Morgunblaðið - 23.03.1957, Page 16

Morgunblaðið - 23.03.1957, Page 16
16 MORCUNBLAÐIÐ I-augardagur 23. marz 1957 GULA llljj herbergiö eftir MARY ROBERTS RINEHART Framhialdssagan 82 á að geia, þeg-ar svona stendur á, sagði hann. — Ég get ekki beðið afsökunar. Aðeins útskýrt málið. Ég hafði týnt gleraugunum mín- um nokkru áður og þetta kvöld fór ég að leita að þeim. Þegar ég heyrði til yðar — og ég er orðinn óstyrkur á taugunum. .. En ég setlaði aldrei aö skjóta á yður, að- eins hræða yður burt. Ég vona, að þér trúið því. — Ég er feginn, að þér skuluð ekki vera betri skytta en þetta, sagði Dane brosandi. En ég gat mér til um ástæðuna til árásar- innar, jafnskjótt og ég raknaði við. Ég skil sitt af hverju, hr. Ward. Fleira en þér haldið, ef til vili. Hann seildist eftir skókass- anum. — Þér munuð finna gler- augun yðar þarna, en þau eru bara brotin. Það gerir ekkert til með hitt ruslið. Þér skulu, fleygja — Hefurðu séð ofurstann? — Ég kom þangað, en hitti hann ekki. Þjónninn sagði, að hann væri ekki vel frískur. Hún þagn- aði og losaði sig úr örmum hans. — Hvað á é gað gera, Jerry? — Ég held, að þetta lagist allt af sjálfu sér, svaraði hann og horfði á hana, öruggu augnaráði. Hann lét hana setjast í stól. Hann var nú klæddur og lítilL plástur var kominn á sár hans, í stað fyrirferðarmiklu umbúðanna áður, og nú settist hann hjá henni. — Þetta verður enginn barna- leikur, elskan, sagði hann. — En ég verð að biðja þig að fella enga dóma í bili. Ég ætla að lesa fyrir þig bréf, sem Ward gamli kom með til mín í morgun. Hann bauð henni vindling, sem hún afþakkaði og síðan las hann bréfið upphátt, frá upphafi til enda. Við og við leit hann á hana, en hún gerði engar athugasemdir, horfði aðeins rólega á hann. Dane sleppti innganginum að bréfinu, en byrjaði á sjálfu efn- inu. „Ég hef tiðindi að færa ykkur báðum, en ég vil, að þið þegið yf- ir þeim, fyrst um sinn. Ég hef fundið Don Eiehardson". Dane leit á Carol. Hún hafði ekki látið sér neitt bregða, og hann hélt áfram: „Ég var að heimsækja einn fé- laga minn í sjúkrahúsi, og þar var þá Don í stofu fyrir sjúklinga, sem voru á batavegi. Hann var þar að spila dómínó við einn lið- þjálfa, og loksins þegar hann sá mig, var eins og hann gæti elcki áttað sig. — Höfum við ekki hitzt einhverg staðar? spurði hann. — IJTVARPIÐ Nú, hvað er þetta, maður? sagði ég. — Heldur er ég á því, að við höfum séztl Hvað er að þér? „Þá sagði hinn maðurinn mér, að hann hefði misst minnið. Hann hefði verið nánuðum saman á ein- hverri smáeyju, þar sem innfædd- ir menn hefðu haldið í honum líf- inu, en hann hafði verið með höf- uðkúpubrot. — Nú hefur hann silfurplötu yfir því, sagði liðþjálf inn, — og hann er búinn að vera hérna all-lengi. En nú er þetta að smákoma aftur, sagði hann við Don. — Þú þekkir þennan mann, finnst mér. „En það gerði hann nú samt ekki, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Hann var þama ekki í foringjaherbergi, þar sem enginn vissi, hver hann var. Hann var eins og hvert annað óskila- góss úr ófriðnum, sem þama hafði verið komið fyrir. Ég varð að flýta mér, en næsta dag kom ég . þama aftur og ég sá, að hann var í greinilegri framför. — Þú ert Terry Ward, sagði hann. — Ég þekki þig núna". „Hann mundi ekkert eftir flug- slysinu á eyjunni, en hann mundi eftir föður sínum, enda þótt hann vildi ekki láta hann frétta neitt af sér fyrr en hann kæmi sjálfur. Richardson gamli er hjartaveill, eins og þið vitið. Og þegar ég var buinn að heimsækja hann nokkr- um sinnum, bað hann mig að segja ykkur af sér og það með, að hann myndi fyrst koma til ykk- ar og biðja ykkur að undirbúa gamla manninn, svo að þetta kæmi honum ekki mjög á óvart“. „Ég býst við, að ég hafi flýtt fyrir bata hjá honum. Héma var hann kallaður Jay, heldur en ekki neitt, en annars hafði hann verið allsnakinn þegar hann fannst og líklega hafa eyjarskeggjar hirt einkennismerk'n hans. Ég Iofaði að halda því leyndu, hver hann væri, þangað til faðir hans hefði heyrt um hann. Og ég gaf honum eina 200 dali. Ástæðan til þess, að ég skrifa þetta bréf er sú, að það er alveg viðbúið, að þið sjáið hann bráðum. Hann losnaði úr sjúkra- húsinu í vikunni, sem leið, og þar sem ég er á förum, verðið þið að taka við honum. En þið verðið að muna, að hann er orðinn mikið breyttur, t.d. er hann með al- skegg, en að vísu hefur hann lof- að að raka sig. Og svo hefur and- litið á honum verið lagað til með læknisaðgerðum, sem hafa tekizt hvorki vel né illa. Og þunglyndur er hann. Strákamir sögðu, að hann hefði stundum verið að tala um Marguerite og Greg — kannske Greg Speneer — meðan hann var í óráði eftir svæfinguna. O" ég er alveg viss um, að hann hefur eitthvað á samvizkunni, sem hann vill ekki tala um“. „Ég veit ekki annað en það, að hann sagðist þurfa að reka ein- hver erindi, en síðan sagðist hann ætla aftur til Kyrrahafsins að fljúga, þó svo að hann yrði að stelast þangað. Og það gerir hann áreiðanlega — með silfurplötu og öllu saman! Finnst ykkur þetta ekki ævintýri? En takið þið hon- um vel . . ég þarf reyndar ekki að taka það fram. Hann hefur ekki átt sjö dagana sæla, Yerið þið svo blessuð og sæl. — Ykkar Terry". „P.S. Ég ætla að senda ykkur einhvers konar skeyti ef honum tekst að komast aftur til deildar- innar sinnar. Bara „Allt í Iagi“, eða þess háttar". Þegar Dane leit upp, sat Carol með lokuð augu, rétt eins og hún væri að útiloka eitthvað, sem hún gæti ekki þolað. Nokkur stund leið, áður en hún talaði, og þá var hún mjög föl. — Marguerite! Heldurðu þá, að Don hafi komið hingað og myrt hana? Og skotið á Elinor? Ég trúi því ekki, Jerry. Það var ekki hon- um líkt. — Ófriðurinn breytir mönnum, eins og ég hef þegar sagt þér, sagði Dane rólega. — Þeir verða oft aldrei sömu menn aftur. Og alltaf er nóg af konum til þess að liggja í leyni fyrir þeim. — En að myrða.... — Ég hef þegar beðið þig að biða með dóm þinn, þótt ekki væri ncma nokkrar klukkustundir, Carol. Og gleymdu heldur ekki hinu, elskan. Þú hefur lesið um þetta í blöðunum. Honum var ekki einungis bjargað af þessari eyju, heldur er hann aftur kominn til herdeildarinnar sinnar og hefur barizt þar síðan. — Finnst þér það afsaka verk hans? spurði hún. — Hann myrti stúlkuna, af því að hún hafði gifzt Greg. Og síðan hefur hann látið það viðgangast, að Greg væri tekinn fastur og ákærður um morð. Er það hugrfckki ? Nei, það er fyrirlitlegt athæfi og það veiztu. Dane leit á úrið sitt. Eitthvað varð að ske og það fljótt, ef hann átti ekld sjálfur að verða brjál- aður. Hann settist á rúmstokkinn — því að þarna var aðeins einn stóll — og tók að segja, hægt og vandlega, söguna sem gamli Ward hafði sagt honum. Hann dró ekki úr neinu og reyndi að segja eins greinilega Jrá og hann gat. Þar við bætti hann svo frásögninni um vesturför sína, heimsóknina til frú Cates og bamið og Ioksins kom hann með fæðingarvottorðið. Carol las það og roðnaði aðeins ofurlítið. — Það gerir aðeins illt verra, sagði hún. — Hún fæddi honum barn og gaf því nafn hans. Og svo.... Hún komst ekki lengra. Fótatak Húseign i Sandgerði til sölu. íbúðarhúsið F R Ó N í Sandgerði er til sölu. Húsið er ein hæð, 5 herbergi, eldhús, snyrtiherbergi og gangar. í kjallara er, þvottahús, geymsla og miðstöð. I húsinu eru öll þægindi. íbúðin er í mjög góðu standi, sólrík og skemmtileg. Upplýsingar um verð og greiðsluskilmála gefur ÓLAFUR VILHJÁLMSSON, Sími 40 — Sandgerði. Hús í smíðum 1 Kópavogi til sölu. Húsið er fokhelt og innrétt- ingu að nokkru leyti lokið. í húsinu eru 3 herbergi og eldhús og auk þess þriggja herbergja íbúð í risi, með sérinngangi. íbúðimar seljast sameiginlega eða hvor í sínu lagi. FASTEIGNASALAN Vatnsstíg 5 — Sími 5535, Opið kl. 1—7. Afgreiðslustúlku vantar í sælgætisverzlun. Upplýsingar milli kl. 2—3. Aðalstræti 8 — sími 6737. Svefnherbergis'’ og borðstofuhúsgögn í fjölbreyttu úrvali. Húsgagnaverzlun Guðmundar Guðmundssonar, Laugavegi 166. Raflagnir — Rafvélaviðgerðir Tökum að okkur alls konar raflagnir og rafvélaviðgerðir. Reynið viðskiptin. Rafvélaverksfœðið Glói hf. Holtsgötu 41 — Sími 6659. Prentari Okkur vantar ungan röskan handsetjara (umbrotsmann) JfrlorstmBla&ið Laugardagur 23. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalöfe- sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 Heimili og skóli: Æskufólk og útilíf (Arn- grímur Kristjánsson skólastjóri). 16.30 Veðurfregnir. — Endurtek- ið efni. 18,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.30 Útvarpssaga barnanna: „Steini í Ásdal“ eftir Jón Bjöi-ns- son; VL (Kristján Gunnarsson yfirkennari). 18,55 Tónleikar (plötur). 20,30 Tónleikar (plöt- ur). 20,45 Leikrit: „Kona bakar- ans“; Marcel Pagnol gerði upp úr skáldsögu eftir Jean Giono. Þýð- andi: Ragnar Jóhannesson. — Leikstjóri: Haraldur Björasson. 22,10 Passiusálmur (30). 22,20 Danslög, þ. a. m. leikur hljómsveit Aage Lorange. 02 Dagskrárlok. MARKÚS Eftir Ed Dodd 1) Þegar Láki hefur gengið góða aíund, kemur hann auga á elgin.i. 2) — Eg næ honum aldrei, ef ég er með bakpokann. 3) Hann festir bakpokann upp á brotn^ grein og gengur frá. 4) En greinin var fúin og pok- inn fellur niður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.