Morgunblaðið - 02.04.1957, Síða 17

Morgunblaðið - 02.04.1957, Síða 17
Þriðjudagur 2. apríl 1957 M ú E r, v JV B T 4Ð1Ð Guðmundur Kolka mmnmg „DÁINN, horfinn“ — í blóma lífsins, aðeins 39 ára g*:nall. — Hann var fæddur í Reykjavík 21. okt. árið 1917, sonur Páls Kolka héraðslseknis á Blönduósi og konu hans, Guðbjargar Guð- xnundsdóttur Kolka. Ungur að aldri lauk hann burtfararprófi frá Verzlunarskólanum í Reykja- vík. Guðmundur Kolka var vel greindur, mikill hæfileikamaður og I bezta lagi fjölhæfur, einn af þessum mönnum, sem geta flest og eru aldrei of stórir til að vinna hin almennu störf. Vegna þess hvað hann var fjölhæfur og hugmyndaríkur urðu störf hans margþætt. Útgerð stundaði hann um langt skeið. Ég sem þessi minningarorð rita kynntist Guðmundi fyrst er hann kvæntist vinkonu minni, Ingi- björgu Jónsdóttur. Þau voru gefin saman 3. nóv. árið 1939. Þau eignuðust tvær dæt- ur: Guðbjörgu, sem nú er 16 ára og Ranghildi 14 ára. Guðmundur Kolka lézt af slysförum í Glas- gow í Skotlandi 23. marz síðastl. Þegar þau hjónin, Guðmundur og Ingibjörg, bjuggu á Blönduósi, dvaldi ég hjá þeim ár eftir ár í sumarleyfi minu — og fékk á þeim árum góð tækifæri til að kynnast Guðmundi Kollia. Voru þau kynni á þann veg að ég fékk miklar mætur á manninum. Hann var svo skemmtilega hisp- urslaus, hreinn og beinn, laus við alla smámunasemi, baknag og það hátterni, er minnkar menn mest í daglegri umgengni. Hann var dulur í skapi, tryggur í lund, góður heim að sækja og vinur vina sinna; fríður sýnum, glaður og reifur, fróður vel og skemmtilegur í samræðum. — Hann kunni skil á flestu er mannlífið varðar. Hin síðari árin bjuggu þau Guðmundur og Ingi- björg á Sindra við Nesveg. Það var gott að vera gestur þeirra hjóna. Heimilið var hlýlegt og gestrisni mikil. Og nú þegar heimilisfaðirinn hefir svo svip- lega og skyndilega verið á brott kvaddur er skarð fyrir skildi. Eg minnist eiginkonunnar, dætr- anna og svo foreldranna, sem eiga á bak að sjá einkasyninum. Það tekur oftast langan tíma að fylla það skarð er verður við fráfall húsmóður eða húsbónda hvers heimilis. En guð er misk- unnsamur. „Hendur hans græða.“ Það er hin mikla von lífsins. A þessari reynslunnar stundu sendi eg Ingibjörgu, dætrum hennar, foreldrum Guðmundar og öðrum aðstandendum innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðmundi þakka ég vináttu og tryggð. Guðrún SigurSardóítir. AKRANES AKRANES Húseign til siílu Tvær íbúðarhæðir í húsinu nr. 78 við Suðurgötu, eru til sölu nú þegar. Lausar til íbúðar 14. maí. íbúðirnar fást keyptar í einu lagi eða hvor um sig. Greiðsluskilmálar aðgengilegir. Allar upplýsingar gefur: Þórhallur Sæmundsson, bæjarfógeti, Akranesi. Skagfirðingafélagið í Reykjavík heldur Aðalskemmfun sína í Tjarnarcafé laugard. 6. apríl kl. 8,30 Skemmtiatriði: Gamanvísur: Hjálmar Gíslason Söngur: Sigurður Ólafsson Píanóleikur: Skúli Halldórsson Leikþáttur: Höskuldur Skagfjörð D a n s. Aðgöngumiðar verða seldir í Tjarnarcafé eftir kl. 2 á laugardag. NEFNDIN RIÍÐUGLER 3ja, 4ra, 5 og 6 min þykktir fyrirliggjandi r > EGGERT KRISTJANSSON & CO. HF. Okkur vantar vandaða stúlku 14—16 ára til starfa 2 tíma á dag. KAUPHÖLLIN Senditerðabifreið % tonn, smiðaár ’54—’56 (helzt Chevrolet) óskast til kaups. — Tilboð ásamt upplýsingum óskast send. í pósthólf 361 fyrir 5. apríl. Vanur bókhaldari óskast til þess að annast í aukavinnu bókhald og upp- gjör fyrir heildverzlun. — Tilboð merkt: „Aukastarf nr. 2509“ sendist afgr. blaðsins fyrir miðvikudagskvöld. Höfum kaupanda að góðu einbýlishúsi í Austurbæ. — Mikil útborgun, Fasteigna- og lögfræbiskrifsfofan Hafnarstræti 8 — Sími 81115 eða 5054. Til sölu Útvarpsgrammófónn, 14 lampa, „His Masters Voice" og vandað skrifborð er til sölu og sýnis af sérstökum ástæð- um að Skipasundi 13. Islenzk jólamerkjabók Bokin „íslenzk jólamerki“ er komin ut. Hefur reiti fyrir jólamerki, sem gefin hafa verið út í Rekjavík, Önundar- firði og á Akureyri. Verð bókarinnar er kr. 35.00. Send eftir pöntun hvert á land sem er. Haraldur Gunnlaugsson, Grettisgötu 92, Reykjavík. Látið okkur pussa golfin um leið og þau eru steypt GÓLFSLÍPUNIN Barmahlíð 33, sími 3657. PÍANÓ Nokkur góð píanó nýkomin. — Upplýsingar í síma 7505 í dag og næstu daga. Landsmálafélagið VÖRÐUR heldur fund í Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 3. apríl klukkan 8.30 e.h. Umræðuefni: KfúsnæðismáSin F rummælendur: Jóhann Hafstein, alþingismaður. Þorv. Garðar Kristjánsson, lögfræðingur Alh ^iáifetaoðisfólk velkomið meðan húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.