Morgunblaðið - 23.03.1957, Síða 13

Morgunblaðið - 23.03.1957, Síða 13
Laugardagur 23. marz 1957 MORCVNBLAÐIÐ 13 Merkjasöludagur Hvíta- bandsins er á morgun Agoöanum varið til styrktar Ijósastofu félagsins í MOHGUN, sunnudag er merkjasöludagur Hvítabandsins. Verða þá seld merki félagsins á götum bæjarins og munu börn ganga í hús með þau. Ágóðanum af merkjasölunni verður varið til styrkt- ar byggingu yfir ljósastofu félagsins, sem starfrækt hefur verið und- anfarin ár. — í fáum orðum sagt Framhald af bls. 6. tíðlegar. Það var nú eitthvað ann að í gamla daga. ■— Og svo ertu skáld og getur ort í þær? — Ójú, það hef ég líka gert: Lögum samkvæmt skjöl ég skýri, skuldir heimti, málin flyt, andstæðingsins orku rýri, umbjóðendum vinn ég nyt, málstað þeirra hef ég hátt, hinna læt ég falla lágt. Ef lögfræðing þig langar finna, lát þú heim til sala minna. Og: Sónarmjöð býð ég þér sætan að drekka, að sjálfsögðu kneifum við guð- anna veig. Hjala um skipti við háttvirta rekka er hjarta míns þrá og bergja þá teyg. — Ekki hafa þeir átt að fá hann sterkan hjá þér? — Onei, ég lét „Sónarmjöð" nægja. Það er ekki hollt að hafa það sterkara, þegar peningavið- skipti eru annars vegar. Ég fór nú að spyrja Pétur um það, hvernig honum líkaði dvölin í Reykjavík eftir öll þessi ár. — Jamm, svaraði Pétur og bætti við:.Mér hefur alltaf líkað vel hér í Reykjavík, þótt ég sé sveitamaður. Hér hef ég troðið göturnar í 40 ár og hef aldrei farið úr landi. Langar ekkert til þess og er sennilega mesti heima- alningur í landinu. Nú varð stutt þögn, enda hringdi síminn aftur, en Pétur bað viðkomandi að hringja eftir hálftíma. Þá vissi ég, að samtali okkar var ekki lokið. — Eitt sinn var ég ritstjóri, sagði Pétur upp úr þurru, já og ábyrgðarmaður líka. Blaðið hét Láki og kom út 1919. — Svo var mál með vexti, að strákarnir komu til mín, Kiljan, Tómas, Sigurður Grímsson og einhverjir fleiri, og báðu mig um að rit- stýra fyrir sig blaði. Ég komst ekki undan því, þó ég fengi ekk- ert fyrir þetta, en sem betur fór komu aðeins út tvö blöð af Láka. Enda var hann aldeilis óskaplega ómerkilegur. Held að Kiljan og Siggi Gríms hafi aðallega skrifað í hann, en Tómas hafði ekki tíma til þess. Svo dó Láki dauða hinna réttlátu — og síðan hef ég aldrei verið ritstjóri. En nú er Láki „risinn upp“, orðinn ófáanlegur og kominn í geipiverð — eins og þeir sem skrifuðu í hann á sínum tíma! — Annars er ég fyrsti kennari Kiljans og lagði að sjálf- sögðu grundvöllinn að því að hann varð Nóbelsverðlaunahöf- undur. Ég kenndi þá í Mosfells- sveit og þar bjuggu foreldrar hans á Laxnesi. Þegar Kiljan var hjá mér, var hann á 12. ári, en gerði svo góða stíla, að svaraði til tvítugs manns. Og síðan snýr Pétur sér að rímunum: — Eins og þú veizt, hef ég ort mikið af rímum og á mjög auð- velt með það. Þegar ég er búinn að raula i mig ljóðlagið, þá skal ég nokk kveða viðstöðulaust und- ir þeim hætti sem ég hef sett mér. Og brageyra hef ég alveg óbrigð- ult. Ég hef t.d. ort rímu um Draum Þorsteins á Borg, 139 er- indi, öll undir hástuðlaðri hring- hendu: Sagan flýr, þá siglt er hæst, sóknar knýr þó glíman. Háttar-dýr og hróðrar-glæst hnígur skíra ríman. Það gera ekki nema allra bragslyngustu menn að slá hörp- una svo ákveðið, og ég held ég sé sá eini sem ort hefur undir þess- um hætti. — Og svo hefurðu skrifað margar greinar í blöð. — Ójá, ég hef mikið skrifað í blöð, t.d. komið fram með nýjar skýringar á guðspjöllunum sem prestunum fellur víst ekki v.el. En við skulum sleppa því hér. — Hvort ég trúi á framhalds- lífið? Ja, ég veit ekkert um það. Ég er raunsæismaður og festi mig ekki í trú. Ég álít, að einu trúar- brögðin sem eru einhvers virði séu þau — að vera heiðarlegur maður í öllu dagfari, innan heimilis og utan, halda orð og eiða og brjóta ekki lög þjóðfé- lagsins. Það er sú eina kristni sem ég tel nokkurs virði. Allt annað er óraunhæft og tilgangs- lítið, en það er ekki þar með sagt að ég sé neinn guðsleysingi. Nei, það vil ég ekki láta kalla mig og minni á það sem Kristur sagði: að guðsríki væri mitt á meðal fólksins. — En þú trúir ekki á annað líf? — Ég geng alltaf í efa um það, að til sé annað líf, þvi að ef svo væri, mundi vera sá eilífðarneisti í mönnum, að þeir þráðu að kom- ast í þetta sælunnar land sem fyrst. En það þráir enginn maður heilbrigður á geðsmunum. Eftir stutta umhugsun heldur Pétur áfram: — Við eigum að láta okkur nægja einn heim í einu. Við reynum það öll á sínum tíma, hvernig búið er um hnútana og þurfum ekki að vera að brjóta heilann um þetta. Við höfum annað við tímann að gera og það hefur enginn neitt upp úr slíkum bollaleggingum. Svoleiðis er nú þetta, góðurinn. — En við megum ekki láta sam talið enda svona dapurlega. Ég vil hafa það í léttum stíl, ekki sízt endinn. BÆJARBÚAR HAFA SÝNT SKILNING Félagskonur Hvítabandsins treysta því, að bæjarbúar sýni nú, eins og undanfarið, þann skilning á málefni félagsins, að þeir taki börnunum vel er þau koma að bjóða merkin og kaupi af þeim. Einnig þakka þær um leið góða aðstöð og fjárframlög á liðnum árum. AFGREIÐSLA MERKJANNA Merkin verða afgreidd á eftir- farandi stöðum á sunnudagsmorg- uninn kl. 9: í anddyrum allra barnaskólanna í Reykjavík, í Holtsapóteki og KFUM-húsinu, að Kirkjuteigi 23. ÞRÖNGT l'M STARFSEMINA Ljósastofa Hvítabandsins hefur nú um skeið átt við mjög þröng- an húsakost að búa. Hafa félags- konur unnið ötullega að því að afla henni nýs og betra húsnæðis og standa vonir til að úr því ræt- ist bráðlega. Hefur ágóða af — Já, auðvitað. — Atvikin höguðu því svo, segir Pétur að lokum, að ég varð stórborgarmaður, en þó fæddur til að vera afdalabarn að réttu lagi, enda hefur mér alltaf liðið merkjasölunni á undanförn- um árum verið varið tii þessarar starfsemi. Þess má geta, að í fyrra komu inn um 15 þús. kr. merkjasöludaginn og er þess að vænta að ekki safnist minna í ár. Foreldrar eru vinsamlega beðn- ir um að leyfa börnunum að selja merkin og einnig að búa þau vel út í kuldann, við merkjasöl- una. Á MORGUN, sunnudaginn 24. marz, kl. 2 e.h. flytur Þórir Þórð- arson dósent erindi um funda- staði Dauðahafs-handritanna svo nefndu og sýnir litskuggamyndir þaðan, er hann tók á sl. sumri. Erindið nefist: KlaustriS í Qumran og felustaðir handrit- anna. Fyriríesturinn verður flutt ur í 1. kennslustofu Háskólans. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. vel í sveitinni. — Ekki betur en í skrifstof- unni.... — Nei, ég get víst ekki sagt það. Það gerir músíkin.... M. I LESBÓK BARNANNA Struturinn R A S l\l U S Einu sinni fór Rasmus & kanínuveiðar. Sá gat nú hlaupið! Nú var um að gera að elta lithi kanin- una uppi. Einn, tveir, þrir — —, þarna smaug hún inn í svert rör til að fela sig. Rasmus var ekki seinn á sér að stinga langa hálsinum sinum inn í rörið. En æ, æ, sjáið þið bara, hvemig þetta fór! Hann náði ekki í kanín- una, en varð að hlaupa um allt með rörið á háls- inum og það var allt ann- að en skemmtilegt. Frjálsar stundir: GESTAÞRAUT HÉRNA er dálítil þraut, sem þú getur látið kunn- ingja þína reyna sig við. Taktu fcvo snærisspotta, sem hvor um sig eru um einn metri á lengd. Síðan bindur þú snærin um úln- liðina á einhverjum tveim ur af félögum þínum, eins »g sýnt er á myndinnl, Þá eru þeir hlekkjaðir saman. Láttu þá svo reyna að losa sig án þess að leysa hnútana eða smeygja lykkjunum fram af höndunum. Það munu þeir áreiðanlega ekki geta, hvernig sem þeir reyna, svo þeir verða að gefast upp. Þú tekur þá band ann- ars og leggur það yfir bandið á úlnlið hins. Dregur síðan lykkju undir og niður fyrir höndina eins og sýnt er á neðri teikningunni. Og — hók- us — pókus, bandingjarn- ir eru lausir um Ieið og þeir toga í böndin. Standið upp Er það kannske hæg- ara sagt en gert? Reyna má það, ef ein- hver félagi þinn er nær- staddur til að taka þátt i tilrauninni. Skrítla Mamma, ef amma gef- ur mér nú rjómapönnu- köky, verð ég þá ekki að borða hana með gaflin- um? Jú, vinur minn. Viltu gefa mér eina til að æfa mig á? RÁÐNINGAR á eld- spýtnaþrautum úr slðasta blaði: Þú setur botn í A-ið með því að taka eldspýt- una tH hægri og setja hana undir það. Skips- nafnið er BOTNÍA. Yzti og innsti ferhyrn- ingurinn verður eftir: 3 1. árg. 'ár Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ^ 23. marz 1957 Búólfurinn með síðn skeggið EINU SINNI var lítill búálfur, sem átti heima í kirkjuturni. Hann var með sítt og fallegt drífa- hvítt skegg, sem oft kom honum að góðu haldi. Ef hann borðaði yfir sig á sprengikvöldið, svo að honum varð illt í mag anum, þá tróð hann bara skegginu niður í buxurn- ar. Það hlýjaði honum svo vel, að hann varð strax frískur aftur. Stund um kom það líka fyrir, að hann kvefaðist í hrá- slagalegum súginum uppi í turninum, en þá vafði hann skegginu um háls- inn og það var betra, en nokkur trefill. Þegar stóru kirkjuklukkunni var hringt, svo að hann fékk hellu fyrir eyrun, tróð hann bara skegginu upp í þau og setti svo upp stromphúfuna sína. Og þá heyrði hann ekki nema daufan óm af hring ingunni. Skeggið hafði líka þá náttúru, að allt, sem hann fægði með því, varð að gulli. Gömlu kirkjuklukkuna uppi í turninum, hafði hann fægt fyrir löngu síðan. Hann fægði líka kertastjakana og skírnar- fontinn og breytti þeim í kjörgripi úr skírasta gulli. Þess vegna varð litla, gamla kirkjan að fegurstu kirkju landsins og fólk kom víðs vegar að til að sjá hana. Það var því engin furða, þó að gamla álf- inum þætti vænt um skeggið sitt. Það hafði ævinlega verið honum til gagns og gleði. Hvert aðfangadags- kvöld, þegar búálfurinn hafði hringt inn heilög jól, fór hann í eftirlits- ferð um þorpið. Hann gægðist aðeins inn ura gluggana, til að sjá, hvernig fólkinu liði. Margir settu líka ask með heitum, þykkum grjónagraut fram í göng- in, eftir gömlum og góð- um sið. Það var jóla-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.