Morgunblaðið - 23.03.1957, Blaðsíða 15
Lauítardaerur 23. tnarz 1957
MORCVHBLAÐIB
1S
BÓKA-
ÞÁTTUR
FYRIR nokkrum 5rum spruttu
allt í einu upp undrabörn eins
og Pierino Gamba og Roberto
Benzi, sem gátu langt innan við
fermingu, stjórnað stórum hljóm
sveitum nótnalaust. Undrabörn
eru sjaldgæfari á sviði skáld-
skapar en tónlistar. Á 18. öld var
uppi í Englandi drengur, Thomas
Chatterton, sem var framúrskar-
andi ljóðasmiður á fermingar-
aldri eða þar um bil. Frakkinn
Rimbaud orti heimsþekkt ljóð
á korriungum aldri en undrabörn
á sviði bókmennta hafa nær ætíð
verið eldri en undrabörn í tón-
list. Undantekning er þó franska
telpan Minou Drouet, sem orti
á persónulegan og sérkennilega
skáldlegan hátt þegar hún var
8 ára gömul og er talin yngst
allra undrabarna á sviði skáld-
skapar, sem þekkt eru.
Minou er fædd árið 1947 en
árið 1955 kom út lítið kver úrvals
ljóða eftir hana. Af hendingu
kynntist þekktur bókaútgefandi,
Juillard, Minou litlu og varð
undrandi og hrifinn af henni og
verkum hennar. Juillard fékk
bráðlega að heyra, að grunur
MINOU DROUET
OG KVÆÐI HENNAR
og smáspænt Ijóssælan
morguninn
eins og stóra
jarðarberjatertu.
Yrkisefni sín tekur Minou úr
náttúrunni og nánasta umhverfi
sínu. Kvæði hennar heita t.d.
„Nótt“, „Rennandi vatn“, „Húsið
mitt í Le Pouliguen", „Hendur“
eða „Vegurinn“. Þetta er upphaf
kvæðisins „Vegurinn“:
léki á, að stjúpmóðir telpunnar
væri hinn raunverulegi höfund-
ur og Minou sjálf aðeins höfð
til að blekkja í auðgunarskyni.
En þá fékk Juillard stjúpmóð-
urina til að fara í ferðalag og
skilja Minou eftir. Konan fór með
glöðu geði og Minou litla sakn-
aði hennar en hélt þó áfram að
skrifa Ijóðræn bréf og kvæði,
alveg eins og áður, Svo kom
bókarkornið með fyrstu kvæðum
Minou út, árið 1955. Menn skipt-
ust í tvo hópa. Sumir dáðust
að ljóðgáfu telpunnar en aðrir
sögðu að hér væru brögð og fals
í tafli. Risu öldurnar hátt í þeim
deilum og rísa raunar enn, en
þó mun ekki vafi á að Minou er
raunverulegur höfundur kvæð-
anna.
Minou notar lítt endarím,
kvæðin eru allfrjálsleg að formi
á nýtízkulega vísu. En mynd-
auðgi telpunnar, lýsingarorð
hennar og líkingar eru með ótrú-
legri fjölbreytni og oft mjög
djarfar. Barnslegum einkennum
bregður oft fyrir. Hugmyndir sín
ar og líkingar tekur húri venju-
lega úr sínum barnslega heimi:
Með gómum mínum
las ég af himninum
sætustu stjörnurnar
hverja eftir aðra.
Eða:
Lofðu mér strax að leiða þig
því ég veit svolítið afdrep
þar sem við getum unað
Ilvíti vegur
hvert liggur leið þín?
I»ú ert eins og útréttur armur |§§í
útréttur armur sem býður
mér
að ganga nær
og enn nær
armbandinu i a
sem mosaskeggjuð brúin
dregur á úlnlið þinn.
Minou Drouet
Minou litla horfir eftir vegi,
sem brú hvelfist yfir og lýsir
því á sinn hátt, bogadregin brúin
minnir hana á armband.
Þess skal getið, að Minou not-
ar yfirleitt ekki greinarmerki ög
eru kvæðin hennar gefin þannig
út.
Rithöfundurinn André Rousse-
aux ritaði smágrein í blaðið Fig-
aro Litteraire, þar sem hann lýsir
gleði sinni yfir Minou. „Þeir lær
dómsmenn, sem brjóta til mergj-
ar eðli tungunnar hafa hér feng-
ið verkefni til að spreyta sig
á. Hvar náði þessi telpa slíku
meistarans valdi yfir orðum og
hljómfalli þeirra? Þvl miður er
ekki til neinn staður þar sem
unnt er að læra slíkt. Ef sá stað-
ur væri til, skipti litlu máli hvort
þessi gáfa kæmi fram um tvítugt
eða á áttunda árinu“.
Minou litla yrkir enn og kvæði
hennar eru lesin í Frakklandi og
víðar og mikið um hana rætt og
ritað.
Með þessu greinarkorni birt-
ist þýðing á einu kvæði Minow
litlu, sem nefnist „Söngljóð“.
Minou Drouet:
Söngl jóS
Ég tók þrjú haustlanf
og smíðaði bátinn mina
og barmur sjávarins
er þakinn blóði.
Ég tók þrjá tunglsgelste
að skreyta bátinn minn
og kjóll sjávarins
er settur perlum.
Hreindýr, örn og valur í hættu
HIÐ FÁBREYTTA dýralíf lands-
ins er nú í hættu, bæði af harð-
indum og eitrunarherferð sem
hafin var af lítilli forsjá og að
mestu á fölskum forsendum.
Hefir mikið verið rætt og ritað
um þessi mál, allt á einn veg.
Að bjarga beri stofni hinna að-
þrengdu dýra.
Harðindin mæða mest á hrein
dýrastofninum og eru tillögur
hreindýraeftirlitsstjórans Frið-
riks á Hóli, um að flytja hrein-
dýrum á Austur-öræfum hey
xneð flugvélum, bæði góðar og
vafalaust framkvæmanlegar. —
Slíkt hefur verið gjört með ágæt-
um árangri í Alpafjöllum á síð-
ustu árum. Þannig hefur verið
bjargað frá hungurdauða hjört-
um, rádýrúm og gemsum á af-
viknum stöðum, þar sem ekki
varð komið við öðrum flutninga-
tækjum en flugvélunum.
Sennilega er full seint af stað
farið, því dýrin eru nú mjög
dreifð og aðþrengd. En þessi
reynsla ætti að flýta fyrir að
þessi mál verði auðleystari síð-
ar. Vil ég benda á að hér þarf
allmikinn undirbúning, og að við
getum lært þar af reynslu Alpa-
landanna, sem hafa aldagamla
æfingu í að vernda dýrastofna
gína að vetrarlagi.
Áður en flugvélar komu til
skjalanna, voru þar mjög við-
tækar framkvæmdir við að
koma upp fóðurstöðvum, víðs
vegar um fjöllin. Víðast var heyj
að á staðnum bæði gras og aðr-
ar fóðurjurtir og sett í stakk eða
hlöður til þess að ávallt væri
hægt að grípa til þess ef harðn-
aði á til muna. Mér er kunnugt
um þessar ráðstafanir þar syðra,
og hefi verið með í sjálfboða-
sveitum til að fóðra dýr. Fátt
er ánægjulegra, fjallaíþrótta, en
að gefa dýrum merkurinnar á
gaddinn.
Kemur þá fram hið frumstæða
í eðli dýra og manna, skyldleiki
stofnsins og gagnkvæm tiltrú
þegar um líf og dauða er að tefla.
Sérstaklega er það áberandi
hvað dýrin eru minnug á hvar
fóðurstöðvar eru (þær eru áv-
allt hafðar á sömu stöðum).
hnappast dýrin þó aldrei fyrr en
bjargarlaust er orðið. því villt
dýr þiggja ekki ölmusu fyrr en
lifsnauðsyn er á.
Hægðarleikur væri að koma
upp nokkrum slíkum fóður-
stöðvum á Austur-Öræfum, og
eru til ritaðar leiðbeiningar um
slíkt. Einnig kæmi til greina að
koma upp melgrassvæðum á
þessum slóðum, því melhnubbar
standa lengst upp úr snjónum,
er melur auk þess kjarnagras,
Dreifing heys með beltabílum er
öruggari en með flugvélum, þótt
þær beri að nota í ýtrustu neyð
Baráttan við nátttúruöflin er
gamalkunn, arfgeng eins og erfða
syndin; en að ofsækja dýr með
eitri og öðrum jafngrimmdar-
legum aðferðum er nýtt fyrir-
bæri. Illu heilli var byrjað að
eitra fyrir refi á seinnihluta
nítjándu aldar. Allir ábyrgir að-
iljar töldu þá og nú árangurinn
mjög vafasaman, en hitt vitum
við nú að þær aðgerðir útrýmdu
erninum nálega alveg hér á landi.
Þau ,mál hafa verið nægjanlega
rökstudd, þótt ýmsa greini á um
hvort örnin skuli hafa friðhelgi
á íslandi. Sama er um fálkann,
þótt báðar þessar fuglategundir
séu skotnar, drepnar á eitri og
rændar eggjum hér almennt.
Því hefur ekki verið mótmælt
að nú séu aðeins 7 eða 8 arnar-
hjón varphæf hér á landi og að
fálkanum hefur fækkað ískyggi-
lega.
Eiturfrumvarpið mun nú fara
rétta boðleið til háttvirts Al-
þingis, með blessun Búnaðar-
þings! Ekki get ég skilið hvað
stjórnarmönnum sem geta stráð
eiturhræum á víðavang, gengur
trl. Væri æskilegt að þeir sem séð
hafa dýr deyja af eitri kæmu vit-
inu fyrir þá. Ég minnist afdrifa
tveggja uppáhalds-hunda sem
enduðu líf sitt á Mosfellsheiði
með ægilegum krampaflogum.
Árum saman gat ég ekki gleymt
þeirri hryggðarsjón. Tófan er að
vísu ekki miskunnsöm við fórnar-
dýr sín segja þeir vísu menn.
Rétt er það, en ekki hitt að tó-
unni verði útrýmt með eitri.
Ein bezta refaskytta hér sunn-
anlands hefur nú unnið nærri 800
refi, en hins vegar telur sá veiði-
maður ekki örugga vissu fyrir að
eitur hafi grandað nema 2—3 ref-
Hér er örn á flugi. Skuggi hans fellur á ský. Mynd þessa tók Björn
Björnsson frá Norðfirði á Hafnarfjalli fyrir nokkrum árum.
Ég tók eikarbol
og gerði af mastrið
og hjarta sjávarins
bifðist við stunu þess.
Ég tók þrjá fugla úr löðrhM
og óf seglið mitt
og það líður um vanga
skýsins eins og tár.
Húmið tók þrjá drauma
að toga burt bátinn minn
holskeflukæti sjávarins
borðstokkafyllti hann
af gleði.
Nylonhiminn og öldur
grúfðust yfir bátnum mínum
allt horfið nema í dögun
eitt blóðlitað tár.
Aðalfundur Kvenfélags
Oháða safnaðarins
um er hann fann dauða á þeim^
sömu slóðum. Þessi hlutföll geta
verið eitthvað breytileg annars
staðar, en reyndustu refaskyttur
eru andvígar eitrun, enda er slík
aðferð þjóðarskömm.
Verði eiturfrumvarpið sam-
þykkt á Alþingi, þá er það dauða-
dómur arnarins og valsins, einnig
vísdómsins fugl, hrafninn, mun
týna tölunni. Refurinn er ekki að
ósekju talinn athugull, eftirfar-
andi saga sannar það:
í haust tók einn eiturstjóri
upp á því að leggja eiturhræ
af hænum við greni á eitrunar-
svæði sínu. Við smölun nú fyrir
skömmu var athugað hvaða ár-
angur þetta hefði borið. Ekki virt
ist hænsnakjötið hafa gengið í
augu refanna. Til dæmis heyrð-
ust greinilegar hrotur í ref í
einu greninu, en skammt frá lá
eiturhæna óhreifð.
í öðru tilfelli var heill kind-
arskrokkur eitraður og lagður að
hausti til á afvikinn stað í heið-
inni. Næsta vor var hræið at-
hugað og var það óhreyft, en rétt
hjá hafði tófupar grafið nýtt
greni og lagt í það.
í íslenzkum lögum er svo fyr-
ir mælt að aflífa skuli dýr á
öruggan, og sem kvalaminnstan
hátt. Hvernig er það, ná lands-
lög ekki til villtra dýra? Það er
tilgangslítið að friða sjaldgæfar
fuglategundir en eyða þeim svo
vísvitandi á smánarlegan hátt.
Þegar örn og valur eru aleyddir
á fslandi þá er skammt til annarra
óhappaverka.
Guðmundur Einarsson
frá Miðdal.
KVENFÉLAG Óháða safnaðar-
ins hér í bæ hélt nýlega að-
alfund sinn og var félagsstjórn-
in endurkjörin. Hana skipa Álf-
heiður Guðmundsdóttir formað-
ur; Ingibjörg ísaksdóttir vara-
formaður; Rannveig Einarsdótt-
ir ritari; Guðrún Þorgeirsdóttir
gjaldkeri; Halldóra Sigurðardótt-
ir vararitari; Sigrún Benedikts-
dóttir; María Maaek og Halla
Loftsdóttir.
Starfsemi félagsins úefur ætíð
staðið með blóma, fundir hafa
verið fjölsóttir og verkefnin
möi'g. Á liðnu starfsári hélt fé-
lagið fundi mánaðarlega yfir
vetrarmánuðina og voru kaffi-
veitingar á hverjum fundi, sem
konurnar skiptust á um að gefa
og framreiða. Björg Ólafsdóttir
hefur haft yfirumsjón með þess-
um veitingum. Á öðrum hvorum
fundi var eingöngu unnið að fé-
lagsmálum, en á hinum fundinum
voru einnig skemmtiatriði og
sitthvað til fróðleiks. Þá höfðu
konurnar kaffisölu í Góðtempl-
arahúsinu á kirkjudegi safnaðar-
ins, þær héldu bazar, höfðu
skemmtikvöld með bögglaupp-
boði og héldu sumarfagnað. Öll
var þessi starfsemi með mesta
myndarbrag og félagskonum til
mikils sóma. Þannig hafa þær
starfað ár hvert sleitulaust og af
mikilli fórnfýsi síðan Óháði söfn-
uðurinn var stofnaður fyrir 7 ár-
um og aflað ótrúlega mikils fjár
til safnaðarstarfsins og Kirkju-
byggingarsjóðs safnaðarins. Er
það félagskonum, svo og öðru
safnaðarfólki, hið mesta gleði-
efni, að bygging kirkju, með
áföstu félagsheimili, er nú hafki
og svo vel á veg komin, að gert
er ráð fyrir að taka ielagsheim-
ilið í notkun í sumar. Þar mun
Kvenfélagið því hafa staifsemi
sína framvegis og auka hana enn
með stórbættri starfsaðstöðu.
Fundir félagsins hafa verið í
fundarsal Edduhússins undan-
farið.
Tíðarfar spillisf
Á Hólsfjöllum
GRUNDARHÓLI, Hólsfjöllum 21
marz. — Tíðarfar var sæmilega
gott síðastliðna viku. Hagar eru
sæmilegir, bæði fyrir fé og hross.
Vegir allir ófærir. Ekki hefur
verið farið milli byggða hér síð-
an í byrjaðan þorra, enda ekki
hægt að komast neitt nema á
skíðum. Síðustu tvo daga hefur
veðrið versnað og verið hríð og
nokkur snjókoma. Heiur fé ekki
verið beitt í gær og dag.
— Vikingur.