Morgunblaðið - 14.05.1957, Síða 17

Morgunblaðið - 14.05.1957, Síða 17
Þrlðjudagur 14. maf 19íPr MORGUHBLAÐIÐ 1T Hnilddr á Ruuðamýri 12/4 1857 — 3/2 1941 — 12/4 1957 HALLDÓR á Rauðamýri verður öllum mönnum minnisstæður, þeim er hann þekktu eða sáu. Engum gat dulizt, ungum eða gömlum, að' eitthvað miklu meira og öðruvísi en almennt gerist fylgdi þeim manni fast eftir. Ein- hver aðalsbragur einkenndi hann, ósjálfráður og yfirlætis- laus, hvar sem hann kom eða fór eða var að verki. Halldór var af bændahöfðingjum kominn, naut í æsku beztu uppfræðslu. Bú- fræði nam hann í Noregi og öðr- um nágrannalöndunum og gerð- ist síðan óðalsbóndi og bænda- frömuður og vann sjálfur að bú- rekstri á óðali sínu alla ævi. Hann var sem sjálfkjörinn til hvers konar framkvæmda og for- ráða í sveit og sýslu og fá ráð munu hafa verið ráðin, hvorki til menningar eða framfara heima í héraði, nema hann væri við. Halldór á Rauðamýri var glæsi menni og vel farinn á allan vöxt. Meira en meðalmaður var hann á hæð og íturvaxinn svo af bar. Hestamaður var hann góður og svo vel sat hann gæðinginn, að fremur minnti á æfðan riddara úr ævintýri, en afdalabónda. Ekki naut Halldór óblandinna vinsælda í sveit eða sýslu, síður en svo. Skoðanir voru ærið skipt- ar um kosti hans og galla. Einum fannst það óbærilegur galli, er annar taldi höfuðkost. Halldór gat verið óvæginn á orrustuvelli og barðist hart fyrir hugsjónum sínum ef því var að skipta. Áfengi og tóbak mat hann ekki mikils og jók ekki vinsældir sínar með afskiptum sínum af bindindis- málum. — „Mér er óskiljanlegt hvernig allt þetta samsafn af illu og góðu getur rúmazt í einum manni — honum Halldóri á Rauðamýri", heyrði sá er þetta ritar konu nokkra segja, Og hún var ekki ein um þetta. Halldór átti jafnan nokkra afburða andstæðinga er ekki spöruðu á hann vopnin. Enginn maður getur orðið á- heyrendum jafn minnisstæður og Halldór á Rauðamýri, er hann hélt ræðu. Hann var flestra manna málstirðastur. Þó var ræða hans á þann veg flutt, að dauðaþögn ríkti er hann talaði. Var sem eftirvænting manna yk- ist við hvert orð er hann sagði -— eins og menn vildu gleypa þau, eða grípa á lofti af ótta við að missa einhvern stafkrók eða stam af orðinu. Marga vissi ég kunna orðræður hans utanbókar, en engan vissi ég þann gárunga, þótt meistari væri að hafa eftir öðrum, að hann hermdi eftir Halldóri á Rauðamýri. Það hafa verið mér heila- brot, oft og tíðum er ég eltist, hvað það var í ræðu þessa mál- stirða manns, er vakti þessa ó- skiptu athygli allra þeirra er á hann hlýddu. Ég hygg það hafi aðallega verið eftirfarandi: Hall- dór talaði aldrei fyrir sjálfar. sig eða sinn eigin hag. Líf hans sjálfs kom málefni ræðunnar ekkert við og ekki heldur skoð- anir hans, frekar en hann væri sjálfur ekki til. Ræðuefnið eitt út af fyrir sig var látið tala og túlka viðhorfið. Þess vegna fannst hverjum og einum er á hlýddu ,að ræðumaður væri að tala fyrir þeirra munn, frá þeirra eigin brjósti, en ekki fyrir sjálf- an sig. Halldór var ekkert að flýta sér að komast að kjarnan- um, þvert á móti var eins og hann tæki útúrkrók og færi að dútla við aukaatriði eftir að hafa gefið úheyrendum leynilega á- vísun á kjarnann. Með þessu hafði hann áheyrendur ótrúlega á valdi sínu. Hann vakti áheyr- endur ætíð til hugsunar með eða móti og hafði ætíð tögl og hagld- ir á máli og efni. Á Alþing fór Halldór ekki. Var eitt sinn í framboði, en náði ekki kosningu. Halldór var lengi ekkjumaður, bjó með ráðskonu á Rauðamýri síðustu áratugi ævinnar. Halldór á Rauðamýri var mild- ur og nærgætinn við börn og ein- stæðinga. Hann var löngum odd- viti sinnar sveitar og sýslunefnd- armaður og mjög var hann á'móti hreppaflutningi munaðarleys- ingja, einkum unglinga og barna. Tók sjálfur 10 börn á heimili sitt og ól þau upp án meðgjafar. Halldór náði nærri 84 ára aldri. Hann var á fótum til síð- asta dags og gekk til allra verka síungur í efni og anda. Sumir segja að ellin sé ömurleg og gamalmennum sé ofaukið, þeim sé sæmst að hverfa sem fyrst. Gamalt fólk verði að þola öfund þeirra sem yngri eru ef þeim hefur tekizt að komast í góð efni, en fyrirlitning þeirra, ef þeim hefur mistekizt það. Þetta viðhorf eigi sinn þátt í því að gera ellina þungbæra. En Halldór bar ellina með eindæm- um vel. Hann gerðist aldrei gam- almenni. Glampi augans, sem mér er svo minnisstæður, var æ hinn sami til æviloka. Sálin var síung og sívakandi í menningar- og framfaramálum. Það mátti með sanni segja, að dauðanum tækist ekki að vinna hann úr ellikröm eða sjúkdómum. Hann STULKA OSKAST til afgreiðslustarfa. Kjötverzlunin Hrísateig 14. féll eins og hann hafði lifað sem dýrkandi og hermaður lífsins. — Þormóður Kolbrúnarskáld dró sjálfur örina úr hjarta sér, og féll ekki til jarðar fyrr en hann var dauður. En Halldór á Rauða- mýri féll ekki dauður. Hann var í hlöðunni að taka hey og hallaðist upp að heystálinu — örendur — er að var komið. — Ellinni tókst ekki að koma hon- um á kné og dauðanum tókst ekki að fella hann af fótum. Jochum M. Eggertsson. FYRIRLIGGJANDI: EINANGRUNARKORKUR 2 og 1V2” LAKKHÚÐAÐAR PLÖTUR (ýmsar gerðir), með eins litum plastlistum. litum plastlistum KROSSVIÐUR TRÉTEX, 4x8 fet og 4x9 fet VÆNTANLEGT Á NÆSTUNNI: HART TEX, 4x9 fet (einnig olíusoðið). PÁLL ÞORGEIRSSON Laugavegi 22 — Vöruafgr. Ármúla 13. VHIPTASKIMII1957 í undirbúningi. Nýjum fyrirtækjum og einstaklingum, sem reka viðskipti í einhverri mynd, er hér með boðið að láta skrá sig svo og eldri fyrirtækjum og einstaklingum, sem ekki eru þegar skráð. Nýjum félögum og stofnunum er einnig boðið að láta skrá sig, svo og eldri félog- um, sem starfandi eru og ekki eru þegar skráð. Viðskiptaskráin leggur mikla áherzlu á, að allra, sem reka viðskipti í einhverri mynd, svo og félaga og stofnana, sé að réttu getið í bókinni. Eyðublöð fyrir umsóknir um upptöku eru í Viðskiptaskránni 1956, en fást einnig á skrifstofu Steindórsprent, Tjarnargötu 4. Þar eru einnig veittar allar upplýs- ingar, sem um er beðið. Umsóknir um upptöku þurfa að berast fyrir 1. júní. VIÐSKIPTASKRÁIM Tjarnargötu 4 — Sími 1174 — Pósthólf 365. Mahogny krossviður Sfærð 80X205 cm—Verð kr. 72,10 Kristján Siggeirsson hf. LAUGAVEGI 13 — SÍMI 3879. Starf byggingafulltrúans í Reykjavík er laust til umsóknar. Laun samkv. IV. flokki launasamþykktar Reykjavíkurbæjar. Umsóknum skal skilað í skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en 20. þ. m. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík, 10. maí 1957 Skoda varahlutir í model 1947—52: hjóðdeyfar og rör stýrisendar spindilboltar o. m. fl. Skoda-verksfæðið við Kringlumýrarveg. Ég hitti marga mikil- væga menn á hverjum degi. En ég get verið örugg því Colgate gefur ferskt bragð í munninn. Ég er oft önnum hlaðin, ea hefi aldrei frávik vegna tannpínu. — COLGATB verndar tennur mínar skemmdum. GEFUR FERSKT BRAGf) í MUNNINN OG VERNDAR TENNUR YÖAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.