Morgunblaðið - 02.04.1957, Page 12
12
MORGTJNBLAÐIÐ
í>riðjudagur 2. apríl 1957
Bréf Bulganins
Um það bil 2 þús. manns vorn viðstaddir biskupsvígsluna. — Hægra
megin á myndinni, framan við súluna, stendur séra Bjarni Jónsson,
vígslubiskup, og les ritningarorð á íslenzku.
— Séra Bjarni Jónsson
Framh. af bls. 11
sem næði hundruð kílómetra út
fyrir þann stað, sem sprengjunni
væri varpað á. Ef til styrjaldar
kæmi væri líka naumast ætlandi
að um einungis eina slíka spreng-
ingu yrði að ræða.
4. Sú staðreynd, að Danmörk
liggur þannig að hún hefur á
valdi sínu innsiglinguna til
Eystrasalts, leggur þunga ábyrgð
á herðar forystumanna hins
danska rikis, þar sem sú utan-
ríkisstefna, sem Danmörk fylgir,
hlýtur að snerta hagsmuni þeirra
landa allra, sem að Eystrasalti
liggja.
5. í staðinn fyrir að knýta
örlög Danmerkur við eina tii-
tekna hernaðarlega samsteypu,
sem ekki er til þess fallin, að
veita raunverulegt öryggi á meg-
inlandi Evrópu, þá ætti danska
ríkistjórnin heldur að treysta ör-
yggi Danmerkur á annan hátt, til
dæmis með alþjóðlegum ábyrgð-
aryfirlýsingum varðandi sjálf-
stæði landsins og helgi þess, þar
til að því kemur, að í Evrópu
verði komið upp sterku kerfi til
sameiginlegs öryggis, sem ábyrg-
ist friðsamlega þróun allra þeirra
landa, sem í því taka þátt.
Þetta voru helztu atriðin í
bréfi Búlganins til Dana, en efnið
er mjög svipað og í bréfinu til
Norðmanna að undanteknu því,
að Dönum er eindregið bent á
að ganga úr Atlantshafsbanda-
laginu.
UNDIRTEKTIR DANA
í Danmörku er ekki búizt við
að bréfinu verði svarað fljótiega.
Ríkisstjómin muni taka það ýtar
lega til meðferðar og ennfremur
sérstök utanríkismálanefnd, sem
er miklu stærri en hin venjulega,
og auk þess munu þingflokkarnir
sérstaklega taka svarið til með-
ferðar.
Á það er einnig bent, að bréfið
tii Norðmanna og Dana komi á
sama tíma og þess vegna sé eðli-
legt að rikisstjórnir Danmerkur
og Noregs hafi samráð áður en
þær svari.
Að kvöldi þess sama dags og
bréf Bulganins barst, hélt H. C.
Hansen ræðu í Stúdentafélaginu
í Kaupmannahöfn. Fundur þessi
hafði verið ákveðinn áður og stóð
ekki í neinu sambandi við bréf-
ið. Ráðherrann tók til máls og
fórust orð á þessa leið:
„Mér þykir leitt að ég get ekki
hér í kvöld komið inn á það
bréf, sem Bulganin forsætisráð-
herra Rússa hefur sent Dönum,
en bréf þetta mim verða gert
opinbert seinna í kvöld og birtist
í blöðunum í fyrramálið. Um
þetta er samkomulag, sem ég
verð að hlíta. En á það má benda,
að síðan Danmörk gekk í Atlants-
hafsbandalagið, hefur alltaf ver-
ið skýr stefna í dönskum utan-
ríkismálum. Við höfum aldrei að-
hafzt neitt í stjórnmálum okkar,
sem gæti borið vott um að við
hefðum árásir í huga gagnvart
einum eða neinum. Við höfum
lýst því yfir, að danskt land-
svæði megi ekki nota til at-
hafna, sem leitt gætu til árása.
Þessi stefna er óbreytt. Síðan árið
1945 höfum við fundið að ein-
stakt land, og sérstaklega ef það
er lítið, hefur enga möguleika
til þess að tryggja sig, eitt út af
fyrir sig, ef til styrjaldar kæmi.
Við höfum þess vegna gengið
inn í það samstarf, sem felst í
Atlantshafsbandalaginu. Dan-
mörk hefur alla tíð í utanríkis-
málum sínum viljað bera klæði
á vopnin og hefur gert allt sem
hún gat, þó lítið sé, til að hindra
að ný stórstyrjöld brytist út.
Þetta kom t. d. skýrt í ljós við
umræðurnar í London út af Súez.
Það er sannfæring mín, og er
sagt eftir beztu vitund, að það
er ekki mögulegt að koma nein-
um grun á Danmörku um það, að
hún hafi árás í huga eða muni
Ijá danskt land til árásar, eða
athafna, sem leitt gætu til árása.
Þetta sjónarmið verðum við að
undirstrika. Árið 1956 hafa gerzt
atburðir, sem ekki er unnt að
sjá til hvers kunna að leiða. Að
okkur hefur steðjað veruleg
styrjaldarhætta. En bæði gagn-
vart atburðunum við botn Mið-
jarðarhafs og í Ungverjalandi
höfum við reynt að komast hjá
öllu, sem leitt geti til styrjald-
ar. Tilvera Danmerkur og fram-
tíð byggist á því, að þróunin
verði í friðsamlega átt og það
er staðfest stefna Danmerkur að
halda sér við friðsamlega stjórn-
málastefnu. Þetta ber ekki að
skoða sem neitt svar við því
bréfi, sem mér hefur borizt, en
þetta er aðeins eðlileg hugleið-
ing, út af því sem fyrir hefur
borið“.
UNDIRTEKTIR ÞJÓÐARINNAIt
í Danmörku tekur almenning-
ur orðsendingu Rússa með fyllstu
rósemi, en bent er á að hér sé
ekki raunverulega um nýjar hót-
anir að ræða, þeim hafi áður ver-
ið beitt gagnvart öðrum. Það sem
snertir Dani verst er sú áskorun,
sem í bréfinu felst, um það að
Danir segi sig úr lögum við varn-
arsamtök hinna vestrænu þjóða
og taki upp hlutleysi, sem byggt
sé á pappírsgögnum, sem Danir
hafa bitra reynslu af hversu lítils
virði eru, þegar til alvörunnar
kemur og hafa Danir þar I huga
árás Þjóðverja á landið i sein-
ustu styrjöld.
í bréfi Bulganins felst heldur
ófimleg tilraun í þá átt að vekja
upp aftur gamla hlutleysiskerf-
ið og pappírssamningana, sem
stórþjóðirnar virða svo að vett-
ugi eins og glöggt kom í ljós i
seinni heimsstyrjöldinni.
RÚSSNESKAR KJARNORKU-
BÆKISTÖÐVAR VIÐ
EYSTRASALT
í dönskum blöðum og norsk-
um er sérstaklega á það bent að
■ nokkurs ósamræmis gæti í bréfi
J Bulganins, þegar hann skrifar
um að Rússar óttist að aðrar
þjóðir komi sér upp kjarnorku-
bækistöðvum á norsku og dönsku
landi, en sjálfir hafa Rússar gert
sér slíkar bækistöðvar í annarra
löndum, eða í Þýzkalandi, Pól-
landi og baltnesku löndunum,
sem eru í næstu nálægð við Norð
urlönd. Þessar bækistöðvar taka
við hver af annarri meðfram
allri strönd Eystrasalts frá
Finnska flóanum til Eistlands,
Rigaflóa og til Königbergs og
síðan með Eystrasaltsströnd
Þýzkalands allt til Peenemúnde.
Blöð á Norðurlöndum benda á
að það sé fyrst og fremst hinn
mikli vígbúnaður Rússa rétt við
landamæri Norðurlanda, sem
geri það að verkum, að þessi lönd
hafa gengið í Atlanashafsbanda-
lagið sér til öryggis.
^ramh. af bls. 3
tíma fyrirlestur. Forstjóri guð-
fræðideildarinnar bauð hann
velkominn, og þegar hann hafði
lokið máli sínu, flutti Hal Koch,
prófessor, honum þakkarorð og
minntist þess, að á þessu vori eru
50 ár síðan vígslubiskupinn varð
kandidat frá Kaupmannahafnar
háskóla.
Þegar Fuglsang-Damgaard,
Sjálandsbiskup frétti, að séra
Bjama og frú hans væri boðið
til Kaupmannahafnar, þá bauð
hann þeim hjónunum að vera
viðstödd biskupsvigslu í Frúar-
kirkju og bað séra Bjarna að að-
stoða við vígsluna. Var þarna
vígður hinn nýi Ríparbiskup,
Dons Cristénsen.
Þegar séra Bjarni kom til Kaup
mannahafnar og átti tal við Sjá-
landsbiskup, mæltist biskup til
þess, að séra Bjarni læsi ritning-
arorðin upp á íslenzku við
biskupsvigsluna, svo að það kæmi
skýrt fram, að hann væri þama
fulltrúi íslenzku kirkjunnar. —
Frú Áslaug var þarna viðstödd,
klædd íslenzka þjóðbúningnum.
Henni var fengið sæti við hlið
kirkjumálaráðherrans.
FYRIRLESTUR UM MINNING-
AR FRÁ ÍSLANDI OG
DANMÖRKU
Séra Bjarni hélt fyrir nokkr-
um dögum fyrirlestur í „Dansk-
islandsk samfund". Talaði hann
um sögulegar og persónulegar
minningar frá íslandi og Dan-
mörku. Var gerður mjög góður
rómur að máli hans. Prófessor
Niels Nielsen og Westgergaard
Nielsen tóku þarna líka til máls.
Ennfremur hefur séra Bjarni
flutt fyrirlestur á kirkjulegura
fundi í Hellerup, og frú Áslaug
hefur talað á samkomu í K.F.U.M.
Vígslubiskupinum hafa borizt
tilmæli úr ýmsum áttum, þ. á. m.
frá Árósaháskóla um að halda
fyrirlestra, en hann hefur orðið
að neita því vegna annara ákvarð-
ana.
Hafa þau hjón verið borin á
höndum og verið í heimboðum
hjá opinberum aðilum og einstakl
ingum bæði í Kaupmannahöfn og
úti á landsbyggðinni. Voru þau
m. a. hjá biskupinum í Óðinsvé-
um og á prestssetri úti á SjálandL
Hefur þessi för verið þeim hjón
um í alla staði til gleði og ánægju,
enda eiga þau marga vini og
kunningja í Danmörku.
Páll Jónsson.
Geisla permanent
er permanent hinna vand-
látu. Vinnum nú, aftur úr
afklipptu hári.
Húrereiðslustofan PERLA
Vitastíg 18A. Sími 4146.
BEZT 40 4VGLÝSA
1 MORGUNBLAÐINV
Tilkynning til iðnrekenda
Nr. 11/1957
Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið, að fram-
vegis sé óheimilt að hækka verð á innlendum iðn-
aðarvörum, nema samþykki verðlagsstjóra komi til.
Ennfremur skal því beint til þeirra iðnrekenda,
sem ekki hafa sent verðlagsstjóra lista yfir núgild-
andi verð, að gera það nú þegar. Ella verður ekki
komist hjá því ð láta þá sæta ábyrgð lögum sam-
kvæmt.
Reykjavík, 1. apríl 1957.
VERÐLAGSSTJÓRINN.
Tilkynning
Nr. 12/1957
Innflutningsskrifstofan hefír ákveðið, að fram-
vegis sé óheimilt að hækka verð á hverskonar þjón-
ustu nema verðlagsstjóra hafi áður verið send ýtar-
leg greinargerð um ástæður þær, sem gera hækkun
nauðsynlega. Greinargerð þessi skal send, að
minnsta kosti 2 vikum áður en fyrirhugaðri hækk-
un er ætlað að taka gildi.
Innflutningsskrifstofan hefir einnig ákveðið,
að þeir aðilar, er tilkynning þessi snertir, skuli þeg-
ar í stað senda verðlagsstjóra eða trúnaðarmönn-
um hans afrit af núgildandi verðskrám.
Reykjavík, 1. apríl 1957.
VERÐLAGSST JÓRINN.
Unglinga
vantar til blaðburðar við
Fálkagö'tu
Lindargötu
Laugaveg innsti hluti
Freyjugötu
íbúð til sölu
Glæsileg 4 herbergja íbúð í nágrenni Sundlauganna er til
sölu nú þegar. — Upplýsingar gefur (ekki í sima):
JÓN N. SIGURDSSON, hrl.
Laugaveg 10, Reykjavík.
Afgreiðslusfúlka
óskast í sælgætisverzlun. — Upplýsingar
xnilli 5—6 Aðalstræti 8, sími 6737.