Laugavegi 66 — sími 7950. M A R K Ú S Eftir Ed Dodd 1) — Já, ég braut gat á isinu þremur dögum áður en iteppnin fór fram. Svo fyllti ég ■ vökina með ís og þá fraus aðeins þunnt lag ofan á. 2) — Þrjóturinn hann Láki. Hann hecur leikið á mig. Það er þá eftir allt saman ég sem vann keppnina. 3) — Og það þýðir líka, að ég á Anda enn og skal sækja hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.