Morgunblaðið - 02.04.1957, Qupperneq 11
ÞriSjudagur 2. aprfl 1957
MORGVNBLAÐIÐ
11
Bréf Bulganins til IVorðmanna og Dana
Rússar ætla með hótunum að
þvinga Norðurlönd úr Atlantshafs-
bandalaginu
Hátanir um tfer-
eyðintyu landanna
SOVÉT-RÚSSAR hafa nú gert stórfellt stjórnmálalegt áhlaup
á Norðurlönd. — Bulganin, forsætisráðherra, hefur sent Norð-
mönnum og Dönum bréf og er tilgangur þeirra bréfa að reyna
að kljúfa þessi lönd út úr varnarsamtökum vestrænna þjóða —
Norður-Atlantshafsbandalaginu.
Það sem Sovét-Rússar leggja áherzlu á í þessum bréfum eru
hótanir um að bækistöðvar, sem Danir og Norðmenn komi sér
upp verði eyðilagðar með kjarnorkuvopnum Rússa, ef þeim bjóði
svo við að horfa, cn það hafi í för með sér yfirgripsmikla eyð-
ingu. 1 þessu sambandi skipti það ekki máli þó enginn erlendur
her sé í stöðvum hessum. Það á að nægja til kjarnorkueyðingar
í Danmörku og Noregi ef þessi lönd komi sér upp varnarstöðv-
um, sem meðlimir í Atlantshafsbandalaginu, þó þar séu ekki
erlendir herir.
Sérstök áherzla er á það lögð
í bréfi Bulganins að Rússar mót-
mæli því að löndin fái eldflaug-
ar að vopni og hafi þess háttar
viðbúnað í varnarstöðvunum.
Gagnvart Noregi er tekið fram
að Rússar ætlist ekki til að Norð-
menn segi sig beinlínis úr Atlants
hafsbandalaginu, en gagnvart
Dönum er látið í veðri vaka að
þeim væri betra að vera utan
við slík samtök en leita sér
öryggis á annan hátt eða með
yfirlýsingum og ábyrgðum stór-
velda.
FVRRI HÓTANIR
Það er ekki nýtt að Rússar
beiti hótunum um kjarnorku-
styrjöld í stjórnmálaáróðri sínum
á Vesturlöndum. Þeir hafa hvað
eftir annað reynt að hræða Vest-
ur-Þjóðverja frá að endurvígbú-
ast með því að hóta kjarnorku-
eyðingu í landi þeirra. Hið sama
gerðu Rússar einnig er Bretar og
Frakkar hófu hernaðaraðgerðir
sínar gagnvart Egyptum út af
Súez. Sú hótun um eyðingu, sem
er meginatriðið í bréfum Búlgan-
ins til Norðmanna og Dana er því
ekki nýlunda að þessu leyti.
BRÉFIÐ TIL NORÐMANNA
Þann 21. marz sendi Bulganin
Gerhardsen forsætisráðh. Norð-
manna bréf sem gert var heyrum
kunnugt 5 dögum síðar. Bulganin
fagnar því að Norðmenn hafi ekki
erlendan her í landi sínu en þó
sé nú svo komið, að Norðmenn
hafi byggt miklar herstöðvar, sem
herir Atlantshafsbandalagsins
geti hvenær sem er tekið til af-
nota en bandalagið sé hernaðar-
bandalag, sem beint sé gegn Rúss-
um og til árása á þá. Þó æski
Rússar þess ekki að Norðmenn
gangi úr bandalaginu en þeir vari
Norðmenn stranglega við því að
taka við kjarnorkuvopnum frá
öðrum þjóðum bandalagsins til
afnota í herstöðvum í Noregi. En
það sé bæði réttur og skylda
hvers ríkis, segir Búlganin, að
eyðileggja slíkar stöðvar, sem
ætlaðar eru til árása en þess hátt
ar gagnráðstafanir af hálfu Rússa
Gerhardsen.
j mundu hafa mikla eyðileggingu
í för með sér í kringum sjálfar
stöðvarnar, en slíkt sé hættulegt
fyrir land, eins og Noreg, sem
ekki ráði yfir víðlendum land-
svæðum. Vetnissprengja valdi t.
d. eyðileggingu á svæði, sem nái
mörg hundruð kílómetra út fyrít
þann stað, sem henni sé á varpað.
VIÐBRÖGÐ NORÐMANNA
Norðmenn hafa enn ekki svar-
að Rússum og norskir stjórnmála-
menn tóku bréfi Búlganins með
jafnaðargeði.
Norðmenn líta svo á að hér
sé um tilraun að ræða til að
kljúfa þá út úr varnarsamtök-
um vestrænu þjóðanna. Hér sé
um að ræða tilraun til að
blanda sér í innanrikismál
Noregs að því leyti sem bréfið
beinist að því, hvernig þeir
komi fyrir vörnum á landi
sinu.
Einnig er á það bent að ekki
komi til greina að amerísk kjarn-
orkuvopn verið tekin í noktun á
norskri grund, þar sem Norðmenn
hafi marglýst því yfir að á friðar-
tímum muni þeir ekki leyfa er-
lendum herjum bækistöðvar í
landi sínu, og samkvæmt banda-
rískum lögum megi ekki afhenda
öðrum þjóðum karnorkuvopn,
nema bandarískt herlið sé til stað
ar og fari með þessi vopn. Það
sé því ekki möguleiki fyrir hendi
til þess að bandarísk kjarnorku-
vopn verði tekin í notkun í Nor-
egi. Norðmenn benda mjög á
þau ummæli í bréfi Búlganins að
Atlantshafsbandalagið sé árásar-
bandalag og að ófriðarhættu hafi
verið bægt frá með því að „kæfa
hina fasistísku uppreisn í Ung-
verjalandi“. Segja Norðmenn að
slíkar rökfærslur séu ekki tekn-
ar gildar á Norðurlöndum.
MÓTMÆLI EISENHOWERS
Eisenhower forseti lét svo um-
mælt eftir að bréf Búlganins til
Norðmanna hafði verið birt, að
í því fælist afskiptasemi af mál-
um Noregs, sem væri óforsvaran-
leg, því hverju landi ætti að
vera í sjálfsvald sett hvernig það
hagaði vörnum sínum. í bréfi
Búlganins er að því vikið að u,
séu áætlanir um að hervæða all-
ar þjóðir Atlantshafsbandalagsins
með kjarnorkuvopn. Eisenhow-
er neitaði því að nokkrar slíkar
ráðagerðir væru uppi hvað við
kæmi Norðurlandaþjóðunum eða
yfirleitt nokkurt tilefni til þeirra
hótana, sem Rússar hefðu í
frammi gegn Norðmönnum. Hins
vegar sagði forsetinn að allir
bandamenn Bandaríkjamanna
hefðu rétt til að taka við banda-
rískum kjarnorkuvopnum sér til
varnar, ef þeim sýndist svo. —
Eisenhower minnti á að þegar
hann hefði komið til Evrópu, árið
1950, sem hershöfðingi Atlants-
hatfsbandalagsins, hefðu Rússar
haft uppi svipaðar hótanir og
ákærur um árásarbandalag, cins
og nú.
BRÉF BÚLGANINS
TIL DANA
Bréfið til Dana hefur vakið
öllu meiri athygli en bréf það,
sem Norðmenn fengu.
Það er álit manna að bréfið
til Dana sé harðara, og í því
felst líka bein og ákveðin á-
skorun um að landið segi sig
mm.
Búlganin.
úr lögum við Atlantshafs-
bandalagið. í bréfinu er einnig
lögð sérstök áherzla á að
Rússar muni, ef svo ber undir
ekki einungis ráðast á varnar
stöðvar á vegum Atlantshafs-
bandalagsins, heldur einnig
aðrar herstöðvar í landinu,
sem möguleiki væri að nota
til árása á Sovétríkin. Nú er
það svo að bækistöð til varna
er oftast einnig hægt að nota
til árása og jafngildir kraf»
Búlganins því, að Danir láíi
af öllum vörnum í landinu.
H.C. Hansen skýrir frá efni bréfs Búlganlns. Hægra megin við hann situr S. Kristensen, sendiráðu-
nautur — og vinstra megin H.S. Möller, ritari forsætisráðherra.
HOFUÐATRIÐI BRÉFSINS
Höfuðatriðin í bréfi Búlganins
til H.C. Hansens, forsætisráðherra
Dana, eru þessi:
1. Þær áætlanir, sem uppi eru
um að koma amerískum kjarn-
orkuvopnum og kjarnorkuher
fyrir í þeim löndum, sem eru
þátttakendur í Atlantshafsbanda-
laginu svo og hin ameríska áætl-
un varðandi löndin fyrir botni
Miðjarðarhafs og vígbúnaður,
sem er meiri en áður þekkist,
ásamt með stöðugum stríðsáróðri,
eru einungis tilraunir til þess að
gera sambúð þjóða enn verri og
þvinga þjóðirnar til að taka
stefnu, sem leitt getur til nýrrar
styrjaldar.
2. Ef litið er á viðbúnað Norð-
ur-Atlantshafsbandalagsins, þá er
staða Danmerkur þess eðlis að
Sovétríkin hljóta að gefa henni
mikinn gaum. Ekki sízt vegna
þess að mjög stór hluti af landi
Danmerkur, Grænland, hefur
þegar verið gerður að herstöð
fyrir Bandaríkin og Danir ráða
þar raunverulega engu og enn-
fremur vegna þess, að land Dan-
merkur í Evrópu er nú alsett
hernaðarlegum flugstöðvum og
flotabækistöðvum, sem eru byggð
ar eftir áætlunum frá herstjórn
Natos, þar sem enskir og
amerískir herfræðingar starfa. En
fyrir því er engin trygging, að
þessar hernaðarbækistöðvar
verði ekki notaðar af Atlants-
hafsbandalaginu til árása, og þá
með erlendum her, með aðeins
fárra klukkustunda fyrirvara.
3. Með því að ánetjast þannig
hernaðaráætlunum vissra stór-
velda, leggur Danmörk sig í
mikla og óforsvaranlega hættu
Þegar um lönd er að ræða, sem
ekki eru víðlendari en Danmörk,
þá mundi kjarnorkustyrjöld fyrir
slíkt land vera hið sama og sjálfs
morð ef til þess kæmi að erlend-
ar þjóðir kæmu þar upp bæki-
stöðvum. Sprenging kjarnorku-
sprengju, sem beint væri gegn
bækistöðvum árásarþjóðar, sem
komið væri upp á dönsku landi,
mundi hafa í för með sér eyði-
leggingu, sem tæki yfir land
Framh. á bls. 12
SMSTEINAR
Óvenjuleg hreinskilni
Alþýðublaðsins
Morgunblaðið hefur þegar sagl
frá ritstjórnargrein Alþýðublaðs-
ins á fimmtudaginn var um „verk
fallið 1955, sein kommúnistar
stofnuðu til í þeim tilgangi að
brjótast til valda, án minnsta til-
lits til þess verkafólks, sem þeir
drógu út í verkfallið".
Þó að hér sé um alþekkt sann-
indi að ræða, þótti mönnum í
þeim kenna óvenjulegrar hrein-
skilni hjá Alþýðublaðinu og meiri
manndóms en þaðan væri að
vænta.
Þjóðviljinn brást hið versta við
og birti á föstudaginn grein, sem
hét „Drekka smánarbikarinn í
botn“. Henni lauk með þessari
lýsingu á Alþýðuflokksmönnum:
„Þeir fá ekki stöðvað sig á
göngu smánarinnar og niðurlæg-
ingarinnar, þeir eru neyddir til að
afneita fortíð sinni og ei'gin verk-
um og verða að drekka hvem
þann bikar í botn sem hinn harði
húsbóndi að þeim rétíir“.
Glæpur að gefa þeim
frí“
Á laugardag birti Alþýðublað-
ið forsíðugrein, sem hét „Heið-
arlegir verkalýðssinnar“.
„Þjóðviljinn í gær fárast mikið
út af greinarkorni, sem birtist
hér í blaðinu í fyrradag undir
nafninu „Iðja vísar veginn“. Eyð-
ir blaðið hálfum leiðara sínum í
stóryrði í garð Alþýðuflokksins
út af greininni og í vandlætingu
sinni beinir það orðum sínum til
fólks, sem blaðið kallar „heið-
arlega verkalýðssinna".
„Ætli ekki sé óhætt að slá
því föstu, að fyrrverandi stjórn
Iðju hafi verið skipuð „heiðarleg-
um verkalýðssinnum“. — — —
„Þá er vert að athuga hvernig
þeir Björn Bjarnason og félagar
hans stóðu sig, en Þjóðviljinn tel-
ur, sem kunnugt er, þá hafa stað-
ið sig svo vel í starfi sínu, sem
stjórn Iðju, að það hafi verið
hreinn glæpur að gefa þeim frí.
Þegar þetta er athugað virðist
augljóst, að Þjóðviljinn telur þá
einu „heiðarlega vcrkalýðssinna“
sem lána sjálfum sér fé verka-
lýðsfélaga og brenna svo fylgis-
skjölunum“.
\lþýðublaðið sakfellir
sjálft sig.
Á sunnudag er heldur komið
annað hljóð í strokkinn en áð-
ur var. Forystugrein Alþýðu-
blaðsins byrjar svo:
„Fyrir nokkrum dögum var
gefið í skyn í aðsendri grein hér
í blaðinu, að kommúnistar hafi
reynt að hagnýta sér verkfallið
1955 til póiitískra áhrifa «g
valda“.
Þá vita menn að sumar rit-
stjórnargreinar í Alþýðublaðinu
eru „aðsendar" og þessi „aðsenda
grein“ á einungis að hafa „gefið
í skyn“ sannindi, sem hún sagði
alveg ótvírætt.
Verst er, að ritstjórnin skyldi
þurfa marga daga til að fullvissa
sig um, að greinin var „aðsend“,
í stað þess að segja það strax og
tilefni gafst.
Síðan segir Alþýðublaðið:
„Alþýðublaðið þarf sannarlega
ekki að orðlengja um þessi atriði
við Þjóðviljann. Hann segir orð-
rétt í gær: „Alþýðublaðið studdi
verkfallsmenn og taldi verkfallið
og árangur þess einn mesta sigur,
sem alþýðusamtökin hefðu unn-
ið.“ Þeíta er hverju orði sann-
ara.“
Eina afleiðing þessarar yfirlýs-
ingar er sú, að Alþýðublaðið fellir
nú einnig á sjálft sig og flokk
sinn þá sök, sem það fyrr í vik-
unni vildi láta hvíla á kommún-
istum einum.