Morgunblaðið - 14.05.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.05.1957, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 14. maí 1957 MOrtCTHVfíT/ÁÐIÐ 11 Námsflokkarnir; Þar situr aldraður yngismeyjar hlið Kvöldskólinn, þar sem faúsundir njóta fræðslu HÉR í bænum hefur skóli starfað í næstum 20 ár, þar sem gamlir bændur og húsmæður sitja við hliðina á 13—14 ára gömlum unglingum og auka þekkingu sína og kunnáttu í fjölmörgum námsgreinum. Þar læra hafnarverkamenn ensku, verzlunarmenn tungumál og bókfærslu, ungar stúlk- ur vélritun og húsmæður föndur og útsaum. Þegar kvölda tekur safnast um 1000 nemendur í þennan sérstæða skóla, þar sem enginn er skyldugur til námsins, en allir sækja, ungir sem gamlir, af einskærri fróðleiksfýsn og menntunar- þrá. Þetta eru Námsflokkar Reykjavíkur. Námsgreinarnar eru nú alls 14, og þar geta allir komið að aflokinni vinnu á kvöldin og lagt stund á það sem hugur þeirra stendur til. — Kennslugjaldið er furðulega lágt, 40 krónur á vetri fyrir hverja námsgrein. Aldrei hef ég þekkt áhugasamari nem- endur, segir stofnandinn og skólastjórinn, Ágúst Sigurðsson magister. TILGANGUR Námsflokkanna er einfaldur og ljós, og er frá honum skýrt í fræðsluriti um þá, sem gefið var út skömmu eftir stofnun þeirra. Þar er tilgangur orarnir Steingrímur J. Þorsteins- son og Ólafur Björnsson og Magnús Finnbogason mennta- skólakennari. í upphafi rituðust 89 nemendur í skólann. Agúst Sigurösson afhendir bónda um sextugt, Birni Andréssyni, Leynimýri, skírteinl sitt. bóndi við en alls hafa verið kenndar 22 námsgreinar. Er miðað við lág- markstölu 8 nemenda í hverri námsgrein. Ef talan fellur neðar að meðaltali yfir kennslutímann, þá er kennslunni að jafnaði hætt. VIÐ höfum rekið okkur á það, segir Ágúst Sigurðsson að áhuginn fyrir sumum námsgrein- um varir ekki nema í nokkur ár Þá hefir sá hópur, sem áhuga hefir á tilteknu efni hlotið kenn- slu og fleiri gefa sig ekki fram. Þannig hafa íslenzkar bókmennt- ir ekkir verið kenndar í Náms- flokkunum í þrjú ár vegna þátt- tökuleysis, og sama er að segja um ítölsku og félagsfræði svo dæmi séu tekin. En þær náms- greinar sem nú eru kenndar eru íslenzka, danska, enska, franska spánska, þýzka, sænska, norska, bókfærzla, föndur, vélsaumur, út- saumur, uppl., reikn., vélr. Nám í flokkunum er ekki í beinum Ágúst Sigurðsson skólastjóri arstig, allt frá byrjendum til þeirra sem lengst eru komnir. Þannig eru t.d. fimm stig í ensku, þ.e. nemandinn getur lært ensku í fimm vetur í námsflokkunum. Eftir fimmta veturinn svarar kunnátta hans til kunnáttu nem- anda í 2. bekk menntaskólanna, ef um duglega nem. er aðræða. í íslenzku, þýzku og frönsku eru tvö kennslustig, en 3—4 í dönsku. ÞÓ að skólagangan sé löng hjá flestum Islendiiigum, er þó sú fræðsla ekki alltaf fullnægjandi, sem fæst í skólum. Eftir að menn eru brautskráðir úr skóla, getur skapazt nauðsyn vegna nýrra starfa að bæta kunnáttu sína í ein- hverri grein eða nýr þekkingarþorsti gert vart við sig. Einkakennsla er mörgum ofviða vegna kostnaðar. En hér koma Námsflokkar Reykjavíkur til hjálpar. Þeir hafa starf- að í tæpa tvo áratugi á vegum Reykjavíkurbæjar undir farsælli forystu Ágústs Sigurðssonar. Þeir hafa bætt úr brýnni þörf, getið sér gott orð og notið sívaxandi vinsælda. Það er von mín, að Námsflokkarnir haldi áfram að blómgast og dafna og verði Reykvíkingum enn sem áður til menning- arauka og svölunar þekkingarþorsta. Gunnar Thoroddsen. tengslum við skólakerfið, veitir engin réttindi til inngöngu í aðra skóla. Þátttökuskírteinið er fyrst og fremst sönnun þess, að nem- andinn hafi aflað sér nokkurrar menntunar í þeirri grein sem það hljóðar um auk þess sem það er vottorð um ástundun hans og dugnað. Tvær einkunnir eru gefnar, fyrir ástundun og kunn- áttueinkunn. Enginn nem. getur fejjgið Námsflokkaskírteinið, nema að hann hafi mætt í 24— 26 tímum yfir veturinn í náms- grein sinni, en alls eru tímarnir 44—46 talsins. Kennslan fer fram tvisvar í viku á tímabilinu frá kl. 7,45—10,20, þar sem flestir EKKERT aldurstakmark er upp á við á námsflokkunum. Raunin hefir líka verið sú, að þar hafa nokkrir nemendur ver- ið á sjötugsaldri, því að í raun- inni er maður aldrei of gamall til þess að læra. Kona ein 65 ára gömul hóf að læra ensku í Náms- flokkunum og lauk prófi með ágætiseinkunn, bæði fyrir ástundun og árangur. Verzlunar- maður rúmlega fimmtugur kom í Námsflokkana og hóf að læra bókfærzlu. Var hann um vetur- inn í báðum flokkum samtímis. Um vorið tók hann við ágætu starfi sem útibússtjóri i stóru þeirra sagður vera sá að veita því fólki, sem af einhverjum ástæðum óskar eftir að bæta ein- stökum greinum við skóla- menntun sína, fengið tækifæri til þess. Er hér sérstaklega haft í huga fólk, sem af einhverjum ástæðum hefir orðið afskipt um skólamenntun, en einnig þr-ð að oft er það svo er fólk eldist að það fær áhuga á nýjum náms- greinum og vill gjarnan auka við menntun sína.Námsflokkar Reykj avíkur eru til húsa í Mið- bæjarbnrnaskólanum. Námið í námsflokkunum er miðað við það að menn vlnni fullan starfs- dag með náminu. Frá byrjun hefir einnig verið frjálst val á námsgreinum, þeim sem nægi- lega margir þátttakendur feng- ust í. Þar er ekki um neitt skyldu- nám að ræða. Það var í febr. 1939, að Náms- flokkarnir tóku til starfa. Fluttu þeir Gunnar Thoroddser. og Helgi Hermann Eiríksson þá til- lögu í bæj arstj órninni að Ágúst Sigurðssyni magister yrði falið að undirbúa og koma af stað námsflokkum. Hafði Ágúst dvalizt allengi í JSvíþjóð, þar sem hann hafði verið á fyrirlesrtaferðum og kynnt sér svipaða starfsemi þar í landi. Síðan hófu Námsflokkar- nir starfið í febrúar þennan vet- ur, og voru fyrstu námsgreinar- nar: íslenzk "bókmenntasaga, málfræði, hagfræði, félagsfræði, enska og danska. Kennarar auk skólastjórans voru þeir prófess- Síðan þennan fyrsta vetur hefir starf Námsflokkanna stöð- ugt farið vaxandi og nemenda- talan meir en tífaldazt. Nú eru alls kenndar þar 15 námsgreinar, nemendurnir eru vinnandi eða í öðrum skólum, og geta því ekki komið til kennslunnar fyrr en á þeim tímum. Innan hverrar námsgreinar eru nokkur mismunandi þekking- fyrirtæki úti á landi. Fimmtug- ur hafnarverkamaður hóf ensku- nám til þess að geta talað við Englendinga og aðra útlendinga Framh. á bis. 12 .olastjórinn aíhendir námsskirceinin ungum sem gömlum. 8TAKSTEINAR Þurft lengri dvöl til kynna af íslenzkri al]býðu“ Peter Freuchen hefur ritað I danska blaðið „Politiken“ grein um dvöl sína hér nú fyrir skemmstm. Þjóðviljinn birti grein ina í íslenzkri þýðingu sl. laug- ardag undir fyrirsögninni „Sögu- eyjan þróttuga“. Svohljóðandi inngangur fylgir þýðingunni af Þjóðviljans hálfu. „Peter IYeuchen ritar þessa grein í Politiken 6. maí og ræðir þar m. a. handritamáiið og ýmis- legt, sem hann kynntist í tslands förinni. Dvöi hans var því mið- ur svo stutt, að tími vannst vart til annars en fyrirlestrahalds og veizluhalda með háttsettw fólki, og ber greinin þess nokkur merki. Freuchen hefði þurft að eiga hér lengri dvöl til kynna af íslenzkri alþýðu“. Hvað þeir háttsettu“ sepia Meðal þess „háttsetta fólks**, sem Freuchen hitti var Hermann Jónasson forsætisráðherra. Um hann segir í greininni: „Hermann Jónasson er forsæt- isráðherra, og mér er sagt, að hann hafi einu sinni orðið glímu- kóngur (eins og Jóhannes á Borg). Þessi íslenzka íþrótt er í miklum metum og hún gerir eng an að sportidíót. Hermann Jón- asson er hinn karlmannlegasti meðal forsætisráðherra, og hann er að því leyti betiur settur en nokkur þeirra, að hann þekkir nærri því hvern mann í ríki sínu. Þegar maður kemur að finna hann veit hann fyrirfram, hvaða erindi hann á, hann er skilnings- góður á vandamál manna og á- kaflega vinsæli. Við mig talaði hann fumlaust og skynsamlega um vini sína danska, hann minnt- ist Hedofts og Staunings með mikilli virðingu". Úr samtali við hvern skyldi þessi lýsing á Hermanni Jónas- syni komin? 4uður stóll. Tíminn segir svo sl. sunnudag: „Glöggir menn hafa hafið máls á því, að ekki sé rétt að skipa sendiherra í Kaupmannahöfn að nýju fyrr en Danir hafa skilað handritunum. . . Auður sendi- herrastóll íslands í Kaupmanna- höfn muni minna Dani á, að þeir cigi eftir að skila handritunum . . . Sömu menn telja það stafa af linkind íslendinga að handrit- in eru enn ófengin------nú hef ir sendiherra þar miklu minna að gera en aðrir sendiherrar íslands og raiunar er stöðinni haldið við til virðingar við Dani“. Þessi tillaga málgagns forsæt- isráðherrans mun vissulega vekja athygli. Ef svo róttækra ráðstafana er að vænta, mun þvi síður standa á, að tillaga Péturs Ottesens og Sveinbjarnar Högna- sonar í handritamálinu verði samþykkt. Ríkisstjórninni ekki um að kenna“ Tíminn er nú farjnn að reyna að koma sökinni af hinu langa þinghaldi af ríkisstjórninni. Seg- ir hann s.l. sunhudag: „Vonir standa til þess, að Al- þingi Ijúki störfum fyrir mánað- arnvót, en annars hafa störf þess gcngið Iteldur seint eftir páska- fríið. . . Kíkisstjórninni er ekki um að kenna, þar sem hún hafði lagt fram fyrir páskana öll mál sin, nenia bankafrumvarpið, sem er væntanlegt í þessari viku“. En ef ekki er rikisstjórninni um að kenna, hverjum þá?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.