Morgunblaðið - 02.04.1957, Síða 8

Morgunblaðið - 02.04.1957, Síða 8
8 MORCVNTtr 4Ð!Ð Þriðjudagur 2. apríl 1957 Straumhvörf í handritamálinu eftir Július Havsteen, fyrrv. sýslumann ÞAR TIL fyrir skömmu hefir verið býsna hljótt um handrita- málið og sem betur fer, eru það nú Danir, eða réttarasagt vitrir menn í Danmörku og okkur ís- lendingum skilningsgóðir og vel- viljaðir, sem taka málið upp. Má með sanni segja: „Batnandi manni er bezt að lifa“, þegar les- in er hin merka grein dr. med Einars Thomsens, sem er meðal kunnustu og virtustu prófessora Dana í læknisfræði. Var vissulega þörf á því, að jafn sterk og drengileg rödd heyrðist úr herbúðum danskra prófessora um hina siðferðilegu skyldu Dana til þess að skila okkur hinum fornu íslenzku handritum, því engir hafa í ræðum og ritum sýnt íslending- um meiri fjandskap og fyrirlitn- ingu í því stórmerkilega máli, en einmitt prófessorar við Há- skóla Hafanr og sat síst á þeim, því það var þeim háu herrum vorkunarlaust að vita, að því að- «ins flutti Árni Magnússon hand ritin til Hafnarháskóla að hann var háskóli íslands og að íslend- ingar höfðu ekki í annað há- skólahús að venda. Má í þessu sambandi og benda á, að ekki gat þeim verið um það ókunnugt, að fjöldi þessara handrita var ekki eign Árna Magnússonar, heldur af honum fengin að láni, sjálf- sagt með loforðum um að skila þeim aftur réttum eigendum. Þetta lét sá góði herra undir höf- uð leggjast og er því hinn laga- legi réttur hans til þessara hand- rita „ eo ipso jure nullum“, svo ekki sé fastar að kveðið, og Dana enn minni. En „hrindum nú öllum háska frá“, sleppum því leiða sem á undan er gengið í málinu, þökk- um Dönum þeim, sem standa með okkur og staðið hafa og vil ég af heilum hug, eftir minni góðu viðkynningu á dönsku þjóðinni taka undir þau orð Thomsens pró fessors, að væri handrita málið Stúlka óskast til afgreiðslustarfa hálfan daginn. — Tilboð send- ist Mbl. fyrir fimmtudagskvöld merkt: Ábyggileg — 2506. Mikil útborgun Höfum kaupendur að allskonar íbúðum. Það, sem okk- ur vantar sérstaklega, er 4ra herb. hæð í Vesturbænum, t.d. á Melunum, 5 herb. hæð í Vesturbænum, 2ja herb hæð í Norðurmýri eða Hlíðunum, 4ra herb. hæð í Hlíðunum, 5 herb. hæð í Hlíðunum eða annars staðar í Austurbæn- um. Ennfremur vantar okkur 80—100 ferm. einbýlishús helzt í Austurbænum, til skipta fyrir glæsilegt 140 ferm. einbýlishús á einum fegursta stað við Laugaardalinn. Þeir, sem ætla að selja í vor, ættu að tala við okkur sem allra fyrst. Sala og samningar Laugavegi 29 — Sími 6916 Eignin RöðulE nr. 89 við Laugaveg er til sölu í einu lagi, eða eftirgreind- um hlutum: 1. Verzlunarhæð ásamt geymslum í kjallara. Kaffi- og ísbarinn gæti fylgt, ef óskað væri. 2. Veitingasalur á miðhæð, ásamt fullkomnu eldhúsi í kjallara og snyrtiherbergjum. 3. Stór 5 herbergja íbúð á 3. hæð, með eldhúsi og baði, ásamt 8 smáherbergjum og baði í risi. Hægt er að byggja ofan á húsið. * Upplýsingar gefur eftir kl. 1 e.h. í dag og næstu daga: Gunnar J, IVIöller, hf Suðurgötu 4 — Sími 3294 Júlíus Hacsteen nú borið undir þjóðaratkvæði Dana, myndu úrslitin áreiðan- lega verða okkur stórlega í vil. En hvað hefir straumhvörfun- um valdið? Sjálfsagt hafa rit okkar ötula og fróða landa Bjarna M. Gíslasonar og hms skelegga og fróða fslandsvin- ar, Jörgens Bukdals haft í máli þessu ómetanleg áhrif til þess að ljúka upp augum Dana fyrir því, sem satt er og siðferðilega rétt gagnvart okkur íslendingum í handritamálinu og hvað bezt muni framvegis bæta sambúð þjóðanna og efla vináttu og styrkja bræðrahug þeirra í milli, en ég tel að engu síður hafi hér miklu valdið og máske mestu, koma konungshjóna Danmerkur hingað til landsins 10. apríl árið sem leið. Þessir tignu og göfugu gestir okkar fundu og skildu hversu innilega þeim bæði per- sónulega og sem þjóðhöfðingjum Danaveldis var fagnað af ís- lenzku þjóðinni og hvílíka hrifn- ingu koma þeirra vakti og kon- ungur Dana lét í ræðum sínum bæði á Hótel Borg og í Þjóðleik- húskjallaranum á hinn sköruleg- asta hátt í ljós hrifningu drottn- ingarinnar og sína yfir því aftur að vera kominn til íslands, sem ávalt með hinu stórbrotna lands lagi og sterku litum hafði hrifið konungshjónin og gerði engu síður nú en áður, um leið og hann þakkaði hinar hlýju mótt- tökur og flutti fslendingum kveðjur hinnar dönsku frænd- þjóðar, sem bar þannig að skilja, að milli þessara þjóða skyldi framvegis allt missætti vera graf ið og gleymt. Síðan þetta varð, virðast dönsk blöð og tímarit hafa tekið upp annan talshátt en áður var gegn okkur íslendingum, miklu vingjarnlegri og af meiri skiln- ingi en á stríðsárunum og fer vel á því. Fyrir skömmu barst mér bækl- ingur sem heitir „ísland“. „En danskers indtryk af sageöen". Útgefandi er Einar Paulsen, sem ég tel vist að sé danskur blaða- maður. Bæklingur þessi er allur hinn snotrasti, með mörgum myndum. Formála bæklingsins, sem teitir „Et lille folk — en stor nation" (fámenn en stórlát þjóð) hefir maður ritað, sem nefndist „en dansker i Island“ og farast honum orðin þannig lauslega þýtt: „Hinn frægi enski stjórnmála- maður Davíð Llloyd George, for- sætisráðherra Stóra-Bretlands í fyrri heimsstyrjöldinni, skóara- sonurinn úr smábæ í walliska há- lendinu, flutti ræðu í heimahög- um sínum 1914, þar sem hann, einhver mesti ræðusnillingur vorrar aldar, komst m. a. þannig að orði: „Heimurinn er í þakk- lætisskuld við litlar þjóðir og litla menn. — Friðrik mikli valdi hermenn sína eftir hæð þeirra og þessi hæðarhugsjón er orðin hluti í stjórnmálum Þýzkalands, sem notar hana við mat á öðrum þjóð um. Leyfir aðeins þjóðum, sem eru 6 fet og 2 þumlungar að kom- ast í fremstu röð. En heimurinn er í mikilli þakklætisskuld við smáu þjóðirnar, sem eru 5 fet. Það eru þær sem framleiða mestu listaverkin í heimi. Bók- menntir sem aldrei eldast koma frá fámennu þjóðunum. Beztu bókmenntirnar ensku voru ritað- ar þegar England var á stærð við Belgíu og átti í höggi við heimsveldi. Hetjudáðirnar, sem hrífa kynslóð eftir kynslóð, drýgðu smáu þjóðirnar þegar þær börðust fyrir frelsi sínu. Já — frelsun mannkynsins kom frá lítilli þjóð“. Þessi orð Lloyd Georges eiga ekki einungis við í Wales, held- ur sannarlega einnig við um ís- land — fámenn en stórlát þjóð alla leið frá söguöldinni, hafa fs- lendingar markað djúp spor í heimsbókmenntunum. Frá Snorra Sturlusyni til þeirra Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Lax- ness hafa íslendingar iðkað sann an og göfugan skáldskap, sem gerir ísland að stórveldi í heims- bókmenntunum, og afrek liggja eftir fslendinga, sem hafa úrslita þýðingu til þess að byggja upp heiminn á grundvelli mannúðar, jafnréttis og lýðræðis. Elzta þjóðþingið í heimi, Al- þingið, er sett á hálendi milli Tilkynning til innflytjenda Nr. 10/1957 Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið að framvegis skuli allir innflytjendur skyldir að senda verðlagsstjóra eða trúnaðarmönnum hans verðútreikning yfir allar vör- ur, sem fluttar eru til landsins, hvort heldur varan er háð verðlagsákvæðum eða ekki, og einnig þó um hrá- efni til iðnaðar sé að ra^ða. Skulu verðútreikningar þessir komnir í hendur verðlagsstjóra eða trúnaðarmanna hans eigi síðar en 10 dögum eftir að varan hefir verið tollaf- greidd. Óheimilt er með öllu að hefja sölu á vöru, sem háð er verðlagsákvæðum fyrr en söluverð hennar hefir verið staðfest af verðlagsstjóra eða trúnaðarmönnum hans. Ó- heimilt er einnig að hefja sölu á öðrum vörum fyrr en verðútreikningur hefur verið sendur. Innflutningsskrifstofan hefir einnig ákveðið, að fram- vegis skuli innflytjendum skylt að senda verðlagsstjóra, eða trúnaðarmönnum hans, samrit af öllum sölunótum yfir innfluttar vörur í lok hverrar viku. Reykjavík, 1. april 1957. VERÐLAGSSTJÓRINN. íslenzkra fjalla á þeim tímum, þegar lýðveldi var óþekkt hug- tak víðast hvar í heimi“------. Island er á tímaskiptum þeirr- ar viðreisnar og uppbyggingar, sem vekur undrun og aðdáun út- lendinga. f landi, sem heita raá að kyrrstaða hafi ríkt í þúsund ár, er nú unnið af slikum ákafa og kappi, svo sem öilu ætti að Ijúka á einum degi. Nýjum íbúð- arhúsum, skólum, verksmiðjum og verkstæðum skýtur upp á einni nóttu. ísland er hvort- tveggja í senn fátækt land og auðugt. Miðstöðvarhiti vellur upp úr jörðinni og úr hinum voldugu fossum eru þúsundir hestafla unnin. Þjóð, sem að mannfjölda er lítið stærri en Árósar, hefir sitt sjálfstæða stjórnarfyrirkomu lag, þjóðhöfðingja, háskóla, þjóð- leikhús, sendiherra í útlöndum, en listir og vísindi blógast þar miklu betur en hjá stórþjóðun- um. Ný saga er nú að verða rituð í hinu frjálsa íslenzka lýðveldi, þar sem forsetinn og frú hans á heimili þeirra — ekki í höll heldur á heimili — veita mótt- töku útlendum þjóðhöfðingjum, sendiherrum, marskálkum, blaða mönnum o. s. frv. íslendingar geta með réttu eignað sér orð Lloyd George. ísland er fyrirmynd fyrir heim allan". Þetta er nú aðalefni for- málans, en því er hann sér- staklega þýddur hér, að sama vináttan til íslendinga og sömu aðdáunina á þjóðinni má lesa að heita má á hverri blaðsíðu bókarinnar. Á blaðsíðu 18 er t.d. þannig að orði komist: „í þúsund ár hefir ísland verið til, en aðeins örfáar minjar eru geymdar frá tíma- bilinu fyrir árið 1700. Gömlu kirkjurnar og bæirnir úr torfi eru horfnir og á þjóðminjasafn- inu eru einungis fáir munir frá fyrri öldum. Elztu minjar þjóðarinnar eru handritin í Konungl. bókhlöðunni í Höfn og tími er kominn fyrir okkur (Dani) til þess að skilja, hvílíka þýðingu þessar helgu bækur, Flateyjarbók, sögurnar o. s. frv. hafa fyrir íslendinga. Margt af þessum ritum er enn í Danmörku sökum þess, að há- skólinn í Kaupmannahöfn var einnig þá háskóli íslands, en nú er hann það ekki lengur. ísland á nú sinn ágæta háskóla, og þeg- ar því er haldið fram af dönsk- um vísindamönnum, sem afsölt- un á því, að ekki er búið að skila íslandi því sem íslenzkt er, að ekki sé í Reykjavík hægt að geyma hin ómetanlegu handrit þannig að réttlætanlegt sé eða tryggilegt, þá er slíkt og annað eins eintómt þvaður. Háskólinn í Reykjavík er skrautlegri bygg- ing og betur eldvarin en Kgl. bókhlaðan, þar sem- handritin samkvæmt umsögn norsk-ame- rísks málfræðings, alls ekki eru tryggilega geymd. Sú stund rennur upp þegar við verðum að senda skip til íslands með handritin, sem um er þrátt- að. Okkur er það ekki sæmandi að láta mál þetta árum saman hvila sem skuggi á vináttuna milli fslands og Danmerkur". Næst kemur svo lýsing á ís- landi, sem auðsjáanlega er rit- uð af hrifningu og segir þar í upphafi: „Guð hlýtur að hafa skapað ísland á sunnudegi, þegar hann var í sérlega góðu skapi“. Þetta er vel sagt og djarflega mælt, að sjálfur Herrann nafi drýgt helgidagsbrot, til þess að ísland yrði sem allra stórfengleg- ast og fallegast. Á blaðsíðu 19 er þjóðsöngur- inn „Ó guð vors lands“ mjög smekklega útsettur. Læt ég hér staðar numið, en ég vona að hinar fögru spár dr. Einars Thomsens og Einars Poul- sens rætist sem fyrst, að Danir sjái sóma sinn í að senda hand- ritin heim til Háskóla íslands. Reykjavík, 26. marz 1957. Júlíus Havsteen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.