Morgunblaðið - 29.03.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.03.1957, Blaðsíða 15
Fðstudagur 25. marz 1957 15 jf n p r r r tv n r J.nip Áttræð: Björg Magnúsdóttir í Miðseli Hannes Einar Fæddur 5. nóv. 1893 Dáinn 33. marz 1957 í DAG er til moldar borinn Hannes Einar Jóhannesson, mál- ari. Með honum er fallinn í val- inn hinn mætasti maður og bezti drengur. Vildi ég minnast hans hér með örfáum orðum og færa honum hinztu þakkir og kveðjur mínar. Hann var fæddur 5. nóv. 1893, 1 Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Ragnheiður Sigurðardótt- ir frá Bygggarði á Seltjarnar- nesi og Jóhannes Indriðason skó- smiður frá Búðum í Eyrarsveit, Snæfellsnesi. Hannes ólst upp í Reykjavík og bjó langmestan hluta ævi sinnar þar.Var bærinn honum aUtaf mjög hjartfólginn og þar kunni hann bezt við sig. Hafði hann mikinn áhuga á að kynna sér sögu Reykjavíkur, og átti margar bækur um það efni. Á unglingsárunum stóð hugur Hannesar mjög til mennta, enda var hann vel af Guði gerður til — Afmæli Framh. af bls. 6 og greindur. Systkini hans þrjú eru öli listfeng og hög, þótt kunnust þeirra muni systir hans Elisabet, enda eiga þau bæði til listamanna og fræðimanna að teija. Kona Kristjáns er Helga Hálf- dánardóttir ættuð úr Vesturdal í Skagafirði, mæt kona og mjög samhent manni sínum í starfi hans. Er ekki ofsögum sagt af því að hún sé hans önnur hönd við uppsetningu dýra. Fjögur börn eiga þau hjón, tvö uppkom- in og tvö ung. í dag senda vinir og kunningj- «r Kristjáni Geirmundssyni og fjölskyldu hans hlýjar árnaðar- óskir og vona að e;m megi hans lengi njóta við, sem einstaks hagleiksmanns sinnar starfsgrein ar hér á landi. Kunnugur. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hœstaréttarlögmenn. Þórshamri við Templarasund. Vinna Hijóðfærasmiður með margra ára reynslu í að búa til og gera við hljóðfæri, óslc- ar eftir atvinnu eða að komast í samband við hljóðfærafyrirtæki í Reykjavík. — A. Myrland, Hord- vtk, pr. Bergen, Norge. Félagslíf Skíðamót Svigkeppni skíðamóts Reykjavík pr verður haldið í Jósefsdal sunnu daginn 31. marz. — Keppnin hefst jneð keppni 1 drengjaflokki og kvennaflokki kl. 10, en kl. 2 í karlaflokkum. Nafnakall háiftíma fyrir keppni. SkíSadcild Ármanns. Frá Guðspekifélaginu Fundur verður I Reykjavíkur- ítúkunni í kvöld, föstudaginn 29. þ.m. Eru félagsmenn stúkunnar vinsamlega beðnir að mæta kl. 8, Btundvíslega til aðalfundarstarfa. Venjulegur fundur hefst kl. 8,30. Fundarefni þess fundar er: 1. Grétar Fells flytur erindi er hann nefnir „Klukknahring- ing sannleikans". 2. Einsöngur með undirleik. Veitt verður kaffi að lokum. — Allir velkomnir. Héraðsdómarauámskeið verður haldið á vegum Knatt- Bpyrnudómarafélags Reykjavíkur í byrjun næsta mánaðar. Væntan- legir þáttakendur mæti í félags- heimili Vals að Hlíðarenda, mánu- daginn 1. apríl kL 8,30. — Stjórnin. Jóhannesson Minningarorð þeirra hluta — góðum gáfum gæddur og harðduglegur. Árið 1908 hóf hann nám í Lýðskóla Ásgríms Magnússonar og nam þar í tvö ár. Síðar innritaðist hann í Kennaraskólann og lauk þaðan kennaraprófi árið 1917. Ekki átti það þó fyrir Hannesi að liggja, að leggja kennslustörf- in fyrir sig ævilangt. Vann hann að þeim um 9 ára skeið, eða til ársins 1926. Fyrstu árin eftir að hann útskrifaðist var hann far- kennari austur í Hrunamanna- hreppi og Biskupstungum. Á ár- unum 1923—1926 dvaldi hann í Reykjavík og starfrækti skóla fyrir börn innan skólaskyldu- aldurs. Einnig stundaði hann heimiliskennslu. Um þetta leyti fór hann að leggja stund á húsa- málun og réttindi í þeirri iðn hlaut hann árið 1929. Starfaði hann að þessari iðn hjá Einari Gíslasyni, bróður sínum, allt til dauðadags. Að bæta og fegra umhverfi sitt var því hans ævistarf og bar það glöggt vitni manninum, sem innifyrir bjó. Margir munu minn- I ast handleiðslu hans frá kenn- araárunum og fórnfúsa handa háns, sem alltaf voru reiðubúnar til hjálpar, þegar á lá. Hinn 29. júní 1926, kvæntist Hannes eftirlifandi konu sinni, Þóru Guðlaugsdóttur frá Fells- koti í Biskupstungum. Stofnuðu þau heimili í Reykjavík og bjuggu þar æ síðan. Eignuðust þau tvö mannvænleg börn, Ragn- heiði og Guðlaug, sem nú eru bæði uppkomin. Þáttur Þóru í lífi Hannesar var mikill. Hjóna- band þeirra var traust og far- sælt. Hún skapaði eiginmanni og börnum hlýtt og fagurt heimili, sem ætíð var viðbrugð- ið fyrir gestrisni og myndar- skap. Áhugamál Hannesar voru mörg, fyrir utan hin daglegu störf. Hann hafði mikið yndi af þjóðlegum fræðum. Átti hann margar og góðar bækur og las mikið. Mikinn áhuga hafði hann á náttúru landsins og veðurfari. Sem dæmi um fræðimennsku hans má geta þess, að hann skrif- aði veðurlýsingu frá degi til dags. Átti hann þannig nákvæmar og greinargóðar skýrslur, sem náðu til margra ára, um veðurfarið, enda var hann veðurglöggur. Garðrækt var honum mjög hugleikið starf þegar sumra tók og veitti það honum margar á- nægjustundir í fjöldamörg sum- ur. Hannes tók virkan þátt í félags málum stéttar sinnar og átti um skeið sæti í stjórn Málarasveina- félags Reykjavíkur, sem ritari. Var hann vel til þessara starfa fallinn, vegna rithæfni sinnar og afbragðs rithandar. Hannes var mjög greinargóður maður og skýr. Hann bar glöggt skin á þjóðmálin og fylgdist vel með á alþjóða vettvangi. Ekki var hann mikið fyrir að láta bera á sér — lét sér nægja sitt og vann að áhuga málum sínum í kyrrþey. Það má segja að Hannes hafi verið hamingjusamur maður. Hann fékk gott uppeldi, eignað- ist góða konu, sem var honum mikil stoð í lífinu og ól honum börnin tvö, sem hann unni svo mjög og bar svo mikla umhyggju fyrir. Hann sá þau vaxa upþ, menntast og verða að nýtum þjóð félagsþegnum, sem var hans æðsta þrá og takmark. Hann tók miklu ástfóstri við barnabörn sín, sem færðu honum marg- ar bjartar stundir. Ég vil að lokum votta eigin- konu, börnum og öllum skyld- mennum, mína innilegustu sam- úð. Svo kveð ég af klökkum huga góðan dreng með hjartans þakk- læti fyrir allt. Drottinn blessi minningu hans. Vinur. í DAG er áttræð Björg Magnús- dóttir frá Miðseli hér í Reykja- vík. Þar fæddist Björg 29. marz 1877 og var hún sú áttunda í röðinni af 15 börnum þeirra merkishjónanna Guðrúnar Jóns- dóttur og Magnúsar Vigfússonar, útvegsbónda í Miðseli. Björg ólst upp í foreldrahús- um við alla algenga vinnu. — Magnús faðir hennar hélt ávallt nokkuð af skepnum, og stundaði búskap jafnframt útgerð sinni, og vandist Björg því snemma við sveitastörfin. Er hún óx úr grasi var hún sett til mennta í Kvenna- skólanum. Árið 1902 giftist Björg fyrri manni sínum, Sigurjóni Jónssyni skipstjóra en hann drukknaði ári seinna. Hún giftist aftur 2. júní 1911 Kristjáni V. Guðmundssyni og eignuðust þau hjónin tvo sonu. Er annar þeirra á lífi, Ragnar Kristjánsson toll- þjónn. Björg hefir alla tíð verið létt á fæti og létt i lund og með sanni má segja að hún beri aldurinn með afbrigðum vel. Hún er gest- risin og síglöð heim að sækja, enda vinmörg og oft mjög gest- kvæmt á heimili hennar. Ef að líkum lætur mun verða þar margt um manninn í dag til þess að samgleðjast þeim hjónum á þess- um merkisdegi í lífi Bjargar. Björg hefir átt heima í Miðseli alla tíð, að fáum árum undan- skildum. Vimir. Rakarastofan Lækjargötu 2 opnar í dag í nýjum húsakynn- um, Hafnarstræti 8. í 25 ár hefir rakarastofan starfað í Lækjar- götu 2, en hana stofnaði og rekur enn Runólfur Eiríksson. Dagskrá Alþingis EFRI DEILD: 1. Happdrætti Háskólans. — 2. umr. 2. Atvinna við siglingar. — Frh. 3. umr. 3. Dýravernd. — 3. umr. NEÐRI DEILD: 1. Tollskrá o. fl. — 1. timr. Ef leyft verður. 2. Vísitala byggingarkostnaðar. — 1. umr. Nauðungaruppboð á m/b Erlingi R.E. 50 fer fram við skipið, þar sem það nú er á skipastæði Bátanausts h.f. við Elliðaárvog, í dag 29. marz 1957, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík VÖRUBÍLL Ford vörubíll model 1955 óskast til kaups nú þegar. — Uppl. er tilgreini verð og ástand bifreiðarinnar sendist Mbl. fyrir n.k. sunnudag merkt: „2460“. Vélritun Stúlka óskast sem fyrst til vélritunar og bókhalds- vinnu. — Æskilegt að umsækjandi hafi Verzlunar- skóla eða hliðstæða menntun. Sclumiðstöð Hraðfrystihúsanna S í M I 7 1.1 0 Old English—Dri—Brite Fljólandi bón gerir tvöfalt gagn — sparar erfiði, en eyk- ur ánægju. — DRi-Brite er aðeins borið á og hreinsar fyrst óhreinindin — síðan fagur-gljáir það. — Kaupið því Dri-Brite- bón berið það aðeins á gólfin og allt kemur af sjálfu sér. ' Fæst í öllum verzlunum um land allt. MatreiBslukona og starfsstúlkur óskast á hótel í nágrenni Reykjavíkur. — Uppl. á Hótel Vík eftir kl. 18 í kvöld. Allt á barnið Á EINUM STAÐ Dalega eitthvað nýtt í dag: Gúmmistígvél barna, unglinga Litir: Svört, brún blá, rauð. II® r«l Austurstræti 12 — sími 1181 " Eiginmaður minn JÓN NORÐFJÖRÐ bæjargjaldkeri, er lézt í sjúkrahúsi Akureyrar hinn 22. þ.m. verður jarðsettur laugardaginn 30. þ.m. foá Akur- eyrarkirkju kl. 2 e.h. Jóhanna Norðf jörð. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför INGIMUNDAR GUÐMUNDSSONAR Andrésfjósum, Skeiðum. Börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför BJÖRNS BENEDIKTSSONAR framkvæmdastjóra. Þórunn Halldórsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Sveinn Björnsson, Jón Guðmundsson, Helga G. Björnsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.