Morgunblaðið - 23.03.1957, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.03.1957, Qupperneq 14
T* M O RGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. marz 1957 Sólveig Snorrodóttii frá Þorleifsstaðakotí SÖLVEIG lézt að heimili sínu, Snorrabraut 36, í Reykjavík, 12. febrúar sl. eftir nokkuð langa vanheilsu nærri 84 ára að aldri. Minningarathöfn um þessa mætu konu fór fram í Haligrímskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 26. s. m., sem sóknarprestur hennar séra Jakob Jónsson framkvæmdi. Daginn eftir, þann 27. febr. var hún jarðsungin frá Selfosskirkju og lögð við hlið eiginmanns henn ar í Laugardalskirkjugarði. Var sú athöfn mjög fjölsótt af ætt- ingjum hennar og vinum, bæði austan fjalls og vestan. Sólveig var fædd að Þórustöð- um í Ölfusi 10. apríl 1873. For- eldrar hennar voru Snorri bóndi Gíslason og kona hans Kristín Oddsdóttir, bónda á Þúfu, Björns sonar og voru þau hjón kom- in af merkum og kunnum bænda ættum. Snorri á Þórustöðum var sonur Gísla hreppstjóra á Krögg- ólfsstöðum, Eyjólfssonar hrepp- stjóra Jónssonar bónda Eyjólfs- sonar prests á Snæúlfsstöðum Björnssonar ráðsmanns á Melum í Melasveit, Grímssonar prests í Görðum á Akranesi Bergsveins- sonar prests á Útskálum Einars- sonar prests á s. st. Hailgrímsson- ar á Egilsstöðum í Vopnafirði Þorsteinssonar, Sveinbjörnssonar officialis x Múla (Barna-Svein- bjarnar) Þórðarsonar d. um 1490. En móðir Snorra á Þórustöðum og kona Gísla hreppstjóra var Sólveig Snorradóttir hins ríka í Engey Sigurðssonar. Kristín kona Snorra á Þóru- stöðum og móðir Sólveigar, dó í Reykjavík háöldruð. Hún var happasæl ljósmóðir og hin mesta myndar- og gáfukona. Hún var dóttir Odds bónda á Þúfu í Ölf- usi, Björnssonar hreppstjóra á Þúfu Oddssonar s. st., Þorsteins- sonar bónda á Núpum, en hann var bróðir Guðrúnar í Reykja- koti Jónssonar, síðast á Breiða- bólstað í Ölfusi Eysteinssonar. En móðir Kristínar og kona Odds bónda á Þúfu var hin nafnkunna höfðingskona Þórunn ljósmóðir Magnúsdóttir hreppstjóra hins ríka í Þorlákshöfn Beinteinsson- ar lögréttumanns á Breiðabóls- stað í Ölfusi Ingimundarsonar í Hólum í Stokkseyrarhreppi Bergs sonar hreppstjóra í Brattsholti Sturlaugssonar, en þaðan er Bergsætt komin sem kunnugt er. Frú Sólveig Snorradóttir gift- ist 25. okt. 1895 Vigfúsi Jónssyni frá Iðu í Biskupstungum Vigfús- sonar og reistu þau bú að Þor- leifskoti í Flóa, og bjuggu þar myndarbúi í 38 ár, eða þar til maður hennar lézt. Ári síðar flutt ist hún til Reykjavíkur með syni sínum Guðjóni, og með honum hélt hún þar heimili til hins síð- asta. Þau hjón Sólveig og Vig- fús eignuðust 7 börn, en misstu einn son ungan, sem Snorri hét. Fjögur eru systkinin búsett í Reykjavík. En tvær dætranna búa í Árnessýslu, Kristín gift, Jóni Þorkelssyni í Smjördölum og búa þau á föðurleifð manns hennar og Þórhildur gift Þórði Jónssyni frá Vorsabæ í Ölfusi, sem búa á eignarjörð sinni Sölv- holti. Snorri kvongaður Kristínu Gísladóttur frá Torfastöðum í Grafningi. Magnús húsasmíða- meistari kvongaður Sólveigu Guðmundsdóttur frá Indriðastöð- um í Borgarfírði, Guðjón verk- stjóri ókvæntur og Jónina Ing- veldur gift Sigurjóni Hálfdánar- syni frá Uppsölum í Borgarfirði. Öll eru þessi börn þeirra hjóna dugnaðar og myndarfólk og sem einnig hafa sýnt Árnessýslu, sinni fæðingarsveit sérstaka rækt arsemi (átthagaást), en'da sér- kenni á öllu góðu fólki, sem að heiman flytur, að lengi man það sínar æskustöðvar, enda bera þaú" öll einkenni sinna góðu foreldra. Það var ekki hátt til lofts eða vítt til veggja í Þorleifskoti fyrstu búskaparár þeirra hjóna, en dugn aður og framsýni gerðu veginn greiðan og farsælan. Jörðin var ræktuð, hús voru byggð. Börnin voru alin upp í Guðstrú og góð- um siðum. Þar ríkti friður og góð sambúð. íslenzk gestrisni sat þar einnig í fyrirrrúmi. Það mun vera ánægjuauki flest um eða öllum Árnesingum, sem að heiman flytja og síðar fá tæki- færi til að heimsækja sínar æsku stöðvar, að staldra við á Kamba. brún og líta þaðan yfir hinar fögru og gróðursælu sveitir, er þaðan blasa við. En á þeim ferð- um hefi ég aldrei verið ánægðari heldur en, þegar ferðinni var heitið að Þorleifskoti í Laugar- dælahverfi. En það vissi ég fyrir fram, að tekið yrði á móti mér með útbreiddum faðmi, ekki ein- ungis af börnum okkar hjóna, er þar dvöldu oft að sumarlagi, í góðu yfirlæti, heldur einnig og ekki síður af húsbændunum sjálf- um og þeirra börnum. Það var líka skólaganga að hlusta á all_ an þann fróðleik í ættfræði og öðrum bókmenntum, sem hús- móðirin hafði fram að færa. Endurminningarnar um þetta góða haimili og þessi elskulegu hjón verða öllum, sem til þekktu ógleymanlegar. Og eftir að frú Sólveig hætti búskap í Þorleifs- koti og fluttist til Reykjavíkur heimsóttu hana margir vinir og nutu áfram hinnar sömu hlýju og gestrisni sem áður. Hér var oft fjölmennt á heimili hennar, því vinátta hennar var ævarandi og eru allir sem henni kynntust þakklátir fyrir samveruna. Guð blessi minningu hennar. Þ. J. - Gæzlumenn S. Þ. skjóla KAIRO, 18. marz — Á laugar- daginn gerðist sá atburður, að hermaður í gæzluliði S. Þ. skaut Araba til bana, er var í hópi manna er ætluðu að ryðjast inn í bækistöð gæzluliðsins. Á sunnu- dag gerðist annar líkur atburður og blaðið E1 Ahram í Kairo seg- ir að hermenn S. Þ. hafi fellt þriðja Arabann i dag. Á því hef- ur þó ekki fengizt staðfesting. —Reuter. DALVÍK, 21. marz. — Sæmileg tíð hefur verið hér síðastliöna viku eftir nxánaðarsirorpu með samfelldri norðanátt og snjó- komu. Miklum snjó hefur kyngt niður, en þó hefur hann sjatnað nokkuð hina síðustu daga. Enn er þó með öllu haglaust. — S. Pétur Thoroddsen Kveðja frá lítilli vin- stúlku í Keflavík Á enda runninn ævidagur þinn opnar himinn dýrðarfaðminn sinn, móti þér, sem liðna lífsins stund að líknarstörfum vannst með kærleikslund. Þitt göfga hjarta stýrði styrkrl mund í stórri fórn og græddi sjúkdóms und. I bjartri minning blessuð höndin þin frá bernskudögum mér við huga skín, er ósjálfbjarga barn i sárum lá þá barst mér hjálp þin stærri en orðin tjá þú græddir mig, ég gieymi aldrei því hve göfgi þin var sönn og mundin hlý. Min hjartans þökk til himins stigur nú og helgast minni hreinu barna trú, ég bið þann guð, sem gaf þér lífið hér, hin góðu störf að launa á himnum þér. Mamma og pabbi einnig ástar þökk í eilifð guðs þér senda hljóð og klökk. Þitt líf var fagurt líknarstarf á jörð að launum ekki spurt né krafa gjörð, en vinna í kærleik var þitt hjartans mál, það vitnar bezt um þina göfgu sál. Um brautir himins blessi drottinn þig á björtum lífs og kærleiks þroska stig. S LESBÓK BARNAN:7A LESBÓK BARNANNA S glaðningurinn hans, og ekkert þótti honura eins gott og heitur, þykkur rúsínugrautur. Svo var það einu sinni á jólunum, að hann kom að koti nokkru, sem lá út við skógarjaðarinn. Þar hafði hann alltaf fengið góðan graut, með miklum kanel og sykri ofan á. En nú var ekkert í askinum nema þurr brauðskorpa. „Hvað á nú þetta að þýða“, sagði álf- urinn og hrukkaði ennið, „á ég ekki að fá grautinn minn í ár?“ Hann barði að dyrum og maðurinn, konan og börnin þrjú, komu til dyra. „Þú mátt ekki vera okkur reiður, gamli góði búálfur", sagði konan, „við eigum engan jóla- graut til". „Pabbi á enga peninga afi kaupa fyrir“, sagði stærsta barnið. „Ég á aðeins nokkra koparskildinga", sagði maðurinn og fyrir þá fæ ég ekkert keypt". „Nú liggur þannig í því“, sagði búálfurinn, „lof mér að sjá skilding- ana þína“. Maðurinn fékk honum nokkra fimmeyringa. Það var allt og sumt, sem hann átti. En gamli bú- álfurinn dró skeggið sitt upp úr buxnavösunum, þar sem hann hafði stung ið því, svo það dræðist ekki í • snjónum. Svo fægði hann skildingana vel og vandlega og fékk manninum þá aftur. Síð- an kvaddi hann brosandi og fór. En þegar maðurinn leit á koparskildingana, sá hann, að þeir voru allir orðnir að skínandi gull- krónum. Nú gátu þau keypt sér allt sem þau þurftu til jólanna. Á bak við kofann stóð gamli búálfurinn og hló í langa skeggið. Hann ætlaði að bíða eftir jóla- grautnum sínum. Kæra Lesbók! Ég ætla að senda þér nokkrar getraunir. 1. Ég skrifa tólf, tek tvo af og þá eru eftir tveir. 2. Skrifaðu þúsund þann- ig, að þú notar aðeins tölustafinn 9. 3. Stafaþraut. Lárétt: 1. karlmanns- nafn — 2. karlmanns- nafn -— 3. kvenmanns- nafn — 4. kvenmanns- nafn. Lóðrétt: 1. sagnorð, sem þýðir að ná í. Ég vona, að einhverjir hafi gaman af að ráða þessar þrautir. Vertu blessuð og sæl. Ragnheiður Pálsdóttir. Kæra Lesbók! Ég hef nú ekki mikið að skrifa, en ég hef mik- inn áhuga á að safna Les- bókinni. Skrítlur finnst mér skemmtilegar, svo mér þætti gaman að fá fleiri af þeim í hvert skipti. Ég las bréfið frá honum Birni í blaði nr. 4, og ég vildi eins og FELUMYND Eiuu sinni var kona sem átti mörg börxi, en ekkert hús. Þá fann hún afar stóran skó, sem risinn hafði einu sinni átt. í skónum byggði hún húsið sitt. Á myndinni sjáið þið átta af börnunum hennar, en tvö liafa falið sig, svo hún finnur þau ekki. Getið þið hjálpað henni að leita? hann, að blaðið væri einni blaðsíðu lengra. Nú ætla ég að senda þér eina skrítlu: o-0-o Bóndi nokkur kom í búð til að kaupa nagla, en kaupmaðurinn vildi þá nota tækifærið til að láta hann kaupa reiðhjól, sem kostaði 1000 krónur. Ef ég ætti 1000 krón- ur, sagði bóndinn, þá mundi ég nú heldur kaupa mér kú. Það myndi mörgum finnast skrýtið, að sjá þig hjólandi á kú, sagði kaup maðurinn hlægjandi. Fleirum þætti nú skrít- ið, að sjá þig mjólka reið hjól, svaraði bóndinn. o-0-o Og að lokum ætla ég *vo að senda krossgátu, sem ég hefi búið til sjálf- ur. Ráðninguna sendi ég líka, en hún verður að koma í næsta blaði á eftir því, sem krossgátan birtist í. Lárétt: 1. karlmanns- nafn — 5. tveir eins — 6. benzíntegund — 9. veiðiskip — 10. klaki — 11. tónn — 14. Fallegur staður á Norðurlandi. Lóðrétt: 1. Kvenmanns nafn — 2. tveir eins — 3. spil — 4. hnuplaði — 6. tangi — 7. bifreiðastöð — 8. bifreið — 12. tveir eins — 13. klukka. Vertu svo sæl, kæra Lesbók. Sveinn B. Rögnvaldsson 11 ára, Reykjavík. o—O—o Kristbjörn Árnason, iópavogi, sendir Lesbók- nni þessa litlu krossgátu; Lárétt: Mannsnafn. Lóðrétt: Hátíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.