Morgunblaðið - 14.05.1957, Page 13
Þriðjudagur 14. maí 1957
MORGUNBLAÐIÐ
13
Fiskimúlastjóri leggor orð í belg
Þegar ég hafði lokið við að
skrifa grein mína um Fiskirann-
sóknir við ísafjarðardjúp árið
1908 o. fl. barst mér í hendur
grein um rækjuveiðar eftir
Davíð Ólafsson ritstjóra, sem
birt er í 5. tölubl. Ægis þ.á.
Tilefni þessara „hugleiðinga",
sem hann svo kallar, segir hann
blaðaskrif þau, sem átt hafa sér
stað í vetur um rækjuveiðar o.fl.
í sambandi við þær.
f>að gleður mig,. að sjálfur
fiskimálastjórinn hefur nú lagt
orð í belg um það mál, sem við
Norður-ísfirðingar um árabil
höfum talið nauðsynlegt að Fiski
félag íslands og Fiskiþing gæfu
meiri gaum en raun ber vitni um.
Það út af fyrir sig, skiptir ekki
máli þótt fiskimálastjórinn í
grein sinni telji að kæra sú, er
send var sýslumanninum í ísa-
fjarðarsýslu í vetur „sé á mis
skilningi byggð“.
Kæra þessi hefur nú orðið til
þess að vekja athygli fiskimála
stjórans og máske annarra á því
máli, sem um er deilt og sem
Fiskifélag íslands hefur þýðing-
armikinn tillögurétt um, hvort
leyst verði á viðunandi hátt fyr-
ir allt héraðið umhverfis ísafjarð
Brdjúp.
Það er auðskilið mál, að fólkið
hér í héraðinu hefur nokkra sér-
stöðu í máli þessu, þar sem ísa-
fjarðardjúp er annar fjörðurinn
af tveimur hér á landi, sem ekki
nýtur þeirrar verndar fyrir
skaðlegum veiðiáðferðum er sett
var með lögum árið 1952 þegar
landhelgin var útvíkkuð.
Ég hefi áður í blaðagrein um
rækjuveiðar látið í Ijós undrun
mína yfir því hvað Fiskifélag ís-
lands og áhrifamenn sjávarút-
vegsmálanna hafa látið sig mál
þetta litlu varða.
Ég hefi bent á, að þetta mundi
stafa af ókunnugleika flestra full
trúa þeirra, er á Fiskiþingi sitja
og lítið þekkja til rækjuveiða og
áhrifa þeirra á fiskigengd hér í
Djúpið og tortímingu ails ung-
fisks, sem gefur að skilja, að
er stórkostleg vegna möskva-
smæðar botnvörpu þeirrar er
notuð er við rækjuveiðarnar.
Hefi ég þó hugmynd um að nú-
verandi fulltrúar okkar Vest-
firðinga á Fiskiþingi muni þar
hafa túlkað mál þetta á þann
veg að einhverra aðgera þyrfti
í þessum efnum, sem vissulega
er nú tímabært.
Ég skil að nokkrum íbúum ísa-
fjarðarkaupstaðar sé sárt um að
missa þær tekjur, sem af rækju-
veiðunum leiðir og að þeir hafi
þar eiginhagsmuna að gæta.
En ég skil ekkl, að það sé minni
ástæða til að banna rækjuveiðar
en veiðar með dragnót, sem þó
gaf mörgum sinnum meiri tekj'
ur í þjóðarbúið og margfalt fleiri
höfðu atvinnu af en rækjuveið-
um. Báðir þessir atvinrmhættir
eru viðurkenndir skaðlegir eins
og reynslan hefur sýnt, enda
stundaðir með sams konar veið
arfærum, nema hvað möskva-
stærð nótanna snertir. í báðum
tilfellum er hér um að ræða botn
vörpur í litlu eða engu frábrugðn
ar bötnvörpum togaranna nema
hvað stærðina snertir.
Davíð Ólafsson upplýsir í grein
sinni að: „Lagt hafi verið til af
Fiskifélaginu að rannsókn vís-
indamanna verði látin fram fara hafi útflutningsverðmæti hans
á þessu ef slík rannsókn mætti
leiða eitthvað í ljós um áhrif
rækjuveiðanna á aðrar fiskveið-
ar eða á háttu annarra fiska á
þeim slóðum þar sem þær eru
stundaðar. Fyrr en niðurstaða af
slikri rannsókn liggur fyrir er
alls ekki tímabært að ræða það
mál, hvort nauðsyn sé einhverra
sérstakra ráðstafana vegna
rækjuveiðanna.“
Af þessum upplýsingum rit-
stjórans verður ekki annað séð
en að hann og Fiskifélagið álíti
að ekki sé tímabært að ræða
þetta mál fyrr en ráðgerðar rann
sóknir hafa farið fram. Hins veg-
ar verður ekki séð af ályktunum
23. Fiskiþings, um humar og
rækjuveiðar, sem birtar eru í
Ægi, að nokkurt bann við um-
ræðum eða skrifum um málið
hafi þar verið samþykkt, enda
næsta undarlegt ef svo hefði ver-
ið.
Það er fjarri því, að ég hafi
móti því að málið verði rann-
sakað, enda þótt mikið hafi ver-
ið gert að því af forsvarsmönnum
rækjuveiðimanna, að stimpla
mig andvígan öllum rannsóknum
sem ókunnugir mér verða
kannske til að trúa að satt sé.
Nýjustu ályktanir Fiskiþings
um humar- og rækjuveiðar eru
eftir því, sem ég bezt veit frá ár-
inu 1955, samþykktar í október
eða nóv. það ár.
Mér verður því á að spyrja:
Hvað dvelur nú Orminn langa?
Hví er ekki þegar byrjað á
þessum rannsóknum, sem tví-
mælalaúst ættu að fara fram ein
mitt hér á ísafjarðardjúpi, þar
sem rækjuveiðarnar eru stun3-
aðar?
Með fullri vinsemd og virðingu
vænti ég að mér leyfist og að
spyrja fiskimálastjóra, Davíð
Ólafsson og fulltrúa á Fiskiþingi,
hvort honum og þeim finnist
sanngjarnt að smáútvegsmenn
hér við Djúp, sem er og hefir
verið einn fiskisælasti fjörðurinn
við landið, þurfi að bíða, kannske
svo árum skiptir, eftir fyrirhug
aðri rannsókn er fiskimálastjór
inn virðist telja nauðsynlega.
Enn vildi ég mega spyrja:
Fóru nokkrar rannsóknir fram
á skaðsemi veiða með dragnót á
fjörðum inni áður en veiðar með
þessu veiðarfæri voru bannaðar?
Var það ekki reynslan í þess-
um efnum, sem var aðalorsökin
til dragnótaveiðabannsins?
Ég held að svo verði að telja.
Enginn held ég efist um að afli
alls dragnótabátaflotans, í bili að
minnsta kosti, hafi haft allmiklu
meiri áhrif til hagsbóta á efna
hagslega afkomu þjóðarinnar, en
rækjuveiðarnar, sem stundaðar
eru á fáum bátum aðeins á tveim
ur fjörðum hér við landið.
Það ætti ekki að þurfa að taka
langan tíma að rannsaka, hve
mikil verðmæti hafa skapazt
hér vegna rækjuveiðanna í svo
smáum stíl sem þær hafa verið
reknar. Tölur munu liggja fyrir
frá byrjun þessara veiða um
hagnað af þeim.
Samanber 'grein í Ægi árið
1940, með fyrirsögn: „Hinir sex
nýju atvinnuhættir", en þar er
upplýst að 4 fyrstu ár þessa nýja
atvinnuþáttar (rækjuveiðanna)
numið, segi og skrifa, 473 þús. kr,
Talsvert hefur þetta aukizt síðan.
Benda mætti á að fljótt mundi
mega ganga úr skugga um, fyrir
þá vísindamenn, sem falin verð-
ur rannsókn í þessum efnum,
hver áhrif rækjuveiðar hafa á
fiskigengd og fiskistöðu hér í
ísaf j arðard j úpi.
Mundi það mega teljast ráðlegt
þegar næsta fiskihlaup, eða fiski
ganga kemur í Djúpið, sem ég
vona að verði áður en langt líður,
að senda þá alla rækjuveiðibát-
ana hér á fiskimiðin til veiða
með vísindamanninn eða menn-
ina innan borðs og sjá þá hvað
skeður.
Ég hefi gilda ástæðu til að
halda að þeim' verði betur trúað
en sjómönnunum og öðrum hér
við Djúp, sem reynslu hafa í
þessum efnum, en auðvitað eru
engir vísindamenn.
Þó hefi ég þá trú að þeir
mundu betur standast prófið en
formælendur rækjuveiðanna hér,
sem hafa leyft sér að fara með
skrök og blekkingar í skrifum
sínum um þessi mál.
Það er ekkert nýtt í sögunni að
hinir og aðrir nýir og gamlir
atvinnuþættir séu lagðir niður.
Bann við dragnótaveiðum hef-
ur verið lögleitt. Bann við
minkaeldi og minkarækt hefur
og verið lögfest í landi voru.
Báðir þessir atvinnuhættir höfðu
í för með sér miklar tekjur fyrir
þjóðarbúið, en voru þó bannaðir
af gildum ástæðum, sem öllum
er kunnugt um.
Það er stutt síðan ég las í ein-
hverju blaði er hingað barst,, að
Danir hefðu í tekjur árlega, að
mig minnir, eitthvað milli 10—20
millj. króna af minkaeldi. Það er
ekki ótrúlegt að íslendingar
hefðu getað haft eitthvað svipað
upp úr þessum atvinnuvegi, ef
hann hefði ekki verið bannaður
með lögum. En fulltrúar okkar á
Alþingi vildu nú heldur vera án
gróðans en fórna öllu fugla-
lífi og fiskveiði í ám og vötnum
og var það vel ráðið.
Nú er þetta spurningin, sem
Reglusamur iðnnemi óskar
eftir
VINNU
eftir kl. 7 á kvöldin. Getur
unnið allan laugardaginn.
Nokkur æfing í bílakstri
fyrir hendi. Tilboð merkt:
„Rafvirki — 2926“ sendist
afgr. Mbl. fyrir 18. þ. m.
Amerískur Ford 1955
Curier
Tilboð óskast í bifreiðina R 1346, sem er amerísk Ford
sendiferðabifreið smíðaár 1955.
Bifreiðinni hefur verið ekið 31 þús. km. Hún hefur
verið í einkaeign frá upphafi.
Ennfremur óskast tilboð í R 956, sex manna Crysler
eldra model.
Báðar þessar bifreiðar verða sýndar við Sóleyjargötu
17, þriðjudag 14. maí milli kl. 18 og 22.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 16. þ. m. merkt: Ford
—’55 og Crysler —6.
Ráðskonustaða
— Húsnœði
Óska eftir ráðskonustöðu
eða annarri atvinnu, með
meðfylgjandi herbergi og
eldunarplássi eða 1—2ja
herb. íbúð. Tilboð sendist
Mbl. fyrir föstud. merkt:
„Reglusöm — 2938“ eða í
síma 81032.
KEFLAVIK
Tvær reglusamar og siðprúð
ar stúlkur, sem vilja veita
húshjálp, eftir samkomu-
lagi, geta fengið tvö herb.
og eldhús strax. Tilb. send-
ist afgr. Mbl., í Keflavík
fyrir 20. maí. merkt: „Tæki
færi — 1123“.
TIL LEIGU
Höfum ámokstursskóflu, —
vélkrana og skurðgröfu, til
leigu. Tökum í ákvæðis-
vinnu gröft á húsgrunnum
og skurðum o. fl. Uppl. í
síma 80338, frá kl. 10—7
daglega. —
Geymið auglýsingunn. —
Mynd þessi er af þeim hjónunum frú Hervöru Guðjónsdóttur og
Guðmundi Egilssyni. Hervör hefir verið heyrnarlaus frá fæðingu,
en hefir náð óvenjulega langt við nám í Málleysingjaskólanum, við
að tala og lesa talmál af vörum manna. Þegar Helcn Keller heim-
sótti Málleysingjaskólann voru ræður hennar þýddar á íslenzku
jafnóðum en Hervör las af vörum túlksins og endurtók þær á fingra-
máli fyrir þá eldri heyrnarleysingjana sem ekki gátu lesið af vör-
um túlksins. Guðmundur maður hennar endurtók þær einnig á
fingramáli fyrir þá sem ekki sáu til Hervarar.
ráðamenn sjávarútvegsins verða
að svara og það sem fyrst:
Er það vel ráðið að fórna fisk-
veiðimöguleikum hér á innmið-
um ísafjarðardjúps, sem íbúar
þessa héraðs hafa frá ómunatíð
haft af lífsbjörg sína í ríkum
mæli og hafa enn í dag, til þess
að fullnægja í bili þörf nýrrar
atvinnugreinar, sem reynslan hef
ur sýnt að hefur í för með sér
stórkostlega rányrkju, sem á síð-
ustu tímum er fordæmd af öllum
hugsandi mönnum er til þekkja?
Vigur í apríl 1957.
Bjarni Sigurðsson.
Vandað steinhús
um 90 ferm. kjallari, hæð og rishæð á hitaveitusvæði
í Vesturbænum til sölu.
í húsinu eru tvær 3 herb. íbúðir og 1 stofa og eldhús og
góðar geymslur o. fl. í kjallara. Eignarlóð.
Til greina kemur að taka góða 2ja—3ja herbergja
íbúðarhæð á hitaveitusvæðinu í vesturbænum, upp í.
Nýja fasieignasalan
Bankastr. 7. Sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e.h. 81546.
Tilkynning
Þar sem enn hefir ekki fengist leiðrétting vegna
hráefnishækkunar og útflutningssjóðsgjalds á
brauðverði hjá verðlagsyfirvöldunum, neyðumst
við til að hætta allri brauðaframleiðslu frá og
með miðvikudegi 15. þ.m.
Brauðgerðórhúsin í Reykjavík,
Hafnarfirði og nágrenni.
Kvenskórl
Tékkneskir kvenstrigaskór
í mörgum litum og gerðum — nýkomnir.
Sendum í póstkröfu út á land.
Skóverzl. HECTOR HF.
Laugavegi 11 — Laugavegi 81.