Morgunblaðið - 14.05.1957, Síða 2

Morgunblaðið - 14.05.1957, Síða 2
2 MOnCVWBL 4DI£ 14. max 1957 « t e — Stjórnmálaályktun formannaráðstefnunnar Frh. af bls. 1. f ríkisstjómarinnar hefur verið að koma sér undan framkvæmd ályktunarinnar og firra landið afleiðingum þess álitshnekkis, sem af samþykkt hennar leiddi. Þetta hefur orðið þeim mun örðugra sem heildarstefna ríkisstjórnarinnar um lausn þessa meginmáls virðist algjörlega á reiki og er falin bak við orðalag, sem segir ekki neitt og hver getur túlkað, eins og hann helzt vill. „Varanleg lausn efnahagsvandamálanna“. Annað höfuðverkefni ríkisstjórnarinnar var sagt vera varanleg lausn efnahagsvandamálanna. Sjálfstæðismenn bentu á það fyrir kosningarnar, að í þessum efnum væri ekkert töframeðal til, en forsenda jafnvægis í efnahagsmálunum og stöðugs verðlags væri sú, að almenningur hefði áttað sig á þeim atriðum, sem hér skipta meginmáli. í ályktun Landsfundar var rakið, að raunverulegar kjarabætur fengjust ekki með kapphlaupi launa og vöruverðs, heldur með framleiðsluaukningu, hagstæðum viðskiptakjörum og nauðsynlegu jafnvægi í efnahagsmálum. Fundurinn benti á, að því samstarfi, sem óhjákvæmilegt væri til frambúðarlausnar, yrði ekki náð nema með sterkri forystu ríkisvaldsins og öflugum sam- tökum almennings, m. a. í verkalýðshreyfingunni og öðrum stétt- arfélagsskap. Aðeins bráðagirgða-úrræði. Endurskoðun stjórnarskrár. 4. Stjórnarskrá og kosningalöggjöf verði endurskoðuð með það fyrir augum að tryggja þjóðinni lýðræðislega skipun iög- gjafarsamkomu hennar og hindra að reglur stjómskipunar- laga um kosningar og kjördæmaskipun séu sniðgengnar og misnotaðar. Húsnæðisumbætur. 5. Haldið verði áftam öflugum stuðningi við umbætur í hús- næðismálum landsmanna og stuðlað að sparifjármyndun og almennum sparnaði, sem geri lánastofnunum kleift að taka virkan þátt í heilbrígðri veðlánastarfsemi til íbúðarhúsa- • bygginga. Vestræn samvinna. 6. íslendingar haí'i nána samvinnu við hinar vestrænu lýð- ræðisþjóðir um tryggingu síns eigin sjálfstæðis og öryggis, og varðveizlu friðar og öryggis í heimnum. Formannaráðstefnan treystir Sjálfstæðismönnum um land allt til að efla samtök sin og herða baráttuna fyrir sigri Sjálfstæðis- flokksins, svo að hann geti enn að nýju markað stefnu þjóðarinnar til frelsis, hagsældar, friðar og öryggis. Bifreiðaslys HVEKAGERÐI, 13. maí: — Síð- astliðið laugardagskvöld eftir dansleik, sem haldinn var að Hótel Selfossi skeði það slys, er Ford- fólksbifreið X-658, sem flutti fólk frá Selfossi hingað í Hveragerði var á heimleið austur að Selfossi aftur, lenti hún út af veginum skammt frá Varmárbrú. Vegur- inn þarna var hækkaður fyrir tveimur árum og er um 2—3 m á hæð. Bifreiðarstjórinn var einn í bifreiðinni og slasaðist allmikið. Mjög miklar skemmdir hafa orðið á bifreiðinni og sýnist nánast ðnýt. Héraðslæknirinn í Hveragerði var sóttur þegar um nóttina og var gert að sárum mannsins til bráðabirgða. Bfreiðarstjórinn virt- ist með brákað herðablað og skrámaður á andliti og höndum. Var hann að lokinni aðgerð flutt- ur að Selfossi. — Georg. □------------------□ SIGLUFIRÐI, 13. maí: — Ms. Ingvar Guðjónsson losaði hér fyrir helgina 68 lestir og í dag losar Hafliði 250 lestir hér. Þessi afli fer allur til frystihúsanna. — G. Framsóknarflokkurinn sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn vegna þess, að hann taldi sig ekki geta leyst efnahags- málin með Sjálfstæðisflokknum. Framsóknarmenn fordæmdu öll bráðabirgða-úrræði en hétu varanlegri lausn efnahagsmálanna eftir nýjum leiðum. Svo sem nógsamlega er kunnugt, hefur raunin orðið sú, að nú hefur verið farið enn lengra en nokkru sinni fyrr í að leysa málin með algerum bráðabirgða-úrræðum, hækkun skatta og milligreiðslna, og almenningi á þann veg íþyngt án þess að upp fengist bætt með vísitöluhækkun, enda munu með þessum ráðstöfunum vera úr sögunni hinar svokölluðu kjarabæt- ur, sem knúnar voru fram með verkfallinu mikla vorið 1955. Hvernig á að verja álögunum? Auðvitað verður að tryggja starfrækslu höfuðatvinnuvega þjóð- arinnar, en þcgar til slíkra ráða er gripið, sem gert var í vetur, verða þau að hvíla á greinargerðum um raunverulega þörf atvinnu- veganna og hvernig verja skuli hinum gífurlegu álögum. Alls þessa var vant, en í stað þess virðist málum hafa verið ráðið til lykta með lauslegum samningum við stjórn Alþýðusambands íslands og að nokkru við hluta atvinnurekenda. Síðan var Alþingi ætlað að löggilda þessar ákvarðanir athugunarlaust. Enn er ekki til fulls vitað hvað í þessum samningum fólst, þó að álöguþunginn sé nú óðum að leggjast á almenning. Stjórn Al- þýðusambands íslands hefur hins vegar tekið sér úrskurðarvald um, hversu lengi ríkisstjórninni skuli veita „starfsfrið" og telur, að svo sé rétt að gera enn um sinn. Sjálf hefur ríkisstjórnin þó á síðustu mánuðum átt hlut að síhækkandi kaupgreiðslum hjá ýms- um aðilum og stundum greitt fyrir hækkunum með sérstökum stjórnarráðstöfunum, svo sem gjaldeyrisfriðindum. Foringjar stærsíu ilokknnna H.C. Hansen foringi Jafnaðar- manna. Erik Eriksen foringi Vinstri- manna. Aksel Möller foringi Hialds- manna. Tvísýnar kosningar I Danmorku Engin lausn. Því fer þess vegna fjarri, að fengizt hafi nokkur lausn efna- hagsmálanna, ekki einu sinni til bráðabirgða, hvað þá til frambúð- ar. Þau mál eru nú í meira öngþveiti en nokkru sinni fyrr, en efld- ur hefur verið til úrslitaráða í þjóðfélaginu lítill hópur, sem ekki er háður stjórnlögum ríkisins og engin trygging er fyrir að lúti reglum lýðræðisins. Af þessari óhcillabraut verður að hverfa. Alþingi og alþingis- kjósendur verða að halda hinum æðstu völdum, sem stjórnarskrá lýðveldisins og réttar lýðræðisreglur ætla þeim. Verkalýðsfélögin og önnur stéttafélög ber að styrkja til að sinna sínum stéttamál- efnum og öll þjóðholl öfl verða að sameinast um að útrýma þaðan stjórnmáladeilum og hindra, að lítill hópur geti misnotað þessi sam- tök almennings. Þriðja fcrmannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins telur að halda beri uppi öflugri fræðslu um þau meginatriði efnahagslífsins, sem hagsæld almennings er komin undir og gæta beri þess að leggja engar kvaðir á nema ýtarleg grein sé gerð fyrir nauðsyn þeirra og í hvaða skyni þær séu á lagðar. Uppbygging stóriðnaðar. Pormannaráðstefnan leggur megináherzlu á eftirfarandi: L Haldið verði áfram uppbyggingu atvinnulífsins í öllum landshlutum. Aflað verði erlends fjármagns til bygginga stóriðjufyrirtækja og vatnsaflið þannig hagnýtt til þess að auka útflutninginn og treysta afkomugrundvöll þjóðarinn- ar. Jafnframt verði unnið að því að auka þátttöku lands- manna í Iandbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði og tryggja þess- um atvinnugreinum sem fullkomnust tæki. — Lokið verði framkvæmd rafvæðingaráætlunarinnar í þágu sveita og kaupstaða. ?ifnahagslegt jafnvægi. 2. Heilbrigður rekstur atvinnutækjanna verði tryggður með sköpun jafnvægis í efnahagslífinu á grundvelli viðskipta- og athafnafrelsis og aukningu framleiðslunnar. Friðun fiskimiðanna. 3. Haldið verði áfram stöðugri sókn fyrir aukinni vernd fiski- miðanna Svo getur farið að Jafnaðarmenn missi völdin til Vinstri- og íhaldsmanna. IDAG fara fram kosningar í Danmörku. Er þaS álit kunnugra, að engar kosningar þar í landi eftir styrjöldina hafi verið eins spennandi og tvísýnar. Stjórnmálaóhugi virðist talsvert meiri en við síðustu kosningar 1953, þegar 80% neyttu kosningaréttar síns. FRÁFARANDI ÞING Á síðasta þingi skiptust þing- sæti svo niður: Jafnaðarmenn .... 74 Vinstri ............ 42 íhaldsflokkur...... 30 Radikaiir .......... 14 Kommúnistar .... 8 Retsforbundet .... 6 Auk þess átti flokkur Þjóðverja í Slésvík einn þingmann og Fær- eyjar og Grænland hvort um sig tvo fulltrúa, sem ekki hafa þó áhrif á stjórnarmyndun. MINNIHLUTASTJÓRN Síðasta kjörtímabil hefur ver- ið við völd minnihlutastjórn Jafnaðarmanna með 74 atkv. gegn 72 samanlögðum atkvæðum Vinstri-manna og íhaldsflokks- ins. Auk þess veittu Radikalir Jafnaðarmönnum stuðning í inn- anríkismálum, en allir þrír stærstu flokkarnir stóðu hins vegar um utanríkisstefnuna. Menn ræða nú mjög um, hver úrslit kosninganna verði og þykja þau tvísýn. Fyrir einum eða tveimur mánuðum voru flestir þeirrar skoðunar, að Jafnaðar- menn myndu tapa, en álitið er að þeir hafi unnið fremur á í kosningabaráttunni. STJÓRNIN GAGNRÝND Jafnaðarmanna-stjómin er einkum gagnrýnd fyrir ábyrgð arlausa stjóm efnahagsmál- anna. Þegar hún settist að völdum tók hún við 390 millj. d. kr. gjaldeyrisforða, sem stjóm Vinstri-manna og fhalds flokksins hafði safnað með forsjálni. Nú er ekki eyrir eft- ir af gjaldeyrisforðanum. Dan- mörk lifir á erlendum lánum og yfirvofandi er stöðvun á gjaldeyrisyfirfærslu. — Þá er einnig talið að Vinstri-menn kunni að vinna nokkurt fylgi af Jafnaðarmönnum í sveit- unum, vegna þess að landbún- aðurinn á við mikla örðug- Ieika að stríða og hafa Jafnað- armenn ekki haft hugrekki til að skapa honum öruggan fjár- hagsgrundvöll. IIVERJIR HREMMA SÆTI RETSFORBUNDETS ? Þannig eru fremur taldar lík- ur á að Jafnaðarmenn tapi fylgi. En það sem mestu óvissunni veldur er hrapandi fylgi Rets- forbundet og kommúnista og hverjir hreppa þeirra þingsæti. í dönsku kosningalögunum er svo fyrir mælt, að flokkur fái ekki uppbótarþingsæti nema hann hafi annað hvort fengið kjördæmakosinn fulltrúa eða hafi að minnsta kosti 60 þúsund atkvæði. Nú eru sterkar líkur taldar fyr- ir því að Retsforbundet hljóti ekki 60 þúsxind atkvæði og skipt- ast þá 6 þingsæti þeirra milli hinna flokkanna. KOMMÚNISTUM SFÁÐ TAPI Um kommúnista er það að .segja, að enn má telja víst að foringi þeirra, Aksel Larsen, nái kjöri og dragi uppbótarþing- menn á eftir sér. En álitið er samt að kommúnistar hafi tapað verulegu atkvæðamagni, sem þýði tap 2ja—3ja þingsæta. Og nú spyrja menn: — Hverjir taka við 6 þingsætum Retsfor- bundets og 2—3 þingsætum kommúnista. Á því getur oltið, hverjir skipa næstu ríkisstjórn. Á kjörskrá í dönsku kosning- unum eru 2,7 milljónir kjósenda, eða um 60 þúsundum fleiri en við síðustu kosningar. Bankarnir — Hreyfill 15:15 FÖSTUDAGINN 10. maí sl. fór fram skákkeppni milli Taflféiags samvinnufélagsins Hreyfils og starfsmanna bankanna í Reykja- vík. Teflt var á 30 borðum cg fór keppnin fram í Skíðaskálan- um. Keppnin var mjög tvísýn og lauk henni með jafntefli, 15 vinn- ingum gegn 15. Flugbjörgunarsveitin heldur fund í kvöld kl. 8,30 í Tjarnarcafé og verður þar meðal annars sýnd kvikmynd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.