Morgunblaðið - 12.05.1957, Blaðsíða 20
wigimMafoiíi
105. tbl. — Sunnudagur 12. maí 1957.
Reykjavíkurbréf
er á bls. 11.
Reykjavíkurhöfn
dýpkuð í sumar
HIN gamla grafvél hafnarinnar,
sem legið hefur aðgerðalaus um
langt árabil, var í gær komin
með „damp“ upp og byrjuð að
grafa í vesturhöfninni við hina
nýju bryggju sem er við Granda.
garð og varðskipið Albert, sem
verið er að smíða liggur við. í
sumar mun grafvélin vera í
gangi, því alla höfnina er í ráði
að dýpka. Prammar flytja upp-
gröftinn vestur fyrir Engey.
Starfi byggingar-
fulltrúa slegið upp
Á FUNDI bæjarráðs er haldinn
var á föstudaginn var samþykkt
að auglýsa starf byggingarfull-
trúa bæjarins laust til umsókn-
ar. Sigurður Pétursson sem
gegnt hefur þessu embætti um
fjölda ára skeið baðst fyrir
skömmu lausnar vegna heilsu-
brests. Umsóknarfrestur er tM
20. þ. m.
Fyrirlestur Helen Keller :
Gleði ykkar af sfón og heyrn vex
ef þið réttið þeim blindia eg
heyrnardanfn hjálparhönd
Biblian er Ijósgeisli i lifi minu
¥ FYRRAKVÖLD flutti hin víðkunna bandaríska kona,
Helen Keller, fyrirlestur í Hátíðasal Háskólans. Gífur-
legur mannfjöldi var saman kominn við fyrirlesturinn og
komust ekki nærri því allir inn í salinn sem vildu. Áheyr-
endur tóku máli Helenair Keller afburðavel og fögnuðu
henni mjög að lokum fyrirlestrarins. Helen Keller fór í
gær af landi burt til Norðurlanda og Svisslands en þar mun
hún flytja aðalræðuna á þingi alþjóðasamtaka rotary-
klúbbanna.
Helen Keller í ræðustól. Við hlið hennar t. h. er Miss Polly
Thompson, sem hafði eftir orð hennar og Helgi Tryggvason, sem
túlkaði fyrirlesturinn. Helen Keller les orð Polly Thompson með
því að styðja vinstri hendinni á munn hennar.
MÆLTI HÁTT OG SKÝRT
Á fyrirlestrinum í fyrrakvöld
var sá háttur hafður að Miss
Polly Thompson samferðakona
Helenar, hafði yfir orð hennar
á ensku en Helgi Tryggvason
kennari túlkaði þau á íslenzku.
En sjálf talaði Helen Keller svo
hátt og skýrt að undrum sætti og
mátti mjög vel skilja mál henn-
ar hvar sem var í salnum.
í upphafi fyrirlestrarins sagði
Helen Keller, að það gleddi sig
mjög hve mikið hefði verið gert
að því hér á landi að hjálpa
heyrnardaufu fólki og blindu.
Ræddi hún síðan um hlutskipti
þessa fólks, sem oft á tíðum
væri dapurlegt. Og enn væri það
svo að ekki hefði náðst til allra
þeirra, sem af þessum líkams-
ágöllum þjáðust. Enn væri þeim
ekki öllum veitt sú hjálp og að-
stoð sem vera bæri.
RÉTTUM ÞEIM HJÁLPAR-
HÖND
Hinir heyrnardaufu lifa í
eilífri þögn sem ekkert kær-
leiksorð fær rofið og hinir blindu
í auðn, sem einangrar þá frá
umhverfi sínu. Þeir leita margir
hverjir árangurslaust eftir starfi
við sitt hæfi því þeir hafa marg-
ir hverjir bæði gáfurnar og
hæfileikana. Því geta þeir aðlag-
að sig umhverfinu og skipað
virðulegar stöður í þjóðfélaginu
ef þeim er rétt hjálparhönd til
þess.
— Ég vænti þess, hélt Helen
Keller áfram, að þið uppfyllið
þá skýldu ykkar að hafa fulla
trú á því fólki sem svo er bækl-
að. Vinir mínir, gerið hvað þið
getið til þess að veita heyrnar-
daufum og blindum alla þá
hjálp sem þið megið, og leiðið
þá þannig til sjálfstæðis og
hamingjuríkara lífs. Minnizt þess
að ef til vill þurfið þið sjálf
einhvern tímann á ævinni að
ganga í gegnum myrkur eða lifa
í eilífri þögn.
Ef þið leggið ykkar skerf fram
•til aðstoðar þeim sem þannig er
um háttað, veitið þeim tækifæri
til þess að bjarga sér upp á eig-
in spýtur þá munu þeir finna
hamingjuna í starfinu. Og
þá mun sú gleði og hamingja
sem þið hafið af sjón ykkar og
heyrn verða ennþá ríkari.
BIBLÍAN ER HENNI
KÆRUST
Að þessu ávarpi loknu svar-
aði Helen nokkrum spurningum.
Var hún m. a. spurð að því
hvernig hún hefði farið að því
að læra að tala en það sagði
hún að sér hefði reynzt erfiðast
um ævina. Það lærði hún með
því að styðja þumalfingri á
barkann, vísifingri á varirnar og
löngutöng á tungu kennara síns.
Fyrsta setningin sem ég lærði,
sagði hún, var: Ég er ekki heyrn-
arlaus.
Mér tókst reyndar ekki að
læra að tala alveg eins og ann-
að fólk, en þó hefir talkunnátta
mín gert mér það kleift að ganga
í háskóla, skrifa bækur og vinna
að málum blindra og heyrnar-
daufra. Háskólanámið reyndist
mér mjög erfitt en það var
mjög skemmtilegt að yfirvinna
hverja hindrunina á fætur ann-
arri. Skemmtilegast þótti mér að
læra heimspeki, en stærðfræði
var mér alltaf Þrándur í Götu,
þar var ég hinn mesti tossi. En
nú sé ég eftir því, þar sem mér
er ljóst að hún er undirstaða
byggingarlistarinnar og annarra
vísinda. En nú er of seint að
iðrast!
Þá vetr Helen Keller spurð að
því hvaða bók væri henni kær-
ust. Biblían, svaraði hún. Og þær
bækur, sem mest hefðu hjálpað
henni væru rit Sókratesar og
Platos, Descartes, Bacons og
Kants. En Biblían hefir verið
ljósgeislinn í lífi mínu, bætti
hún við.
Þá spurði einn áheyrenda
hvort hún gæti gert sér grein fyr-
ir umhverfi sínu þar sem nú
stæði. Lýsti Helen Keller þá
salnum og sagði hann troðfullan
af fólki. Miss Thompson skýrði
frá því að hún gæti fundið á sér
hvort hún væri stödd við sjóinn
Þar verða skilyrði fyrir ýmsu
kirkjulegu starfi, t.d. ungmenna-
starfi á hennar vegum. — Þar
eða á fjöllum. Vindsvalinn seg-
ir mér það, sagði Helen Keller,
og ilmur jarðarinnar er mér
einnig tákn um það, hvar ég er
stödd.
ANN TÓNLIST
Helen Keller ann mjög tónlist,
og kona ein úr áheyrendahópn-
um kom upp á sviðið og lék lag
á slaghörpu fyrir hana. Fylgdi
Helen Keller hljómfallinu með
hendinni svo aðdáunarvert var
um heyrnarlausa konu, en hún
gætu prestar bæjarins fengið að-
stöðu til unglingastarfs innan
safnaða sinna, og þannig yrði þar
nemur tónlistina sem háttbund-
inn titring.
Að loknum fyrirspurnunum
steig fram Brandur Jónsson
skólastjóri Málleysingjaskólans
og þakkaði Helen Keller kom-
una til íslands með fögrum orð-
um, en áheyrendur hylltu þessa
merku mannúðarkonu með lang-
vinnu lófataki. Var það mál
manna að gleggra dæmi um
hetjulund og sálarþrek væri
vart að finna en með þessum
aldraða kvenskörungi.
miðstöð fyrir kirkjulegt líf í
bænum.
í sambandi við þjóðkirkjuhús-
ið yrði sennilega rekin bóka-
búð þar sem kirkjulegar bók-
menntir væri að fá, eins að þar
verði verzlun með kirkjulega
gripi, en slík fyrirfinnst engin
hér á iandi.
Þá hefur verið höfð af þvi
hliðsjón við frumdrætti að bygg-
ingu þessari, að þar mætti koma
fyrir prentsmiðju. Þar myndi er
stundir líða fram verða prentuð
Biblían og Nýja testamentið og
sálmabók þjóðkirkjunnar, svo
nokkuð sé nefnt, en einnig hefur
komið til orða að þjóðkirkjan
fengi útgáfurétt á eldri guð-
fræðiritum, t.d. passíusálmun-
um.
Á fundi bæjarráðs er haldinn
var á fimmtudaginn var rætt um
þetta lóðarmál þjóðkirkjuhússins
og var erindinu vísað til sam-
vinnunefndar um skipulagsmáL
Myndin sýnir hið geysilega fjölmenni á fyrirlestri Helen Keller
í hátíðasalnum. Flestir áheyrenda voru konur.
Þjóðkirkjuhús - heimsli
kirkjunnar
Biskupinn scekir um lóð fil bœjarins
IVETUR er leið sótti biskupinn yfir íslandi um lóð fyrir þjóð-
kirkjuhús. Verður hér um að ræða alímikla byggingu, sem
húsameistari ríkisins hefur teiknað. Er svo ráð fyrir gert að í
þjóðkirkjuhúsinu verði nokkurs konar heimili fyrir kirkjuna í
landinu.