Morgunblaðið - 06.04.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.1957, Blaðsíða 2
2 M n p n rnv p r * n r p Laugsrcfagur 5. april 1557 Við mikla og góJSa aðsókn hefur Austurbæjarbíó undanfarið sýnt myndina „Stjarna er fædd“, þar sem þau Judy Garland, sem syngur þar mörg Iög, og James Mason fara með aðalhlutverkin. Nýtt frumvarp um Háskólann lagtfram Ýmis nýmœli sem veita stúdentum meira aðhald við nám og próf IGÆR var lagrt fram á Alþingi stjómarfrumvarp um Háskóla íslands. Frumvarpið er flutt samkvæmt tilmælum Háskólans og er samið af sérstakri nefnd, sem háskólaráð skipaði 1954 til þess að endurskoða lög og reglugerðir um Háskólann. Eru í þessu nýja frumvarpi sameinuð á einn stað og bálkuð fjöldi einstakra laga- fyrirmæla sem um Háskólann og kennslu við hann hafa gilt um alllangt skeið. Þá eru og þar allmörg nýmæli. — HUSSEIN Framh. af bls. 1. ákvörðun talin hnefahögg í and- lit hans. Enska blaðið Daily Express birti á miðvikudag skeyti frá fréttaritara sínum í Beirut þar sem sagt er, að hinn rauði „sportbíll" Husseins og einka- flugvél hans séu stöðugt til taks, FRETTIR I stuttu mciSí • í DAG komu 4 háttsettir egypzkir embættismenn til Róma borgar frá Kairó. Þeir neituðu að láta nokkuð uppi um tilgang far- arinnar, en kváðust halda áfram til Madríd eftir tvo eða þrjá daga. • ísraelsmenn hafa heitið á stórveldin að senda skip sín um Akaba-flóann til ísraels til að „prófa“ yfirlýsingar Arabaríkj- anna. Bandaríkin munu að lík- inðum senda skip um flóann ein- hvern næstu daga. ísrael hefur áveðið að senda skip um Súez- skurðinn jafnskjótt og önnur ríki hafa tekið upp reglulegar sigling- ar um hann. • Fjórir menn létust og þrír særðust alvarlega í fimm flug- slysum yfir Vestur-Þýzkalandi i dag. Fjórar flugvélanna voru bandariskar herflugvélar, en ein var ný þýzk orustuþota. • Aftaka óveður hefur geng- ið yfir Bandaríkin sunnanverð og valdið óhemju tjóni á eignum manna. Hafa ár flætt yfir bakka sína og skolað burt heilum byggðum. — Fronco Framh. af bls 1 hefur, en steínubreyting fal- angistahreyfingarinnar er þó upphaf frjálsari stjórnskipun- arhátta, því að hann ætlar sér hið sama hlutverk í spænsku þingræði framtíðarinnar, sem frjálslyndir vinstriflokkar hafa í nágrannalöndunum. Franco skýrir frá því að ein orsök umræddia breytinga sé deilur þær sem upp hafa komið og nýlega komust í hámæli milli falangista annars vegar og kon- ungssinna og kaþólsku kirkjunn- ar hins vegar. FRJÁLSLEGRI STJÓRNARHÆTTIR Það er álit kunnugra manna á Spáni, að Franco hafi nú tekið þessar ákvarðanir, sakir þess að hann sjái, að einveldi hans sé að liðast í sundur. Ekki muni líða mörg ár, þar til þjóðin knýi fram frjálslegri stjórnarhætti og þá geti svo farið, að jafnvel komm- únistar, anarkistar og sósíalistar nái aftur valdi á skoðunum mik- ils hluta þjóðarinnar nema til sé frjálslyndur og velviljaður mið- flokkur, sem almenningur geti treyst ef flytja þarf hann úr landi með litlum fyrirvara. Sagt er enn- fremur, að Hussein iðri þess nú sáran að hafa látið yfirmann Arabasveitanna, brezka herfor- ingjann Sir John Glubb „Pasja“, fara. „Nú hef ég engan, sem ég get treyst“, er haft eftir honum. HRUN FYRIR DYRUM Ef róttæku öflunum í Jórdaníu tekst að fá Hússein til að flytja í nýkeypt stórhýsi sitt á frönsku Riviera-ströndinni, er þess talið skammt að bíða, að hið veika ríki hrynji. Síðan Jórdanía sleit sambandi sínu við Bretland, fær hún ekki þær 12,5 milljónir sterlingspunda árlega, sem runnu | til hennar úr ríkissjóði Breta. Án þessa fjár stendur Jórdanía á barmi gjaldþrots. Að vísu hafa Egyptaland, Sýrland og Saudi- Arabía lofað að bæta Jórdaníu þetta upp, en bæði Egyptaland og Sýrland eru í sömu fjárþröng sjálf, svo það er bara Saud konungur, sem hingað til hefur sent nokkra skildinga í ríkis- kassa Husseins. SAMIÐ AF NEFND Ekki gefst kostur hér til þess að rekja til hlítar efni frum- varpsins, en það er mjög viða- mikið og fylgir því ýtarleg gi-ein- argerð. Nefndin sem frumvarpið samdi var skipuð prófessorum við Háskólann og sat fyrst undir forsæti próf. Ármanns Snævarr, en síðar undir forsæti dr. Benja- míns Eiríkssonar. Var frumvarp- ið síðan sent til umsagnar öllum deildum Háskólans og Stúdenta- ráði og gekk háskólaráð frá því til fullnaðar svo sem boðið er í lögum. EFNI FRUMVARPSINS 10 Frumvarpinu er skipt í kafla og fjalla þeir m.a. um hlut- verk og stjóm Háskólans. Er svo komizt að orði, að hann skuli vera vísindaleg rannsóknar stofnun og vísindaleg fræðslu- stofnun, er veiti nemendum sín- um menntun til þess að gegna ýmsum embættum og störfum í þjóðfélaginu. Þá eru greinar um háskólakennara og háskóladeild- ir, kennslu og nemendur, próf, doktora og meistara, stofnanir Háskólans og eigur hans, kenn araembætti og kennarastöður vi' skólann, og kennslu í lyfsölu fræði. f hinu nýja frumvarpi e bætt inn í ákvæði um stofnur prófessorsembættis í lyfjafræði. STÚDENTAR Á FUNDUM HÁSKÓLARÁÐS Um nýmæli er það helzt að segja að öðru leyti, að ákvæði eru í frumvarpinu um setu stúdenta á fundum háskólaráðs. Hefir það ekki tíðkazt áður, en þekkist m.a. í Noregi. Þess er getið greinargerð að lagt sé til að við- skiptafræðideild verði sjálfstæð deiid þegar þrjú föst kennara embætti hafa verið stofnuð við hana. Er og lagt til að breytt verði nafni á laga og hagfræði- deild og heiti hún hér eftir laga og viðskiptadeild. Háskóladeild er nú veitt heim- ild til þess að ákveða að munn- leg próf verði háð fyrir luktum dyrum, en hingað til hafa öll munnleg próf verið opinber. Nýmæli er einnig, að stúd- ent, sem fellur í prófi eða gengur frá því, skuli verða að þreyta prófið innan árs frá því er hami gerði fyrsíu tii- raun. Ef hann fellur þá í annað sinn eða gengur frá prófi er honum yfirleitt ekki heimilt að þreyta það á nýjan leik. Er þetta nýmæli, því að hingað til hafa menn getað farið eins ft í próf og þeir hafa viljað í lestum deildum. Skapar þetta ikvæði aðhald fyrir stúdenta, til ess að þeir haldi sig að námi. Þá segir og berlega í frum- /arpinu að unnt sé að áskilja lágmarkseinkunn fyrir tiltekna flokka námsgreina. Má skal nafn stúdentsins af háskólatali, ef hann hefir ekki sótt kennslu í tvö misseri. Þá eru og ný ákvæði í frum- varpinu um styrki handa ung- um, efnilegum mönnum, sem lok ið hafa prófi írá Háskólanum. Verði þeim veittar samkvæmt nánari ákvörðun. aukakennara- stöður um vissan tirna við Háskól ann. Er menntamálaráðherra veitt heimild til þess að koma á þessum stöðum. Bæiidafundur í Illégarði. | * REYKJUM, 5. april — Fyrir Kjarnorkustofnun Evrópu I nokkru síðan komu bændur úr ■ jm m r ^ ~ # Kjalarnesþingi saman á fund í fiJT DFGÍ&BGQCK STOFmSGÍDS Hlégarði, að tilhlutan Búnaðar- féiags Mosfeiishrepps og oísia Fullfrúar heiinar ræða við bandarísk stjórnarvöld Kristjánssonar ritstjóra. * Á fundinum mættu um-70 bænd TVTÝLEGA hafa þrir fulltrúar frá Evrópulöndum átt fimm daga ur, og voru þar tekin til umræðu i V viðræður í Washington við fulltrúa Bandaríkjastjómar um það hvaða aðstoð Bandaríkjamenn séu reiðubúnir að láta Evrópu í té við myndun Kjarnorkustofnunar Evrópu. STYRJALDARHÆTTA En hrynji Jórdanía, verður ástandið fyrir botni Miðjarðar- hafs enn alvarlegra en það er nú. Þá munu nágrannaríkin Saudi-Arabía, írak og Sýrland vilja fá hvert sinn bita, en ísrael mun líka gera tilkall til lands. Ekkert er ísraelsmönnum hug- leiknara en ná á sitt vald þeim hluta Jerúsalem, sem nú er í höndum Jórdaníu-manna, og út- rýma „fleygnum", sem gengur inn í ísrael milli Haífa og Tel Aviv og nær næstum út að Mið- jarðarhafi. Arabaríkin mundu ekki geta hindrað ísraelsmenn í að færa landamæri sín að sunn- an til árinnar Jórdan, en það kynni að leiða af sér nýja styrj- öld við ausínnvert Miðjarðar- haf. mál er vísað hafði verið frá Bún- aðarþingi til búnaðarfélaga og þeirra álits leitað. Frummælandi á fundinum var Kristinn Guð- mundsson á Mosfelli, en síðan hófust almennar umræður um málin og voru þær fjörugar. — Gerði fundurinn ýmsar sam- þykktir varðandi þessi mál. Gísli Kristjánsson ritstjóri, sýndi tvær fróðlegar kvikmynd- ir um meðferð mjólkur heima á búunum og um búvélar og hirð- ingu þeirra. Fundurinn var í alla staði hinn ágætasti enda vel mætt og fund- arboðendum til sóma. Þóttust sumir fundarmenn sjá hilla und- ir stofnun bændafélags, t. d. í líkingu við það sem starfar norð ur í Eyjafirði. Ákveðið var að efna til fundar aftur seinna í vor og var Bún- aðarfélagi Kjalarneshrepps falið að annast undirbúning hans. —Jón. RÆDDU VIÐ DULLES Evrópumennirnir þrír eru Þjóð verjinn Franz Etsel, sem er einn framkvæmdastjóri Stál- og kola- samsteypunnar evrópsku, Louis Armand forstjóri frönsku ríkis- járnbrautanna og Francisco Gior- dani, frá Ítalíu, sem er próíessor í kjamorkuvísindum. — Henri Spaak framkvæmdastjóri NATO tók einnig þátt í viðræðum um þessi mál við fulltrúa Banda- ríkjastjórnar. Þeir áttu meðal annars fund með Dulles utanrík- isráðherra. SPOR TIL SAMEININGAR Franz Etsel skýrði fréttamönn- um svo frá, að viðræðumar hefðu snúizt bæði um stjómmálaleg og efnahagsleg sjónarmið í sam- bandi við myndun Kjamorku- stofnunar Evrópu. Kvað hann Dulles hafa verið mjög hliðholl- an þessu máli, enda litu Banda- Læknirinn „er annað og nteira Snilldarlýsing í Þjóðviljanum ríkjamenn svo á að stofnun þessi væri spor í áttina að sameiningu Evrópu. ÞÖRF EVRÓPU Hann kvað Bandaríkjamenn þegar hafa öðlazt mikla reynslu í hagnýtingu kjarnorkunnar ril raforkuframleiðslu og á annan hátt til friðsamlegra nota. Væníu Evrópuþjóðir sér góðs af róð- leggingum og annarri aðstoð frá Bandaríkjunum í þessu efni. En þörf Evrópumanna fyrir að færa sér kjarnorkuna í nyt færi vax- andi með hverju ári. ðannfærður kvaðst har.n og um það að vænta mætti mikilla vísindaiegra fram- fara samfara hagnýtingu kjarn- orkunnar sem orkugjafa. Myndu vísindamenn Evrópu þá samtím- is fá bætta aðstöðu til rannsókna á notkun geislavirkra efna. Er þess vænzt að Kjarnorkustofnun Evrópu hefji starfsemi sína eftir tvo mánuði. íí „Gilifrult" í Rvík EINS og kunnugt er hefur kvik- myndin Gilitrutt verið sýnd und- anfarnar 6 vikur í Bæjarbíói í Hafnarfirði, en myndin var frum sýnd 23. febrúar s. 1. Á þessu tímabili hafa 11 þús. sýningargestir séð myndina. í gær hófust sýningar í Aust- urbæjarbíói í Reykjavík og verð- ur myndin sýnd í dag og sunnu- dag. Undanfarnar helgar hefur myndin verið sýnd á nokkrum stöðum úti á landi, svo sem Kefla vík, Vestmannaeyjum og Sand- gerði, og um þessa helgi verður hún sýnd á Akureyri- sem hvergi á betur heima en þar Ileikdómi Þjóðv. í gær um leik- ritið Doktor Knock, sem Þjóð leikhúsið er farið að sýna bregður greinarhöfundur, Ásgeir Hjart- arson, upp mynd af lækninum, sem „er annað pg meira“. Er sú lýsing snilldarleg og hvergi á hún betur heima en einmitt í Þjóðviljanum, en við lestur þessa kafla úr ritdóminum geta svo lesendur velt því fyrir sér hvers vegna. Á. Hj. skrifar: „Og doktor Knock er annað og meira en tröllaukinn svik. ari og frekjumaður í lækna stétt, hann er fylltur sönnu trúarofstæki, heilagri köllun, lækningar og sjúkdómar eru honum árátta og rótgróin hug- sjón, sjálfur tilgangur lífsins. Hann er ímynd þeirra póli- tísku og andlegu skottulækna sem of margir og voldugir hafa gerzt á síðari árum, manna sem reynt hafa að sefja heilar stéttir og þjóðir, steypa þær í mót kenninga sinna, beygja þær undir vald sitt með illu og góðu — hann er óhugnanlegt fyrirbæri, hættulegur maður“. Myndin er af Carlos P. Garcia, hinum nýja forseta Filippseyja, sem tók við embætti, er Magsay- say forseti lét lífið í flugslysi á dögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.