Morgunblaðið - 14.05.1957, Side 10
10
MORGUNBLAfíl»
Þriðjudagur 14. maí 1957
Otg.: H.f. Arvakur, Reykjavík
Framkvæmdastj óri: Sigfús Jónssun.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Ami Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritsíjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Dómur GultskeUs
um sumvinnu við kommúnistu
ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti sl. sunnu-
dag greinargóða frásögn af för
Hugh Gaitskells formanns brezka
Verkamannaflokksins til Róma-
borgar, í þeim tilgangi að flýta
fyrir sameiningu hinna tveggja
arma ítalska jafnaðarmanna-
flokksins. Eins og kunnugt er
hefur allstór hluti jafnaðarmanna
á Ítalíu haft náið samstarf við
kommúnista. Hafa hægri jafn-
aðarmenn lotið forystu Giuseppe
Saragats, en vinstri sósíalistar
hafa haft Nenni að foringja.
Jafnaðarmannaflokkur Sara-
gats hefur undanfarið haft sam-
vinnu við Kristilega lýðræðis-
flokkinn um stjórn Ítalíu.
Erindi Gaitskells var eins og
áður segir að vinna að sáttum
milli hinna tveggja flokksbrota
jafnaðarmanna á Ítalíu. Ekki er
ennþá vitað hvern árangur för
hans hefur borið. En talið er að
hún muni hafa haft allmikla
þýðingu. Alþýðublaðið kemst m.
a. að orði á þessa leið um Róma-
för Gaitskells:
„Áður en Gaitskell hélt
heimleiðis frá Róm átti hann
fund með blaðamönnum og
ræddi viðhorfið. Hann kvað
jafnaðarmenn haga sér rökrétt
og skynsamlega. Sem jafnað-
armannaflokkur gæti flokkur
Saragats ekki rætt nánari sam
vinniu við Nennista fyrr en
þeir hefðu slitið sig algeriega
ur trússi við kommúnista“
Neitun Nennista
Áður í þessari sömu Alþýðu-
blaðsgrein hafði verið skýrt frá
því að slitnað hefði upp úr sam-
einingartilraunum flokksbrot-
anna, meðal annars af þessum á-
stæðum:
1. Nennistar reyndust ófáanlegir
til að slíta samvinnu við komm
únista í verkalýðsfélögum,
sveita- og bæjarstjórnum og
ýmsum menningarstofnunum.
2. Hægri jafnaðarmenn neituðu
að rjúfa samstarf við kristilega
lýðræðisflokkinn um ríkis-
stjórn.
3. Nennistar kröfðust hlutleysis í
utanríkismálum en jafnaðar-
menn aðhyllast samstarf við
vesturveldin og áframhaldandi
aðild að NATO.
Sú afstaða, sem kemur fram í
ummælum Gaitskells og skilyrð-
um hægri jafnaðarmanna fyrir
sameiningu við Nenni-flokksbrot
ið, er vissulega hin athyglis-
verðasta.
Saragat gerði það að skil-
yrði fyrir sameiningu við
Nennista, að þeir slitu allri
samvinnu við kommúnista
bæði í verkalýðsfélögum, bæj-
arstjórnum og menningarstofn
unum. Og Gaitskell lýsir því
hiklaust yfir að „sem jafnað-
armannaflokkur geti flokkur
Saragats ekki rætt nánari sam
vinnu við Nennista fyrr en
þeir hefðu slitið sig algerlega
úr trússi við kommúnista“.
Afstaða íafnaðarmanna
um allan heim
Þannig er nú afstaða jafnaðar-
manna um allan heim — nema á
íslandi — til kommúnism-
ans. Formaður brezka Verka-
mannaflokksins lýsir því hiklaust
yfir, að ekki sé hægt að ræða
samvinnu hægri jafnaðarmanna á
Italíu við vinstri jafnaðarmenn
Nennis ,fyrr en þeir hafi „slitið
sig algerlega úr trússi við komm-
únista“.
Lexía fyrir íslenzka
iafnaðarmenn
En ummæli Gaitskells og af-
staða Saragats-jafnaðarmanna á
Ítalíu eru þörf lexía fyrir ís-
lenzka jafnaðarmenn. Hér hafa
þau undur gerzt, að jafnaðar-
menn hafa gengið í stjórnarsam-
vinnu við kommúnista, og stuðla
nú á marga vegu að eflingu
kommúnistaflokksins á íslandi.
Á þessa ógæfuhlið tók að hall-
ast, þegar Hannibal Valdemars-
son klauf Alþýðuflokkinn innan
verkalýðshreyfingarinnar haustið
1954 og lét kommúnista síðar
kjósa sig forseta Alþýðusamband:
fslands. Lauk ferli hans innan Ai
þýðuflokksins með því að hann
var rekinn úr flokknum ásamt
Alfreð Gíslasyni lækni eftir að
þeir höfðu myndað kosninga-
bandalag við kommúnista. j
í það mund, sem þetta gerð-1
ist, lýsti þáverandi formaður
Alþýðuflokksins því yfir, fyrir
kosningarnar s. 1. sumar, að Al-
þýðuflokkurinn mundi -aldrei
hafa samvinnu við kommúnista
um stjórnarmyndun.
En kosningunum var ekki
fyrr lokiö en þessi yfirlýsing
var svikin. Hræðslubandalag-
ið hafði ekki fengið þing-
meirihluta og auk þess hríð-
tapað atkvæðum í kosningun-
um. Þegar svo var komið, hik-
uðu forystumenn íslenzkra
jafnaðarmanna ekki við að
ganga til handalags við komm
únista. Ákafastur í þá sam-
vinnu mun Gylfi Þ. Gíslason
ritari miðstjórnar flokksins
hafa verið.
Klofinn í afstöðunni.
til kommúnista
En þótt ráðamenn Alþýðu-
flokksins hafi þannig svikið
kosningaloforð sitt er formaður
þeirra gaf frammi fyrir alþjóð
sumarið 1956 er þó vitað að
margir íslenzkir jafnaðarmenn
eru algerlega andvígir allri sam-
vinnu við kommúnista, og telja
hana hið mesta glapræði. Kemur
þetta ekki hvað sízt í ijós innan
verkalýðsfélaganna hér í Reykja-
vík. Þar eru Alþýðuflokksmenn
yfirleitt í harði andstöðu við
kommúnista og telja samvinnu
milli lýðræðissinna einu réttu og
skynsamlegu leiðina til þess að
vinna bug á kommúnismanum
hér á landi.
Alþýðublaðið hefur birt álit
Gaitskells á samvinnu jafnað-
armanna og kommúnista. Verr
má að það boði einhverja
breytingu á afstöðu Alþýðu-
flokksins í þessum málum. Og
vissulega þarf engan að
undra, þó íslenzkir jafnaðar-
menn telji sér lítinn sóma af
því að vera í dag eini jafn-
aðarmannaflokkur heimsins
sem situr í ríkisstjórn me?
kommúnistum.
UR HEIMI
)
Nótt löngu hriífanna
U ndanfarna viku hef-
ur verið sagt frá því í fréttum, að
nú fari fram í Miinchen réttar-
höld yfir tveimur skósveinum
Hitlers, sem voru viðriðnir ein-
hverja óhugnanlegustu atburði í
sögu nazismans, og er þá langt til
jafnað. Þessir atburðir gerðust
fyrir 23 árum — 30. júní 1934,
þegar Hitler braut á bak aftur
andstöðuna innan flokksins með
því að láta myrða SA-foringj-
ann Ernst Röhm og um 2000 aðra
andstæðinga sína. Hin örlagaríka
nótt, þegar morðin voru framin,
hefur verið nefnd „nótt löngu
hnífanna".
1 egar sagt er, að 2000
manns hafi látið lífið, er það
ágizkun; talan kann að vera
hærri, en hún getur líka verið
lægri. Hér var ekki aðeins um
að ræða SA-foringja, heldur
ýmsa persónulega óvildarmenn
SS-mannanna, sem framkvæmdu
hreinsunina. Einnig voru ýmsir
af pólitískum andstæðingum Hitl
ert myrtir, sem voru á engan
hátt tengdir Röhm og samherj-
um hans í Nazistaflokknum.
Frægastur þeirra var Schleicher
hershöfðingi og fyrrverandi rík-
iskanslari, sem skotinn var nið-
ur ásamt konu sinni.
Ernst Rolun, keppinautur Hitlers,
myrtur 1934.
Hitler reyndi að verja
gerðir sínar með því, að Röhm
og félagar hans hefðu gert sam-
særi innan flokksins til að svipta
sig völdum. Vitað var, að Röhm
var mjög andvígur ýmsum stefnu
málum Hitlers, ekki sízt gyðinga-
ofsóknunum, og að ýmis önnur
öfl í landinu unnu að því að losna
við ríkiskanslara nazista, sem var
mjög óvinsæll eftir IV2 árs stjórn.
Síðari rannsóknir hafa hins veg-
ar sannað, að hættan á uppreisn
eða valdaráni innan eða utan
flokksins var sáralítil um mán-
aðamótin júní—júlí 1934.
-H ið kuldalega sam-
band Hitlers og Röhms varð ís-
kalt eftir valdatöku nazista 30.
janúar 1933, þegar Hitler gerði
Röhm ekki að ríkismarskálki.
Röhm vildi sameina SA-sveitirn-
ar og herinn og gera úr þeim
„Wehrmacht" undir sinni stjórn.
Hann leit á SA-sveitirnar sem
kjarna hersins. Smám saman fór
hann líka að gagnrýna Hitler fyr-
ir það, að framkvæma ekki „aðra
byltinguna". Ásamt mörgum
eldri félögum flokksins lagði
Röhm mikla áherzlu á síðari hlut
ann í nafni flokksins, sem hét:
flokkur — „þjóðernisjafnaðar-
manna“. Þeir skildu ekki, að fyrri
hlutinn, hið þjóðernislega, skipti
Hitler öllu máli, og að hann var
þá þegar farið að dreyma um
heimsyfirráð.
E n til að koma fram á-
formum sínum varð Hitler að
hafa herinn að baki sér. Hann
ákvað að nota hina vel þjálfuðu
liðsforingja hersins til að gera
upp sakirnar við óánægða for-
ingja SA-sveitanna. Röhm grun-
aði ekki neitt. Hann ákvað að
gefa sveitum sínum sumarleyfi
allan júlí-mánuð. Sjálfur tók
hann sér frí í byrjun júní og
dveldist sér til heilsubótar í
Wiesse rétt hjá Munchen. Með
honum voru ýmsir nákomnustu
vinir hans í flokki SA-foringj-
anna (það var ekkert leyndar-
mál, að margir þeirra voru kyn-
villtir). Hitler fór sjálfur frá
Berlín til að „skoða vinnubúðir
í Westfalen“ eins og tilkynningin
hljóðaði.
Fram á síðustu stundu
var Röhm ugglaus. — Hitler
símaði til hans og fékk hann til
að kalla saman SA-foringjana,
svo hægt væri að tala saman og
gera út um deilumálin .Röhm var
rólegur, en hann vissi ekki, að
29. júní hafði Sepp Dietrich, sem
fór með Hitler í „eftirlitsferð“
hans, komið til Múnchen með
flugvél frá Bad Godesberg. Hann
átti að gera síðustu ráðstafanir
áður en uppgjörið við SA færi
fram. Þegar Hitler og Göbbels
komu til Múnchen snemma næsta
morgun, voru böðlarnir reiðubún
ir og allt búið í haginn fyrir blóð-
baðið.
Í1
■tlAitler fór rakleiðis til
Wiesse, þar sem hann handtók
sjálfur Röhm, áður en hann var
kominn á fætur. Samtímis voru
fjölmargir SA-foringjar hand-
teknir um leið og þeir stigu út úr
lestinni í Múnchen, en þangað
hafði Röhm kvatt þá að boði
Hitlers. Fórnarlömbin höfðu sem
sé gengið í gildruna. SA-sveit-
irnar voru lamaðar og gátu enga
„Sjóræningjor" hertnkn
ilugstöðvnrskip
SYDNEY, Ástralíu 7. maí. —
Hópur ástralskra stúdenta
klæddra sem sjóræningja,
fór snemma í morgun á báti
út á höfnina í Sydney og réð-
ist til uppgöngu í bandaríska
flugstöðvarskipið Bennii.gton.
Þegar þeir voru komnir upp
í skipið hringdu þeir klukk
um í því og settu af stað að-
vörunarbjöllur í skipstjórnar-
klefanum. Með þessu kváðust
stúdentarnir vilja sýna fram á
hve öllu öryggiseftirliti á her-
skipum væri áfátt. Segja þeir,
að auðvelt væri fyrir Rússa
að ræna fjölda skipa, vegna
þess að verðimir eru sofandi.
—Reuter.
Sepp Dietrich, SS-foringinn sem
Hitler notaði til að skipuleggja
morðin á SA-foringjunum. Hann
var dæmdur í lífstíðarfangelsi
fyrir stríðsglæpi eftir stríð, en
hann hafði m. a. látið skjóta
144 óvopnaða bandaríska flug-
menn, eftir að þeir voru hand-
teknir. Dietrich var náðaður fyr-
ir skömmu, og var þá þessi mynd
tekin. Búizt er við vægum dóml
yfir honum núna.
mótspyrnu veitt. Brátt voru
drápsvélarnar í fullum gangL
Miðstöð morðanna var Múnchen,
en í Berlín hljómuðu skotin líka
allan daginn og um gervallt
Þýzkaland komu SS-blóðhund-
arnir og fjarlægðu fólk, sem
„foringinn“ kærði sig ekki um.
s
k-J epp Dietrich var
hækkaður í tign eftir frammi-
stöðu sína í Múnchen. Hann sá
sjálfur um aftöku sex helztu SA-
foringjanna, sem hann hafði skrif
að á óskalista sinn. Hann safnaði
fórnarlömbunum saman úti í
garði Stadelheim-fangelsisins.
„Heil Hitler — í nafni foringj-
ans eruð þið dæmdir til dauða“,
sagði hann og gaf hinum „dauða-
dæmdu“ tvær mínútur til að
skrifa ástvinum sínum hinztu
kveðjur. Á meðan þeir sátu í
steinlögðum garðinum og hrip-
uðu kveðjurnar, gaf Dietrich
skipun sína: „Heil Hitler —
skjótið!"
R. öhm var settur í
einkaklefa. Honum var fengin
skammbyssa snemma morguns 1.
júlí og sagt, að hann skyldi sjálf-
ur svipta sig lífi. Hann neitaði,
og 10 mínútum síðar ruddist
Michael Lippert inn í klefann
ásamt fangelsisstjóranum, Eicke,
og þeir skutu hvor sínu skoti á
Röhm, sem hafði svipt af sér
skyrtunni, þannig að hann var
nakinn að ofan. Samkvæmt á-
kæruskjölunum í yfirstandandi
réttarhöldum gaf Lippert fórnar-
lambinu „náðarskot", en Eicke,
sem var drepinn í stríðinu, læsti
klefadyrunum til að koma í veg
fyrir að Röhm bærist læknis-
hjálp.
Aðeins Dietrich og Lipp
ert eru enn á lífi af böðlum Hitl-
ers. Hinir féllu í stríðinu eða
féllu síðar í ónáð foringjans og
voru drepnir. SA-sveitirnar og
foringjar þeirra áttu sinn stóra
þátt í valdatöku Hitlers, en þeg-
ar hann hafði ekki lengur þörf
fyrir þær, voru foringjar þeirra
strádrepnir. Það er enginn vafi,
að Stalin lærði margt af kollega
sínum í Þýzkalandi. Nokkrum ár-
um síðar þurfti hann líka að
hreinsa til meðal samherja sinna.