Morgunblaðið - 02.04.1957, Page 3

Morgunblaðið - 02.04.1957, Page 3
Þrlðjudagur 2. aprfl 1957 MORGVNBLAÐÍÐ 3 Bréf tií Mbl: Slökkviliðsmenn svara ósannindaskrifum Þjóðviljans ÞJÓÐVILJINN gerir varnarmál- in að umræðuefni á sunnudag í grein, sem heitir Bandarísk stríðsfélagshátíð. Er þar vegið með hörðum orðum og ósann- indum að ákveðnum hópi ísl. starfsmanna á Keflavíkurflug- velli,slökkviliðsmönnum. Grein in er, eins og aðrar greinar, sem blaðið skrifar um þessi mál, hin furðulegasta ritsmíð og raunar varla svaraverð. Þó þykir okkur undirrituðum rétt að gera grein- ina að umræðuefni í stuttu máli. Þjóðviljagreinin fjallar um árs hátíð okkar slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli, sem haldin var í Golfskálanum s.l. föstudag. í greininni er sagt, að á skemmt- un þessari hafi verið nægar birgð ir af smygluðu víni og ólifnaður meiri en áður hafi þekkzt hér- lendis, enda hafi íslenzkar kon- ur — ,,giftar og ógefnar sett svip á þann hóp“ og átt að bæta Bandaríkjamönnum, sem í hóf- inu voru „einlífið“ hér á landi. Okkur kemur auðvitað ekki við, hvert álit sorpblað þetta hefur á íslenzku kvenfólki, en hinu kunnum við illa, að eiginkonur okkar séu bendlaðar við ólifnað sem jafnvel er fyrirlitlegri en rógur Þjóðviljans. Sannleikurinn er sá, að við íslenzku slökkviliðs- mennirnir á Keflavíkurflugvelli efndum til árshátíðar íins og fyrr getur, og buðum eiginkonum okk ar, eins og lög gera ráð fyrir. Auk þess buðum við fjórum banda- rískum starfsbræðrum okkar á Keflavíkurflugvelli og konum þeirra ,sem allar eru íslenzkar, svo og nokkrum islenzkum starfs mönnum þar syðra. Aðrir gestir voru ekki í samkvæmi þessu — nema ef vera skyldi að ljós- myndari Þjóðviljans hafi leynzt undir einhverju borðinu, senni- lega hræddur um að verða svipt ur einlífinu. En hvernig sem því hefur verið háttað, þá birtir blað ið nokkrar myndir úr hófinu, að- allega af danspari frá íslenzkum skemmtikröftum sem fengið var til að skemmta gestum okkar. Þjóðviljinn reynir að gera sér mat úr slíkum myndum, en mis- tekst vegna þess, að „ólifnaður- in»“ er einungis fóíginn í sak lausum dansi (vagg og velta) — öðru ekki. Þegar blaðið sér, að þetta nægi ekki, teflir það einnig fram mynd af vínflöskum, sem®- keyptar voru af Áfengisverzlun ríkisins ,enda enginn smyglvarn ingur í hófi þessu. Aftur á móti skal það viðurkennt, að lítið mun hafa verið um Vodka í hófinu og viðbrögð ■Þjóðviljans við slíkum drottinssvikum harla eðlileg. Von um við þó, að nýtt Búlganinsbréf verði ekki sent út vegna þess — en þó er aldrei að vita, hvenær hinu austræna föðurlandi Þjóð- viljans er ógnað. Undir einni „hneykslismynd1 Þjóðviljans segir, að íslendingur hafi staðið upp og beðið „menn að hrópa húrra fýrir þessum sam skiptum bandarískra og ís- lenzkra". Þetta er algjör fjar stæða, en gremja blaðsins eðli- leg, þegar haft er í huga, að það hefur ekki viljað heyra annan en húrrahróp fyrir frelsisbaráttu ungversku þjóðarinnar. Eða \ einhver að hlæja? Við viljum að lokum lýsa því yfir, að hin umrædda skemmtun fór mjög vel fram í alla staði og eru þeir fúsir að vitna um það, húsráðandinn Steingrímur Karls son og dyravörðurinn, Trausti Eyjólfsson, lögregluþjónn. Ann- ars fær Þjóðviljinn væntanlega að standa fyrir máli, sínu á öðr- um vettvangi, og getum við þá gengið úr skugga um hvort alltaf sé rétt það sem sagt er — að litlu verði Vöggur feginn. Fyrir hönd 22 íslenzkra bruna- varða á Keflavífeurflugvelli. B. Stefánsson, Gunnar Pétursson, Sveinn Eiríksson. Frá biskupsvígslu í Frúarkirkju. Konungshjónin í fremstu röð. í þriðju röð að framan situr frá Bodtt Koch, kirkjumálaráðherra Bana, og við hlið hennar frú Áslaug Ágústsdóttir á skautbúningi. Sr. Bjarni Jónsson málaráðherra Dana ■ ■ boði kirkju- Kaupmannahöfn Flutti fyrirlestra og aðstoðaði við biskupsvigslu Kaupmannahöfn í marz 1957. SÉRA Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, og kona hans, frú Áslaug, hafa verið hér í Kaupmannahöfn að undanförnu. Bæði hjónin voru boðin hingað til viku dvalar að frumkvæði frú Bodil Koch, kirkju málaráðherra, og frú Bodil Beg- trup ambassadors. Kirkjumálaráðherrann tók á móti vígslubiskupshjónunum, þeg ar þau komu til borgarinnar. 3. marz var séra Bjarni gestur guð- fræðideildar Kaupmannahafnar- háskóla og hélt háskólafyrirlestur þennan dag samkvæmt beiðni. Fyrirlesturinn fjallaði um danskt og íslenzkt kirkjulíf. Voru þarna viðstaddir Sigurður Nordal, ambossador fslands, kirkjumála- ráðherrann danski og frú Bodil Begtrup ambassador. Ennfremur Frumvarp lagt fram á um jarðhita þingi í gœr í GÆR var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um jarðhita. Frumvarpi þessu fylgir ýtarleg greinargerð, sem ekki gefst kostur á að geta nema að litlu hér. — f frumvarpinu um jarðhita eru 9 kaflar. VIBA KOMIÐ VH) Gefa þeir til kynna um hvað það fjallar að höfuðstofni. Er það um rétt landeiganda til umráða og hagnýtingar jarðhita, um rétt ríkisins til hins sama, um leyfi til jarðborana og til hagnýtingar jarðhita úr borholum sem eru dýpri en 100 metrar, um hita- veitur til almenningsþarfa, um jarðboranir ríkisins, um jarð- hitaiðjuver ríkisins. Um verndun jarðhitasvæða og eftirlit þeirra, eru og þarna ákvæði um stjórn jarðhitamála. línan um eignarrétt jarðhitans dregin við 100 metra I jörð niður. Ofan þess marks eiga einstakl- ingar réttinn en ef dýpra er seilzt er jarðhitinn almenningseign. le Sage de Fontenay, fyrrv. sendi- herra, Ölgaard Óðinsvéabiskup, margir prófessorar og fjöldi presta og stúdenta. Séra Bjarni hélt þarna klukku- Framh. á bls. 12 Telpan enn meðvitundalaus SÍBDEGIS í gær var litla telpan sem lenti í bílslysinu á Suður- landsbraut um hádegið á laugar- daginn var, enn meðvitundarlaus. Telpan heitir Margrét Gunnars- dóttir, Suðurlandsbraut 40 og eru foreldrar hennar Gunnar Júlíus- son, bifreiðastjóri hjá Esso og kona hans Unnur Guðmundsdótt- ir. Nauðsynlegt oð setja lög um gúmbáta í skipum Nefndarálit sjávarutvegsnefndar Neðri deildar Hér er mynd af dansparinu, sem Þjóðviljinn reyndi að gera sér sem mestan mat úr í ósannindaskrifum sínum. Dansparið fengu slökkvi- liðsmenn hjá Islenzkum skemmtikröftum. KOMIÐ er fram álit sjávarútvegsnefndar Neðri deildar um breyt- ingar á lögum frá 1947 um eftirlit með skipum. Fjallar breyt- ingin um að gúmbátar skuli vera á skipum til frekara öryggis. VERK STJÓRNSKIPAÐRAR NEFNDAR í greinargerð segir að 1954 hafi þáverandi landbúnaðarmálaráð- herra skipað nefnd til þess að undirbúa löggjöf um jarðhita og jarðhitarannsóknir. í r.*'nilina voru skipaðir Jakob Gíslason, raf orkumálastjóri, Ólafur Jóhannes son prófessor og Gunnar Böðvars son, yfirverkfræðingur. Síðan kom Baldur Líndal efnaverk- fræðingur til starfa í nefndinni. Er frv. þetta komið frá nefnd- inni. Er það byggt á fyrri laga- boðum um þetta efni en einnig aitað til ýmissa annarra landa, serh hita eiga í jörðu, um fróð- leik. Að höfuðstofni er takmarka- SAMKVÆMT upplýsingum frá skrifstofu Vegamálastjóra eru vegir víða ófærir vegna hinna miklu rigninga og leysinga, sem verið hafa undanfarna daga. Er rétt að minna menn á að fara varlega í akstri úti á þjóðveg- um vegna þessa. Er ástandið jafnvel svo slæmt í Kópavogi að sumar götur þar eru alófærar og hér í Reykjavík hafa strætis- vagnaleiðir sumar teppzt og LÖG NAUÐSYNLEG UM GÚMBÁTA f nefndaráliti sjávarútvegs- nefndar segir að nefndin hafi átt ýtarlegar viðræður við fram- kvæmdastjóra Slysavarnafélags- ins, Henry Hálfdánarson, og skipaskoðunarstjóra, Hjálmar Bárðarson. Er nefndin sammála um að nauðsynlegt sé að setja lög um gúmbáta í skipum, að þar dugi ekki reglugerðarákvæði, — en vill þó ekki fallast á að lækkaðar verði kröfur um önnur björgun- vagnarnir orðið að fara aðrar leiðir til áfangastaðar. Nær ófært hefir verið á kafla á Mosfellssveitarvegi rétt innan við Elliðaár, á svonefndum Jörfa. Þjóðvegir hér sunnanlands eru annars ekki lokaðir vegna aur- bleytu þótt slæmir séu þeir víða yfirferðar. í gær var unnið að því með ýtum af hálfu Vega- málastjórnarinnar að moka snjó af veginum um Mosfellsheiði til Þingvalla og má búast við að hann verði fær innan skamms. artæki. Frumvarpið gerir ráð fyrir að gúmbátar verði í skipum auk annarra lögmæltra björgun- artækja, en komi ekki í stað þeirra. ENDURSKOÐUN ÆSKILEG Beinir nefndin þeim tilmælum til ráðherra, að hann láti endur- skoðun fara fram á ákvæðum laga er snerta björgunartæki í skipum. Nefndin leggur til að frumvarpið um breytingar á lög- um um eftirlit með skipum verði samþykkt. Vill hún að við það verði bætt ákvæði um að með reglugerð um notkun björgunar- tækja, er ráðuneytið ^etur, skuli eftir föngum tryggja það að sjó- mönnum verði kennd meðferð gúmbjörgunarbáta. Alvinnu- og verka- lýðsmál NÆSTI fundur stjórnmálanám. skeiðisins um atvinnu- og verka. lýðsmál verður haldinn i Valhöll i kvöld kl. 8,30. Ófœrð vegna aurbleytu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.