Morgunblaðið - 02.04.1957, Side 2

Morgunblaðið - 02.04.1957, Side 2
2 MOnCUTSBL ÁT)1Ð triSjudagur 2. apríl 1957 Verllag og kaupgjald í Sovét Upplýsingar i ferðasögu formanns Búnaðarfélags Islands ÞORSTEINN Sigurðsson, formaður Búnaðarfélags fslands, flutti sl. fimmtudagskvöld erindi í útvarp á kvöldvöku bændaviku Ríkisútvarpsins. Ræddi hann um ferð, sem hann fór á sl. haústi ásamt nokkrum fleiri islenzkum bændum, til Sovétrikj anna. í ferðasögu þessari komu fram ýmsar upplýsingar, sem vakið hafa athygli. Um verðlag í Moskvu komst Þorsteinn Sigurðsson m.a. að orði á þessa leið: Ljósmynd þessi sýnir gegnum járngrind nokkurn hluta mannfjöldans, sem safnaðist saman á götum Prag til þess að hylla brúðhjónin. — Ástin sigraði SMJÖRIÐ Á 148 KR. KÍLÓII) „Við litum inn í fiskbúð og skyggndumst um eftir íslenzkum fiski. Jú, þarna var íslenzkur, flakaður þorskur á 7 rúblur kíló- ið eða 30 krónur. Karfi á 12,50 rúblur kílóið eða 50 krónur og síld á 15—23 rúblur kílóið, eftir stærð, sem jafngildir 61—92 krónum. Þessa síld kaupa Rússar af okkur á 1 rúblu kílóið flutta til Leningrad. Þarna sáum við smjör, vitanlega rússnesk framleiðsla, og kostaði 36 rúblur kílóið og jafngildir það 148 krónum. Fiskur, ostur, smjörostur líka 36 rúblur kíló- ið og önnur tegund magrari 26 rúblur. Það eru víðar dýrar matvörur en á íslandi". HUNDRAÐ-FALT HÆRRI LAUN Um launamál sagði Þorsteinn Sigurðsson, að hann hefði fengið þær upplýsingar að stjórnartil- skipun hefði verið gefin út um það meðan hann dvaldi í Moskvu að „enginn þegn Sovétríkjanna skyldi hafa lægri laun en 300 rúblur á mánuði". En „allra hæstu laun í þessu sósíalismans landi væru um 100-falt hærri en þetta, Þeir væru að vísu fáir, senri eru svo hátt uppi". EITT OG SAMA VERÐ Síðan hélt ræðumaður áfram: „í sambandi við þetta launa- mál vil ég nota tækifærið og leiðrétta missögn og misskiln- ing, sem menn hafa haldið fram við mig af miklum sann- færingarkrafti, en ég hefi talið ranghermt, að í Sovétríkjun- um væru ýmsar algengustu nauðsynjavörur, bæði til fæðis og klæða, skammtaðar á lægra Sjómennirnir í Reykjavíkurhöfn notuðu góðviðrið í gær til að mála skip sín. verði handa lægst launaða fólkinu. Ég bað Harald Árna- son, ferðafélaga okkar, að fara í rússneska sendiráðið hér í bæ til þess að vita, hvað sannast væri í þessu efni og fékk hann það svar, að engar vörur væru skammtaðar í Rússlandi síðan 1947, allir gætu keypt allt sem þeir vildu og eftir því sem kaupgeta hvers og eins leyfði á einu og sama verði. Fátæklingar fá engar ívilnanir I vörukaupum. Þessar upplýsingar sendiráðs- ins verða væntanlega ekki ve- fengdar", sagði formaður Bún- aðarfélags íslands. Frh. af bls. 1. ítökum Breta í þessum löndum. Menn mættu ekki misskilja „Eis- enhower-áætlunina" á þann veg. Bandaríkjamenn mundu gera allt, sem i þeirra valdi stæði til þess að efla aðatöðu Vest- urveldanna í löndum þessum — og urðu þeir Eisenhower og Macmilian ásáttir um það að taka höndum saman til þess að forða þessum heims- hluta frá alþjóðakommúnism- anum. ★ Þar eð viðræður Hammar- skjölds og Nassers í Kairo stóðu yfir um líkt leyti og Bermuda- fundurinn var haldinn — og ekki var kunnugt um hvaða árangur yrði, voru ekki tök á því að ræða Súez-deiluna sem skyldL Hins vegar kvað Macmillan Bandaríkjastjóm vera sam- mála Bretum í þvi, að sigl- ingaleiðin um Akabaflóa væri alþjóðleg, enda þótt sigla yrði um egypzka landhelgi. Féllust báðir á það, að hersveitir S.Þ., sem staðsettar væru við Ak- aba, væru bezta tryggingin fyrir því, að skip á þessari siglingaleið yrðu látin óáreitt. Eisenhower sagði, að stjórn S.Þ. á Gaza-ræmunni, þessu forna þrætuepli Egypta og fsraelsmanna, væri eitt hið bezta verk S.Þ. í seinni tíð. Á Þá leiddi Macmillan tal sitt að kjarnorkumálunum. Hann sagði, að Bandaríkjamenn mundu skv. samningum þeirra Eisenbow ers, láta fjarstýrð flugskeyti af hendi við Breta innan skamms tíma. Mundu Bretar því fá þessi vopn í hendur fyrr en ella, þar eð þeir væru nokkuð á eftir Bandaríkjamönnum í smíði þeirra. Sagði hann, að þessi bandarísku skeyti mundu verða eign Bretlands — og þeim yrði ekki beitt nema samkv. ákvörðun Breta sjálfra, og það yrðu brezk- ir hermenn, sem mundu hafa um- sjón með þeim — og skjóta þeim, ef til þess kæmi. Á Um væntanlegar tilraunir Breta með vetnissprer.gju lét for- sætisráðherrann þess getið, að Eden hafði á sínum ,íma komið fram með tillögur um takmörkun slíkra tilrauna, en framgangur þeirra hefði eklci einungis sirand- að á öðrum ríkjum, heldur og á Bretum sjálfum, vísind^mönnun- um, sem við rannsóknirnar fást. Kvað hann þeirra ráða hafa verið leitað — og hefðu þeir lagzt gegn tillögunum. Bretar mundu ekki hætta við fyrirhugaðar tilraunir. Ef þeir ætluðu ekki að „missa af Iestinni" og stofna landi sínu í voða — þá mætti ekki Framh. af bls. 1. ið elskendur og hjón. Þrátt fyrir þá vitneskju ákvað Olga að snúa heim. Ástæðan var sú, að hún átti foreldra og skyldfólk heima. Strax þegar hún kom heim, sendi hún umsókn til stjóm. rvaldanna, þar sem hún beiddist leyfis að mega flytjast til Amoríku sem brúður Connollys. Nokkur tími leið 'g elskend- bregða fæti fyrir framþróun þessara mála. Og hami bætti við: „Tilraunir okkar verða að halda áfram", ★ Gaitskell, formælandi stjóm- arandstöðunnar, tók til máls við þessar umræður og brýndi það mjög fyrir stjórninni, að hún yrði að taka tillit til almenningsálits alheims, er hún ákvæði, ?.ð til- raunum skyldi haldið áfram án takmarkana. Kvað hann mikinn skaða geta hlotizt af eiturefnum þeim, er breiddust út í loftið frá slíkum sprengingum. Bar hann fram þá spurningu, hvort stjóm- in gæti ekki beitt sér fyrir því, að stórveldin gerðu með sér sam- komulag um frestun allra til- rauna um einhvem tiltekimi tíma. Macmlllan svaraði því til, að ekki væri hægt að gera slíkan samning eins og nú stæðu sakir nema með því að allir aðilar sýndu einlægan vilja og heimiluðu gagnkvæmt eftirlit með því, að samning- urinn yrði ekki rofinn. Ðregiitn úr „Þang- hafinu44 í gær í GÆRDAG voru leystar festar vélskipsins Braga héðan frá Reykjavík, sem legið hefur hér í höfninni og farið með hann suður í Njarðvík. Skip þetta var fyrir allmörgum árum keypt vestur í Bandaríkjun. um og gerði það út héðan Hall- grímur Oddsson útgerðarmaður. Bátnum var lagt vestur í „Þang- haf“ fyrir um það bil 4 árum, er útgerðarmaðurinn gat ekki hald- ið útgerð hans áfram. Síðan hef- ur Bragi legið í „Þanghafinu“, en það er bátaleguplássið fyrir vestan Ægisgarð, þar sem Esja hefur legið í vetur vegna véla- bilunarinnar. Báturinn hefur á þessum árum stöðugt verið að grotna niður, því ekkert hefur verið um hann hirt og lengi er hann búinn að vera með mikla Ijo uusumgosujcq ejen 'ngrs3e[s undrazt að hann skuli ekki hafa sokkið í óveðrunum í vetur. Nú hafa orðið eigendaskipti á bátnum og hinni nýi eigandi hans ....................... hefur hug á því að gera Braga upp og því var hann í gær dreginn suður í Njarðvík þar sem hugmyndin er að fram fari á honum gagnger viðgerð umir biðu í ofvæni eftir ákvörð- un stjórnarvaldanna. Reynt var að tala um fyrir Olgu, en hún sat við sinn keip. Sagan breidd- ist út urn Tékkóslóvakíu og sterkt almenningsálit hafði sín áhrif. Zapotocky forseti veítti á end- anum hjúskaparleyfið. Og Harold lagði aftur af stað í langa ferð. Fyrsti viðkomustað- ur hans var ísland, síðun Norður- löndin. Hann færðist æ nær sinni heittelskuðu og loks hittust þau, þar sem hin lygna Moldá rennur undir brýr Prag-borgar. MIKILL MANNFJÖLDI Giftingin fór fram 27. marz í Frelsarakirkjunni í Prag. Hafði geysilegur mannfjöldi safnazt saman hjá kirkjunni og meðfrao* nálægum strætum, sem brúðhjón- in óku um í Kadillac-bíl banda- ríska sendiráðsins. Er talið að mannsöfnuðurinn hafi skipt. tug- um þúsunda. Og nú spyrja tékk- nesk stjómarvöld: — Hví safnað- ist svo mikill mannfjöldi saman til að hylla brúðhjónin? Jú, Olga var vinsæl íþróttakona. En brúð- guminn var bandarískur. Er hug- arfar tékknesks almennings e.t.v. svo spillt, að hann fjölmenni til að hylla fulltrúa þessa vestræna auðvaldsríkis? Svaramaður brúðarinnar var enginn annar en Emil Zatopek hinn heimsfrægi tékkneslci hlaup ari. Brúðhjónunum barst mikill fjöldi heillaskeyta. Að því búnu lögðu þau af stað í brúðkaups- ferð. Þau munu ferðast um Aust- urríki, Sviss og Frakkland. Lolts stíga þau um borð í hafskip í Marseilles í Suður-Frakklandi og sigla heim til Bandaríkjanna. Sandgerði, 1. apríl. 16.—30. MARZ voru gæft- ir almennt góðar. Flestir bátar fóru 11—12 róðra. Alls voru farn- ir 196 róðrar á móti 180 í fyrra: Heildarafli þennan hálfa mánuð nam 940 lestum á móti 1273 í fyrra. Mestur afladagur var 25. marz. Þá fékk m.b. Víðir frá Garði 12 lestir og Stefán Þór sama dag 8 lestir. Mestan afla þennan hálfa mánuð hefir m.b. Víðir, 79 lestir. Næstur er Mummi með 77 lestir SAUÐÁRKRÓKI, 1. apríl. — Enn helzt góða veðrið hér á Sauðár- króki og má segja að um sann- kallað „sæluvikuveður“ sé að ræða. í gær hófst skemmtanalíf Sæluviku Skagfirðinga, með því að kvikmyndasýning var síðari hluta dags og um kvöldið var frumsýning á leiknum „Gasljós“, eftir Patrick Hamilton. Leikstjóri er Eyþór Stefánsson. Með aðal- hlutverk fara Kári Jónsson sem leikur Jack Manningham, Snæ- björg Snæbjörnsdóttir, sem leik- ur Bellu konu hans, og Eyþór Stefánsson sem leikur Rough Fundur Landsbanka nefndar FÖSTUDAGINN 28. marz var haldinn í Landsbankanum hinn árlegi fundur Landsbankanefnd- ar, og var Gunnar Thoroddsen í forsæti á fundinum. Lagðir voru fram reikningar bankans fyrir árið 1956. Jón G. Maríasson, bankastj., gerði grein fyrir reikningum og flutti skýr- ingar við þá. Síðan flutti Pétur Benediktsson, bankastj., skýrslu um þróun peninga. og gjaldeyr- ismála. Fylgir sú skýrsla þessari fréttatilkynningu. Reikningarnir voru síðan samþykktir með sam- hljóða atkvæðum. Síðan voru kosnir aðalendur- skoðendur bankans, og voru þeir endurkjörnir, Guðbrandur Magn ússon, forstjóri, og Jón Kjart- ansson, sýslumaður. Sigurður Kristjánsson, for- stjóri, gerði þá fyrirspurn á fund inum, hvort leitað hefði verið álits og tillagna bankastjórnar Landsbankans varðandi væntan- legar breytingar á bankalöggjöf- inni. Svaraði bankastjóri því neitandi. Annað gerðist ekki á fundinum. Pétur Hoffmann sýnir silfurmuni af öskuhaugunum PÉTUR HOFFMANN leit í gær- kvöldi inn á ritstjórn Mbl. og kvaðst nú hafa í undirbúningi allmikla sýningu á ýmis konar silfurmunum, sem hann hefði fundið vestur á öskuhaugum í fyrrahaust og í vetur. Það er ótrúlegt hve mikið af silfurmunum og gulli berst þang- að frá blessuðu fólkinu, sagði Pét ur og með því að halda slíka sýn- ingu vonast ég til þess að geta komið miklu af þessum munum aftur í hendur réttra eigenda, sagði Pétur. Að sjálfsögðu mun ég selja sýningarmuni, sem vevða milli 600—700, skeiðar, gafflar, armbönd hringir úr silfri og gulli og fleira. Þá mun ég, sagði Pétur Hoff- mann, hafa þar til sýnis málverk af þeim merka atburði í Selsvör, sem hlotið hefur nafnið: Orrustan í Selsvör. Sýningin verður opnuð á fimmtudaginn kemur og stendur fram að helgi. og þriðji Pétur Jónsson með 72'é. Mestan afla á vertíðinni hefir Víðir, 449 lestir í 59 róðrum, en hafði á sama tíma í fyrra 505 lestir í 46 róðrum. Næstur er Mummi með 411 lestir í 60 róðr- um en hafði á sama tíma í fyrra 510 lestir í 46 róðrum. Heildaraflinn það sem liðið er vertíðar er 5280 lc-atir í 947 róðr- um. Á sama tíma í fyrra var afl- inn 5.977 lestir í aðeins 677 róðr- um. Meðalafli í róðri nú er 5,58 lest- ir en í fyrra 8,83. — Axel. leynlögreglumann. Leiknum var ágætlega tekið og heppnaðist sýn- ingin vel, enda sýnilegt að lögð hafði verið í hana mikil vinna. í dag var enn kvikmyndasýn- ing og í kvöld skemmtun fyrir börn. Á morgun, þriðjudag, verð- ur svo önnur sýning á „Gasljósi". Enn eru margir gestir komnír að, en þess er vænzt að síðari hluta vikunnar verði hér mikill fjöldi fólks. Hámarki nær „sælan“ í vikulokin og þá t.d. stiginn dans fram á nótt og á hverju lcvöldi glaumur mikill og gleði. — Vignir. — Macmillan Sæluvika á Sauöárkróki hafin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.