Morgunblaðið - 02.04.1957, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 02.04.1957, Qupperneq 6
6 M0RCUHBIAÐ1Ð ÞriSjudagur 2. apríl 1957 KVIKMYNDIR: BAIMIMAÐAR MYNDIR ORÐIN ritskoðun, kvikmynda • eftirlit, „sensúr“, vekja inegnan ímugust í lýðræðisþjóðfélagi. Málfrelsi, ritfrelsi og myndfrelsi eru burðarviðir lýeræðisins, þegnréttindi, sem talin eru jafn sjálfsögð og nauðsynleg þegnum frjálsra landu og loftið lungun- um. Þegnunum er svo eftirlátið að skilja hismið frá hveitinu og mynda sér sjálfstæða skoðun á mönnum og málefnum. Ritfrelsi og málfrelsi bera þess glöggt vitni, hversu mikið traust lýðræðisþjóðíélagið ber til þegna sinna. Stjómarskráin verndar þegnana gegn valdníðslu stjórn- endanna í þessum efnum og lög- in þjóðfélagið gegn misbeitingu þegnanna á þessum öýrkeyptu réttindum. Mér er ekki kunnugt um, að í neinu lýðræðisþjóðfélagi séu íyrirfram lögð höft á hið prent- aða eða talaða orð né heldur tónlist og myndlist, og verði ein- hver eftirleikur, mun vera um að ræða brot á almennum lögum um siðgæði, helgi einkalífsins eða þess háttar. Öðru máli gegnir um kvikmyndir og kannast ég ekki við, að í nokkru menningarlandi sá sá háttur hafður, að „sensúr- era“ ekki myndir, áour en þær eru sýndar almenningi — og það í þeim löndum, þar sem rit- og málfrelsi er hvað mest. Það er því ekki ófyrirsynju, að mörgum finnst livikmynda- eftirlit með öllu óþolandi og órétt látt. Deilan er um það, hvort sé þegnunum hollara: frelsi kvik- myndanna eða lagalegar ráðstaf- anir til þess að hindra — að því er virðist — misnotkun frelsis- ins. Mönnum er eðlilega spurn, hverju gegni, að þarfura sé talið að hafa eftirlit fyrirfram með kvikmyndum en öðrum fjöld- miðlum (útvarpi, leikhúsum, op- inberum fyrirlestrum, bóka- og blaðaútgáfu). Því er til að svara: Kvikmyndirnar ná til fleiri en nokkur annar listmiðill og ekki sízt hitt: Kvikmyndirnar hafa ægivald á geðhrifum áhorfenda, Úr rússnesku kvikmyr.dinni „Potemkin" — heimsfrægt lista- verk eftir prófessor Eisenstein. Bönnuð í mörgum löndum allt fram á siðustu ár af póliiískum ástæðu. u [ svo að ekki verður jafnað við neitt annað. Hvernig það má verða hefur verið rannsóknarefni sálfræðinga og þjóðfélagsfræð- inga undanfarin ár, og skal ekki nánar rætt að sinni. tm KVIKMYNDAEFTIRLIT ™ í ÞÁGU FRAMLEIÐENDA Kvikmyndaeftirlit er nærri jafngamalt kvikmyndaiðnaðin- um sjálfum. Svo snemma gerðu menn sér ljóst, hversu mikill máttur kvikmyndanna var yfir sálum mannanna. í Svíþjóð voru sett lög um kvikmyndaeftirlit árið 1911 og í Bretlandi ári síð- ar. Þótt undarlegt megi virðast hafa kvikmyndaframleiðendur og kvikmyndahúseigendur verið jafnhlynntir kvikmyndaeftirliti og löggjafinn sjálfur. Ástæðan er fyrst og fremst þessi: Framleið- Hedy Kiesler (síðar Lamarr) vakti hneyksli á heimsmæli- kvarða með því að birtast nakin í tékknesku myndinni Extas (1933). Þetta atriði var klippt úr myndinni í fjölmörgum löndum þar sem hún var sýnd. Var t. d. ekki með á þeirri kópíu, sem Tripólí-bíó sýudi fyrir árt eða svo. — endur vita upp á sína tíu fingur, hvað má og hvað má ekki. Þeir fara nákvæmlega að settum regl- um. (í Bandaríkjunum gæta framleiðendur sín t.d. á því að láta kossasenur ekki fara sek- úndu fram úr því, sem hóflegt er talið þar í landi) og uppskera ríkulegan ávöxt. Afskipti opin- berra eða hálfopinberra aðilja veita framleiðendum og kvik- myndahúsaeigendum þægilega fjárhagslega Öryggiskennd. Þeir eiga síður á hættu afskipti ein- stakra samtaka, stjórnmála- flokka, blaða eða trúmálasam- taka. Einkum eru trúmálasamtök og kvenfélög talin skeinuhætt. Framleiðendur og kvikmynda- húseigendur munu að öllum lík- indum verða þeir síðustu til þess að krefjast afnáms kvikmyndaeft irlits, en vel að merkja: af ann- arlegum ástæðum öðru fremur. am FORSENDUR KVIK ■■ MYNDAEFTIRLITS Lög um kvikmyndaeftirlit eru á ytra borðinu mjög áþekk í öll- um lýðræðislöndunum, og reglur þær sem dæmt er eftir eru mjög hinar sömu. Hitt er svo annað mál að hinum ýmsu reglum er beitt mjög misjafnlega eftir löndum og aðstæðum. Helztu sjónarmiðin eru þessi: 1) stjórn- málasjónarmiðið, sem er eðlilega afskaplega teygjanlegt, marg- brotið og breytilegt eftir aðstæð- um, 2) siðgæðissjónarmið, mjög breytilegt eftir löndum. — Það Ur mexikönsku myndinni: „Despues de la Tormenta“ eftir Roberto Gevaldon. Mynd þessi var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 1955 og vakti á sér almenna athygli fyrir ruddahátt. Tillaga kom fram um að banna myndina. Nokkur furða? sem í einu landinu er talið eðli- legt og sjálfsagt ,er talin sær- andi og hneykslandi léttúð í öðru, 3) uppeldissjónarmið, þar sem vegið er og metið, hvort börn eða unglingar geti beðið tjón á sálu sinni við að sjá t. d. morð- myndir, glæpamyndir eða jafn- vel fulíorðnir af að sjá myndir eða atriði, sem keyra úr hófi fram um grimmd, pyndingar, af- tökur o. þ. h. Einnig mjög mis- munandi eftir löndum, og má draga mjög skýrar línur milli skoðana Bandaríkjamanna og annarra þjóða í þessum efnum. Eðlilega er tillit tekið til margra annarra sjónarmiða, og stundum er siðgæðissjónarmiðið eða uppeldissjónarmiðið haft að yfirskini til þess að banna mynd, sem talin er stjórnmálalega vafa- söm. Þær myndir, sem bannaðar hafa verið í Evrópu, hafa lang- flestar hlotið sinn dóm af stjórn- málaástæðum. Rússar hafa aldrei leyft innflutning á vestrænum myndum nema að mjög takmörk- uðu leyti, og er eðlilegast að líta á þau höft sem allsherjar póli- tíískan eða móralskan „sensúr" Annars hafa rússneskar myndir fengið mjög svo kuldalegar við- tökur hjá kvikmyndaeftirliti Ev- rópulandanna, t. d. Bretlandi, Þýzkalandi, Frakklandi og Sví- þjóð — svo að Ameríka sé nú ekki nefnd. Bannið við rússnesk- um myndum er án noltkurs vafa pólitískt. ■I ÞÁ MUN ÞAÐ EKKI ™ KOMA NEINUM Á ÓVART, að margar sænskar, franskar og finnskar myndir hafa víða verið bannaðar af siðgæðisástæð- AKRANESI, 30. marz. — f gær- kveldi rigndi ofurlítið í Skorra- dal og sömuleiðis í morgun en þó ekki meira en svo að vart sá á steinum nema öðru hverju. — Þetta hafði mikilsverð áhrif, því að í gærkveldi vantaði aðeins 48 sentimetra til þess að þróin við virkjunina yrði full af vatni. En í morgun var þróin alveg full orðin og þá var lokað fyrir enda um (klámmyndir). Vakti það meðal annars furðu margra hér að finnska myndin „Ungar stúlk- ur í ævintýraleit" („Djörf og raunsæ mynd úr lífi stórborg- anna“ skv. sýningarskránni) skyldi finna náð fyrir augum ís- lenzka kvikmyndaeftirlitsir.s, svo að ekk séu nefndar bandarísku „strip tease“ myndirnar, sem að ekki séu nefndar bandarísku kvikmyndir hafa í Evrópu eink- um verið bannaðar af uppeldis- ástæðum. Hrottaskapur sá og grimmdarverk, sem svo oft eru áberandi í bandarískum mynd- um, vekja mikla gremju meðal Evrópumanna, en þegar um glæpi, morð, pyndingar og kvala- fullan dauða er að ræða, kalla Bandaríkjamenn ekki allt ömmu sína. Aftur á móti telja þeir mannlega nekt stórhættulega sið- gæðinu, en með tilliti til þess var danska myndin „Ditte Menn- eskebarn" bönnuð vestra, a. m. k. upprunalega gerðin, en þar gat að sjá beran krakka kasta af sér vatni undir skemmuvegg. Eins og sjá má eru forsendurnar mjög teygjanlegar og eiginlega ekki þær sömu hjá neinum tveimur þjóðum nema í orði kveðnu, því sitt sýnist hverjum um rétt og rangt, gott og illt, fagurt og ljótt. Kvikmyndaeftirlit hinna ýmsu landa segir því miklu meira um stjórnmálaþroska og mælistiku siðgæðisins í hverju landi, en hvort almennt séð hafi verið rétt að beita skærunum eða hreinu og afdráttarlausu banni. (í næsta þætti verður getið nokkurra mynda, sem bannaðar hafa verið í Bretlandi, Frakklandi og á Norð urlöndum og hvers vegna. Þá verður og rætt um störf Barna- verndarnefndar hér í Reykjavík á sviði kvikmyndaeftirlits). ALTER EGO Skorradalsvatnsins með því að hleranum var hleypt niður við brúna, sem er við neðri enda vatnsins. Breytingin til hins betra er fljót að láta á sjá, því að raf- magnið stóð til kl. 9 í gærkveldi og kom kl. 9 í morgun og hefur verið síðan.. Verður það eflaust fram úr. Það er nú meiri hátíð- in. — Oddur. Rafmagnið komið aftur á Akranesi shrifar úr daglega lifinu ESSAR vikurnar hafa skatta- málin mjög verið á dagskrá manna á meðal. Það eru tvö atriði sem ég hefi tekið eftir að almenningi liggja sérstaklega þungt á hjarta. Of hár skattur. IFYRSTA lagi er það hið mikla ranglæti, sem nú á sér stað um skattlagningu hjóna, þar sem tekjur þeirra eru þar lagðar saman og skatturinn verður því mun hærri en eðlilegt og sann- gjarnt getur talizt. Um langan aldur hefir verið barizt gegn þessu rangláta fyrirkomulagi skattalaganna, og hafa kvenfé- lagasamtökin verið þar fremst í fylkingu. Á þessu þingi hefir yngsti þingmaður Sjálfstæðis- flokksins borið fram frumvarp til breytinga á þessu, þannig að hjón séu skattlögð hvort í sínu lagi og tekjum þeirra skipt við skattlagninguna. Ekki er að efa að hér er hið mesta réttlætismál á ferðinni og fjölmargir munu þeir vera sem því fagna ef einhver leiðrétt- ing fæst. Önnur ríki nafa flest ráðið vel fram úr þessu og það er kominn tími til þess að við íslendingar fetum í fótspor þeirra. Útsvör innheimt jafnóðum........ ITT málið er um hvernig inn- heimtu skatta og útsvara er háttað. Nú eru öll þessi gjöld innheimt ári eftir á. Það hefir í för með sér, að maður greiðir skatta síðasta árs af þessa árs tekjum. Þetta skiptir e. t. v. ekki svo ýkjamiklu máli fyrir fasta starfsmenn, sem hafa ár eftir ár svipaðar tekjur en fyrir alla aðra launþega og þá sem sjálfstætt starfa er þetta fyrir- komulag mjög óhagstætt. það er algengt, að maður hafi jafnvel þriðjungi meiri tekjur eitt árið en annað, verzlun gefi t. d. hálfu meiri arð í fyrra en í ár og svo mætti lengi telja. En þá verður maðurinn að greiða hátt útsvar ef rýrum árstekjum sínum. — Þetta hefir reynzt mörgun? örð- ugt svo ekki sé meira sagt og sumir hafa meira að segja lent í algjör greiðsluþrot. Og þá eru líka þau tilfelli að maður, sem haft hefir rúmar tekjur veikist hluta af næsta ári. Má þá segja að oft verði útilokað fyrir hann að greiða skatt sinn og útsvar af fyrra árs tekjum þegar þannig stendur á. Því er það mikið réttlætismál, sem nú hefir verið hreyft að innheimta beri útsvör og reyndar skatta lika jafnóðum og tekna er aflað. Segja má með sanni, að lítið vit sé í því að greiða manni fullt kaup hans út, þar sem hluti þess er raunverulega eign oæjar- eða ríkissjóðs. Þann hluta væri betra að fá þeim aðilum þegar í stað, svo engin erfið eftirmál eigi sér stað, sem nú kemur svo oft fynr. Framkvæmdaörðugleikar á því fyrirkomulagi að greiða opinber gjöld þegar í stað mánaðarlega eru litlir og vonandi verður það fyrirkomulag tekið upp hér. í fyrstu verður auðveldast að láta það ná til þeiya sem fastlaunað- ir eru, en ávallt má færa sig upp á skaftið síðar. Ég er .'.annfærður um að þetta nýja fyjirkomulag yl'ði til hagsbóta launþegum og augljóst er að ekki inyndi bær eða ríki tapa á því, þar sem mun auðveldara yrði að fá gjöldin öll inn, í stað þeirra upphæða, ógold- inna gjalda sem bær og ríki tapa árlega, þegar innheimt er eftir á. Útvarpið og létta tónlistin MÖRG bréfa sem dálkunum hafa borizt eru þess efnis að útvarpið leiki meiri íótta tónlist á morgnana og einnig í há. degisútvarpinu. Þessum óskum er hér með komið á framfæri við rétta aðila.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.