Morgunblaðið - 14.05.1957, Blaðsíða 16
16
MORGVNBL4Ð1Ð
Þriðjudagur 14. mai 1957
SA
ustan
Edens
eítir
John
Steinbeck
33 j
Hr. Edwards var raunverulega
mjög grunnhygginn maður, en
jafnvel grunnhygginn maður get-
ur haft mjög torskilið og marg-
þætt tilfinningalíf. Catherine var
hugkvæm, en jafiivel hugkvæmasta
kona þekkir ekki alla hliðarkróka
og afkima í hugskoti mannsins.
Hún gerði bara eitt slæmt
glappaskot og það hafði hún reynt
að hindra. Eins og vænta mátti,
hafði hr. Edwards flutt í húsið all
miklar birgðir kampavíns, en Cat-
unherine hafði strax frá byrjun,
harðneitað að bragða einn dropa
af því: „Það gerir mig veika“, út-
skýrði hún. „Ég hef reynt það, en
mér er ómögulegt að drekka það“.
„Vitleysa“, sagði hann. —
„Drekktu bara eitt glas. Það getur
ekki gert þér neitt!“
„Nei, þakka þér fyrir! Nei, ég
get ekki drukkið það!“
Hr. Edwards skildi neitunina
sem óvefengjanlega sönnun fyrir
sakleysi hennar og reynsluleysi.
Hann hafði heldur aldrei haldið
víni að henni, fyrr en eitt kvöld,
□-
—□
Þýðing
Sverrir Haraldsson
□--------------------□
þegar honum datt það allt í einu
í hug, að raunverulega vissi hann
alls ekkert um hana og hennar
fortíð. Kannske myndi vínið losa
eitthvað um málbein hennar?
Því lengur sem hann velti hessu
fyrir sér, þeim mun betur leizt
honum á hugmyndina: „Það er
ekki vingjarnlegt af þér, að vilja
ekki drekka með mér eitt glas“.
„Ég er búinn að segja þér, að
ég þoli það ekki“.
„Barnaskapur!“
„Nei, ég get það ekki!“
„Láttu nú ekki svona kjána-
lega“, sagði hann. „Þig langar lík-
lega ekki til þess að gera mig reið
an“.
„Nei!“
„Jæja, fáðu þér þá eitt glas!“
hkar ****** ■
aJeinf
41
/
HYJA GILLETTE
1957 RAKVÉLIN
• Gillette vélin er hraðvirk
• Málmhylki með 4 bláum
blöðum og hólfi fyrir
Gillette
Heildsölubirgðir: Globus hf., Hverfisgötu 50, sími 714&
Baksturiim endist allan daginn
„Ég kæri mig ekki um það!“
„Svona, drekktu þetta nú!“
Hann rétti glasið að henni, en hún
hörfaði undan. „Þú veizt ekki hvað
þú ert að biðja um. Ég hef ekki
gott af því“.
„Drekktu það!“
Hún greip glasið þegjandi og
tæmdi það í einum teyg. Svo fór
léttur titringur um likama hennar
og hún stóð hreyfingarlaus, eins
og hlustandi. Blóðið þaut fram í
kinnarnar og augun urðu köld og
starandi. Svo hellti hún aftur í
glasið og enn aftur. Hr. Edwards
varð hálf-hræddur. Eitthvað það
var að gerast, sem hvorugt þeirra
fékk ráðið við.
„Ég vildi þetta ekki! Mundu
það!“ sagði hún rólega.
„Kannske ættirðu ekki að
drekka meira“.
Hún hló og hellti enn í glasið.
„Nú skiptir það engu máli“, sagði
hún.
„Það er bara gaman að fá sér
eitt eða tvö glös einstöku sinnum",
sagði hann hikandi.
Rödd hennar var lág og hvísl-
andi. „Hvað veizt þú um mig, feiti
silakeppurinn þinn?“ sagði hún.
„Heldurðu að ég geti ekki lesið all
ar þínar skítugu hugsanir? Þig
langar til að vita, hvar snotur
stelpa eins og ég hefur lært öll
þessi brögð. Ég skal segja þér það!
Ég lærði þau úti í skipunum, og
í vöruhúsunum og á drykkjukrán-
um, heyrurðu það? Ég hef unnið á
stöðum, sem þú hefur ekki svo
mikið sem heyrt nefnda — í fjög
ur ár! Sjómehn kenndu mér smá
brögð og brellur frá Port Said.
Ég þekki hverja taug í þínum
lúsuga skrokk og ég kann að not-
færa mér það“.
„Catherine!" andmælti hann. „Þú
veizt ekki hvað þú ert að segja!“
„Ég skildi vel tilgang þinn. Þú
hélzt að myndi leysa frá skjóð-
unni. Gott og vel, nú er ég líka
búin að því.
Hún þokaði sér hægt nær hon-
um og hr. Edwards langaði mest
til þess að leggja á flótta. Hann
var hræddur, en neyddi sig þó til
að sitja kyrr og láta sem ekkert
væri.
Hún tæmdi síðustu löggina úr
glasinu, sló því svo við borðbrún-
ina, svo að það brotnaði og rak
skörðóttan barm þess í kinnina á
hr. Edwards.
Og þá beið hann ekki lengur
boðanna, en flýði sem fætur tog-
uðu út úr húsinu og að baki sér
heyrði hann hlátur hennar, sker-
andi og æðislegan.
3.
Fyrir mann eins og hr. Ed-
wards, er ástin lamandi tilfinning.
Hún eyðilagði dómgreind hans, út-
rýmdi skynseminni, rændi hann
öryggi og þrótti. Hann reyndi að
telja sér trú um að hún væri móð-
ursjúk og Catherine sjálf gerði
allt hugsanlegt, til að bæta fyrir
brot sitt. Reiðikastið hafði skelft
hana og hún reyndi með öllum ráð-
um að endurvekja og styrkja að
nýju traust hans og tiltrú.
Maður, sem ber svo ákafa og
ástríðufulla ást í brjósti, er lík-
legur til leggja á sig hinar ótrú-
legustu sjálfspyndingar. Hr. Ed-
wards vildi af öllu hjarta trúa á
góðsemi hennar, en gat það ekki.
Næstum ósjálfrátt hélt hann á-
fram að afla sér upplýsinga um
hana, en efaðist jafnframt um að
þær gætu verið sannar. Hann vissi
t. d. að hún var ekki vön að geyma
peninga sína í banka.
Og eftir nokkrar athuganir
fann loks einn af aðstoðarmönn-
um hans geymslustaðinn, niðri í
kj allaranum.
Dag nokkurn barst hr. Ed-
SILICOTE
Husgagnagljáinn
(með undraefninu Silicone)
hreinsar og gljáfægir án erfiðis.
Heildsölubirgðir:
Ólafur Gíslason & Co hf
Sími 81370
Til sölu snurpinót
og snurpibátar
Snurpinót 178% faðmur á lengd og 38 faðmar á dýpt, á-
samt snurpilínu. Ennfremur 2 nótabátar, stórir og góð-
ir með vélum, spilum og davidum. — Allt í bezta standi.
Er til sölu nú þegar. Hagkvæmt verð og skilmálar.
KEILIR H.F.
— SÍMI 6550 —
M ARKÚ S Eftir Ed Dodd
1) Ég verð að finna Anda Ég 2) Komdu Andi. Vetu hægur. 3) Andi kemur aftur til 4) Og hjá honum vill hann
verð að finna Anda. Markúsar. vera
wards í hendur úrklippa úr litlu
vikublaði í smáþorpi einu, þar
sem sagt var frá mjög dularfull-
um húsbruna. Hr. Edwards las
frásögnina með mestu athygli
og illkvitnislegur ánægjuglampi
kom í augu hans. Ást hans var
blönduð raunverulegum ótta og
botnfall slíkrar blöndu er venju-
legast grimmd. Svo stauxaðist
hann algerlega ruglaður yfir að
skrifstofubekknum sínum og
lagðist á grúfu, með ennið hvíl-
andi á köldu svörtu leðrinu.
Hann lá um stund í hálfgerðu
móki og dró naumast andann,
en smám saman skýrðist hugsun
hans og hann fann til vaxandi
reiði innra með sér.
En hann var rólegur og laus
við allt hik, þegar hann tók
endanlega ákvörðun og hóf und-
irbúninginn. Hann lét niður f
ferðatösku sína og gætti þess að
gleyma engu af því, sem hann
var vanur að hafa með sér, þegar
hann fór í eftirlitsferðir sínar
hreinar skyrtur og nærföt, nátt-
treyju, inniskó og þungu svip-
una, með ólina vafða utar. um
skaftið.
Hann gekk þungum skrefum í
gegnum garðinn, framan við
tígulsteinahúsið og hringdi bjöll
unni.
Catherine kom þegar til dyra,
kápuklædd með hatt á höfðinu.
— „Ó!“, sagði hún, er hún sá
hver kominn var. — „Þetta var
leiðinlegt! En ég má til að
skreppa út sem snöggvast“
Hr. Edwards lét töskuna á
gólfið: — „Nei“, sagði hann.
Hún virti hann fyrir sér. Eitt-
hvað var öðru vísi en venjulega.
Hann gekk fram hjá henni og
beint niður í kjallarann.
„Hvert ætlarðu?“. Rödd henn-
ar var há og skerandi.
Hann svaraði ekki. Brátt kom
hann aftur upp og hélt á litlum
eikarkistli undir hendinni. Hann
opnaði töskuna og lét kistilirm
niður í hana.
„Ég á hann“, sagði hún lágt
og hikandi.
„Ég veit það“
„Hvað er það eiginlega, sem
þú vilt?“
„Mér datt í hug að við skyld-
um bregða okkur í smá ferða-
lag.“
„Hvert? Ég get ekki farið“
„Til lítils bæjar í Connecticut.
Ég hef dálítil viðskipti þar. Þú
sagðir einu sinni, að þig langaði
til að vinna. Nú skaltu fá þá ósk
þína uppfyllta!"
„Já, en nú langar mig ekki
lengur til þess. Þú getur ekki
neytt mig til þess. Ég kalla á
Snlltvarpiö
Þriðjudagur 14. maí:
Fastir liðir eins og venjulega.
18.30 Hús í smíðum; IX: Broddi
Jóhannesson talar um reynslu hús-
byggjandans. 19,00 Þingfréttir.
19.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum
(plötur). 20,30 Erindi: Hugleið-
ingar um efnahags- og gjaldeyris-
mál (Jón Árnason fyrrum banka-
stjóri). 20,50 Tónleikar (plötur).
21,15 Upplestur: Kafli úr „End-
urminningum Jóns Sveinssonar“
(Gunnar G. Schram lögfræðing-
ur). 21,40 Tónleikar (plötur). —
22,10 „Þriðjudagsþátturinn". —
Jónas Jónasson og Haukur Mort-
hens sjá um þáttinn. 23,10 Dag-
skrárlok.
Miðvikudagur 15. niaí:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 Við vinnuna: Tón-
leikar af plötum. 19,00 Þingfrétt-
ir. 19,30 Óperulög (plötur). 20,30
Erindi: Egyptaland; II: Þeba
(Rannveig Tómasdóttir). — 21,05
Tónleikar (Hljóðritað í Austur-
bæjarbíó 5. f.m.). 21,30 Upplestur:
(Svava Fells les kvæði úr bók-
inni „Heiðin há“ eftir Grétar
Fells. 21,45 Tónleikar (plötur). —.
22,10 Þýtt og endursagt: „Á
fremstu nöf“ eftir Marie Hackett,
I. (Ævar Kvaran leikari). 22,30
Létt lög (plötur). 23,10 Dagskrár-
lok. —