Morgunblaðið - 23.03.1957, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 23.03.1957, Qupperneq 9
Laugarðatrwr 23. m«ra 1M7 MORGUNBT.AÐ1Ð » „Enginn verður óbarir.n bisk- up“, stendur þar, og þetta gamla orðtak á ekki sízt við um íþróttamenn. Fólkið, sem kemur sem gestir á íþrótta- vellina á sumrin, sér nýliða og gamalkunna í- þróttagarpa vinna fræki- leg afrek, jafnvel svo að fræg verða um heila álfu eða allan heiminn, gerir sér ekki fyllilega grein fyrir því, hver vinna liggur þar á hak við. I»að er enginn nraður fæddur til þess að vinna stórafrek. — Aðeins með gífurlegri þjálf- un, vilja, vinnu og aftur vinnu, er hægt að ná afrekum hvort sem er í iþróttum eða öðru. K. R.-ÆFING Við brugðum okkur á dögun- um á æfingu hjá KR. Það var æf- ing frjálsíþróttamanna. Þó hálf- ur þriðji mánuður sé þar til pilt- Guðmundur Hermannsson — leikur sér með „ensku pundin'*. arnir koma fyrst fram á kapp- móti, þá eru þeir löngu byrjaðir æfingar, sumir hafa aldrei lagt þær niður alveg frá því í fyrra. Ef gengið er suður í Háskóla- hverfi síðla dags má oftast sjá fleiri eða færri menn á hlaupum. Það eru mennirnir. sem ætla sér »ð vinna afrekin í sumar. Æfingin hjá KR var fjölmenn, lun 25 menn og æfingunni stjórn- aði hinn þaulreyndi þjálfari, Benedikt Jakobsson, sem marg- sinnis hefir verið landliðsþjálf- ari, enda reyndastur og lærðast- ur isl. þjálfari er hér starfa. ★ Inniæfingin sem við komum á á mánudaginn var, átti að hefjast kl. 9. Áður voru langhlaupararn- ir búnir að vera utanhúss á hlaup um í rúml. hálftíma og „sterku mennirnir" þeir er köstin æfa voru fyrir nokkru byrjaðir á sinu æfingakerfi, sem eru lyftingar. Síðan byrjaði æfingin í salnum með hlaupum, síðan staðæfingum erfiðum nokkuð, alls konar bol- vindum og teygjum, klifur í köðl- um og fleira erfitt, svo að pilt arnir eru orðnir stæltir og senn tilbúnir til ítrustu æfinga. En lít- um nú á hvern hóp þeirra fyrir sig. LANGHLAUPARARNIR Einna erfiðast hafa langhlaup- ararnir það. Svavar Markússon er þar fremstur í flokki en með honum m.a. Kristleifur Guð- björnsson og Hafsteinn Sveins- son. Frá áramótum hafa æfingar þeirra verið erfiðar mjög, og þeir lagt sig mjög vel fram. Þrjár úti- æfingar hafa þeir í viku hverri, hlaupa þá frá íþróttahúsi Háskól- ans upp á Golfvöll, gera þar ýms- ar æfingar, spretti o.þ.h. og hlaupa síðan „heim“ aftur, sam- tals 7—10 km hvert kvöld. Síðan eru þeir á inniæfingunum tveim- ur og hafa % tíma hlaupaæfingu úti fyrir æfingarnar. Á sunnu- dögum hafa þeir létta æfingu, fara í Laugamar og hlaupa lítið eitt. Á fknmtudögum er alveg hvíld, en gufubað. Þetta er æfing sem hlýtur að gefa góða raun, en það er erfitt viku eftir viku á köldum skammdegiskvöldum að stunda þetta vel. Það þarf vilja til og sjálfsafneitun. En þess- ir piltar hafa kosið að leggja töluvert á sig við æfingar, neita sjálfum sér um skemmt- anir sem margir jafnaldrar þeirra kjósa heldur, og fá svo launin í árangri sumarsins, metum, utanferðum og öðru slíku. „STERKU MENNIRNIR" KR hefur um árabil átt flesta beztu kastara landsins ef undan er skilið spjótkast. Guðmundur Hermannsson, Friðrik Guðmunds Þetta er á æfingu KR en ekki bandarísku innanhúsmóti. Frá hægri: Ingi Þorsteinsson, Pétur Rögn- valdsson, Sigurður Björnsson, Guðjón Guðmundsson, Ingvar Hallsteinsson. Ljóm. Mbl. ÓL. K. M. Friðrik Guðmundsson — stælir handleggina son, Þórður Sigurðsson og Þor- steinn Löve eru kallaðir „sterku mennirnir". Þeir æfa vel, en öðru vísi en öll árin fram að þessu. Nú eru æfingar þeirra að langmestu leyti fólgnar í lyftingum. Banda- ríski sleggjukastarinn heims- frægi Harold Conolly, sem hing- að kom í vetur gaf þeim „sitt“ æfingakerfi sem aðallega eru lyftingar. Eru það ýmsar þrautir með mismunandi þunga, ætlað að styrkja alla þá vöðva er „kastar- ar“ þurfa á að halda. Þeir setja allt að 300 ensk pund á axlir sér Þorsteinn Löve leikur listirnar eftir Þórði. Þórður Sigurðsson tekur hnébeygjur með 300 pund á herðunum. og taka svo hverja hnébeygjuna af annarri með þann þunga. Þeir leggjast á dínu og stæla handlegg ina með því að lyfta og sveifla 130—180 enskum pundum. Þetta eru aðeins dæmi úr 10 liða æf- ingakerfi Conollys með lyft- ingaáhöld. — Þannig æfa þeir þrisvar í viku og sumir þeirra eru fyrir nokkru farnir að kasta úti kringlu og kúlu. Auk lyftinganna æfa þeir svo í salnum tækni við köstin, og kasta í segl. Þeir láta vel yfir breyttum æf- ingaaðgreðum, telja lyftingarn- ar mjög góðar til stælingar. Og gaman verður að sjá árangurinn í sumar. GRINDAHLAUPARARNIR Þá er hjá KR hópur hinna beztu grindahlaupara. Þeir hafa ásamt hástökkvurum t.d. sínar æfingar í sal, þar sem þeir hlaupa yfir grindur, að vísu er hægt að koma fáum við, en þeir ná valdi yfir tækninni yfir grindunum og hrað inn kemur svo með vorinu. Þeir æfa á innanhússæfingunum þrem ur staðæfingarnar fyrmefndu og síðan „sínar greinar“. Það er gaman að skyggnast inn i þetta undirbúningsstarf fyrir frjálsíþróttir sumarsins. Það er vel æft hjá KR og sama er að segja um hin félögin 2 Ármann og ÍR. Aldrei hafa jafnmargir frjálsíþróttamenn lagt jafnmikið i undirbúning sumarsins. Það má þvi öruggt telja að hann verður góður ár- angurinn. Nýjar æfingaaðferð ir og auknar æfingar tryggja að svo verður. Þannig er leið- in til þess að verða betri i ár en í fyrra. Þetta er aðferðin sem isl. frjálsíþróttamenn hafa farið eftir. — A.St. Langhlaupararnir láta ekki veður eða snjó stöðva æfingar. Hér eru þremenningarnir Hafsteinn Sveinsson, Svavar Markússon og Kristleifur Guðbjörnsson. Firmakeppni SKRR ¥¥IN árlega firmakeppni Skiðai-áðs Reykjavíkur fór fram eins og til stóð sunnudagiim þ. 17. marz síðastl. við Skiðaskálann í Hveradöium og vart hefur meiri fjöldi fóiks verið saman kominn á þeim slóðum en þennan dag, enda var veðrið hið fegursta allan daginn, glampandi sól og litiö frost. Keppnin hófst kl. 2 e.h. stund- víslega. Þátttakendur voru 80 fyr irtæki, þar af eitt í Hafnarfirði. Keppendur voru 40 talsins svo að hver þeirra varð að keppa fyrir tvö fyrirtæki og var því hagað þannig, að í fyrri hluta mótsins var keppt fyrir 40 firmu og farn- ar tvær umferðir. Eftir það var gefið Vz klst. hlé. Að því loknu hófst síðari hlutinn fyrir næstu tvær umferðir. Samtals voru farn ar 160 ferðir gegnum svigbraut- irnar og eins og geta má nærri, voru þær orðnar talsvert niður- grafnar á köflum og því dálítið erfiðar, en þrátt fyrir það, stóðu keppendur sig með ágæt- um, enda var hér um að ræða úrval beztu skíðamanna sunnan- lands. Fimm verðlaun voru veitt að þessu sinni og hlutu þau eftir- talin fyrirtæki: 1. verðl. Bifreiðastöð Rvikur. Keppandi Hilmar Steingrímsson, timi 88,2 sek. 2. Olíuverzlun íslands hf. Kepi andi Baldvin Haraldsson, tím 88,3 sek. 3. Byggingaverzl. ísl. Jónsson- ar: Kepp. Svanberg Þórðarson tími 89,1 sek. 4. Skeljungur hf. Kepp. Kol- beinn Ólafsson, tími 89,4 stk. 5. Kiddabúð, kepp. Eysteinr Þórðarson, tími 90,7 sek. Tími hvers keppanda hér af ofan er samanlagður eftir báðai umferðir. Þess skal einnig getið að allir skíðamennirnir höfði jafnmikla möguleika til vinnings þar sem um nokkurra sekúndns „forgjöf" var að ræða fyrir bezti skíðamennina úr þessum hóp. Firmakeppni þessi-fór mjög vé frarri að öllu leyti og urðu aldre neinar óþarfa tafir og má segja að varla var maður kominn mark fyrr en sá næsti var þotinr af stað. Að keppninni lokinni bauð stjórn SKRR forstjórum eðé fulltrúum fyrirtækjanna, ásam keppendum og starfsmönnum ti kaffidrykkju í Skíðaskálanure Iþróttamenn æfa með 300 p á baki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.