Morgunblaðið - 29.03.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.03.1957, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 29. marz 1957 — Bindindismenn Framh. af bls. 9 1953 og þá voru stofnendur að- eins 20—30 talsins. Nú eru um 250 félagar í þessari bindindishreyf- ingu, sem telur sex deildir, og í sumar verða stoínuð landssam- tök þessara félaga. Rannsóknir vísindamanna á sviði læknisfræðinnar á umferð- ar- og félagsmálum hafa og leitt það í ijós, að hugmyndin um al- gjört bindindi er ofar á baugi nú en nokkru sinni áður. Á vélamenningar- og tækniöld, þegar sjálfvirkni véla í iðnaði eykst stöðugt og einnig hraðinn 1 samskiptum manna, minnkar sifellt svigrúmið fyrir skaðlausa notkun slíks deyfilyfs sem áfeng- ið er. ÁFENGA ÖLIÐ vað segir þú um ölið? í*að væri ákaflega misráð- ið að opna hér ölstofur, að því er ég hygg. í>ær eru óhugnanlegar stofnanir og með fjarska menn- ingarsnauðum blæ. Hér heyrist sú röksemd stundum höfð uppi til málsbóta ölinu, að menn fari ekki eins illa á því að drekka það sem brenndu drykkina. En reynsla annarra þjóða afsannar þá fullyrðingu. í Danmörku eru allvíða hjálparstofnanir fyrir drykkjumenn. Árið 1954 voru þeir sem í Kaupmannahöfn leit- uðu aðstoðar þeirra vegna of- drykkju um 80% öldrykkjumenn ('Skýrsla Nörvigs yfirlæknis). Sumir þessara drykkjumanna tæmdu 58 flöskur af áfengum bjór daglega og einn þeirra komst allt upp í 70 flöskur á dag! Og reynslan er lika sú, að menn láta sér ekki nægja ölið, þeir heimta sterku drykkina á eftir, og úr þessu öllu verður hin arg- asta drykkja og óhóf. Nei, ölið á ekkert erindi hingað til lands. Það eykur aðeins áfengisneyzl- una. VÍNBANN Hvað teljið þið bindindismenn þá helzt til ráða gegn drykkjuskapnum? Við viljum útiloka áfengið til nautnar. En okkur er ijóst, að all- langur undirbúningstími verður að líða áður en unnt verður að koma á algjöru aðflutningsbanni Köfum fluff Rakarastofu okkar frá Lækjargötu 2 í Hafnarstræti 8 Sigurður Jónsson Runólfur Eiríksson. Sendill Röskur og áreiðanlegur sendill óskast strax eða frá mánaðamótum. Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna Sími 7110 Bókari óskast í aðalbókhald í baejarskrifstofunum, Aust- urstræti 16. Laun samkvæmt VIII. flokki launasamþykktar bæjarins. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf skulu sendar í skrifstofu borgar- stjóra, Austurstræti 16, eigi síðar en fimmtudag- inn 4. apríl n.k. Skrifstofa Iíorgarstjórans í Reykjavík, 27. marz 1957. Miðstöðvarkatlar og olíugeymar fyrir húsaupphitun Allar stærðir fyrirliggjandi BINDINDISMENN HÓFDRÝKKJU MENN 29 18% Samkvæmt baudariskum rajuisóknum verða dauðsföll úr lungna- bólgu langflest meðal ofdrykkjumanna. á áfengi, svo áfengi verði ekki notað framar til neyzlu, en það er okkar lokatakmark. En til þess að þessu takmarki verði náð þarf öfluga bindindishreyfingu og mikill meirihluti kjósenda í landinu þarf að samþykkja að- flutningsbannið, ef það á að ná tilgangi sínum. Löggjöfin verður alltaf að vera i samræmi við sið- ferðisvitund og skoðanir fólksins. Sjálfsákvörðunarréttur borgar- anna verður að ráða því hvort komið verður á banni eða ekki. Þar duga hvergi lagaboðin ein. Fyrir utan algjört áfengisbann er eitt höfuðráðið til þess að minnka áfengisneyzlu í landinu að hafa verð áfengis sem allra hæst. Er það eitt atriðið á stefnu- skrá bindindismanna um öll Norðurlönd. Það sannar reynslan, að því dýrara sem áfengið er, því erfið- ara reynist almenningi að afla þess. Þá er það og mikilvægt að sölu- og veitingastaðir áfengis séu sem allra fæstir af sömu ástæðu, því erfiðara sem er að afla áfengisins því minna er af þvi drukkið. Þá er rækileg fræðsla um áhrif áfengis og afleiðingar af neyzlu í DAG er ein af þekktari verzlunum í bænum fimm ára, en það er „VOGUE“ sem hefir aðsetur að Skólavörðustíg 12. „VOGUE“ hefir eins og mörgum er kunnugt fyrst og fremst miðað starfsemi sína við þjónustu fyrir þær konur, sem sauma sjálfar heima, svo og saumakonur, sauma- verkstæði og smærri iðnrekstur með því að taka að sér ýms störf varðandi saumaskapinn, sem krefjast sér- stakra og dýrra véla auk sérstakrar fagkunnáttu. Til dæmis um þetta mætti nefna að „VOGUE“ hefir margs- konar vélar til að annast útsaum, svo sem merkingar og stafagerð, gerð félagsmerkja, skreytingu á kjólum og öðrum fatnaði og hefir nú, auk úrvals íslenzkra starfs- krafta, tvær sérmenntaðar erlendar konur til þessara starfa. Með því að notfæra sér þennan þátt 1 starfsemi „VOGUE“ fá íslenzkar saumastofur, prjónastofur og hús- mæður útsaumsskreytingu, sem nú er mjög í tízku, á fatnaðinn og hún er fyllilega sambærileg við það bezta erlenda og auk þess teiknuð sérstaklega eftir vali viðskiptamannsins ef þess er óskað. Þótt útsaumið sé tekið sem dæmi er margt annað við saumaskipinn, sem erfitt er að framkvæma nema með sérstökum vélum og æfingu. Þessarar starfsemi virðist hafa verið full þörf hér eftir þeim vinsældum sem hún nýtur x æ ríkara mæli. Þá hefir verzlunin að verulegu leyti miðað vöruúrval sitt við að hafa allt sem þarf til saumaskapar og haft forgöngu um að hvetja kvenþjóðina til að notfæra sér tilbúin snið, sem lengi hafa verið vinsæl víða erlendis, en aldrei fyrr náð verulegri útbreiðslu hér, sennilega sök- um skorts á úrvali. „VOGUE“ hefir umboð fyrir McCall- sniðin amerísku. Þótt verzlunin sé aðeins fimm ára, er hún eins og áður segir allvel þekkt og margir kannast við stóru ljósaskærin. þess brýn nauðsyn, og fer nú fræðsla nú fram í öllum skólum. Að því leyti er löggjöfin hér á landi okkur bindindismönnum hagstæð. Annað atriði teljum við líka mikilvægt, en það er, að for- ystumenn þjóðarinnar láti at þeim sið að veita vín í veizlum sínum, a.m.k. í þeim veizlum, sem bæir og ríki halda innlend, um aðilum. Ástæðan er sú, að tízkan heldur áfengisneyzlunni við. Hún er nú hennar eina hald- reipi. Og þeir, sem ráða tízkunni eru forystumennirnir í þjóðfélag, inu. Svo lengi, sem þeir hafa áfengi á borðum sínum, er ekki nema eðlilegt, að almenningur fylgi þeirra fordæmi og telji áfengisneyzlu eðlilega og sjálf, sagða. Því viljum við að allt áfengi hverfi í opinberum veizl- um. Og það verða forystumenn þjóð félagsins að vita, að ábyrgð þeirra er mikil í þessum sökum. For- dæmin eru líka fyrir þessu er, lendis frá og vísast í því efni til próf. Scharffenbergs, sem hér var á ferð fyrir viku síðan. „VÍNSTÚKURNAR" Hvernig þykir þér það nýyrði nýyrðanefndar, er hún nefnir „bara“ stúkur og þá vænt, anlega bardrykkjumenn vín, stúkumenn? Ég verð að segja það, að held- ur kann ég illa við stúkunafnið í þeirri merkingu. Gamla ísl. orð, ið yfir drykkjuknæpu er krá, og betur kann ég við að láta það góða íslenzka orð haldast í tungunni. Hin náfngiftin finnst mér harla ástæðulítil. Tal okkar Brynleifs berst upp úr þessu að stúkunum í landinu og bindindishreyfingunni. Nú eru um 10.000 manns í Reglunni, seg- ir Brynleifur, eða rúm 6% allra landsmanna. Langöflugust er Reglan í Norðlendingafjórðungi, enda stóð þar vagga hennar. Reglan er öflugri á íslandi en í öðrum löndum, að tiltölu við fólksfjölda. Á síðari árum hafa og verið stofnuð mörg ný bind- indissamtök og drykkjumanna- hæli nokkur stofnuð. Allt miðar þetta fram á við. Og Brynleifur vekur athygli á þeirri merku starfsemi Reglunnar á Akureyri og ísafirði að reka tómstunda, heimili fyrir unglinga og vinna með því alhliða að uppeldismál- um. Ég er bjartsýnn um framtíð Reglunnar, segir Brynleifur og ég trúi því, að hugsjónir hennar, al- gjört bindindi, friður og frelsi, eigi eftir að verða að veruleika. Drykkjuskapurinn er flótti frá lífinu, sem lýkur oft- ast með andþjóðfélagslegu at, ferli. Nútíma siðmenningin er sameinuð um þá leiðsöguhugsjón að vernda lífið, og það er höfuð- markmið bindindishreyfingarinn, ar. Benjamin Rush, ameriskur læknir, hét sá maður, sem er talinn upphafsmaður bind- indishreyfingarinnar í nútíma mynd, en bindindi hefur tíðkazt allt frá fyrstu árum mannsins. Hann skrifaði rit, sem út kom 1785 og nefndist: „Athugun á á- hrifum sterkra drykkja á líkama mannsins og sál.“ I riti þessil renna saman þrír andlegir straum ar, er mynda bindindishreyfingu nútímans: kristileg vakningar- stefna endurbættu kirkjunnar, heimspekilegt og vísindalegt sjón armið skynsemisstefnunar, sem beinist að alþýðufræðslu og um- bótum, og loks þróun frjálslyndr- ar lýðræðisstefnu. ILLAR FYLGJUR Og að lokum segir Brynleifur: Eg trúi því naumast, að ís- lenzka þjóðin auvirði sig svo að vakna ekki upp til meðvitundar um fegurra mannlíf en víða hefur verið lifað undanfarin ár í landi voru. Ég skoða reynslu okkar í áfengismálum undanfarin ár sem illar fylgjur stríðsáranna. Þeir draugar fara brátt að dofna og missa kraft. ggs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.