Morgunblaðið - 12.05.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.1957, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐÍÐ Sunnudagur 12. maí 1957 iiiiiiiiiitut IVIagnús Vlcjlund sson ræðismcfðc/r * iHHiiiniiiniiiiiiiniiiiiiiiMiiiiiiiiiiiniiiiiiiiih I Einar Benediktsson var frum- | herji nýrrar tæknimenningar í atvinnulífi íslendinga Hugsjónir hans og baráttumál eru nú yt smám saman að komast i framkvæmd EINAR BENEDIKTSSON lætur svo ummælt í snjallri ljóðkveðju til Matthíasar Jochumssonar, að hann eigi söfnuð og sókn hvar- vetna þar, sem íslenzk tunga er töluð. En svo óumdeilanleg sem þessi fullyrðing er, þar sem í hlut á hið ásisæla þjóðskáld, séra Matthías, þá segir hún þó ekki síður allan sannleikann um Ijóð þess, er kveðjuna sendi. Svo ótvíræða viðurkenningu hafa íslendingar veitt skáldskap Einars Benediktssonar. Söfnuður Einars Benedikts- sonar var að vísu ekki ýkjastór í öndverðu, en hann hefir jafnt og þétt farið stækkandi, og þessi söfnuður er styrkur í trúnni .á boðskapinn, sem honum er flutt- ur. Mun áhættulaust að full- yrða, að áhrifa frá orðfæri Einars Benediktssonar gæti verulega, og í vaxandi mæli, hvarvetna þar, sem íslenzk orðmennt er iðkuð af kostgæfni, og íslenzk tunga skipar það önd- vegi, sem henni sæmir. — Þótt Island .hafi frá upphafi vega án efa fóstrað stærri hóp góðra skálda og rithöfunda hlut- fallslega, en nokkurt annað land, eru þó þar í sveit ekki margir, sem talizt geti hliðstæðir Einari Benediktssyni. Mér finnst þar ekki koma aðrir til greina en Egill Skallagrímsson og Snorri Sturluson, og er þá aðeins til þeirra jafnað, er ágætir hafa orðið af ritum um veraldleg efni. SKÚLI FÓGETI---------- EINAR BENEDIKTSSON En þótt Einar Benediktsson hafi nú hlotið næsta ríkulega viðurkenningu andlegra verka sinna, gegnir nokkuð öðru máli um þau efni, sem hann, jafn- hliða skáldskapnum, helgaði ævistarf sitt. Er þar átt við langa og þrautseiga baráttu hans fyrir þvi, að íslendingar tækju upp breytta og bætta at- vinnuháttu, léðu tækni nýrrar framfaraaldar þegnrétt í at- vinnulífi þjóðarinnar. Ennþá þiggur sú skoðun nær- ingu frá djúpstæðum og seigum rótutn. að Einar Benediktsson hafi í veraldlegum efnum verið ævintýramaður og „spekúlant". Áform hans hafi í senn verið óraunveruleg og óframkvæman- Aðstoðar- óskast Hagnús R.Gíslason, tannlæknir, Mosgerði 1. leg, hallir í skýjum, er skort .hafi nauðsynlega innviðu til að geta haft jörð að undirstöðu. Ég hallast hins vegar að þeirri skoðun, að áform Einars Benediktssonar um tæknifram- farir í atvinnulífi íslendinga, hafi verið vandlega hugsuð og næsta raunveruleg, en hins vegar hafi á skort, að þjóðin og leiðtogár hennar bæru gæfu til að aðhyll- ast þessi áform, og vinna með honum að framkvæmd þeirra. Það er sannfæring mín, að ekki líði á löngu þar til þessi störf Einars Benediktssonar verði metin til jafns við baráttu Skúla fógeta á sínum tíma til eflingar og uppbyggingar íslenzku at- vinnulífi. Mætti þá svo til takast, að Einar Benediktsson hlyti í hugum íslendinga einnig fulla sæmd-af sýslan sinni um verald- leg málefni, og myndi þá fátt á skorta um fulla samstöðu hans með Agli á Borg og Snorra í Reykholti. Hvaða augum leit Einar Bene- diktsson á efnahagsmál og at- vinnuháttu fslendinga er hann, fyrir meira en hálfri öld síðan, hóf baráttu sína fyrir nýjum úr- ræðum í atvinnulífi þjóðarinnar? í hvaða efnum þótti honum helzt bóta vant? Ekki þarf hér langt að seilast til öruggra heimilda. Rit hans + Fyrri grein * sjálfs, bæði í bundnu máli og óbundnu, taka af öll tvímæli um þessi efni. Hann sá ljóslega, að taka þurfti til hendi, þar sem svo var ástatt, að íslendingar áttu engin skip til sóknar á íslandsmið, einhverjar feng- sælustu fiskislóðir veraldar. Hér voru aðeins árabátar og segl- skip tiltæk, en ílslenzkir sjó- menn hlutu að horfa á útlend botnvörpuskip ausa upp á skömmum tíma ríflegum fisk- afla, er framandi þjóðir skyldu nýta og njóta. Stundum var jafn- vel kastað í landsmenn, sem ölmusu, fiski, er var afgangs hjá hinum útlendu veiðimönn- um, og þeir fengu ekki flutt neð sér til heimahafnar. Svo auðmýkjandi aðstaða brýndi vopn Einars Benedikts- onar, og það var sízt að undra, þótt honum þættu harðir kostir fyrir landann, að vera svo að segja „bjargarlaus við frægu fiskisviðin". Hjá landbúnaðinum, elzta og helzta bjargræðisvegi íslend- inga, var heldur ekki sérlega Fermingarskeyti sUmarbúða K. F. U. M. og K. í Vatnaskógi og Vindáshlíð eru afgreidd í dag að Amtmannsstíg Z B, Kirkjuteig 33 og í Drafnarborg frá kl. 10 f. h. til 5 e. h. Stjómin. glæsilegt um að litast. Húsa- skortur yfirleitt eins og hjá frum- stæðum þjóðum, enginn vegar- spotti, sem því nafni mætti nefn- ast, engin brú yfir hin óteljandi vatnsföll landsins, en það, sem verst var: kyrrstaða og vonleysi ríkti hjá bændastéttinni yfirleitt. Túnin voru lítil, og oftast illa ræktuð, sem og var von, þar sem tækniþróun annarra þjóða í ræktunarmálum náði ekki til ís- lands. Sú staðreynd, að megin- hluta fóðurs handa bústofninum varð að sækja á „rotnar og rýrar sinumýrar", spáði engu góðu bændafólkinu til handa. Hér við bættist, að mikill fjöldi dugandi sveitafólks hafði undanfarna tíma tekið sig upp, yfirgefið ísland, og flutt alfarið til Vesturheims. Þeir flutningar voru tæplega enn að fullu stöðv- aðir. Það var því aðkallandi, að sú stund rynni upp, er um gjör- vallar byggðir íslands mætti líta björt og reisuleg bændabýii með „ræktuðu engi og beittan haga“. Við síðustu aldamót var ekki að ræða um iðnað sem atvinnu- veg á íslandi. Sjálfgert þótti um þær mundir, að láta útlendinga sjá um framleiðslu þess iðnaðar- varnings, er íslendingar gátu eignazt. Hugsjónir Skúla fógeta um iðnað á fslandi höfðu enn ekki öðlazt fylling, „Tröllbrot rafar og eims“ náðu ekki til ís- lands er hér var komið sögu. íslendingar, sem ekki höfðu búið við eigið forræði um mál- efni sín í hálfa sjöundu öld, höföu þannig dregizt óralangt aftur úr öðrum menningarþjóðum á öll- um sviðum atvinnulífsins. Þetta var raunveruleikinn umbúða- laus. Hið gamla fat varð ekki bætt. Óhjákvæmilegt var því að „velta í rústir og byggja á ný“. STEFNA EINARS BENE- DIKTSSONAR Hver voru þá einkóm áform Einars Benediktslsonar? Hvaða úrræði bjuggu honum í huga til viðreisnar og uppbyggingar at- vinnuvegum þjóðarinnar? Af ritum hans sjálfs, og öðrum heimildum er fullljóst, að hann taldi fyrst og fremst nauðsyn- legt, að íslendingar tækju full- komna tækni í þjónustu sína á öllum sviðum atvinnulífsins, á svipaðan hátt og aðrar menning- arþjóðir gerðu um þær mundir. En undirstaða slíkrar atvinnu- byltingar var nægileg raforka. Án þeirrar orku gæti vélamenn- ingin ekki sagt sitt. Það lá því framsýnum og glöggskyggnum manni beint við augum, að hagnýta „hvítu kol- in“ aflið sem fossar og fallvötn íslands byrgðu inni. Þegar virkj- un þeirra hefði komizt í fram- kvæmd, myndi raforkan verða atvinnulífinu lyftistöng, á ís- landi sem annars staðar. Þá væri hægt að framleiða tilbúinn áburð, og þá myndu túnin fljótt aukast svo, að allra heyja yrði aflað á ræktuðu landi. Einar Benediktsson bar jafnan hag og menningarmál íslenzkra bænda fyrir brjósti, og það var honum harmsefni að sjá, hvað við vorum langt á eftir nágrannaþjóðum okkar í landbúnaðarmálum. Skammt var og að leita saman- burðar, er Danir voru þá langt komnir áleiðis með ræktun Jót- landsheiða, þrekvirki unnið með ■ átaki vakandi, samhuga þjóðar. Einar Benediktsson. Jafnframt hlaut raforkan að renna stoðum undir marghátt- aðan iðnað, en breyta aðstöðu og hag sjávarútvegsins í betra og menningarlegra horf. Svo traustur var sá grunnur, sem áætlanir Einar Benedikts- sonar um rafvirkjanir, var byggð- ur á, að ég hefi fyrir satt, að er áætlanir þær um virkjun Þjórs- ár, er hann lét gera, voru nýlega athugaðar af tæknifróðum mönn- um, hafi komið í ljós, að mörg atriði þessara áætlana fengju ennþá staðizt sem hagnýtur grundvöllur í veigamiklum at- riðum, ef þessar virkjanir kæmu til framkvæmda. Virkjun Þjórsár er nú aftur komin á dagskrá fyrir alvöru, eftir að þau mál hafa að mestu legið í þagnargildi síðan er Einari Benediktssyni féll þar verk úr hendi. Ég get ekki stillt mig um, að vitna í þessu sam- bandi í fróðlega grein um Þjórs- árvirkjun, er Jakob Gíslason raf- orkumálastjóri ritar í Janúar- hefti tímaritsins „íslenzkur Iðn- aður“, er Félag íslenzkra Iðn- rekenda gefur út. í formálsorð- um fyrir þessari grein segir Pétur Sæmundsen viðskiptafræð- ingur: „Mesta hagsmunamál þjóðar-l innar er skynsamleg hagnýt- ing á náttúruauðæfum lands- ins, og að framkvæmdirnar miðist við hvaða möguleika þær bera í skauti sínu til bættra lífskjara fyrir þjóðar- heildina". En upphafsorð ritgerðar Jakobs Gíslasonar eru: „Þjórsá er aflmesta á íslands. Líklega er um það bil þriðj- ungur af öllu vatnsafli lands- ins í þeirri á“. Einar Benediktsson hefir þvi skilið rétt, að Þjórsá myndi ekki verða aflfátt við að hefja Grettis- tök til bættra lífskjara fyrir þjóðarheildina. ERLENT FJÁRMAGN OG ÍS- LENZKUR HÚSBÓNDA- RÉTTUR: Þótt áform Einars Benedikts- sonar og undirbúningsstörf væru þannig í fyllsta máta byggð á traustum grunni, var _ engu að síður auðsætt, að íslendinga sjálfa skorti algjörlega fjármagn tii þessara framkvæmda. Hlaut þessu einnig að vera svo varið um fámenna þjóð, er um margar aldir hafði ekki notið arðs at- vinnuvega sinna sjálf. Óhjá- kvæmilegt var því að afla er- lends fjár til framkvæmda. Hins vegar vildi Einar Bene- diktsson láta íslendinga standa fast á húsbóndarétti sínum á ís- landi, þótt fjármagn til fram- kvæmda væri fengið hjá er- lendum þjóðum, er voru aflögu- færar. — Hér skyldi réttur ís- lands vandlega tryggður með viturlegri og framsýnni löggjöf Alþingis. Þessi varðstaða um réttindi fslands og sæmd var Einari Benediktssyni efst í huga alla þá stund, er hann neytti krafta sinna til að fá þjóðina til að taka upp hagfelldari atvinnu- hætti. Þótt baráttan á þessum vettvarigi væri tíðum harðskeytt, og málefni þau, er fyrir var bar- izt, hlytu sjaldnast þægan byr í segl hjá samlöndum Einars Benediktssonar, tók þessi afstaða hans engum breytingum. Skal þessum orðum mínum til stað- festu vitnað í ummæli hans sjálfs í grein, er hann ritaði í „Ingólf“ í nóvembermánuði 1914, en þar segir svo: „Loks ^verður öll framtaks- semi fslendinga yfirleitt í þeim cfnum, sem þurfa út- lendra peninga, auðvitað um- sköpuð með stefnubreyting þjóðrækinnar, framsýnnar lög gjafar sem þekkir og skilur og trúir á landið“. Nei, Einari Bcnediktssyni var sízt í huga undanhald eða af- sláttur í sjálfstæðisbaráttu þjóð- ar sinnar. Hjá Alþingi skyldi húsbóndavaldið vera. Hins vegar hafði hann þegar í upphafi skil- ið til fullrar hlitar, að því aðeins gætu Íslendingar öðlazt pólitískt sjálfstæði, og haldið því, að þjóðin væri jafnframt efnahags- lega sjálfbjarga. Þessi skoðun kemur víða fram í ritum Einars Benediktssonar, og þegar í ársbyrjun 1897 færir hann þessa skoðun sína þannig í orð í blaði sínu „Dagskrá“: „Sé litið á sögu þjóðanna, hvort heldur fslendinga eða annarra, sézt það glöggt, að allar framfarir í atvinnu- brögðum einstaklinga og félaga eru fast tengdar um- bótum á stjórnarfarinu". Og hann barðist einmitt fyrir því, að þessi óvefengjanlega staðreynd yrði að veruleika, einnig með íslenzku þjóðinni. Barátta Einars Benediktssonar fyrir því, að brjóta nútíma tækni menningu braut inn í íslenzkt atvinnulíf, varð að vísu ekki sigri krýnd beinlínis. En meðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.