Morgunblaðið - 06.04.1957, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.04.1957, Blaðsíða 17
.Laugardagur 6. apríl 1957 MORCVWBL4ÐIÐ n Guðmundur Jónsson — minning Hann var fæddur 24. ágúst 1890 að Tjörn í Miðneshrepp á Reykjanesi. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson og Guðrún Atladóttir. Ungur varð Guðmund ur að sjá á bak móður sinni, og ólst hann því að mestu upp hjá vandalausum. Hann lézt 9. marz g.l. eftir skamma legu. Snemma mun Guðmundur hafa farið að vinna fyrir sér eins og þá var títt, og þar sem hann ólst upp við sjávarsíðu varð hlut skipti hans, að stunda sjóinn, fyrst á árabátum og síðar á þil- skipum, enda varð hann fljótt eftirsóttur dugnaðarmaður, hag- sýnn, vandvirkur og vel látinn af félögum sínum. Árið 1915 giftist Guðmundur fyrri konu sinni Helgu Stein- unni Hinriksdóttur Hansen. Eign uðust þau eina dóttur Helgu (gift kona hér í Reykjavík), en sam- búð þeirra varð skammvinn, því Guðmundur missti konu sína frá dóttur þeirra 9 daga gamalli, og voru þau þá búin að vera rúmt ár í hjónabandi. Hinn 25. maí 1917 giftist Guð- mundur öðru sinni eftirlifandi konu sinni Marínu Pétursdóttur. Ekki varð þeim hjónum barna auðið, en þau ólu upp Helgu dótt ur Guðmundar, ásamt fjóirum fóstursonum. Pétur Gunnar Ágústsson tóku þau hjón ný- fæddan af mér og konu minni að beiðni Guðrúnar Þorbjarnardótt- ui' móður Marínar, ólu þau hann upp sem sinn eigin son og hefur hann til þessa dags búið í sama húsi og fósturforeldrar hans. Einnig ólu þau hjón upp 2 syni Helgu dóttur Guðmundar, þá Gunnar Hansen og Hrafn Hans- en. Auk þess ólu þau upp Atla Benediktsson og mér er kunnugt um, að þau hjón önnuðust að miklu leyti um uppeldi 5 ann- arra barna þó þau verði ekki nafngreind hér, því fátt mun hafa verið fjær skapi þessara sæmdarhjóna en hafa góðverk sín í hámælum, en mikið og sam- hent átak hefur þurft til að koma þessum stóra hóp til manns. Haustið 1919 kynntist ég þeim hjónum fyrst, þau bjuggu þá að Jófríðarstöðum í Hafnarfirði. Ég var þá nýfluttur norðan af landi öllum ókunnur, en ég var þá svo gæfusamur, að fá inni hjá þessum sæmdarhjónum fyrstum manna, ásamt heitmey minni, og þar nutum við þeirrar gistivin- áttu og hjartahlýju, sem vart rnun eiga sinn líka enda urðu þau kynni, að ævilangri vináttu, sem aldrei féll neinn skuggi á. Eftir að Guðmundur hætti, að stunda sjóinn, vann hann alla al- genga vinnu í landi. Hann var vel lagtækur og fékkst mikið við smíðar, enda þótt hann væri ekki lærður smiður. Mun hugur hans hafa hneigzt mjög að þeirri starfs grein á yngri árum þó aðstæður leyfðu ekki, að hann lærði þá iðn. Um Guðmund Jónsson verður ekki ofsagt, að þar sem góðir | menn fara eru guðs vegir. Trú- ; mennska hans að hverju sem hann gekk var viðurkormd og dáð af öllum, sem kynntust honum. I Hans aðalsmerki var geðprýði, manngæska og hjálpsemi, er vildi hvers manns vandræði leysa ef nokkur tök voru á. Guðmund- ur var einn af þeim fáu, sem sýndi trú sína í verkunum. Að slíkum mönnum er mikil eftir- sjá og vandfyllt það skarð er þeir skipuðu. Sár er harmur eftirlifandi eig- inkonu er naut umhyggju þinn- ar og ástúðar og dóttur, barna- barna og fósturbarna og annarra ættmenna. Að endingu kveð ég þennan vin minn með sárum söknuði og þakka allar þær ógleymanlegu samverustundir er ég naut með honum, yfir þeim minningum er heiðríkja. Ég enda þessar fátæk- legu línur með hinu fagra erindi eftir skáldið frá Arnarvatni: Þungt er tapið það er vissa, þó vil ég kjósa vorri móðir, að ætíð eigi hún menn að missa menn, sem voru svona góðir. Að ætíð eigi hún menn að missa meiri og betri en aðrar þjóðir. Vgúst Jóhannesson. K. F. U. >1. K. F. U. M. LAUGARNES Efnt verður til kaffisölu í húsi félaganna að Kirkju- teigi 33, á morgun, sunnudag. Gjörið svo vel að fá ykkur kaffi, meðan eitthvað er á könnunni. Gussev tiE Stoklihólms STOKKHÓLMUR. — f des. sl. var Fjodor Gussev skipaður am- bassador Rússa í Stokkhólmi. Kom hann ekki til Svíþjóðar fyrr en s.l. fimmtudag. Gussev er lögfræðingur og hef ur unnið í rússnesku utanríkis- þjónustunni í 20 ár. Hann hefur verið sendiherra Rússa í Kanada og ambassador í Bretlandi. Árið 1946 var hann útnefndur að- stoðarutanríkisráðherra, en féll í ónáð nokkru fyrir dauða Stal- ins. Strax eftir dauða hans fór vegur Gussevs vaxandi — og tek ur hann nú við störfum af Rod- ionov, sem hefur beðið mikinn hnekki í Svíþjóð vegna uppljóstr- ana hinna fjölmörgu rússnesku njósnamála. Rinso þvær áva/t- m mh og kostar jiur minna Sá áran^ur sem bér sækist eftir verðu^ að veruleika ef bér notið Rinso — raun- verulegt sánuduft. Rinso kostar vður ekki aðeins minna en önnur bvottaefm' og er drýgra, heldui er bað óskaðleet bvotti og höndum. Hin bvkka Rinso froða veitir vður undursamlegan árangur op cerir allt nudd barflaust sem skemmir aðeins bvott vðar. Ósknðlegt þvetti og höndum Hálf húseign við Laugateig, er til sölu hjá Byggingarsamvinnu- félaginu Hofgarði. Þeir félagsmenn, sem neyta vildu forkaupsréttar, gefi sig fram við Inga Jónsson, Hofteig 18, fyrir 12. þ. m. Old English—Dri—Brite Fljótandi bón gerir tvöfalt gagn — sparar erfiði, en eyk- ur ánægju. — DRi-Brite er aðeins borið á og hreinsar fyrst óhreinindin — síðan fagur-gljáir það. — Kaupið því Dri-Brite- bón berið það aðeins á gólfin og allt kemur af sjálfu sér. Fæst í öllum verzlunum um land allt. Bl FREIÐ • • TIL SOLU Skrifleg tilboð óskast í Dodge fólksbifreið, stærri gerð, smíðaár 1942. Bifreiðin verður til sýnis við bifreiðaeftirlitið, Borg- artúni 7, laugardaginn 6. apríl, n. k. kl. 2—4. — Tilboðum sé skilað í skristofu bifreiðaeftirlitsins fyrir kl. 4 mánudag 8. apríl n. k. merkt: „Tilboð.“ Allskonar mœlifœki fyrir vélsmiði: Rennimál Snúningsteljarar Cylindermælar Hallamælar Skrúfuteljarar Micrometerar Kastmælar Sveifarásskekkjumælar Gráðumælar Vinklar o. fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.