Morgunblaðið - 06.04.1957, Qupperneq 16
16
MORGVTSBLAÐIÐ
■Laugardagur 6. apríl 1957
1 A eftir 1 I
[ nustan pj John 7 •
fe Steinbeck l
i R-tlt _8
aldrei athygli á sér, mælti aldrei
orð af munni, nema þegar á hana
var yrt, gerð' það sem hún átti
að gera og ekki meira. Og hún
sóttist aldrei eftir neinum frama.
Hún var aðeins óbreyttur hermað-
ur í öftustu fyikingarröð. Lífið
allt fannst henni svo mikið auð-
veldara meö því móti. Og Alice dró
sig alltaf meira og meira í hlé,
unz hún varð naumast sýnileg.
En það voru drengirnir, sem
harðar urðu úti. Cyrus hafði feng-
ið þá bjargföstu skoðun, að her-
mennskan — að vísu engan veg-
inn al-fullkomin — væri hið eina
starf, sem samboðið gæti kallazt
heiðarlegum karlmanni. Hann
harmaði þáð að tréfóturinn skyldi
verða orsök þess, að herþjón-
ustu hans lauk svo brátt og hann
□----------------□
Þýðing:
Sverrir Haraldsson
□----------------□
gat ekki hugsað sér neitt betra
hlutskipti sonum sínum til handa,
en það að gegna herþjónustu.
Hann áleit, að hermennskuna ættu
menn að læra allt frá rótum og
byrja sem óbreyttir dátar, eins og
hann sjálfur. Þá vissu menn hvað
það var sem mestu máli skipti,
ekki úr skýrslum og bókum, held-
ur af dýrmætri eigin reynslu.
Hann kenndi þeim hin réttu hand
tök, áður en þeir kunnu fyllilega
að ganga. Er þeir byrjuðu að
ganga í skólá, voru æfingarnar í
að ganga í röð og takt jafn nauð-
synlegar og það að anda. Hann
var drengjunum mjög strangur
kennari og sló taktinn með spýtu,
er hann barði í tréfótinn. Hann
lét þá ganga langar vegalengdir;
með bakpoka fulla af steinum, til
þess að styrkja bakið og herðarn-
ar. Og hann æfði þá í skotfimi,
úti í skógarrjóðrinu, handan við
húsið.
2.
Þegar barn sér hina fullorðnu
út, í fyrsta skipti, þegar sú vitn-
eskja fæðist í litlu, alvörugefnu
barnshöfði, að hinir fullorðnu séu
ekki gæddir alveg takmarkalausu
viti, að skoðanir þeirra séu ekki
alltaf skynsamlegar, að ákvarðan-
ir þeirra séu ekki ávallt réttmæt-
ar, þá verður heimur barnsins
ömurlega auður og tómur. Guð-
irnir eru fallnir úr hásætum og
aílt öryggi horfið. Og eitt er víst,
þegar um fall guðanna ræðir:
Þeir falla ekki hægt og hávaða-
laust úr sessi, heldur hrynja með
dunum og dynkjum, molna í þús-
undir smáagna; springa, sökkva.
Það er vonlítið og langvinnterfiði
og áreynsla að endurreisa þá og
það er naumast mögulegt, að láta
þá lýsa og skína að nýju. Og heim
ur barnsins verður aldrei samur
og áður. Það er sársaukafullt og
ömurlegt að vaxa á þann hátt.
Adam sá í gegnum blekkingar-
hjúp föður síns, sá hann eins og
hann raunverulega var. Ekki
vegna þess, að faðirinn breyttist,
heldur var orsökin sú, að Adam
öðlaðist nýjan eiginleika sjálfur.
Hann hafði alltaf hatað aga, eins
og hver skynigædd manneskja ger-
ir — en hann var réttlátur og
óhjákvæmilegur, eins og misling-
ar. Það stoðaði ekki að bölva hon-
um, maður gat aðeins hatað hann.
Og svo — það skeði í einni svip-
an — skildi Adam að uppeldisað-
feið föðursins hafði aðeins þann
eina tilgang að fullnægja honum
sjálfum. Æfingarnar og þjálfunin
voru ekki framkvæmdar drengj-
anna vegna, heidur aðeins til þess
að Cyrus gæti sýnt sig sem mik-
inn mann. Og jafnframt varð
Adam það ljóst, að faðirinn var
alls ekki mikill maður, heldur
viljasterkur og stefnufastur lítill
maður, sem reyndi að sýnast meiri
og stærri en hann raunverulega
var. Hver veit hvers vegna slíkt
gerist, — eitt tillit sem kemur upp
um sig, lygi sem séð verður út,
andartaks hik? — og þar með fell-
ur guðinn úr sessi og molnar mjöl
inu smærra í vitund barnsins.
Adam var alltaf hlýðið barn.
Það var eitthvað innra með hon-
um, sem sneiddi hjá ofríki, ribb-
aldaskap, ófriði, deilum og hinum
eyðandi ömurleika, er getur lam-
að heimilið. Hann reyndi að nálg-
ast þann frið og þá kyrrð, er hann
þráði, með því að sýna aldrei mót-
þróa og til að geta það, varð hann
að draga sig í hlé og vera þög-
ull. Þannig sveipaði hann tilveru
sína hjúpi afskiptaleysis og fá-
leika. Þetta vemdaði hann ekki
fyrir árásum, en gerði hann hins
vegar að vissu marki ósæranleg-
an.
Charles, hálfbróðir hans, sem
aðeins var rúmu ári yngri, hafði
erft öryggi og sjálfstraust föður-
ins. Hann var hinn fæddi bardaga
maður, hugaður og snarráður og
gæddur hinni óbugandi löngun til
þess að sigra og yfirvinna alla
aðra. — Löngun, sem leiðir til
happasæls árangurs hér í heimi.
Charles var Adam jafnan
fremri, hvort sem um var að ræða
dugnað, afl eða glöggskyggni og
honum veittist það svo auðvelt að
hann hætti brátt alveg að hafa
nokkuð gaman að því og varð
hann þá að leita sér sæmri keppi-
nauta meðal annarra barna.
Þannig skapaðist eins konar
gagnkvæm hollusta á milli drengj-
anna, en hún líktist fremur sam-
bandi á milli bróður og systur, en
sambandi milli tveggja bræðra.
Charles slóst við hvem þann strák,
sem stríddi Adam eða skoraði
hann á hólm og oftast bar hann
sigur úr býtum. Hann laug, til
þess að vernda Adam fyrir harð-
leikni og ruddaskap föðurins og
það kom jafnvel fyrir, að hann
tók sökina á sig, þegar á reyndi.
Gagnvart bróðurnum fann Char-
les til þeirrar verndarskyldu er
menn hafa gagnvart þeim sem
ósjálfbjarga eru, blindum hvolp-
um og nýfæddum börnum.
Adam starði út úr hinu hjúp-
aða hýði sínu a manneskjurnar,
sem byggðu hans heim. Faðirinn,
einfættur náttúrukraftur, sem
einungis gegndi því hlutverki að
láta litla drengi finna til enn
meiri smæðar og heimska drengi
þekkja sína eigin flónsku, en síð-
ar — þegar guðinn var fallinn og
að engu orðinn, leit hann á föð-
urinn sem nokkurs konar lög-
regluþjón, eins konar grílu, sem
hægt var að laumast í burtu
frá, en ekki andmæla eða
rísa gegn. Og Adam sá Charles
hálfbróðir sinn eins og einhverja
ærði veru, annars eðlis, gáfaða,
með vöðva og afl, hraða og vask-
leika, — veru til að dást að, en
sem maður gat yfirleitt ekki líkt
sjálfum sér við. Ekki gat hann
heldur trúað honum fyrir leynd-
armálum sínum — sagt honum
frá þránni, hinum óljósu draum-
um, fyrirætlunum og hinni hljóðu
gleði, sem einveran hafði að bjóða.
Þá hefði honum alveg eins getað
dottið í hug að trúa einhverju
fallegu tré eða fljúgandi fasan
fyrir hugsunum sínum.
Adam dáðist að Charles á lík-
an hátt og kona dáist að skínandi
gimsteini og hann treysti á bróíC
urinn, eins og konan treystir 4
glit gimsteinsins og það sjálfsör-
yggi, sem verðgildi hans skapar.
En ástrhollusta, blíða — allt slíkt
voru fjarstæð hugtök í þessu sam-
bandi.
Gagnvart Alice Trask bjó
Adam yfir tilfinningum, sem helzt
líktust ákafri blygðun. Hún var
ekki móðir hans — það vissi hann,
af því að það hafði hann oft feng
ið að heyra. Ekki vegna þess, að
slíkt væri sa~t berum orðum, held-
ur sökum tónsins, sem annað var
sagt í, vissi hann að hann hafði
átt móður og að hún hefði gert
eitthvað svívirðilegt, eins og t. d.
að gleyma að gefa hænsnunum.
Og það var hennar sök, að hún
var nú ekld hér. Adam hugsaði
oft sem svo, að ef hann gæti bara
komizt að því, hvers konar synd
hún hefði framið, þá skyldi hann
líka syndga — og ekki vera hér
lengur.
Alice gerði engan mun á drengj-
unum og var alveg jafngóð, eða
jafnafskiptalaus, við þá báða,
þvoði þeim og gaf þeim mat, en
lét föðurinn um allt annað, enda
hafði hann þráfaldlega gefið það
til kynna, skýrt og skorinort, að
uppeldi drengjanna væri alget'lega
hans hlutverk. Hann fól hvorki
hrós né ávítur öðrum til fram-
kvæmda. Alice kvartaði aldrei og
hún var ekki ein þeirra sem
skammast. eða hlær eða grætur.
Munnur hennar var eins og mjótt
strik, sem aldrei gaf neitt til
kynna. En eitt sinn, þegar Adam
var lítill, kom hann hægt og hljóð-
lega inn í eldhúsið og Alice varð
hans ekki vör. Hún sat við að
bæta sokka og hún var brosandi.
Adam læddist jafnhljóðlega út úr
eldhúsinu aftur og hélt út í skóg-
arrjóðrið, þar sem hann átti ör-
uggt fylgsni, bak við gildan eik-
arstofn. Hann settist niður, inni
á milli rótanna og hann hefði ekki
orðið skelfdari þótt hann hefði séð
hana alveg nakta. Hann andaði ört
og slitrótt. Alice hafði verið nak-
m —•' hún hafði brosað. Að hún
skyldi geta verið svona léttúðug.
Og hann hugsaði um hana með
SBlltvarpiö
Laugardagur 6. apríl: '
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 Heimili og
skóli: Ragnheiður Möller formað-
ur Foi-eldrafélags Laugarness-
skóla talar við kennara þar. 16,30
Veðurfregnir. — Endurtekið efni.
18,00 Tómstundaþáttur barna og
unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Út-
varpssaga barnanna: „Steini í Ás-
dal“ eftir Jón Björnsson; X. —
sögulok (Kristján Gunnarsson
yfirkennari). 18,55 Tónleikar —
(pl.). 20,30 Tónleikar: Söngur
frá tveimur fyrstu áratugum ald-
arinnar. Guðmundur Jónsson flyt
ur skýringar. 21,10 Leikrit: „Rödd
úr þjóðbraut" eftir Hans Lyngby
Jepsen, í þýðingu Elísar Mar. —.
Leikstjóri: Lárus Pálsson. 22,10
Passíusálmur (42). 22,20 Danslög
(plötur). 24,00 Dagskrárlok.
Ferðatöskur
UligiJrTl
/R\
Oo
(R
biMJliSiAOiya F
MARKIJS
1) — Nei, ekki dettur mér í i ir einum ræfils hundi. Allra sízt
hug, að fara að eyða tímanum yf- | þegar lögreglan er á hælum mér.
íbúð í Kópavogi
t i 1 s ö 1 u
5 herbergi, geymsla og bílskúrsréttindi.
Fyrirgreiðsluskrifstofan — sími 2469 frá kl. 5—7
Fasteigna og lögfræðiskrifstofa, Grenimel 4.
Laus staða
Sendiráð Bandaríkjanna vill ráða mann eða konu,
sem kann vélritun og hraðritun á ensku og hefur
gott vald á ensku og íslenzku.
Eftir Ed Dodd
2) — Hott, hottl
3) Svo ekur hann á brott og
skilur Anda eftir, særðan og bjarg
arlausan.