Morgunblaðið - 23.03.1957, Side 2
MORCTJNTSL A&1Ð
Laiiffnrrlnffiir 23. mnrz 1057
Sjóvá síóreykur fryggingasvið sitt
Heimilis- og einkatryggingar munu
mjög ryðja sér til rúms á næstunni
Forstfóri félagsins gerir grein
fyrir hinum nýju tryggingum
VÍÐTÆK tryggingarvernd fyrir
almenning er mjög æskileg frá
þjóðhagslegu sjónarmiði, sagði
Brynjólfur Stefánsson forstjóri
Sjóvátryggingarfélags íslands, er
hann í gær gerði grein fyrir nýj-
um þætti tryggingastarsemi
Sjóvá, sem um nokkurt skeið
hefur verið í undirbúningi en
það eru hinar svonefndu heimilis
og einkatryggingar, sem án efa
munu mjög ryðja sér til rúms
hér sem í öðrum löndum, þar eð
hér er um að ræða mjög víðtæk-
ar tryggingar.
Brynjólfur Stefánsson hóf mál
sitt með því að bregða upp mynd
af tryggingastarfseminni hér á
landi, sem nú er milli 40 og 50 ára.
Eru t. d. liðin hartnær 40 ár frá
stofnun Sjóvátryggingarfélags fs-
lands. Brynjólfur gerði fyrst al-
menna grein fyrir trygginga-
starfseminni hér á landi frá því
tryggingar hófust hér og kom-
ust í hendur innlendra aðila. Síð-
an vék hann máli sínu að hinni
stór-auknu tryggingastarfsemi
sem Sjóvá nú er að taka upp.
Sjóvátryggingarfélagið, sagði
Brynjólfur, mun nú taka upp þá
nýbreytni að bjóða viðskipta-
vinum sínum að gera fyrir þá
tryggingaráætlun, án skuldbind-
Heimilistrygging hefur verið
þekkt erlendis um langt skeið, en
er ný hérlendis. Heimilistrygging
innifelur t. d., auk bruna, tjón
sem orsakast af sprengingum í
katli, vatnsflóði úr rörleiðslum
og geymum, innbrotsþjófnaði,
stormtjón o. fl. Ennfremur bætir
hún í vissum tilfellum leigutap
og kostnað tryggða, verði hann
fyrir því óhappi að húsnæði hans
verði ekki íbúðarhæft um stund-
arsakir vegna bruna o. fl.
Reynt hefur verið að haga
tryggingunni þannig, að hún geti
fullnægt þörfum sem flestra um
vátryggingar, og á sem breiðust-
um grundvelli. En það eru ein-
mitt þessi atriði, að sameina marg
ar áhættur í eina heild, sem gef-
ur tækifæri til þess að bjóða víð-
tæka tryggingu fyrir lágt iðgjald.
Hins vegar er það augljóst að
margir einstaklingar þurfa á
frekari tryggingum að halda,
sagði Brynjólfur, svo sem ábyrgð
artryggingu húseiganda, sem nú
má sameina heimilistrygging-
unni. Sjóvátryggingarfélagið hef-
ingar af þeirra hálfu, þar sem ur í undirbúningi ýmsa viðauka
miðað er við fjölskylduaðstæður
og efnahag hvers og eins, og höfð
er fyrir augum héildarþörf við-
komandi fyrir tryggingar, og
hver trygging aðeins einn liður
í áætluninni.
Reynsla okkar, sagði Brynjólf-
ur, hefur verið sú, að menn taka
eina og eina tryggingu, oft án
tillits til eldri trygginga, og
venjulega ekki fyrr en umboðs-
maður tryggingarfélags hefur
bent viðkomandi á öryggi það,
sem tryggingin veitir honum.
Fyrir flesta er starfsgetan
mikilvægasta skilyrðið fyrir af-
komuöryggi þeirra og fjölskyldu
þeirra, því er hún eitt hið fyrsta
sem tryggja þarf. Þær áhættur
sem steðja að starfsgetu eru sjúk-
dómar, örorka vegna slysa, elli
og dauði. Sjóvátryggingarfélagið
hefur nýlega tekið upp lífeyris-
tryggingar fyrir einstaklinga og
hjón, sem miða að því að tryggja
afkomu manna eftir að starfs-
aldri eða getu er lokið. Vitað er
að lífeyris- og eftirlaunasjóðir
eru ekki til nema hjá takmörk-
uðum hópum opinberra starfs-
manna og einkafyrirtækja, og
flestir sem aldrei hafa átt þess
kost að verða þeirra aðnjótandi,
fyrr en Sjóvá hefur tekið upp
lífeyristryggingar.
Verði menn fyrir slysi utan
vinnustaðar, er oftsinnis hætta
á að engar bætur komi fyrir
örorku eða dauða. Sjóvátrygging-
arfélagið vill því innifela einka-
slysatryggingu allrar fjölskyld-
unnar í heimilistryggingunni.
og stormtjónum o. fl., og býður
öllum þeim sem áhuga hafa á
slíku, að gera áætlun um þörf
þeirra á sviði trygginga.
/‘ &&&,*
Jón Norðfjörð
Blómasýning Flóru
sem stendnr i vikn
TILEFNI þess að á þessu ári eru liðin 25 ár frá stofnun Blóma-
verzlunarinnar „Flóru“, verður efnt til sérstakrar plöntuviku.
Plöntuvikan hefst með sýningu alls konar skrautjurta n. k. sunnu-
dag 24. þ. m. og verður hún opin frá kl. 10 að morgni til 10 að
kvöldi. Sýndar verða alls um 50 mismunandi tegundir plantna og
skrautjurta, sem allar eru vel fallnar til skreytinga í heimahúsum.
i
VEL TIL VANDA®
Unnið hefur verið að undirbún
ingi sýningarinnar í margar vik
ur og mjög til alls vandað. Enda
hefir Blómaverzlunin ,,Flóra“ í
þjónustu sinni ungan 'istamann
í þessu fagi, þýzkan, Gerhard
Hahner að nafni. Hefir hann nú
unnið hérlendis um nokkurra
við heimilistrygginguna, svo sem ______ _________ ____ __________
tryggingu húseiganda fyrir vatns- | mánaða skeið og hlotið mjög góða
Tvísýn keppni
HAFNARFIRÐI. — Meistara-
'flokkskeppni Bridgefélagsins
hefir staðið yfir að undanförnu
og taka 7 sveitir þátt í henni.
Spiluð er tvöföld umferð. — Nú
er 10 umferðum lokið af 12 og er
sveit Péturs Auðunssonar efst
með 15 stig, en hann á eftir tvær
umferðir. Sveit Jóns Guðmunds-
sonar hefir 14 stig og á eftir 3
umferðir. Reynir Eyjólfsson hef-
ir 13 og 2 umferðir eftir. Albert
Þorsteinsson 12 og tvær eftir.
Eins og sjá má, er þetta mjög
Vestmannaeyíng
oi fá flagleiðis
skyr og rjóma
frá Akureyri
í GÆR var mikið að gera hjá
Flugfélagi fslands við flutninga,
þar sem vöruflutningar eru ekki
enn komnir í eðlilegt horf eftir
sjómannaverkfallið. M. a. fór flug
jöfn og tvísýn keppni og því ekki vél hlaðin af varningi héðan
hægt að spá neinu um úrslit. Hin
árlega keppni við Selfyssinga
verður væntanlega háð seint i
april. — G.E.
Heyjaþungur vetur
SELFOSSI, 15. marz: — Algert
jarðbann er nú víða hér í nær-
sveitum. f Grímsnesi er allur fén
aður á fullri gjöf, bæði sauðfé
og hestar, því hvergi örlar þar
á dökkan díl. Er þessi vetur
bændum því mjög heyjaþungur.
Man eldra fólk vart eftir því-
líkum harðindum og snjóum og
nú er hér.
f Flóanum, við sjávarsíðuna er
jörð aðeins byrjuð að koma upp
en aðeins hrossabeit ennþá. f
Hreppunum og Biskupstungum
eru mjög litlir hagar en Þing-
vallasveitin mun hafa komizt
léttast af, hvað fannkyngi snert-
ir en þar er ágæt beit fyrir bæði
fé og hross. — Guðmundur.
Eggert Guðmundss.
opnar málverka-
sýningu í dag
EGGERT GUÐMUNDSSON list-
málari opnar síðdegis í dag all-
stóra málverkasýningu í bogasal
Þjóðminjasafnsins. Er hér um af-
mælissýningu að ræða hjá lista-
manninum, sem varð fimmtugur
ekki alls fyrir löngu og hefur
fengizt við listmálun um 30 ára
skeið.
Eggert sýnir alls um 100
myndir. Eru það ýmist olíumál-
verk eða teikningar. Um 20
þeirra eru nýjar, t. d. mynd frá
Þingvöllum „Síðasti bóndinn í
þjóðgarðinum“ (Sveinn í Vatns
koti). Fleiri nýjar myndir eru
frá Þingvöllum. Þá sýnir hann
nokkrar myndir sem hann mál-
aði suður í Ástralíu, er hann var
þar um 2 ára skeið. Málverkin
eru til sölu. Síðast hélt Eggert
sýningu hér í Reykjavík fyrir
nær 3 árum.
Eggert er kunnur málari, en
hann nam listmálun suður í
Þýzkalandi. — Venjulega hefur
Eggert sýnt myndir sínar í vinnu-
stofu sinni að Hátúni 11. Þessi
sýning verður opin í hálfan mán-
uð daglega frá kl. 2—10 síðd.
til Akureyrar. En þar tók vélin
rösklega 2% tonn af skyri og
rjóma, pylsum og sperðlum o.fL
matföngum og fhitti beinustu
leið til Vestmannaeyja. Ekki hef-
ur áður verið flogið á vegum
félagsins viðkomulaust milli
Akureyrar og Vestmannaeyja.
Flugið gekk að óskum svo að nú
hafa Vestmannaeyingar hlotið
nokkurt magn af kjarngóðri norð
lenzkri fæðu.
dóma fyrir frumlegar skreyting
ar, og sérstaka þekkingu á plönt-
um. Hefir verið safnað á sýning-
una öllu því bezta sem völ er á
hérlendis.
Næstu viku verða svo plönturn
ar til sölu fyrir almenning.
Bændur og búvéla-
fræðingar á nám-
skeið í Bretlandi
Á SUNNUDAG fóru til Englands
25 ungir bændur og búvélafræð-
ingar úr sveitum landsins til þess
að sækja námskeið í viðhaldi og
meðferð Ferguson dráttarvéla og
landbúnaðarvéla. Ferguson verk
smiðjurnar halda sérstakt nám-
skeið fyrir þessa íslendinga og
verður það miðað við íslenzkar
aðstæður og byggt á þeirri miklu
reynslu, sem fengin er af þeim
1600 Ferguson dráttarvélum, sem
þegar eru í notkun á íslenzkum
býlum. Námskeiðið fyrir Islend-
ingana er haldið fyrir tilhlutan
Dráttarvéla hf., sem annast sölu
Ferguson véla á íslandi.
(Frétt frá SÍS).
FRÆÐSLUERINDI.
Á sýningunni verðá flutt stutt
erindi af segulbandi með upplýs-
ingum og ráðleggingum til al-
mennings um meðferð potta-
planta. Annast það eingöngu
þekktir blómasérfræðingar og
garðyrkjumenn. Svo sem frú Ól-
afía Einarsdóttir í Hofi, sem talar
um blómaband, pottarósir, Mar-
anda o.fl. Ingimar Sigurðsson
Fagrahvammi um Dalaliljur, Þrá
inn Sigurðsson um Rósir. Karl
Magnússon um Prímúla. Aðal-
steinn Steindórsson talar um
Prinsessuvín og Pálma alls konar,
þá talar Haukur Baldvinsson um
Aphalandra, Kaktusa, Bellaper-
ona og laukablóm svo sem Túli-
pana og Amarylles, en Jóhann
Jónsson um Rússneskan vinvið,
Kóngavín, Azalea, Cytisus o. fl.
Þar næst talar svo Ólafur Þórð-
arson um Pelargóníur.
Þessi erindi verða öll flutt af
segulbandi á sýningunni en kom-
ið hefur verið fyrir hátölurum
víðs vegar í hinum björtu húsa-
kynnum „Flóru“ og „Orlofs hf“
svo sýningargestir njóti fróð-
leiksins sem bezt. Auk þess eru
allar plönturnar merktar með ís-
lenzkum heitum auk hinna latn-
esku nafna sinna.
Vænta forstöðumenn „Flóru"
þess að sýningin og plöntuvikan
verði almenningi hvatning til
frekari kynna við hinar ýmsu
tegundir pottajurta og auki þann
ig heimilisánægju sína. Er það
einkar skemmtilegt sem fram
kemur í einu fræðslusamtalinu
sem fram fer á sýningunni að tek
izt hefir að rækta hérlendis harð
gerða Pálmategund sem líkindi
eru til að hafa mætti í görðum
úti að minnsta kosti að sumar-
lagi..
Jón Morðfjörð
leikorí látinn
í gær andaðist í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri Jón.
Norðfjörð, leikari og bæjargjald-
keri á Akureyri. Jón hafði að
undanförnu kennt sér meins
fyrir hjarta og mun blóðtappi
hafa orðið honum að aldurtila.
Jón var rúmlega fimmtugur að
aldri. Var hann þekktur víða um
land sem leikari og leikstjóri. —
Hafði hann leikið allt frá 1917 og
þar til nú á yfirstandandi ári.
Þegar hann lézt hafði hann hálf-
lokið við að æfa „Gullna hliðið“
fyrir Leikfélag Akureyrar, en það
átti að vera afmælisleikrit félags-
ins á 40 ára afmæli þess. Var
þetta 55 leikritið, sem Jón hafði
á hendi leikstjórn á. Alls hafði
Jón leikið 81 hlutverk um ævina.
Bæjargjaldkeri Akureyrar var
Jón nú síðustu árin, en hann
hafði starfað í skrifstofum bæj-
arins um 30 ára skeið.
Jón var góður starfsmaður
bæjarins og kunnur og vinsæll
leikari.
Ritað um ísland
í MARZ-HEFTI bandaríska flug-
málablaðsins „Flying“ birtist löng
grein um flugmál á íslandi. Er
blað þetta eitt hið útbreiddasta
sinnar tegundar í Bandaríkjun-
um. Frank Sheer, einn af starfs-
mönnum þess, mun hafa komið
hingað til lands á fyrra ári og
ferðazt innanlands á vegum Flug-
félagsins. Skrifar hann langa
grein um félagið, sögu þess og
starfsemi, og prýða margar
myndir frásöguna. Kallar hann
okkur „20. aldar víkinga" — og
er ekki laust við, að margt hafi
ltomið honum spánskt fyrir sjón-
ir á ferð hans hér. Er frásagan
skemmtileg og ýkjulaus.
Hlaut British
Counsil styrk
BRITISH COUNSIL-styrknum
fyrir árið 1957—1958 hefur verið
úthlutað. Styrkinn hlaut Árni
Arinbjarnarson fiðluleikari, ung-
ur Reykvíkingur, sem hefur getið
sér ágætan orðstír í listinni. Árni
hefur stundað nám við Tónlistar-
skólann í Reykjavík og fengið
ágæt meðmæli. Til gamans má
geta þess, að hljómsveitarstjórinn
Warwick Braithwaite við Covent
Garden hlustaði á fiðluleik Áma,
þegar hann var staddur hér í
fyrra og fór lofsamlegum orðum
um leik hans.
Gert er ráð fyrir, að Ámi fari
utan í september n.k. og leggi
stund á fiðluleik hjá Max Rostal,
frægum fiðluleikara í Lundúnum.
Bohlen fer lil Manilu
WASHINGTON, 22. marz — Til-
kynnt hefir verið, að Eisenhower
Bandaríkjaforseti hafi skipað
Charles E. Bohlen sendiráðherra
Bandaríkjanna á Filippseyjum.
— Bohlen hefir undanfarið verið
sendiráðherra Bandaríkjanna í
Moskvu.
Fikotova og Gonnolly
ganga í hjónobond
Fregnir hafa borizt þess efnis,
að tékkneska íþróttakonan Olga
Fikotova og bandaríski íþrótta-
maðurinn Harold Connally, verði
gefin saman í hjónaband í Prag
í næstu viku. Ástarævintýri
þeirra er orðið heimsfrægt, en
þau hittust á Olympíuleikunum
í Melbourne í haust — og felldu
hugi saman.
Connolly kom við í Tékkosló-
vakíu fyrir skömmu, en hann
hefur að undanförnu ferðast til
ýmissa Evrópulanda. Ákváðu
þau Fikotova þá að ganga í hjóna
band — og sótti stúlkan um leyfi
til Zapotocky forseta. Leyfið var
veitt, — svo og leyfi fyrir stúlk-
una til þess að hverfa vestur til
Bandaríkjanna með eiginmanni
sínum. Munu þau setjast þar að,
en Fikotova stundar nám í lækn
isfræði og Conally er kennari að
atvinnu. Má því segja, að útlit
sé fyrir, að ástarævintýri þetta
hafi fengið góðan endi.