Morgunblaðið - 14.05.1957, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. maí 1957
MORGUNBLAÐ1Ð
3
Meiri hluti Efri deildar andvigur
því að dómnefnd Hóskólans
rúði mestu um embættaveitingur
í GÆR var framhald 2. umræðu
um Háskóla íslands í Efri deild.
Alfreð Gíslason svaraði í stuttu
máli gagnrýni Gylfa Þ. Gíslason-
ar á breytingatill. þær, sem Al-
freð flytur við frumvarpið.
Gunnar Thoroddsen talaði fyr-
ir 3 breytingatillögum við frv.,
sem hann flytur ásamt Sigurði
Ó Ólafss. Kvað hann þær fluttar
í samræmi við óskir háskólaráðs.
Hin fyrsta fjallar um að ritari
við Háskólann skuli vera skip-
aður „samkvæmt tillögum“ há-
skólaráðs, en í frv. stendur „að
fengnum tillögum háskólaráðs".
Önnur breytingatillagan er sama
eðlis, en þar fjallar um skipun
dósenta við Háskólann. Þriðja
breytingatillaga þeirra Gunnars
og Sigurðar hljóðar svo og er við
4. málsgr. 11. gr.:
„Dómnefnd skal láta uppi rök
stutt álit um það, hvort 'af vís
indagildi rita umsækjanda og
rannsókna svo og námsferl; hans
og störfum megi ráða, að hann
sé hæfur til að gegna embættinu.
Ennfremur skal dómnefnd skipa
umsækjendum í röð eftir hæfni.
Álitsgerð dómnefndar skal skila
í hendur forseta hlutaðeigandi
háskóladeildar, og lætur deildin
uppi rökstutt álit sitt á því,
hvern umsækjanda hún telur
hæfastan. Engan má skipa pró-
fessor, nema meirihluti dóm-
nefndar hafi talið hann hæfan
til að gegna embættinu. Nú er
meirihluti atkvæðisbærra deild-
armanna sammála um að leggja
til, að tiltekinn umsækjandi,
sem dómnefnd hefur einróma
talið hæfastan, verði skipaður í
embætti, og er þá skylt að skipa
hann“.
Gunnar Thoroddsen kvað það
viðurkennda reglu í lýðræðis-
löndum að embættaveitingar við
háskólana væru að langmestu
leyti í höndum skólanna sjálfra.
Kvað hann það mjög mikils virði
fyrir skólana að hinir lærðu sér-
fræðingar þeirra og aðrir þeir,
sem forráðamenn kölluðu sér til
ráðuneytis um veitingu embsetta,
fengju að ráða því hverjir hlytu
þau.
Gylfi Þ. Gíslason rakti í
nokkru undirbúning þessa frum-
varps og kvað hafa orðið sam-
komulag um afgreiðslu þess við
háskólaráð.
Hann kvað það sína skoðun að
endanlegt úrskurðarvald í þessu
máli yrði pólitískur ráðherra að
hafa, því að hann bæri á því
ábyrgð hvernig veitingin tækist
og lægi undir gagnrýni fyrir
hana, en það gerði háskólaráð
hins vegar ekki. Aftur á móti
kvað hann tillögur háskólaráðs
myndu mestu um þetta ráða hér
eftir sem hingað til frá því lög-
unum var breytt 1942.
Gunnar Thoroddsen andmælti
ummælum Gylfa um að sam-
komulag hefði verið við há-
skólaráð um þá skipun mála, er
fram kæmi í frumvarpinu. Óskir
ráðsins fælust í breytingatillög-
um hans og Sigurðar. Ráðherra
hefði ekki treyst sér til þess að
leggja þessar tillögur Háskólans
fyrir Alþingi.
Nokkur frekari orðaskipti
urðu milli Gunnars Thoroddsens
og Gylfa Þ. Gíslasonar um það
hvort ákvæðin um embættisskip-
anir væru í samræmi við lög
annarra lýðræðislanda og sýndist
sitt hvorum.
Atkvæðagreiðsla fór þannig að
allar breytingatillögur Alfreðs
Gíslasonar voru íelldar nema
ein, sem samþykkt var með 7
atkvæðum gegn 6. Hún hljóðar
svo:
„Nú er til umræðu á fundi Há-
skólans mál, er varðar sérstak-
lega stúdenta Háskólans, og skal
rektor þá kveðja á fundinn einn
fulltrúa stúdenta, sem stúdenta-
ráð nefnir til. Hefur fulltrúinn
þar málfrelsi og atkvæðisrétt".
Breytingartill. frá Sigurvin
Einarssyni og Friðjóni Skarp-
héðinssyni að 3. málsgr. 2. gr.
orðist svo: „Háskólaráð hefur úr-
skurðarvald í málexnum Háskól-
ans og háskólastofnana svo sem
lög mæla og nánar segir í reglu-
gerðum“, var samþykkt með 9
atkv. gegn 3.
Tillögur þeirra Gunnars Thor-
oddsens og Sigurðar Ó. Ólaís-
sonar voru felldar, en breytinga-
till. menntamálanefndar deild-
arinnar, sem voru í 8 liðum, sam
þykktar. Svo breyttu var frum-
varpinu vísað til 3. umræðu.
Ný óperetta í Þjóðleikhúsinu
Sænsk söngkona syngur aðalhlufverkið.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefir átt fund með fréttamönnum og skýrt þeim
frá næsta verki Þjóðleikhússins, sem er óperettan „Sumar í
Tyrol“ eftir Ralph Benatzky, austurrískt tónskáld. Til að setja verk-
ið á svið er kominn hingað Svend Aage Larsen frá Danmörku, en
hann sá um sviðsetningu „Kátu ekkjunnar“ í fyrravor. Hefur hann
dvalizt hér síðan 14. april og unnið af kappi. Þá er og kominn hingað
sænsk söngkona, Evy Tibell, sem syngur aðalhlutverk óperettunn-
ar, Jósefínu. Hefur hún áður sungið víða á Norðurlöndum, m. a.
við Stora Teatern í Gautaborg, Stadsteatern í Málmey og Det Nye
Teater í Osló. Hún hefur alls sungið hlutverk Jósefínu 350 sinnum.
Þjóðleikhússtjóri kvað „Sum-
ar í Tyrol“ vera létta óperettu,
fulla af lífsgleði og áhyggjuleysi
áranna fyrir fyrri heimsstyrjöld-
ina. Væri þess full þörf fyrir
Þjóðleikhúsið að taka nú létt
verk til sýningar ,þar sem verk-
in í vetur hefðu yfirleitt verið
þung(!)
ÁV ARP
IjHNS OG kunnugt er, eiga nokkrir menn hér í Reykjavik, karlar
4 og konur, hvergi höfði sínu að að halla og liggja stundum
úti um nætur. Hefur sú eymd jafnvel átt sér stað, að leitað hefur
verið næturskjóls í umbúðakassa eða bátum niðri við sjó kvöld
eftir kvöld. Og með líkum hætti hafa margar næturnar orðið
langar og erfiðar ofdrykkjumönnum. Misjafnlega hefur gengið,
þegar þeir hafa leitað á náðir heimila og einstaklinga til gistingar,
Og þeim verið úthýst ósjaldan.
Á þessu verður að gerast breyting. Við megum ekki láta tóm-
lætið ráða í þessum efnum og spyrja aðeins: „A ég að gæta bróður
míns?“ Því að það eigum við einmitt að gjöra af fremsta megni
og minnast orða Krists: „Gestur var eg, og þér hýstuð mig; nakinn,
og þér klædduð mig.... Sannlegi segi eg yður, svo framarlega
sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra,
þá hafið þér gjört mér það“.
Eigum við ekki 811, sem getum, að leggja fram einhverja gjöf
♦41 þess, að hér verði ráðin bót á? Það á að vera auðvelt, ef við
erum samtaka og enginn bregzt skyldu sinni. Undirtektir okkar
ráða úrslitum.
Ef þessi fyrirhugaða fjársöfnun gengur vel, þá er það tryggt,
að eigi síðar en 1. ágúst næstkomandi verður opnað skýli hér í
bænum til næturgistingar hinu bágstadda fólki, og hefur stjórn
Bláa bandsins þá lofazt til að taka að sér starfræksluna, en reynsla
þess gefur góða von um, að vel muni takast. Er ætlunin sú, að
gistiheimilið verði opið hverja nótt frá kl. 11 e. h. til kl. 10 f.h.
og að aðhlynning öll sé sem bezt og ókeypis.
Þessi stofnun og starfræksla hlýtur að sjálfsögðu að kosta mikið
fé. en við treystum því, að það verði lagt fram. Margir eru örlátir
og jafnan fúsir til hjálpar. Mun svo enn reynast 1 þessu máli.
Tökum öll höndum saman um það.
Við undirritaðir munum veita gjöfum viðtöku, svo og öll dag-
blöð bæjarins.
13. maí 1957.
Asmundur Guðmundsson,
Biskupsskrifstofan, Arnarhvoli.
Árelíus Níelsson,
Njörvasundi 1.
Garðar Svavarsson,
Kirkjuteigi 9.
Kristinn Stefánsson,
Hringbraut 39.
Jón Thorarensen,
Ægissíðu 94.
óskar J. Þorláksson,
Aragötu 15.
Sveinn Víkingur,
Biskupsskrifstofan, Arnarhvoli.
Jón Auðuns,
Garðastræti 42.
Emil Björnsson,
Sogavegi 224.
Gunnar Árnason,
Kópavogi.
Jakob Jónsson,
Engihlíð 9.
Jón Þorvarðarson,
Drápuhlíð 4.
Sigurjón Árnason,
Auðarstræti 19.
Þorsteinn Björnsson,
Garðastræti 36.
LOFTUR GUÐMUNDSSON
ÍSLENZKAÐI
Óperettan var fyrst sýnd
í Vínarborg árið 1931, og fór
þá Max Hansen með hlutverk
Leopolds, aðal-karlhlutverk-
ið. Ungfrú Tibell kvaðst
hafa verið 18. í röðinni, sem
lék Jósefínu á móti Max
Hansen. Texti óperettunnar
er saminn af Blomenthal og
Kadelburg, en Loftur Guð-
mundsson blaðamaður hefur
endursamið íslenzka textann
eftir þremur mismunandi
textum sem til eru á þýzku.
HELZTU IILUTVERK
Óperettan verður frumsýnd
seint í þessum mánuði. Evy Ti-
bell syngur á sænsku, en aðrir
sýningarkraftar verða íslenzkir.
Helztu hlutverk verða sem hér
segir: Leopold: Bessi Bjarna-
son; Giesecke: Ævar Kvaran;
Ottilie: Hanna Bjarnadóttir;
Siedler: Ólafur Jónsson; Sigis-
mund: Helgi Skúlason; Clara:
Rósa Sigurðardóttir; Franz Jósef
keisari: Gestur Pálsson; Hinzel-
man: Baldvin Halldórsson. Auk
þess eru smærri hlutverk, en alls
eru hlutverkin um 20. Þá syngur
20 manna kór og 12 manna ball-
ett-flokkur sýnir dans. Sólódans
sýnir Bryndís Schram og ungt
danspar: Anna Brandsdóttir og
Helgi Tómasson. Lárus Ingólfs-
son gerði leiktjöld og teiknaði
búninga, sem Nanna Magnússon
gerði. Dr. Victor Urbancic stjórn
ar hljómsveitinni.
HLAKKAR MJÖG TIL
Evy Tibell hefur fengið mjög
góða dóma þar sem hún hefur
sungið. Kvaðst hún hlakka til
að syngja hér og vera sérlega
hrifin af sjálfu leikhúsinu og
öllum útbúnaði. Hún sagðist
vera dálítið taugaóstyrk eins og
aeviniega fyrir frumsýningar.
Svend Aage Larsen kvaðst þakk-
látur fyrir að hafa fengið að
koma hingað aftur og einnig fyr-
ir að geta nú aftur starfað með
Evy Tibell, en þau hafa haft sam-
starf í Svíþjóð. Larsen bar mikið
lof á leiksviðsmeistara Þjóðleik-
hússins, Guðna Bjarnason, sem
hefði unnið mikið og erfitt starf
við sviðsetningu óperettunnar.
Tívoli opnað á laug-
ardag þólt eldi rigni
Á SÍÐUSTU stundu, var hætt við
að opna Tívolí, um helgina, eina
og búið var að auglýsa í blöðum
og útvarpi. Urðu börnum og ungl-
ingum mikil vonbrigði að þessu
sem vonlegt var. Þegar Mbl. snéri
sér í gær til forstjóra Tívolís,
Einars Jónssonar, og spurðist fyr-
ir ura hvað hefði valdið að opnun-
inni var frestað, svaraði hann því,
að tveir rafmótorar hefðu brunnið
S'fir seint á laugardagskvöldið, og
hefði reynzt ógjörningur að fá
gert við þá í snarhasti. Þessir mót
orar eru ákaflega þýðingarmiklir
þar sem þeir stýra báðum hring-
ekjunum og flugvélunum, sem eru
aðalleiktæki barnanna í Tívoli.
Kvað Einar, forráðamönnum
Tívolís þykja þetta mjög leiðinlegt,
og nú myndi garðurinn opnaður
kl. 2 á laugardaginn, jafnvel þótt
Á afmæli forsetans í gærdag blöktu fánar við hún á öllum opin-
berum byggingum, erlendum sendiráðum og mörgum byggingum
öðrum. í Rvíkurhöfn lágu Fossarnir og fleiri skip fánum skreytt
stafna á milli. Eftirtekt vakti að sendiráð Sovétríkjanna við Tún-
götu dró ekki fána að hún. Efri myndin er frá höfninni og neðri
myndin er frá tveim sendiráöum. Auða fánastöngin við sendiráðið
rússneska og í baksýn blaktir vestur-þýzki fáninn við þýzka sendi-
ráðið. — Ljósm.: Mbl.