Morgunblaðið - 14.05.1957, Side 4

Morgunblaðið - 14.05.1957, Side 4
4 MÓRCUTUiLAÐIb Þriðjudagur 14. maf 1957 I dag er 234. dagur ársins. 14. maí. Vinnuhjúaskildagi. Þriðjudagur. Árdegisflæði kl. 6.25. Síðdegisflæði kl. 18.50. Slysavarðstofa Reykjavikur í Heilsuvemdarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir) er á uma stað frá kl. 18—8. Sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki, sími 1760. — Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek op- in daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum til kl. 4. Þrjó síðasttal- in apótek eru öll opin á sunnudög- um milli kl. 1 og 4. Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnudög um 13—16. Simi 82006. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9, er opið daglega kl. 9—19 nema á laugard. kl. 9—16 og á sunnu- dögum 13—16. Sími 4759. Hafnarfjarðar-apótek er opi< alla virka daga kl. 9—21. Laug ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helg daga kl. 13—16 og 19—21. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga frá kl. 9—19, Iaugar- daga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13—16. Hafnarfjörður: — Næturlæknir er Ólafur Ólafsson, sími 9536. Akureyri: — Næturvörður er í Akureyrarapóteki, sími 3210. Næt- urlæknir er Stefán Guðnason. I. O.O.F. Rb. 1 = 1065148% — 9.0. RMR — Föstud. 17.5.20. — VS — Frl. — Hvb. E^Brúðkaup Fyrir nokkru voru gefiii sam- an í hjónband í Neskirkju af séra Jóní Thorarensen ungfrú Jóhanna Kristín Jómundsdóttir, Reynimel 58 og Hans Ploder, Bárugötu 40. Nýlega voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Þóra Guð- mundsdóttir, Drápuhlíð 8 og Sig- urður Ámason. Heimili þeirra verður í Barmahlíð 12. 1 gær voru gefin saman í hjóna- band af séra Jóni Thorarensen, ungfrú Sigríður Einarsdóttir, hús- mæðrakennari og Ásmundur Guð- mundsson, stýrimaður ' m.s. Helga felli. Heimili þeirra er á Víðimel 31. |Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Emilía Sigurðardótt- ir, Vatsenda, Ólafsfirði og Berg- ur Torfason, Felli, Dýrafirði. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Þóra Jónsdóttir og Margeir Þórarinsson, bæði frá Fáskrúðsfirði. II. þ. m. opinberuðu trúlofun sína frk. Unnur Hjaltadóttir, Snorrabraut 67 og Karl Schiöth, flugstjóri hjá Flugfélagi Islands, Bogahlíð 24. Afmæli Fimmtug er í dag frú Krist- björg Jónsdóttir, Ægissíðu 96. 60 ára er í dag frú Guðrún Benediktsdóttir, Túngötu 10, Keflavík. Hún er gift Jóni Eyjólfs- syni útgerðarmanni. Frú Guðrún er mikil sómakona og vinsæl. FERDINAND Þessi mynd sýnir okkur hvað getur skeð, þegar vörubifreiðum er lagt skáhallt út í götuna. — Bifreiðastjórar! Leggið bifreiðum ykk- ar ávallt þannig, að þær séu ekki hættulegar umferðinni og munið að hafa alltaf orðin PRÚÐMENNSKA og LIÐLEGHEIT í huga, þegar þér eruð í akstrí. Slysavarnafélagið. Skipin Eimskipafélag íslands h.f. Brúarfoss fór væntanlega frá Hamborg í gær til Reykjavíkur. — Dettifoss kom til Leningrad 11. þ. m. fer þaðan til Hamborgar og Reykjavíkur. — Fjallfoss fór frá Keflavík í gærkvöldi til Reykja- víkur. — Goðafoss fór frá Reykja vík í gærkvöldi vestur og norður um land til Reykjavíkur. — Gull- foss fór frá Hamborg í gær til Kaupmannahafnar. — Lagarfoss fer væntanlega frá Akureyri í kvöld til Súgandafjarðar, Þingeyr ar, Stykkishólms og Faxaflóa- hafna. — Reykjarfoss kom til Reykjavíkur 10. þ. m. frá Akra- nesi. — Tröllafoss kom til Reykja- víkur 10. þ. m. frá New York. — Tungufoss fór frá Keflavík 8. þ. m. til Antwerpen, Hull og Reykja víkur. Skipadeild S.f.S. Hvassafell fór 10. þ. m. frá Kópaskeri áleiðis til Mantyluoto. — Arnarfell er í Kotka. — Jökul- fell losar sement á Austfjarða- höfnum. — Dísarfell átti að fara í gær frá Kotka áleiðis til Aust- fjarðahafna. — Litlafell lestar í Faxaflóa til Austfjarðahafna. — Helgafell er á Isafirði, fer þaðan til Þorlákshafnar. — Hamrafell fór frá Batum áleiðis til Reykja- víkur. — Sine Boye losar á Húna- flóahöfnum. — Aida lestar I Riga. g^Flugvélar Flugfélag fslands h.f. Millilandaflug: — Hrimfaxi er væntanlegur til Reykjavíkur kl. 22:20 í kvöld frá London og Glas- gow. Flugvélin fer til Osló, Kaup- mannahafnar og Hamborgar kl. 08:00 í fyrramálið. — Innanlands- flug: — 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blöndu- óss, Egilsstaða, Flateyrar, fsa- fjarðar, Sauðárkróks, Vestmanna- eyja (2 ferðir) og Þingeyrar. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), fsafjarðar, Siglufjarðar, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Hellu. Pan American flugvél kom til Keflavíkur í morgun frá New York og hélt áleiðis til Osló, Stokkhólms og Helsinki. Til baka er flugvélin væntanleg annað kvöld og fer á- fram til New York. % Ymislegt Norræna fclagið: — Skemmti- fundur í Tjarnarkaffi í kvöld kl. 20.30. Sigurður Magnússon full- trúi flytur ávarp og Bo Almqust ser.dikennari sýnir litkvikmynd frá Svíþjóð, Gluntasöngur og dans. Kvöldið er helgað Svíþjóð. Kvenfélag Neskirkju: — Minn- ingarspjöld kvenfélags Neskirkju fást í Búðinni minni, Víðimel 35, Verzlun Hjartar Nílsen, Pósthús- stræti og Mýrarhúsaskóla. Bazar Hvítabandsins er í Góð- templarahúsinu í dag. Ferðafélagið fer sína fyrstu gróðursetningarför í Heiðmörk á þessu sumri, kl. 8 í kvöld. Þess er vænzt að félagsmenn og aðrir á- hugamenn um gróðursetningu taki þátt í þessari för. Farið verður frá Austurvelli. Skógræktarför Þingeyinga í Heiðmörk vfirður farin í kvöld kl. 7 og verður lagt af stað frá Bún- aðarfélagshúsinu. Mænusóttarbólusetning í R.vík: — Fólk sem bólusett var í fyrsta sinn í aprílmánuði er minnt á að koma til annarar bólusetningar sem næst 4 vikum eftir fyrstu bólusetningu. Bólusetning fer fram í Heilsuverndarstöðinni kl. 9—11 f.h. og 4—7 e.h., nema laug- ardaga kl. 9—11. Margir óska þess af einlægni að losna úr áfengisviðjunum. — Um- dæmisstúkan. Orð lífsins: — Eg vil lofa Drott inn af öllu hjarta, segja frá öll- um þínum dásemdarverkum. Eg vil gleðjast og kætast yfir þér, lof syngja nafni þínu, þú hinn Hxsti. (Sálmur 9, 1—2). Farfuglinn. — Nýlega kom út nýtt blað hér í Reykjavík, er nefn ist Farfuglinn. Er fyrsta tölublað þess dagsett 25. apríl 1957. Út- gefandi þessa blaðs er Bandalag íslenzkra Farfugla, en ritstjóri þess og ábyrgðarmaður Ragnar Guðmundsson. Blaðinu er ætlað að koma út fjórum sinnum á ári og mun verða átta síður í hvert sinn. Blaðið kostar þrjár krónur eintak- ið, en verður sent félagsmönnum ókeypis. Því er ætlað að flytja fréttir úr félagslífinu, en starf- semi Farfugla hefur aukizt mikið síðari árin. Félagið var stofnað 1939. Efni þessa fyrsta „Far- fugls“ er ávarp Ara Jóhannesson- ar til félagsmanna. Fylgt úr hlaði, eftir ritstjórann. Skógræktarþátt- ur, rabbað við Friðrik Daníelsson. Á innlendum vettvangi. Á erlend- um vettvangi. Ferðaáætlun Far- fugladeildar Reykjavíkur 1957. — Blaðið er í litlu, snyrtilegu broti og hið vandaðasta að frágangi. Barnablaðið Æskan, 4. tbl., þessa árgangs, er komið út. Á kápunni er mjög skemmtileg mynd. Efni er fjölbreytt að vanda og flytur blaðið m. a. að þessu sinni: Svona ferðast ég. Konungur dýranna. — Andrés og Ijónið. Óli eignaðist litla systur. Ráðvendni endurgold in. Sumarið er að koma. Þegar sumarleyfið hefst. Sjálfum sér næstur. Handavinnuhornið. Þætt- ir úr sögu skipanna. Frímerkja- þáttur. Knattspyrna. Lesendur skrifa. Alltaf eitthvað nýtt og sitt hvað fleira skemmtilegt og gagn- legt. HeimilisblaðiS Haukur er kom- ið út, maí-blaðið. Efni er að þessu sinni: William Penn. Blygðunar- laus (saga). Sálfræði í daglegu lífi. Segðu okkur frá Fichten- horst, frásögn eftir Hans Hardt. Davíð Copperfield, myndasaga. Hjálp í lífsháska. Gaman og al- vara. Söngur Suðurhafsins (smá- saga). Krossgáta. Þau hittust eft- ir 25 ár (smásaga). Hið sjáandi auga (smásaga), og ýmislegt fl. SímablaSiS, 1. tbl. þessa árg., er nýlega komið út. Efni blaðsins er: Hagsmunafélög og vinnusið- gæði. Hvað er framundan. Um næturvaktir og fleira. Hví hafa ekki allar talsímakonur sama rétt. Kvennasíðan. Aðalfundur F.l.S. 1957. Getraunaráðningar. Láns- fjárskortur. Að gefnu tilefni. Til- kynning til símastúlkna á 1. fl. B- stöðvum. Rekstrarreikningur. — Efnahagsreikningur. Skyldusparn aður, stökur og ýmislegt fleira. Aheit&samskot SlasaSi maSurinn, afh. Mbl.: L. J. krónur 200,00. FólkiS á Hvalnesi, Skaga., afh. Mbl.: L. J. krónur 200,00. Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.: S S kr. 50,00; Jón Jónsson 100,00; C krónur 100,00. Til Hallgrímskirkju í Rvík.: —• Ónefndur kr. 1000,00; K K 300; N N 50; S G 25; Ásg. Þork., 1000 G J og Þ E Hafnarf., 50; Hedda 100; Eyjólfur Eyjólfsson 20; for- eldrar 50; A G og J Þ, til minn- inrar um tvö börn þeirra, 500; gömul kona, til minningar um Sig. Þ. Jónsson 50; V B 100; G S G 150; G E 50; Kristjana Gísladótt- ir 150; ónefndur 500,00; V J 10; þakklát stúlka 80; Steinunn Helga dóttir 100,00. — Samtals krónur 4280,00. — Móttekið með kærri þökk. Jakob Jónsson, prestur. nuwgffhÆaffinu, ¥3/ Þegar sjónvarpið bila5i. ★ Peter Munch, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Dana, var þekktur Sjónvarp á hjólum sem gætinn og rólyndur stjórn- málamaður. Hann notaði sjaldan sterk orð eða fuliyrðingar og sagði sjaldan meira en hann gat staðið við. Á kosningaferðalagi eitt sinn, ók hann fram hjá fjárhóp er var á beit skammt frá. Einn af fylgd- armönnum Munch lét þau orð falla, að auðsjáanlega væri nýbú- ið að rýja þetta fé. Munch horfði nokkra stund út um bílrúðuna, á féð og sagði síðan: — Það lítur að minnsta kosti út fyrir að þær hafi verið rúnar á annari hliðinni. ★ Á síðustu árum sínum fðr Philip Chesterfield, enskur stjórn- málamaður, á hverjum degi í dá- litla ökuferð. Gerði gamli maður- inn þetta til þess að hressa sig og styrkja. Einhvem tíma mætti hann kunningja sínum á slíku ferðalagi og hafði kunninginn orð á því hve Chesterfield liti vel út og væri hressilegur. — ó, blessaður, minnstu ekki á það, sagði gamli maðurinn, en þessi ökuferð er nú bara „general pruva“ að jarðarförinni minni. ★ Cicero (106—43 f. Kr.), þurfti einu sinni að hafa tal af Róm- verja nokkrum, en hann lét þjón sinn segja að hann væri ekki heima, enda þótt Cicero sæi hann í glugganum. Nokkrum dögum seinna þurfti sami Rómverji að hafa tal af Cicero. Cicero kom brosandi til dyra og kvaðst því miður ekki vera heima. Rómverj- anum brá all-mikið við þetta, en Cicero flýtti sér þá að bæta við: — Það er sýnilegt að þér trúið mér ekki, enda þðtt ég tryði þræln um yðar um daginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.