Morgunblaðið - 12.05.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.1957, Blaðsíða 6
« MORCinVBlAÐlÐ Sunnudagur 12. maf 195T | / fáum orðum sagt: | Það voru ekki mennirnir, sem fundu Reykjavík, heldur myndin — TTVAÐ ég er að gera núna? ■IX Ég er að reyna að tengja saman nútíð og fortíð í einni mynd, trúarbrögð feðra okkar og hin kristnú viðhorf. Ég byrjaði á myndinni í haust, en þá hafði ég brotið heilann um hana lengi. Ég kveið óskaplega fyrir að byrja á henni og ég veit ekki, hvort hún tekst. — Ég skal segja þér aðdrag- andann. Þegar norska bókasýn- ingin var opnuð hér, flutti Hal- vard Lange utanríkisráðhen a ræðu, þar sem hann sagði þessa setningu: Það voru ekki menn- irnir sem fundu Reykjavík, held- ur myndin. — Þetta sló mig, ég hafði aldrei hugsað út í það, en samt stendur þetta í öllum kennslubókum í íslenzkri sögu. Það var myndin, öndvegissúlurn- ar sem Ingólfur kastaði fyrir borð, sem fyrst nam land hér í Reykjavík, ef svo mætti segja. Þegar ég fór að hugsa um þetta, náði það æ sterkari tökum á mér, svo að ég gat ekki um ann- að hugsað. Ég varð heillaður af þeirri trúarsannfæringu sem að baki bjó, og þegar ég sökkti mér niður í málið, fann ég, að trú for- feðra okkar var sterk og sönn. Það er ekki lítið atriði að velja sér bólstað á jörðinni og ekki iít- ið traust sem guðunum var sýnt með því að láta þá velja sér stað í nýju landi. Þessi hugmynd hef- tir ekki látið mig í friði og það gæti verið gaman að koma henni í efnið. — Aðeins um ásatrúna? Nei, ég ætla að reyna að binda öll trúarbrögð þjóðarinnar í einni mynd. Ef ég á að segja þér alveg eins og er, hafði ég hugsað mér að sleppa kristninni og yrkja að- eins um heiðna trú. Svo var það í haust, að ég sýndi reykvískum presti skissu af myndinni. Þá segir hann: Geturðu ekki komið kristninni líka fyrir? Með því að setja krossinn inn í myndina? — Ég hugsaði mig um svolítið og sagði síðan: Má ég gera krossinn abstrakt? — Já-já, auðvitað, svaraði hann. Og það varð úr. ★ ★ VIÐ skulum nú virða mynd- ina fyrir okkur um stund: krossinn lýsandi í sólinni og geislarnir dreifast um rúmið í myndinni og lenda á skipsstefn- inu. Sólarformið myndast í öldunni sem rís yfir skipið og fellur í boga yfir geisl- ana á milli öndvegissúlnanna. Þarna eru öll helztu helgitákn ís- lenzkrar trúar, ekki sízt skipið: það hefur, segir Ásmundur, fylgt okkur alla tíð og verið bjarg- vættur okkar. Hinir fyrstu komu hingað á skipum og þau hafa hald ið í okkur líftórunni. Við getum ímyndað okkur eft- irvæntinguna þegar von var skipskomu áður fyrr og það er því gaman að hafa skipsstefnið með á myndinni: Það fellur vel inn í heildina, inn í helgitákn heiðinnar og kristinnar trúar, krossinn, sólina og öndvegissúl- urnar — sem eru nátengdari en margan grunar. ★ ★ Asmundur segir við mig: Ég hef aldrei fyrr gerzt svo djarfur að tala um mynd sem ég hef ekki lokið við. Ég ætti svo ekki annað eftir en springa á þessu og brjóta það allt saman! — En þessi mynd hefur lengi verið að brjótast í mér, lengur en nokkur önnur. Hún er algjör andstæða við síð- ustu mynd mína, Frummóður- ina. Hún er hálfsurrealistísk, en þessi mynd er konkret — saman- þjöppuð táknmynd. í Frummóð- urinni langaði mig aftur á móti Stutt samtal við Ásmund Sveinsson um krossinn, sólarmerkið og öndvegissúlurnar til að túlka á primitívan hátt hina fyrstu móðurkennd. — Þessi nýja mynd, heldur Ás- mundur áfram, er mér dálítið viðkvæmt mál, enda er hún inn- blásin af trúarkennd þjóðar- innar. — Ég held ekki, að hún þoli neinar skammir. Samt veit ég, að það verður með hana eins og aðrar myndir mínar, að menn hafa þörf fyrir að skamma mig fyrir hana. En þá verð ég að hugga mig við, að ég hef að minnsta kosti einn prest mér til stuðnings! — Hvað ég segi um trúna og trúarbrögðin? Trúarbrögðin hald ast í hendur við þróunina, þau vaxa með henni og kanna ókunna stigu eins og hún. Allt líf er þró- un, annars væri það ekki líf, heldur dauði. Trúarbrögðin hljóta að vaxa í samræmi við þroska mannsins á jörðinni. Öðru vísi skil ég þau ekki. Ef trúar- brögðin staðna, deyja þau. Líf- inu fylgir stöðug endurnýjun. Þegar þetta er haft í huga, skilst manni betur, að krossinn er ekki annað en framhald af öndvegissúlunum. Þarna hefur ekki átt sér stað nein bylting, heldur þróun. Þetta er eins og í listinni, enda eru list og trúar- brögð í mínum huga nátengdari en svo, að unnt sé að skilja þau að. — Sólina? Lét ekki Þorkell máni bera sig út í sólina? Var hann ekki hinn sterki tengiliður milli heiðinna öndvegissúlna og krossmarks kristninnar? Hann stóð öðrum fæti í gömlum sið, en hinum í nýjum tíma. Afleiðing- arnar urðu: efasemdir. Án þeirra verður engin framrás. — KRISTINN? — Mér var eitt sinn boðið út að borða og í miðri máltíð sagði sessunautur minn: Ert þú kristinn? — Ég svaraði: Mér hefur ekki tekizt það. Og bætti við: Kristnin gerir svo háar kröfur. Ég svara þér nú á sama hátt, en vil bæta þessu við: það er ekki hægt annað en viðurkenna hið guðdómlega í kristninni og ég álít að kenning Krists sé eitt hið stórfenglegasta ideal sem til er. — Ég hef stund- um velt því fyrir mér, hvort rétt sé að spenna bogann eins hátt og kristnin gerir og alltaf kom- izt að þeirri niðurstöðu að svo sé: þá hefur maðurinn eitthvað að keppa að — og hann á alltaí að reyna að sigrast á hinu ómögu- lega. Annars á ég ekki að vera að blanda mér í þetta. Þetta er mál prestanna. — Já, ég sagðist hafa kviðið fyrir þessari mynd. Ef ég var Ásmundur: Leitinni eru engin takmörk sett . . . beðinn um að gera eitthvað hér áður fyrr, skalf ég alltaf á bein- unum. Ég sagði kunningja mín- um eitt sinn frá þessu og þá benti hann mér á að Napoleon hefði alltaf skolfið á beinunum fyrir hverja stórorustu. Þá hætti ég að skammast mín fyrir það. Síðan hef ég komizt að því að beztu skurðlæknarnir kvíða mjög fyrir erfiðum skurðaðgerðum. Þeir sem bera aldrei kvíðboga fyrir neinu og eru fullvissir um _eigið öryggi og ágæti komast aldrei eins langt og hinir. Listamenn slirifar úr daglega lífinu Skemmtlleg Iistsýning VELVAKANDI góður: Ég skrapp hér eitt kvöldið vestur í Þjóðminjasafn til að skoða frönsku málverkasýning- una sem stendur yfir í Bogasaln- um þessa dagana á vegum Alliance Francaise hér í bæ. — Ég hafði séð þessarar sýning- ingar lofsamlega getið í dag- blöðum bæjarins og mér sagði strax svo hugur um, að þarna væri nokkuð, sem ég mætti ekki láta fram hjá mér fara. Og svo sannarlega varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Hér er að vísu um eftirmyndir af mál- verkum að ræða en þær eru svo afbragðsvel gerðar að ég hugsa, að óhætt sé að segja, að varla verði á betra kosið. Eftirmyndir þessar eru líka miklu stærri, heldur en þær, sem yfirleitt eru á boðstólum í verzlunum og eru mun skemmtilegri fyrir bragð- ið. Mig langar líka til að láta í ljós ánægju mína yfir sýningar- skránni, sem er sérlega vel úr garði gerð. Allir listmálararnir, 27 að tölu, sem verk sýningar- innar eru eftir, eru þar kynntir, hver fyrir sig og drepið á hið athyglisverðasta í list þeirra og lífi sýningargestum til fróðleiks og hægðarauka. Engir eftirbátar 1'SLENZIR FERÐAMENN á er- lendri grund eru víst engir eftirbátar annarra í að þramma á listasöfn og aðra merkisstaði, sem á vegi þeirra verða — og margir hafa verið að þrotum komnir — og öldungis þrotnir, áður en lauk. Þeim og öðrum Reykvíkingum, sem ánægju hafa af góðri myndlist — franskri myndlist — vildi ég benda á sýn inguna í Þjóðminjasafninu okk- ar, þar sem þeir geta fyrir lítil útgjöld og erfiði gengið á vit, meistaranna, sem borið hafa hæst í málaralist síðustu aldar. Ekki einungis franskri málara- list — heldur alls heimsins — Með þakklæti. „Sýningargestur" Móðir skrlfar: EG hefi orðið vör við allmikla óánægju, að S.Í.B.S. skuli hafa gengizt fyrir því að hljóm- leikar (sem mér finnst varla verðskulda það orð) Tony Crom- bie skuli hafa farið fram á þess vegum. S.Í.B.S. er prýðilegt fyr- irtæki en með þessu háttalagi hefir áliti þess nokkuð hnignað. Skrílsamkomnr SANNLEIKURINN er sá að þessar skemmtanir hafa ver- ið mestu skrílsamkomur og langt fyrir neðan virðingu félagsskap- arins, að standa að þeim. Minn- ir þetta mig óþægilega mikið á það er Snoddas var hér um árið uppauglýst fyrirþrigði sem lítill bógur var í þegar til átti að taka, hálfgert „peningatrekkerí" Þessi skemmtun ber mjög sama brag. Vil ég nú segja hvers vegna ég tel hana til óþurftar: a) Því verður ekki móti mælt, að skrílslæti hafa farið fram á þessum samkomum, börn tekið að dansa, af hvaða hvötum sem það annars var. b) Þessar skemmtanir eru á al- versta tíma fyrir æsku þessarar borgar, í miðjum prófönnum, og kemur það sér mjög illa. c) Skemmtanirnar eru langflest- ar haldnar um miðnættið og standa fram eftir nóttu, á þeim tímum sem unglingar eiga allir að vera komnir í rúmið, enda bannað að vera á ferli, í opin- berum fyrirmælum. d) Dýr inngangur er á þessar skemmtanir svo peningar eru rakaðir af unglingum sem marg- ir hverjir hafa lítil auraráð. Því segi ég: Góðu menn, sem styðjið S.Í.B.S., fáið ykkur ein- hverja betri og menningarlegri skemmtikrafta næst þegar þið takið til óspilltra málanna. Ég er ein af stuðningskonum ykkar og hefi lengi átt miða í happ- drætti ykkar því mér er félags- skapurinn kær. Dymbilvika en ekki páskavika PRESTUR einn utan af landi kom nýlega að máli við Vel- vakanda og bað hann að leið- rétta slæma villu, sem hvað eftir annað hefir skotið upp höfðinu nú fyrir páskana. í útvarpi og blöðum hefir orðið „páskavika“ verið notað um vikuna fyrir páskana. Þetta er hin herfilegasti misskilningur. í íslenzku máli er arðið „dymbilvika" yfir þessa viku. Páskavika er vikan sem páskarnir sjálfir eru í. Látum þessa vitleysu ekki henda okkur aftur. sem eru ánægðir með öll gln verk eru hættir að vaxa. Andlegur vöxtur mannverunnar er ekki án sársauka, en ef til vill er hún aldrei jafnstór og fögur og í bar- áttu sinni. — Að ég segi eitthvað um lífiS og listina. Ja, það er eins með lífið og listina að það byrjar með stolti og glæsilegri von, en endar með gráti eins og skáldið Wenn- erberg segir. — Og hvers vegna? Vegna þess að okkur eru tak- mörk sett í svipinn, eða eins og Rodin sagði: Fegurð er ekki til, aðeins leit að fegurð. — En leit- inni eru engin takmörk sett, seg- ir Ásmundur Sveinsson að lokum og það bregður fyrir kynlegum glampa í augum hans. M. Vorverk að hefjasl í Húnavalnssýslu HOFT, Vatnsdal, 8. mal. — Sauð- burður er byrjaður hér á nokkr. um bæjum en ekkl almennt. — Lambahöld hafa verið góð enn sem komið er. Fremur hefur verið kalt í lofti undanfarið, en síðustu daga hefur heldurhlýnað. Búið er að sleppa fé á afrétt á efstu bæjum íyrir nokkru, en í lágsveitum er ennþá gefið mik- ið fóður. Vorverk eru nú að hefjast. — Er verið að bera tilbúinn áburð á túnin. Klaki er orðinn lítill 1 jörðu. Snjó hefur tekið óvenju mikið upp af hálendi og heiðum. Stafar það af hinum miklu hlák- um sem voru I aprfl. —Ágúst. Ekki byrjað að moka Lágheiði Ólafsfirði, 10. mai. MIKIL óánægja ríkir hér vegna þess að Lágheiði, sem er sá veg- ur sem tengir Ólafsfirðinga við þjóðveg landsins hefur ekki enn verið mokuð. Kemur það sér að- allega illa vegna beituflutninga sem eiga sér nú stað frá Skaga- strönd, og verða að fara frana á sjó. Þá er og sá tími sem ver- tíðarfólk er að koma heim. Er mjög bagalegt fyrir það að verða að fara með flugvél til Akur- eyrar en þaðan með flóabátnum Drang til Ólafsfjarðar, í stað þess að geta farið landleiðina. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.