Morgunblaðið - 14.05.1957, Qupperneq 15
Þriðjudagur 14. maí 1957
MORCVNBLAÐIÐ
15
HlustaB á útvarp
Á SUNNUDAGSKVÖLD, 5. maí,
talaði Gísli Halldórsson um efni
er hann nefndi: „Á eldflugu til
annarra hnatta“. Gísli heíur áður
vakið athygli hlustenda með vet
fluttum og fróðlegum erindum
Bók hefur og komið út eftir
hann, vel skrifuð, fjörleg og
skáldleg. — Þetta erindi er hið
fyrsta af erindaflokki er Gísli
ætlar að flytja í útvarp. Sjálf-
sagt er að gleðjast af tæknifram-
förum þessara tíma, en nokkuð er
óviss árangurinn, þótt svo skyldi
fara, að menn kæmust, loftleiðis
upp í tunglið eða einhverja plá-
netu (marz?). En frásögn Gísla
var fróðleg og röggsamleg í alla
staði, verður þessi flokkur um
geimför, eða „hamför", eins og
hann nefndi það, sjálfsagt mörg-
um til skemmtunar auk fróðleiks-
ins. — Ævintýrin heilla!
Sama kvöld las Vilhjálmur
skáld, er kennir sig við Skáholt,
upp úr nýrri kvæðabók, er hann
nefnir Blóð og vín. Ég hef lesið
þá bók mér til ánægju, er um
mikla framför hjá skáldinu að
ræða, frá fyrri bókum. Ekki er
ég viss um að kvæði þau er skáld-
ið las, séu hin beztu í bókinni,
a. m. k. þykir mér önnur betri,
önnur jafngóð. Vilhjálmur hefur
með þessari bók sannað, að mínu
áliti, að hann er gott skáld, að
vísu lítur hann nokkuð svart á
tilveruna, en er það ástæðulaust?
Gunnþór Björnsson frá Seyðis-
firði talaði um daginn og veginn
á mánudaginn, 6. maí. — Fannst
honum mikið til um það hversu
mjög fólk flyttist frá hinum á-
gæta Austfirðingafjórðungi til
Reykjavíkur og annarra staða við
Faxaflóa. — Það mun vera rétt,
sem Guðmundur heitinn Hann-
esson sagði fyrir löngu, er um
þetta var rætt, að fólkið fer þang
að, sem því líður bezt og afkom-
an er bezt. Það er alltaf leiðinlegt
að geta ekki lofað eitt án þess að
lasta annað. Gunnþór þessi ber
þungan hug til Reykjavíkur og
Suðurlandsbænda, — gat ekki lát
ið vera að reka hornin í það, að
sagt var frá erfiðleikum bænda
austanfjalls, í vetur, að koma
mjólk og öðrum afurðum á mark-
að í bæina við Faxaflóa. En út-
varpsfréttir munu hafa fjallað
nokkuð um þetta. Hann talaði og
um röggsemi og framtak núver-
andi rikisstjórnar, um útvegun
15 nýrra togara og byggingar fisk
vinslustöðva víðs vegar um land
Ég hef aldrei getað skilið það
að nokkurt vit sé í því, að ger:
togara út né byggja iðjuver -
öðrum stöðum en þeim, þar seni
það borgar sig bezt. Ég sé ekkert
vit í því, að kosta stórfé til þess,
að viðhalda byggð á útkjálkum
og afviknum dalskorum, meðan
nægilegt land er ónumið þar sem
fólkinu líður betur og auðveld-
ara er með félagslíf og afkoma
betri. Ræðumaður lauk máli
sínu með því, að óska þess að
síldin kæmi nú loks í sumar,
til þess að bjarga landinu frá
hruni, og munu sjálfsagt allir
taka undir þá ósk. Ekki leyndi
ræðumaður stjórnmálaskoðun
sinni, en út í það fer ég ekki að
sinni.
Það er alveg merkilegt hversu
íslenzkar konur eru orðnar víð-
förular og menntaðar. Dagana 7.
og 8. maí voru ekki færri en þrjár
konur er fluttu fræðandi erindi
í útvarpinu. Hinn 7. var fyrir-
lestur um ísrael er Herdís Vig-
fúsdóttir flutti, en frásögnin var
eftir Marian Hellerman, sem er
frá ísrael. Herdís hefur ágætan
málróm og les mjög vel. Erindið
var fróðlegt en á málið litið frá
sjónarmiði ísraelsmanna. Ekki
get ég að því gert, aS ég hef
samúð með Gyðingum fremur en
hinum arabisku þjóðum, einkum
síðan hinn illræmdi fasisti, Nass-
er, tók stjórn í Egyptalandi.
Flest var þó hlutlaust og fróð-
legt í þessu erindi. — 8. maí
hófst erindaflokkur Rannveigar
Tómasdóttur um Egyptaland. Sú
kona hlýtur að vera ákaflega
víðförul og oftast vera á ferða-
lagi. f fyrra talaði hún um ferða-
lag í Mexico og víðar vestanhafs,
þá í haust (1956) var hún að
fræða okkur um ferð í Kína. Nú
hefur hún verið í Afríku og öðr-
um löndum suður frá, m.a.
Grikklandi. Rannveig talar vel
og er mjög athugul um það er
hún sér, hún er talsvert skáld-
leg og skemmtilegur fyrirlesari.
Sama dag mun Málfríður Einars-
dóttir hafa flutt erindi frá Spáni,
en ég hlustaði ekki á það.
Fyrirlestur Páls ísólfssonar um
Buxtehude, hinn danska tónsnill-
ing (1637—1707) var fróðlegt.
Danir telja Buxtehude læriföður
Bachs, víst er það, að Bach mun
hafa hlustað á hann og orðið
fyrir áhrifum frá honum.
Ræða Guðm. f. Guðmundsson-
ar ráðherra er setið hefur fund
Atlantshafsríkjanna, var merki-
leg að því leyti, að nú telur hann
varnirnar hér sjálfsagðar og
hættu mikla. Ég vil ítreka þá
skoðun mína, að hér dugar ekk-
ert kák. Annaðhvort ramgerar
og fullkomnustu varnir lands
vors, eða engar. Við viljum ekki
vera aðeins njósnarstöð U.S.A.
heldur varðir engu síður en þeir
sjálfir, ef til átaka kemur. Öfl-
ugar vamir á landi, sjó og lofti!
Hlýtur það að vera krafa okkar
allra, sem ekki viljum gerast
ánauðugir þrælar Rússa, eins og
Ungverjar og margar aðrar þjóð-
ir eru nú.
Náttúrufræðifyrirlestur Jóns Ey
þórssonar, er fluttur var á
fimmtudag, var ágætur. Talaði
Jón um hafísinn „landsins forna
fjanda“, skörulega og af miklum
lærdómi. Er Jón ágætur útvarps-
maður eins og allir vita. — Ég
þekki hafísinn og hafísárin
um og eftir aldamótin. Eitt
sinn var ég í viku tíma úti á
hafís við hákarlaveiðar. Okkur
unglingunum þótti það skemmti-
legt, en ekki óska ég þess að
slík ævintýri endurtaki sig í
bráðina.
Það sem vakti langmesta at-
hygli manna í föstudagsútvarp-
inu var fréttin um hið fræki-
lega flug Björns Pálssonar til
Norður-Grænlands, er hann sótti
þangað dauðvona sjúkling í hinni
litlu flugvél sinni. Björn er af-
reksmaður, enda dáður af alþjóð
fyrir björgunarafrek.
Svo var það fréttin um það,
að lán væri fengið til fram-
kvæmda við nýja virkjun Sogs-
ins. Það var auðvitað ágætt. Hitt
eru menn víst ekki sammála um,
að nauðsyn sé að þenja rafkerfi
landsins út á lítt byggileg annes
og afdali. Sú útnesja-rómantík
er heldur illa grundvölluð á
raunhæfu sviði. En ef til vill
getur einhver hæstvirtur þing-
maður krækt í fáéin atkvæði á
þær dýru beitur! — Og svo eru
það þingfréttirnar, sem Helgi
Hjörvar segir alltaf jafnrækilega
og vel. Hve lengi á þetta blessað
þing að sitja og gera ekkert?
Mörgum finnst að óhætt hefði ver
ið að lofa því að hvíla sig þar til
núverandi stjórn hefði bruggað
sín nýju lög, kalla það svo sam-
an til að láta stuðningsþingmenn
stjórnarinnar samþykkja allt.
Gaman var að erindi Guð-
mundar Einarssonar um galdra-
kerlinguna, sem hann hitti í
Finnmörk og raunar fróðlegt
mjög.
Laugardagsleikritið Magister
Gillie, eftir James Bridie fór með
ágætum. Leikritið er gott, bæði
gamansamt og athyglisvert, það
er vel þýtt af Hirti Halldórs-
syni og vel flutt. Einkum var
flutningur þeirra Þorsteins Ö.
Stephensen og Lárusar Pálssonar
ágætlega af hendi leystur.
— Þ.
Atvinna
Höfum fengið
mikið úrval
af ódýrum
Snnnarkjókm
Verð frá kr. 206.00.
BEZT
Vesturveri
ISfýtt glæsilegt einbýlishús
158 ferm., 6 herbergja íbúð í Silfurtúni, til sölu.
Verður fullgerð til íbúðar um 20. maí nk.
Nýja fasteignasalan
Bankastræti 7. — Sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546.
Verzlttnarhúsnæði óskast
Vil kaupa eða taka á leigu kjötverzlun eða gott verzl-
unarhúsnæði. Lysthafendur sendi nafn sitt og heim-
ilisfang eða símanúmer á afgreiðslu blaðsins fyrir fimmtu
dagskvöld, merkt: „Þagmælska —2936“.
Okkur vantar duglegan mann á aldrinum 18—25
ára með gagnfræðapróf eða hliðstæða menntun,
við glerskurð og afgreiðslustörf nú þegar.
GLERIÐJAN SF.
Skólavörðustíg 46 — sími 1386.
Kaldársel
Á vegum Kaldæinga KFUM, Hafnarfirði, verður
farið með fjóra vikuflokka í Kaldársel frá 31. maí
—28. júní, fyrir drengi á aldrinum 7—11 ára.
Allar upplýsingar eru gefnar í síma 9630.
Stjórnin.
*
Utgerðamenn
Formaður, vanur síidveiðum, óskar að taka hring-
nótabát á sumri komanda.
Tilboð sendist afgr. Morgunblaðsins merkt:
„Formaður“ —2924, fyrir 22. þ. mán.
IMauðungaruppboðið
sem fram átti að fara í dag á Smálandsbraut 11,
hér í bæ, fellur niður.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Glœsilegir bílar
FIAT 1400, ’57 model, 5 manna Sandard Vanguard
’55 model, 5 manna.
Sérstaklega glæsilegur bíll, lítið keyrður.
Bilasalan
KLAPPARSTÍG 37
Sími 82032.
Soluskattur
Dráttarvextir falla á söluskatt og útflutningssjóðsgjald
svo og farmiða- og iðgjaldaskatt samkv. 20.—22. gr. laga
nr. 86 frá 1956, fyrir 1. ársfjórðung 1957, hafi gjöld þessi
ékki verið greidd í síðasta lagi 15. þ. m.
Að þeim tíma liðnum verður stöðvaður án frekari aðvör-
unar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá skilað gjöldum.
Reykjavík, 11. maí 1957.
, Tollstjóraskrifstofan,
ArnarhvolL
SUBSTRAL
BLÓMAÁBURÐUR
Nú er tíminn til að
nota SUBSTRAL
Blómaáburðurinn
SUBSTRAL
gerir undraverk á stofu-, altan-
og garðblómum yðar, runnum,
trjám og grasflötum.
SUBSTRAL er nú notað með undraverðum árangri um
allan hei-m. Hér hjá oss, þar sem sumarið er stutt, ©r ekki
síður ástæða til að flýta fyrir þroska plantnanna.
SUBSTRAL fæst í öllum blómaverzlunum.
Islenzka Veezlunarfélagið hf.
Laugavegi 23, sími 82943.