Morgunblaðið - 06.04.1957, Blaðsíða 12
12
MORGWNBLAÐIÐ
Laugardagur 6. april 1957
FRÁ S.U.S. RITSTJÓRAR: GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON OG SVERRIR HERMANNSSON
Góð/V gestir:
Peter Freuchen heintsœkir ísland
í boð Stúdentafélags Reykjavíkur
HINN frægi landkönnuður,
Peter Freuchen, kom hingað til
lands s.1. miðvikudag í boði
Stúdentafélags Reykjavíkur. í
tilefni af heimskón hans þykir
Æskulýðssíðunni hlýða að
birta einn kafla úr bók hans
„Æskuár mín á Grænlandi“,
sem út hefur kornið á ís-
lenzku í þýðingu Halldórs
Stefánssonar, rithöfundar. —
Kaflinn fer hér á efíir og
nefníst: Hungur.
ÉG VAR einn á ferð og fótgang-
andi, en ekki xneð neinn sleða
í eftirdragi. Þannig gekk ég
lengi, lengi, upp brekkur og of-
an í lægðir. Sulturinn skerpir
öll skilningarvit, og þótt hreyf-
ingar mínar mættu teljast ósjálf-
ráðar, og ég væri allt of þreytíur
til þess að setjast og hvíla mig,
þá starfaði heili minn með óeðli-
legum hraða.
Þetta var á Grænlandi, lengst
norður á Grænlandi. Við höfð-
um farið upp á jökulinn til þess
að safna sýnishornum af jarð-
myndunum, og drógum alltaf
sjálfir sleðann okkar, hundarnir
hefðu aðeins orðið til tafar.
Sleðinn þyngdist því meira sem
við tókum fleiri sýnishorn. Menn
sjá fleira, ef þeir eru sjálfir drátt-
arskepnur, en þegar þeir verða
að beina allri athygli að hund-
unum.
Það var áður búið að flytja
vistir og steinolíu handa okkur
upp á jökulinn, en þegar við
komum að forðageymslunni, sá-
um við, að bjarndýr hafði komið
þangað á undan okkur. Ófétið
hafði rifið í sig allar vistirnar,
jafnvel hin niðursoðnu matvæli
hafði það étið, með því að tyggja
dósirnar með öllu saman. Það
hafði einnig lagt sér til munns
steinolíubrúsann, en þótt bragð-
ið bölvað, og því löðrungað hann
svo, að hann hafði lekið.
Á þessum slóðum sáust hvorki
sauðnaut né hérar, ekki svo mik-
ið sem rjúpur, og björninn, sem
vitjaði forðageymslunnar á und-
an okkur, gerði sér ekki það ó-
mak að bíða eftir því, að við
hefðum hann í soðið.
Við héldum því af stað og brut-
umst gegnum snjóskaflana, fet
fyrir fet, með soltna maga og
skelfinguna vofandi yfir okkur.
Silarnir skárust inn í axlir okk-
ar, og hungrið nagaði innyflin.
Þannig gengum við í tvo daga
— þrjá daga. Fyrsta sólarhring-
inn, sem menn svelta, eru þeir
uppstökkir og geðvondir, annan
daginn þjakaðir, en á þriðja degi
verður líðanin skárri, þá eru
menn aðeins þreyttir, og maginn
hættir að gnauða. Fjórða sólar-
hringinn og hinn f immta-------.
Þegar við áðum, lögðust fé-
lagar mínir óðar til hvíldar, því
að matseðill okkar var ekki girni
legur. Skinnólar og skóbætur er
óþverraréttur. Ég hélt mig vera
hraustastan, og lagði því af stað
til að reyna að útvega okkur
eitthvað matarkyns. Þess vegna
gekk ég nú hér aleinn með byssu
mína og var að minnsta kosti
laus við að horfa á andlit íöru-
nauta minna.
Ég gekk og gekk. Sums staðar
sá ég héraspor og för eftir hrein-
dýr og rjúpur, en ekkert kvikt
var að líta. Ég þrammaði upp
og niður brekkurnar og hafði
enga löngun til að snúa aftur
Höfundurinn, daginn sem „Dan-
mörk“ lagði af stað til Austur-
Grænlands árið 1906.
og horfa upp á vonbrigði hinna
þriggja félaga minna. Að lokum
kom ég auga á héra. Ég er sann-
færður um, að ég mundi ekki
hafa tekið eftir honum ,hefði ég
ekki verið svona banhungraður.
Þetta var elskulegt, hvítt kríli,
sem enga reynslu hafði af inn-
ræti manna, en horfði forvitnis-
laust á mig og hélt áfram að
borða. Þegar honum fannst ég
vera kominn fullnærri, tók hann
til fótanna, en ég skaut um leið
og hann hvarf fram af kletta-
brún. Þar fyrir neðan fann ég
hann dauðan.
Mér var innanbrjósts eins og
mér hefði verið bjargað úr sjáv-
arháska, þegar öll von rnín um
björgun var úti. Ég snaraði hér-
anum á öxl mér og fór að hugsa
um, hve mikils virði þessi feng-
ur væri fyrir okkur. Heimskauts-
héri er kringum fjögur kíló að
þyngd. Fullur pottur af kjöti
og súpa handa fjórum mönnum.
Ég varð frá mér numinn af gleði
og fannst ég ekki hafa borðað
mig saddan mánuðum saman. Ég
var blátt áfram máttlaus af æs-
ingi, settist á stein og hugsaði
um máltíðina, sem í vændum var.
Ættum við að borða allt í dag,
eða geyma eitthvað til morguns?
Betra mundi vera að borða sig
vel saddan, og hraða svo förinni
til næstu forðageymslu. Hugsan-
legt var einnig, að okkur auðn-
aðist að skjóta eitthvað til mat-
ar á leiðinni. Fyrir stuttu var
hungur mín eina kennd. En sú
staðreynd, að ég hafði skotið
héra, kom mér til að gera hverja
framtíðaráætlunina á fætur ann-
arri. Loks stóð ég á fætur, hér-
inn var þungur og gerði mér
gönguna erfiða. Þá datt mér í
hug, að hann yrði léttari, ef ég
tæki innan úr honum. Undir
þeirri hugsun leyndist löngunin
í að borða hina ágætu lifur hráa
og lungun, og þurfa ekki að deila
því lostæti við þá, sem lágu
hungraðir í tjaldinu. Svo roðn-
aði ég af blygðun yfir því að
detta í hug að svíkja þannig
félaga mína, en litlu síðar varð
ég að hvíla mig aftur, og þá greip
mig tvíefld freisting. Hafði ég
ekki sjálfur skotið þennan héra?
Og auk þess mundi ég verða
stæltari og þolbetri en hinir, ef
ég borðaði mig saddan nú. En
samtímis var mér það Ijóst, að
fengi ég mér einn munnbita,
mundi ég ekki geta hætt, fyrr
en allur hérinn væri uppétinn.
Ef ég æti hann nú upp til agna!
Ég þurfti aldrei að segja félög-
um mínum frá því, að ég hefði
skotið héra . . .
Ég harkaði af mér og hélt
áfram ferð minni, en aldrei
gleymi ég þeim innri röddum,
sem öskruðu til mín við hvert
fótmál. Svo fór ég að syngja, til
þess að yfirgnæfa hinar heimtu-
freku hugsanir sem áttu rót sína
að rekja til magans. Ég bæði söng
og grét til að forðast þá freist-
ingu að stela matnum frá félög-
um mínum. Það reyndi svo á mig,
að ég gat naumast gengið. í
hvert skipti, sem ég datt af
þreytu, gat ég ekki annað en
hugsað um hungurkvalir mínar.
Svo fór ég að telja mér trú um,
að óhætt væri fyrir mig að skera
lappirnar af dýrinu og naga þær.
Ég var sannfærður um, að eng-
inn æti héraeyru, því gæti ég
skorið þau af og brutt þau. Loks
ákvað ég að hætta þessari bar-
áttu, ég gæfist upp og borðaði
allt saman einn, játaði síðan fyr-
ir sjálfum mér, að ég væri ekki
hæfur til ferðalaga í Norður-
heimskautslöndunum, hyrfi heim
til Danmerkur og héldi þar kyrru
fyrir. Eftir þessa ákvörðun varð
ég rólegri og sagði við sjálfan
mig: — Þetta skal ég gera, en
ég ætla að láta það bíða, þangað
til ég kem upp á næstu brekku-
brún. Einhverra hluta vegna,
fannst mér ekki heppilegt að
borða á þessum stað ,ég ætlaði
að finna annan betri. Þannig
gekk ég um stund og gabbaði
maga minn, en ég vissi samt, að
ég mundi ekki afbera þetta til
lengdar. Ein hæð ennþá — svo
varð það að gerast. En þaðan
sá ég einmitt ofan í dalverpið,
þar sem tjaldið okkar var, lítill,
hvítur depill, sem bar í dökka
hamrana. Það forðaði mér frá því
að verða þjófur. Þarna sváfu
félagar mínir, í þeirri fullvissu,
að ég mundi koma til þeirra
færandi hendi. Ég var sem hrif-
inn úr klóm Heljar. Mér er ó-
hætt að fullyrða, að ekkert hefði
getað hindrað mig í að svíkja
Frá félögum S.U.S. I.:
FRÁ því var sagt hér á síðunni fyrir nokkru a'ð stjóm S.U.S.
hefði ákveðið að birta helztu fréttir af því, sem gerist hjá
hinum einstöku félögum er standa að Sambandi ungra Sjálfstæðis-
manna. Vinnur sambanðsstjórnin að því að koma á nánari sam-
vinnu við hin einstöku félög um land allt, og verða þessir frétta-
pistlar teknir saman í sambandi við það starf.
Stjórnir félaganna innan S.U.S. eru beðnar að greiða fyrir þessari
starfsemi á allan hátt, m. a. með því að útvega myndir. Þá er
ástæða til að minna stjómir félaganna á að svara sem fyrst bréfum
sambandsstjórnarinnar.
Mikill óhugi meðul ungiu
Sjúlfstæðismunnu í Kópuvogi
EINS og getið var um á sínum
tíma hér á síðunni var að frum-
kvæði stjórnar S.U.S. þann 4.
okt. sl. stofnað í Kópavogi félag
ungra Sjálfstæðismanna er hlaut
Eitt fyrsta verkefni félagsstjórn
arinnar var að auka tölu félags-
manna og vinna að annarri út-
breiðslustarfsemi fyrir það. Ár-
angurinn af því starfi hefur orð-
ið mjög góður, en tala félags-
manna hefur aukizt úr 25 í 70 á
þessu stutta tímabili og sýnir það
glöggt, hve fylgi Sjálfstæðis-
flokksins fer vaxandi í Kópavogi.
Skömmu eftir áramót hélt fé-
lagið fund og var frummælandi
Sigurður Bjarnason, alþingismað
ur. Umræðuefnið var stjórnmála-
viðhorfið. Á eftir voru frjálsar
umræður og tóku allmargir til
máls og kom glöggt fram í ræðum
manna vaxandi andúð allrar al-
þýðu manna á ríkisstjórninni.
Ennfremur hélt félagið skemmt
un í febrúar sl.
Týr, F.U.S. hefur ennfremur
verið aðili að ýmissi sameigin-
legri starfsemi Sjálfstæðisfélag-
anna í Kópavogi. Var t.d. hald-
inn fjölmennur fundur, fyrir
stuttu, þar sem Ólafur Thörs
flutti glöggt erindi um stjórn-
málaviðhorfið. Ennfremur hefur
félagið staðið að undirbúningi
nafnið „Týr“, F.U.S. Enda þótt
félag þetta sé ungt að árum hefui
það þegar tekið upp margþætta
félagsstarfsemi og er mikill
áhugi ríkjandi innan félagsins.
sameiginlegrar árshátíðar Sjálf-
stæðisfélaganna, sem haldin var
í gærkvöldi.
Eitt af aðalverkefnum félags-
ins núna, er vinna í sambandi
við skrifstofu, sem Sjálfstæðis-
félögin í Kópavogi eru um það
bil að opna. Er það mikill styrk-
ur fyrir félögin, en húsnæðis-
skorturinn hefur aðallega háð
starfsemi þeirra hingað til. Sam-
komuhús fyrir stærri fundi og
skemmtanir er enn ekkert í
Kópavogi.
Ungir Sjálfstæðismenn í Kópa-
vogi horfa nú fram á vaxandi
fylgi flokksins á staðnum og er
enginn vafi á því, að þáttur Týs,
F.U.S. í þeirri fylgisaukningu er
mikill. Félagarnir eru staðráðnir
í að berjast ötullega fyrir þeim
hugsjónum frelsis og framtaks
er Sjálfstæðisflokkurinn heldur á
lofti.
í stjórn Týs eru:
Kristinn Wíum, formaður; Bald
ur Sigurgeirsson, Birgir Á. Guð-
mundsson, Einar Einarsson, Edda
Baldursdóttir, Magnea Vattnes,
Sigurjón Valdimarsson og Pálmi
Lórensson.
félaga mína og éta frá þeim
matinn, ef ég hefði ekki á þess-
ari stundu komið auga á tjald-
ið. Og hvernig hefði ég þá, síðar
á lífsleiðinni, átt að geta litið
framan í nokkurn mann.
Félagar mínir sáu mig tilsýnd-
ar og þustu á móti mér með fagn-
aðarópum. Ég var nærri því far-
inn að hrína af geðshræringu og
harkaði þó af mér, en þeir
kveiktu eld og fóru að matbúa.
Tjaldið okkar stóð á flöt, þakinni
rjúpnalaufi, hinu ágætasta elds-
neyti norðursins, lítilli jurt, sem
vex í stórum breiðum og logar
jafn vel, hvort sem hún er notuð
nýreytt eða þurrkuð, og eldinn
má fela með öskunni í fullan sól-
arhring. Förunautar mínir, sem
voru Ameríkumaður, Eskimói og
Dani, höguðu sér eins og komið
væri aðfangadagskvöld jóla. En
loks þegar hérinn var soðinn og
við fórum að borða kjötið og
súpuna, gerði ekki betur en mat-
urinn bragðaðist mér.
í löndum Norðurheimskauts-
ins eiga allir störfum að gegna,
eins og annars staðar í heiminum,
en auk þess verða menn að heyja
þrotlausa baráttu til þess að
draga fram lífið. Hartnær allt
er undir einstaklingnum komið,
leggi hann ekki fram sína ýtr-
ustu krafta, er úti um hann, og
mistök einstaklingsins geta orðið
félögum hans örlagarík, eigi síð-
ur en honum sjálfum. Ég hef
oft heyrt haldið fram þeirri skoð-
un, að heimskautafarar séu menn,
sem séu ekki færir um að kom-
ast af annars staðar. Þetta kann
að eiga við suma þeirra, en sá
sem hefur ekki skapfestu og stál-
vilja, bjargast aldrei til lengdar
norður undir heimskautsbaug. Ég
hef séð margt hreystiverkið unn-
ið á þeim slóðum af leiðangurs-
mönnum, og þó oftar af Eskimó-
um, kynnzt kyrrlátri hugprýði,
sem vart þekkist eða er þörf á í
menningarlöndunum. Norður þar
er þetta hversdagsleg dyggð. Það
er mín reynsla, að enginn maður,
sem ber ekki fullt traust til sjálfs
sín, ætti að ráðast til norður-
farar.
Tilviljun ein réði því, að ég
gerðist heimskautsfari. Ég hafði
enga sérstaka hæfileika til þess
í upphafi, enga brennandi þrá,
enga köllun. Þegar ég lít yfir far-
inn veg, sé ég í anda ungan, ó-
reyndan pilt, þreyttan á tilbreyt-
ingarleysi hversdagslífsins, heill-
aðan af ævintýrum og hetjusög-
um um norðurfara. Ég hafði enga
hugmynd um þær kröfur, sem
gerðar yrðu til mín. Ég kynntist
þeim ekki fyrr en seinna.
Þegar ég var drengur, hneigð-
ist allur hugur min að sjó-
mennsku. Ég lék mér að staðaldri
við höfnina og notaði tómstundir
mínar til þess að sigla út á Sund.
Átta ára gamall eignaðist ég
fyrsta bátinn minn, og skóla-
gangan varð mér erfið ganga,
vegna þess að ég gat þá ekki
komizt út á sjóinn. Náttúrufræði
var hið eina, sem ég hafði veru-
legan áhuga á, en það þótti ekki
álitlegt nám, með framtíðarstarf
fyrir augum. Ég var duglegur að
safna náttúrugripum, en áhuga-
mál mín voru á dreif, surnir
mundu hafa kallað mig stað-
festulausan, og það var ekki fyrr
en þroski og aldur knúðu mig
til þess, að ég tók ákvörðun um,
hvað ég ætlaði að verða og inn-
ritaðist í læknad. Háskóla
Khafnar. Ég var iðnari og námfús
ari en allur fjöldinn, las líffæra-
fræði og kynnti mér starfið á
sjúkrahúsunum. Kennarar mínir
og prófessorar höfðu álit á mér.
Hendur mínar, sem verið höfðu
hrjúfar og veðurbitnar, urðu hvít
ar og mjúkar. Mér var boðið inn