Morgunblaðið - 23.03.1957, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.03.1957, Qupperneq 6
MORCunnr/4ÐiÐ Laugardagur 23. marz 1957 I fáum ordum sagt Bíll er ekki bíll — þótt hann sé bíll! Rætt við Pétur Jukobsson fust- eignusulu um líf og dnuðn — og gullið rnuðn í' VIKUNNI hringdi ég til Péturs 1. Jakobssonar fasteignasala, og þegar ég hafði skýrt honum frá erindi mínu, sagði hann: — Ég er alltaf upplagður til viðtals milli 10—12 og 2'—7. Þér getið komið, hvenær sem er á þeim tíma. Guðvelkomið. — Það skipt- ir síðan engum togum, að ég arka upp á Kárastíg 12 með fullt höf- uðið af spurningum sem allar ruku út í veður og vind, þegar við Pétur fórum að rabba saman. Þetta kom allt eftir hendinni. — Var það upp á að birta sam- tal okkar? spurði Pétur. — Já. — Jamm, bætti hann þá við, og Settist. — Þá skuluð þér bara spyrja og ég svara. En eigum við ekki að verða dús áður. Jú, ætli ' það ekki. Og nú hófst samtalið af fullum krafti. Ég spurði hann auðvitað strax, hvers vegna hann hefði gerzt fasteignasali. Hann sagði, að það hefði orðið langur aðdrag- andi að því og rifjaði upp eftir- farandi: — Það er fyrst að segja frá því, að ég er alinn upp í Tungu í Gönguskörðum, rétt fyrir ofan Sauðárkrók. Jamm. Þegar ég fór að vitkast, langaði mig að mennt- ast svolítið, svo ég fór í Hóla- skóla og ætlaði að verða bóndi. Lauk þaðan kandídatsprófi 1907, aðeins 21 árs að aldri. Síðan starfaði ég um skeið i Gróðrar- stöðinni á Akureyri við verklegt búfræðinám og var orðinn ágæt- ur búfræðingur eftir því sem þá gerðist. Þá um haustið bauð Sig- urður búnaðarmálastjóri mér starf á búgarði á Jótlandi eða einhvers staðar í Danmörku. Þar átti ég að læra kúahirðingu og verða fóðurmeistari. En þá fór ég að athuga, hvar væri fjós við mitt hæfi, þegar ég kæmi heim aftur, og sá, að það var ekki til. Þess vegna fór ég hvergi, vildi ekki eyða dýrmætum tíma í að berjast við tómar vindmyllur. — Ég sneri mér því heldur að Kenn- araskólanum og lauk prófi frá honum 1912. Og það er bezt að geta þess, að ég er kennari með fyrstu einkunn. Og nú hlær Pétur og krassar eitthvað á pappír sem liggur á skrifborðinu. Svo skrifar hann eitt og annað á milli langra talna- raða. Þarna stendur t.d. 700 þús. Ekkert er hann nú billegur, hugsa ég með mér, en segi þó ekkert, því að Pétur heldur áfram: — Ég fluttist alfarinn til Reykjavíkur 1917 og varð þá auðvitað að fá mér eitthvað að gera. Mín eina list var sú, að ég var afbragðsskrifari. Jamm. Ég var alveg úrvalsskrifari á mín- um beztu árum. Ég sótti því um að verða skriftarkennari við Mið- bæjarbarnaskólann, en fékk neit- un. Sú neitun var þjóðfélaginu dýr, get ég sagt þér, því að þús- undir Reykvíkinga skrifuðu nú áreiðanlega betri hönd, ef ég hefði fengið starfið. — Og svo fórstu í skrifstofu? — Jamm, svo fór ég í skrif- stofu. Þó ég sé algjör heimaaln- ingur, er ég fæddur skrifstofu- maður, svo ég segi alveg eins og er. Þegar ég sit í ró og næði í skrifstofu og heyri vel slegna ritvél, þá þykir mér það miklu skemmtilegri mússík en þó leikið sé á píanó. Og hún á miklu betur við mig. — Þú hlýtur þá að vera óvenju- músíkalskur? — Nei, en ég er ekki heldur músíkfalskur. — En heyrðu Pétur, nú erum við komnir af sporinu — eða ætlaðirðu ekki að segja mér, hvers vegna þú fórst út í fast- eignasöluna? — Jú, alveg rétt. Meðan ég kenndi uppi í Mosfellssveit, fann ég af hendingu Formálabók Ein- ars Arnórssonar og mér féll hún svo vel, að ég drakk þetta í mig í einum teyg. Og er ég þó ekki drykkfelldur. — Nei, bragðar það kannski ekki? — Nei, aldrei. En ég er samt enginn templari, nei-nei, ég er bara bindindismaður fyrir sjálf- an mig. Ég hef aldrei viljað leggja neitt á mig til þess, að aðrir yrðu bindindismenn. Ekki hið minnsta. Hef engan áhuga á því. Það verður hver að sjá um sig sjálfur. Og svo fer Pétur að tala um það, að hann sé ekki félagslynd- ur maður og dansi sjaldan. Bætir við: — Onei, ég hef aldrei verið fé- lagslyndur að eðlisfari. Ég er ein- staklingshyggjumaður. Hef alltaf viljað vera sjálfstæður bæði í hugsun og fjármálum. Og ég hef aldrei beðið um opinbert starf. — Nú, en skriftarkennsluna? — Tja, þetta er svo langt síð- an.... ★ ★ NÚ hringir síminn, svo að Pétur getur ekki haldið setning- unni áfram, tekur símtólið og segir: Hátún 14? Er það kjallari — nei — þetta á að vera hæð — er þetta ofanjarðarkjallari — ha? — nú — jæja þá skulum við ekki tala meira um það — elskan mín góða — vertu blessaður. — Og þar með er gátan ráðin, hugsaði ég mér: svona er að vera fast- eignasali. — En við símtalið hljóp snurða á þráðinn hjá okk- ur, svo að við verðum að reyna að komast aftur á sporið og halda áfram að tala um fast- eignasölu: — Jamm, segir Pétur nú enn einu sinni og ýtir gleraugunum hærra upp á nef sér. Jamm, við vorum að tala um Formálabók- ina hans Einars. Og svo heldur hann áfram: — Ég fór nú að fá mér kennslu- bækur sem kenndar eru við lög- fræðideild Háskólans og las þetta af kappi. Og þegar mér fannst ég vera orðinn sæmilegur í faginu, setti ég upp málaflutningsskrif- stofu og fasteignasölu, og þegar skattalögin gengu í gildi 1922, byrjaði ég strax á því að annast framtöl til skattstofunnar. Við þetta hef ég svo starfað hingað til — nema hvað málflutningur- Pétur Jakobsson: Þegar ég heyri vel slegna ritvél . . . inn var tekinn af mér með nýju réttarfarslögunum nr. 85/1936. — Og þér hefur auðvitað líkað starfið vel. — Já, prýðilega. Fasteignasal- an er oft og tíðum skemmtileg vegna auglýsinganna. Það er hægt að nota andagiftina í þær með miklum árangri. Annars er nú lítil sala mikinn hluta ársins, og við fasteignasalarnir erum ekki nógu miklir búmenn til að kunna að spara peningana — þeir vilja þá eyðast, þegar maður fær þá í svona slumpum. Við erum því alltaf heldur fátækir, fast- eignasalarnir. Fáum þó ágæta róðra á milli, svo að ég tali á sjómannamáli. — En lögfræðistörfin, Pétur? — Lögfræðingar voru orðnir allmargir hér í bæ, þegar ég hóf praksis, og þeir litu niður á mig. En ég átti alltaf góða málsvara í dómurum bæjarins, þeim dr. sbrifar úr d aglega lifinu TtyWIKIÐ hefir verið rætt um sorpritin undanfarin miss- eri og mörgum kann að þykja það borið í bakkafullan lækinn að Velvakandi skuli nú leggja þar orð í belg. Hvað þýðir „sex“? EN sannleikurinn er sá, að ég get ekki orða bundizt um þetta fyrirbæri. Þannig er mál með vexti, að í gær þegar ég var' á leið í vinn- una varð mér gengið’ í gegnum Vesturver, eins og svo oft áður. Þar rak ég augun í nýtt tímarit, sem nú hefir hafið göngu sína, og blaðaði dálítið í því. Þetta tíma- rit nefnist því „háíslenzka“ nafni Sex og var svo furuðlegt að ytra búnaði jafnt sem innihaldi, að með fádæmum er. Mörg hafa sorpritin verið gefin hér út á síð- astliðnum árum, en ég held, að ekkert þeirra hafi komizt í sam- jöfnuð við þetta „mérka menning arrit“, nema ef vera skyldi Adam, sem gefinn var út á Akureyri og réttilega gerður upptækur aí dómsmálaráðuneytinu fyrir tveim ur árum. Af efni ritsins má nefna þessar greinar, svo sem þeirra er getið á kápunni: Ég seldi sjálfa mig vegna ástarinnar. Ég stund- aði símavændi, Forboðin ást, Á glapstigum ofdrykkjunnar. Hann vildi ná ástum mínum, Synduga stúlkan, Lögreglumorð í Essex, Um Diönu Dors, og er þá efni ritsins upptalið. Hvaða tungu talar ritstjórinn? NAFN ritsins sjálft og eitt út af fyrir sig er ærin ástæða til þess að óska þess að ritstjóri Sex hefði aldrei fæðzt á íslandi heldur í Skid Row í New York. Þá væri i þessi málhreinsunarbarátta hans lofsverð og eðlileg. Aftur á móti er erfitt að gera sér í hugarlund mann sem farið hefir í gegnum skóla hér á landi svo margbrotið sem það er orðið, og leyfir sér síðan að gefa út tímarit með frum töluna sex að heiti, en á í rauninni við að rit sitt eigi að bera heitið „kynferðislegir órar“ og grípur til enskunnar til þess að tjá hugsanir sínar svo einkar smekklega. Og það er bezt að skýra frá því hver þessi mikli íslenzkumaður er, sem telur það heilaga köllun sína að fræða íslenzkan æsku- lýð um hvernig stunda eigi síma- vændi, og hvernig stúlkur selji líkama sinn í framandi löndum. Sá heiðursmaður heitir Ragnar Jónasson, eftir því sem frá er skýrt á síðu 28. Ritið er prent- að í Stórholtsprenti h. f. í Skip- holti 1 og er prentsmiðjan emnig útgefandi þessara sígildu bók- mennta. Afgreiðsluna annast Dreifing, Vesturgötu 39 hér í bæ. Kynferðislegur þvættingur SÖGURNAR og greinarnar sem í þessu fyrsta hefti birtast eru hver annarri lágkúrulegri þvættingur um kynferðismál, nauðganir, tælingar og vændi, greinilega samansettar og birtar til þess að auðga ímyndunarafl unglinga langt innan við tvítugt, sem munu teljast til helztu les- enda slíkra rita. Þar er allt jafn ömurlega úr garði gert, efni og málið, sem á ritinu er, en það úir og grúir af málleysum og stundum efast maður um að það sé móðurmálið, sem maður er að lesa. Tilgangurinn með slíkri blaða- útgáfu er aðeins einn. Að græða fé á því að prenta klámsögur svo svæsnar að ritið seljist — að þeir sem að því standa, í þessu tilfelli takið þátt í henni. Ragnar Jónasson, auðgist og græði fé á tá og fingri. Blóðpeningar EN slíkir peningar eru blóðpen- ingar. Með öllum þjóðum er það viðurkennt að slík sorpblaða- útgáfa er einn höfuðþátturinn í því að spilla æskunni og gefa henni fordæmi til gjörða sem ekki geta samræmzt menningar- legri breytni, heilbrigðra æsku- manna. Hér á landi hefur enn enginn maður lagzt jafnlágt í peningasöfnun sinni eins og Ragnar Jónasson, og við skulum vona að honum nqtist betur fé en þess var aflað. Því er vakin athygli á þessu fyrirbæri í íslenzkri blaðaútgáfu hér í dálkunum í dag, að það er kominn tími til þess að skorin verði upp herör gegn sorpritum þeim, sem nú flæða yfir mark- aðinn, gegn Sex og öðrum slíkum blöðum sem eru útgefendum sin- um verðugt vitni. Birni Þórðarsyni og Jóhannesi bæjarfógeta. Þeir tóku minn mál- stað, þegar lögfræðingarnir risu mér öndverðir og héldu hlífi- skildi yfir mig. Og mér er ekki grunlaust um, að þeim hafi þótt sóknir mínar og varnir skemmti- legar. Ég man t.d. eftir því, að dr. Björn sagði eitt sinn við mig: Þér skrifið sóknir yðar og varnir af lífi og sál. — Nú, og svo var ég svo vel að mér í réttarfari, að ég var alveg lýtalaus maður fyrir rétti. Já-já, það var ég algjörlega. Ég varð oft að annast bókanir á móti lögfræðingum og það hefði ég ekki getað, ef ég hefði ekki verið þjálfaður í jus. Dóm- ararnir gerðu aldrei athuga- semdir við bókanir mínar. Og ég tapaði tiltölulega mjög sjaldan málum, en var eftirsóttur mál- flytjandi. — En þér datt aldrei í hug að taka lögfræðipróf? — Jú, ég minntist á þetta við Jónas á Hriflu, þegar hann var dómsmálaráðherra 1928. En það kom fyrir ekki. Háskólalögin kváðu á um, að menn yrðu að vera stúdentar til að ganga undir Háskólapróf. Svo að þetta fór allt út um þúfur. — En heldurðu, að þú hefðir staðizt það? — Ég býst við því, að ég hefði slarkað í gegn. — En hvað er þér einna minnisstæðast úr málaferlum þínum? — Ja, það kom aðeins einu sinni fyrir, að sakborningur bæði um, að ég verði hann fyrir sakarétti. Hann hafði gerzt brotlegur við áfengis- og bílalögin, þ.e.a.s. hann hafði verið tekinn, þar sem hann sat drukkinn við stýri á bíl sem hafði bilaða vél og var dreg- inn af öðrum. Þegar ég fór að kynna mér bílalögin, sá ég, að í þeim var eftirfarandi ákvæði: Það er bíll skv. lögum þessum sem er knúinn áfram af eigin aflvél. — Sá ég þá þegar, að mað- urinn hafði ekki gerzt brotlegur við bílalögin og byggði ég mína vorn á því, að farartækið sem hann stjórnaði hefði ekki verið bíll að lögum. — Og þú hefur auðvitað unnið málið? — Nei, þetta dugði ekki. Lög- reglustjóri dæmdi manninn sek- an. Lét ég hann þá áfrýja og flutti Claessen málið fyrir Hæsta- rétti og byggði vörnina á sömu forsendum og ég. Hæstiréttur við urkenndi, að maðurinn hefði ekki verið í bíl og sýknaði hann. Og nú á ég heiðurinn af því, bætir Pétur við sigri hrósandi, að hafa manna fyrstur bent á, að bíll sé ekki bíll — þótt hann sé bíll! — Já, ég óska þér til hamingju með það. En svo að við snúum okkur að auglýsingunum? — Ég hef reynt að lífga dálítið upp á þær til að tryggja mér að menn lesi auglýsingar mínar. Og ég held það hafi tekizt. Auglýs- ingar i blöðunum eru líka svo ósköp leiðinlegar — og alltof há- Frh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.