Morgunblaðið - 29.03.1957, Blaðsíða 6
MORGV'NBl. At>ÍÐ
“Fostudagur 29. marz 1957
Leikfélag Reykjavikur:
TVEIR EINÞÁTTUNGAR
Hœ þarna úti eftir Saroyan og
Browning-þýðingin ettir Rattigan
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
frumsýndi í fyrrakvöld ofan-
greinda einþáttunga fyrir þétt-
skipuðu húsi. Báðir þessir leikir
eru kunnir hér áður, því þeir
hafa verið fluttir hér í útvarp og
hinn síðari jafnvel tvívegis. —
Auk þess hefur Browning-þýð-
ingin verið kvikmynduð og var
myndin sýnd hér í Tjarnarbíói
sumarið 1955 og þótti mikið lista-
verk, enda var hún afbragðsvel
leikin.
Höfundur leiksins „Hæ þarna
úti“, William Saroyan, mun ekki
mikið þekktur hér á landi, en í
heimalandi sínu, Ameríku, og
reyndar víðar um lönd hefur
hann getið sér frægð sem mikil-
hæfur og einkum mjög sérstæður
leikritahöfundur. — Einkennist
leikritun hans einkum af sterk-
um stemningum, sem hann knýr
fram með fáum dráttum og magn-
þrungnum og oft ofþrungnum
samtölum. Viðfangsefni hans eru
oftast hinn hversdagslegi maður,
örlög hans og barátta við erfið og
ömurleg lífskjör. Svo er einnig í
leik þeim, sem hér ræðir um.
Hann fjallar um ungan mann,
sem situr í fangelsi vegn ásökun-
ar léttúðardrósar, og er þar lýst
sárri einmanakennd hans og
jafnframt sterkri lífsþrá og um
leið er brugðið upp fyrir áhorf-
Frú Millie (Helga Valtýsdóttir) og Andrews Crocker-Harris
(Þorsteinn Ö. Stephensen).
Steindór Hjörleifsson, sem ungi
maðurinn.
andanum svipmynd af amerísku
múgæði og réttarleysi, er lýður-
inn tekur sér refsivaldið í hönd
(Lynching).
Jón Sigurbjörnsson er leik-
stjóri. Hefur hann sett leikinn
vel á svið í fullu samræmi við
efni verksins og anda.
Aðalhlutverk leiksins, unga
manninn, leikur Steindór Hjör-
leifsson af næmum skilningi og
innlifun. Er athyglisvert hversu
vel hann beitir röddinni og segir
það sem honum er lagt í munn.
Margrét Guðmundsdóttir leikur
stúíkuna, annað aðalhlutverk
leiksins. Er leikur Margrétar
einnig mjög góður, innilegur og
sannur.
Valdimar Lárusson, Theodór
Halldórsson og Sigríður Hagalín
fara með smærri hlutverk og
gera þeim góð skil. Einkum er
gervi Sigríðar afbragðsgott.
Jón Þórarinsson hefir samið at-
hyglisverða tónlist við leikþátt-
inn, er fellur vel að efni hans.
Leiktjöldin hefur Magnús Páls-
son gert. Eru þau hin prýðileg-
ustu. Þau mistök urðu að loftið í
fangaklefanum féll að nokkru
leyti niður, en um það er að sjálf-
sögðu ekki Magnús að saka.
Einar Pálsson hefur þýtt leik-
inn.
Einþáttungur þessi er ágætlega
saminn, en ekki þykir mér hann
tiltakanlega mikils virði.
★
Hinn mikilhæfi brezki leikrita-
höfundur Terence Rattigan, sem
samið hefur Browning-þýðing-
una, er íslenzkum leikhúsgestum
að góðu kunnur frá sýningu Leik-
félagsins á leiknum „Meðan sólin
skín“ og leiknum „Djúpið blátt“,
sem Þjóðleikhúsið sýndi hér fyr-
ir nokkru. Eru bæði þessi leikrit,
hvort á sína vísu, snilldarlega vel
samin, en hlutu ekki miklar vin-
sældir.
Browning-þýðingin er átakan-
leg lýsing á sálarlífi brezks skóla-
kennara, Andrews Crocker-
Harris, sem vegna nokkurra skap
bresta, en þó miklu fremur hlé-
drægni x umgengni við aðra, hef-
ur ekki gæfu til að vinna hug og
hylli lærisveina sinna, sem hon-
um er þó í rauninni innilega annt
um. Auk þess lifir hann í óham-
ingjusömu hjónabandi með ungri
konu og glæsilegri, sem heldur
framhjá honum og gerir honum
einnig flest annað til skapraunar.
— Þjáning þessa einmana og ó-
hamingjusama manns ersvo djúp
og sár, að hún vekur ríka samúð
áhorfendanna, enda er leikur
Þorsteins Ö. Stephensens í þessu
vandasama hlutverki, afbragðs-
góður. Túlkar hann persónuna af
Margrét Guðnrundsdóttir,
sem stúlkan.
nærfærni og næmum skilningi og
sterkri innlifun svo að leikurinn
allur verður heilsteyptur og á-
hrifamikill.
Konu skólakennarans, Millie
Crocker-Harris, leikur Helga Val-
týsdóttir. Einnig hún fer ágæt-
lega með hlutverk sitt. Túlkar
hún á mjög raunsæan og sann-
færandi hátt öll geðbrigði þess-
arar hverflyndu konu, sem ekki
hefur notið þeirrar fullnægju í
hjónabandinu, sem lífsþrá hennar
gerir kröfu til, ást hennar, ótta
og auðmýkt gagnvart elskhugan-
um og bitru hatri til eiginmanns-
ins. — Er Helga sívaxandi í list
sinni.
Jón Sigurbjörnsson leikur Frank
Hunter kennara og elskhuga frú
Crocker-Harris. Er leikur hans
mjög áferðargóður.
Þá kom hér fram kornungur
leikari, Þorsteinn Gunnarsson, í
hlutverki skólasveinsins Johns
Taplows. Veit ég ekki til þess að
hann hafi komið hér fram á leik-
sviði fyrr, en ekki var þó neinn
viðvaningsbrag að sjá á leik hans.
Túlkaði hann hinn unga læri-
svein svo vel, af þeim skilningi
og þeim tilþrifum að furðu gegn-
ir, enda var honum ákaft fagnað
af áhorfendum.
Einar Ingi Sigurðsson leikur
skólastjórann, dr. Frobisher, lag-
lega, en án verulegra tilþrifa.
Steindór Hjörleifsson leikur
Peter Gilbert, ungan kennara og
Sigríður Hagalín konu hans. Eru
þetta minni háttar hlutverk en
vel með þau farið.
Gísli Halldórsson hefur sett
leikinn á svið og annazt leik-
stjórnina. Hefur Gísla farizt
hvorttveggja prýðilega úr hendi.
Eru staðsetningar allar eðlilegar
og hraði leiksins mjög góður. En
einkum er þó athyglisvert
hversu vel Gísla hefur tekizt að
móta hinn unga skólasvein, því
ekki er að efa að hann á mikil-
vægan þátt í hinni prýðilegu
frammistöðu þessa unga og ó-
reynda leikara, sem reyndar býr
yfir ótvíræðri leikgáfu.
Leiktjöld Magnúsar Pálssonar
eru smekkleg og falla vel við
leikinn.
Bjarni Benediktsson, blaða-
maður, hefur þýtt leikinn.
Leikhúsgestir tóku báðum þess-
sýningum með miklum fögnuði
og þökkuðu leikstjórum og lgik-
endum að lokum með miklu lófa-
taki og fögrum blómum.
Sigurður Grímsson.
Fimmfugur:
Xristján Geirmundsson
taxedermist á Akureyri
shpifar úr
daglega lífinu
Hvað gera íslenzkir
blaðamenn?
LESANDI skrifar:
Blaðamannafélög og sam-
bönd um Norðurlönd og sjálfsagt
aðrir hafa eindregið fordæmt
kúgunaraðferðir leppstjórnar
Rússa í Ungverjalandi gagnvart
blaðamönnum þar, er flestir .voru
fremstir í frelsisbaráttu þjóðar
sinnar undanfarið.
En hvað gerir blaðamannafé-
lagið hér?
Lætur það sig málið engu
íkipta eða hvað?
Núverandi formaður blaða-
mannafélagsins hér mun að vísu
vera stækur kommúnisti en fróð-
legt væri að vita hvort það hefur
áhrif á aðra félagsmeni. í þess-
um efnum.
Fyrir kóngsins mekt
EFTIRFARANDI bréf hefur
Velvakanda borizt frá Þjóð-
leikhúsinu, ásamt beiðni um að
birta það hér í dálkunum. Hér
var fyrir skömmu drepið á það
hví hætt hefði verið svo fljótt
sýningum á leikrifí sr. Sigurðar
Einarssonar Fyrir kóngsins mekt,
þar sem nær fullt hús hefði verið
á tveimur síðustu sýningunum.
Fer hér skýrsla Þjóðleikhússins:
Seldir aðgm.
ýning á fullu verði
1. föstud. 30/11 1956 482
2. sunnud. 2/12 — 345
3. fimmtud. 6/12 — 39
4. sunnud. 9/12 — 214
5. sunnud. 16/12 — 133
6. föstud. 29/12 — 135
7. miðvikud. 9/1 195? 280
8. laugard. 12/1 — 469
sókn að leikritinu hefur farið
vaxandi eftir því sem á leið. Og
samkvæmt upplýsingum frá
Þjóðleikhúsinu skorti ekki nema
nokkra tugi upp á að fullt hús
væri á tveimur síðustu sýning-
unum, en það kemur ekki fram
í þessari skýrslu þar sem skóla-
æskan er talin sérstaklega. —
Leikritið er tekið til sýningar á
alversta tíma leikársins, í des-
embermánuði, þegar vitað er að
aðsókn að leikhúsum fellur að
miklu leyti niður ár hvert. En
strax á fyrstu sýningunni eftir jól
29. des., byrjar aðsóknin aftur
Samtals 2097
Auk þess sóttu 908 nemendur
frá 8 skólum sýningarnar (Skóla-
nemendur fá miða fyrir hálft
verð).
Þjóðleikhúsið tekur 661 mann
í sæti. Nær undantekningarlaust
er fullt eða nær því fullt hús á
tveim síðustu sýningum á sjón-
leik í Þjóðleikhúsinu. — Þess
skal getið að aðsókn skólanna
var treg.
Að meðaltali var tap á hverri
sýningu kr. 7.292,30 auk stofn-
kostnaðar, sem var kr. 192.836,59.
Aðsóknin jókst sífellt
ARÐANDI þessar uppiýsingar
Þjóðleikhússins er ljóst, að að-
að aukast og eykst jafnt og þétt
á þeim sýningum sem þá eru
eftir. Sýnir þetta að með rökum
var mælt hér í dálkunum þegar
talið var mjög miður að hætta
sýningum á „Fyrir kóngsins
mekt“ svo snemma sem raun
varð á, meðan leikritið var enn
sýnt við vaxandi aðsókn og fyrir
fullu húsi.
Þá er það og atriði fyrir sig
hvort það eru æskilegar starfsað-
ferðir af hálfu Þjóðleikhússins að
tilkynna opinberlega hve mikið
tap eða gróði hefur orðið á hverju
leikriti, sem þar er sýnt, og virð-
ist með því lagt út á ærið vafa-
sama braut, að kveða þannig
óbeint upp dóm yfir leikritum
eftir því hvern aur þau hafa fært
leikhúsinu í kassann.
í DAG er Kristján Geirmunds-
son taxedermist á Akureyri
fimmtugur. Hann er fæddur í
Aðalstræti 36 þar í bæ og hefir
alið þar allan sinn aldur, sonur
hjónanna Geirmundar Kristjáns-
sonar og Albínu Helgadóttur, sem
bæði eru fædd þar í bæ og af
eyfirzkum ættum.
Kristján Geirmundsson fór
ungur að leggja fyrir sig upp-
setningu fugla og annarra dýra
og náði á því góðum tökum af
eigin reynslu og með hjálp
erlendra bóka. Grundvallaðist
hæfni Kristjáns á þessu svtði á
ættgengri og meðfæddri list-
hneigð hans. Lengst af hefir upp-
stoppun, eða uppsetning dýra, og
þá einkum fugla verið aðalat-
vinnugrein hans. Er hann ekki
einasta kunnur hérlendis fyrir
þessi störf sín, heldur og erlendis,
því hann hefir sett upp mikinn
fjölda dýra bæði fyrir söfn, skóla
og einstaklinga. Eru afköst hans
undraverð á þessu sviði.
Kristján Geirmundsson setti
upp stórt fuglasafn fyrir Jakob
Karlsson kaupmann á Akureyri,
sem Jakob gaf síðan og stofn-
setti með því Náttúrugripasafn
Akureyrar. Hefir Kristján verið
mikill hvatamaður þessa safns
og sér nú um það að öllu leyti
og hefir dyggilega unnið að því
að auka það og fegra. Heita má
að hann hafi sjálfur sett þar upp
hvern fugl og raunar hvert dýr.
En Kristján hefir haft áhuga
á fleiru þótt ekki verði talið hér.
Geta má þess að hann var einn
af stofnendum Skautafélags
Akureyrar. Var hann sjálfur góð-
ur skautamaður og náði mikilli
leikni í listhlaupi, en það var
einkum stundað í þá daga. Nú
eru norður þar æfð mikið
skautahlaup og standa Akureyr-
ingar framarlega á því sviði.
Kristján er mikill dýravinur
og sérstaklega er hann fróður
um alla hætti fugla. M. a. fór
hann ekki alls fyrir löngu í Græn-
landsför með dr. Finni Guð-
mundssyni og fleirum. Sá hann
þar um söfnun fugla og frágang
á þeim fyrir Náttúrugripasafnið
hér í Reykjavík. Skemst er að
minnast að í fyrrasumar ól
Kristján upp mikinn fjölda and-
arunga, sem síðan var sleppt hér
á Tjörnina í Reykjavík og prýða
nú hjarta höfuðborgarinnar.
Kristján er maður bæði fróður
Framh. á bls. 15