Morgunblaðið - 23.03.1957, Blaðsíða 17
Laugardagur 23. marz 195T
MORCTJTSBL 4Ð1Ð
17
Skógaskóli tekur nýjar
nemendaíbúðir í notkun
FYRIR nokkru voru teknar í
notkun nýjar nemendaíbúðir
austur í Skógaskóla. Höfðu 24
nemendur búið í bráðabirgðahús-
næði við sundlaugabygginguna.
Jafnframt var þá lokið við hinn
nýja skólastjórabústað, sem er í
sömu byggingu og þessar nem-
Góð Hrognkelsa-
veiði á Húsavík
HÚSAVÍK, 21. marz. — Segja
má að hrognkelsaveiði hafi byrj-
að hér óvenjusnemma. Hefur
afli verið allgóður frá þvi veið-
arnar hófust. Var byrjað að
leggja hrognkelsanet hér um
miðjan febrúar. Erfitt hefur ver-
ið að stunda veiðarnar vegna
þess hve tið hefur verið óstillt
og vont í sjó.
Útlit er fyrir að grásleppuveiði.
verði stunduð mikið hér í vor
og meira en verið hefur, vegna
nýtingar hrognanna. Eru hrogn-
in söltuð til útflutnings.
— Fréttaritari.
endaíbúðir. Eru nú allir nemend-
ur skólans, sem eru 96, komnir
í fyrsta flokks heimavistarhús-
næði.
Með því að nú er búið að flytja
úr sundlaugarbyggingunni, skap-
ast möguleikar til þess að
ljúka við sundlaug skólans, en
heita má að það sé hið eina sem
á vanti til þess að Skógaskóli
geti talizt fullnægja þeim kröf-
um sem til hans eru gerðar. Er
ekki ósepnilegt talið að næsta
sumar verði unnið að því að
ljúka við sundlaugina.
ÍÞRÓTTIR OG SKÍÐAGANGA
íþróttakennarinn Axel Andrés-
son var þar á ferð nýlega og æfði
knattspyrnu og handknattleik I
með skólanemendum. Þá hafa
nemendur allir að einum undan-
skyldum, sem var veikur, lokið
skíðagöngunni, svo og kennarar
og annað starfsfólk að Skógum,
alls 118 manns. Þar eystra hefur
verið snjólaust. Var því farið af
stað og leitað að snjó. Var farið
allt austur að Jökulsá á 'Sólheima
sandi, en þar var 1 km löng snjó-
ræma og hana gengu nemendur
fram og aftur unz landsgöngu-
þrautinni var lokið.
Heilsufar nemenda hefur verið
með fádæmum gott í vetur.
Óska eftir íbúð
frá 14. maí. — Upplýsing-
ar í síma 80458.
Halló stúlkur
Dansæfing
hjá Vélskólanum í kvöld í Sjómannaskólanum.
Nefndin.
Höfum nú fyrirliggjandi:
RÚÐUGLER
3ja, 4ra, 5 og 6 millimetra þykkt.
EGGERT KRISTJANSSON & CO. HF.
Rinso bvær áva/t-
og kostary&ur minna
Sá árangur, sem þér sækist eftir. verður að veru-
leika, ef þér notið RINSO — raunverulegt sápu-
duft. Rinso kostar yður ekki aðeins minna en
önnur þvottaefni og er drýgra, heldur er það
óskaðlegt þvotti og nöndum Hin þykka Rinso
froða veitir yður undursanuegan árangur og gerir
allt nudd þarflaust, sem skemmir aðeins þvott
yðar.
Úskoðlegt þvætti og höndum
Aðalfundur
Félags íslenzkra iðnrekenda
verður settur klukkan 2 e. h. í dag í Þjóðleikhús-
kjallaranum.
Venjuleg aðalfundarstörf.
F. í. I.
Húseignin Digranesvegur 69
í Kópavogi er til sölu. Selst fokhelt. Steinhús, sem
verður 3ja og 4 herbergja íbúð. Einnig lítið íbúðar-
hús úr timbri. Selst saman eða sitt í hvoru lagL
Upplýsingar á staðnum.
Orðsending
til félagsmanna Byggingarfélags alþýðu í Hafnar-
firði. — íbúðir til sölu.
Umsóknir sendist til formanns félagsins eða
gjaldkera fyrr 26. þ. m.
Stjómin.
JORÐIIM
Þverárkot í Kjalarneshreppi fæst til ábúðar í næstu
fardögum. — Jörðin er sérstaklega fallin til sauðfjár-
búskapar. — Sími er og rafmagn.
Frekari upplýsingar gefur oddviti hreppsins
Jónas Magnússon, Stardal og
Ólafur Bjarnason, hreppstj., Brautarholti.
Lán
25 þúsund króna lán óskast, tryggt með veði í nýrri
íbúð á hitaveitusvæðinu. Vil greiða 20% vexti.
Tilboð leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir
þriðjudagskvöld nk. merkt: „20%—2389“.
Q ©
m
» » ••o
SELEIMIUIVI afriðlor
til ýmissa nota
Fyrir gullsmíðaverkstæði. Afriðlar fyrir leikhús og kvik-
myndahús. Til hleðslu á alcaline- og blýsýrugeymum.
Afriðlar fyrir símstöðvar og færanleg raftæki.
Ýmsar stærðir spennubreyta. Allskonar hleðslutæki fyrir
bílaverkstæði, gerð UT. Hleðslugeymar fyrir rafknúna
þungavörubíla. Gerð VI.
Útflytjendur:
ELEKTROIMPEX
Hungarian Trading Company for Telecommunication
and Precision Goods
Letters: Budapest 62, P.O.B. 296. /Hungary/
Telegrams: ELEKTRO BUDAPEST