Morgunblaðið - 06.06.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.06.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. júni 1957 MORGIJIVTILAÐIÐ f Brœðralag og velvild eiga að afvopna þjóðirnar NATO veifir margs konar bókmennfaverðlaun SAMBAND FÉLAGA áhugamanna um málefni Atlantshafsbanda- lagsins, sem starfandi eru í ýmsum aðildarríkjum þess, hefur ákveðið að efna til ritgerða- og bókmenntakeppni fyrir blaðamenn og rithöfunda í öllum þeim 15 löndum, sem eiga aðild að Atlants- hafsbandalaginu og hefir verið heitið þrenns konar verðlaunum fyrir ritverk. Skulu verðlaun þessi veitt eins og hér segir: I. Verlaun fyrlr beztu blaða- greinar eða greinaflokka, sem birzt hafa eða birtast kunna á tímabilinu frá 1. jan. til 31. des. 1957 í dagblöðum, vikublöðum eða tímaritum og fjalla um rekst- ur Atlantshafsbandalagsins, vandamál þess og framtíðarhorf- ur. Fyrstu verðlaun £ 700; önnur verðlaun £ 350. II. Xvenn verðlaun fyrir bæk- ur (fræðilegs eða hagnýts eðlis), sem fjalla um grundvallarreglur Atlantshafsbandalagsins og þró- un stjórmálalegrar, hernaðarlegr ar, hagfræðilegrar og menningar- legrar samvinnu með bandalags- þjóðunum. Fyrstu verðlaun £ 1400; önnur verðlaun £ 700, og skiptast þau milli höfunda og út- gefenda. Verðlaun þessi miðast við bækur sem koma út á tíma- bilinu frá 1. jan. 1957 til 15. nóv. 1958. III. Skáldverk. Verlaun fyrir tvær beztu skáldsögurnar eða smásagnasöfnin, sem út koma á tímabilinu frá 1. jan, 1957 til 15. nóv. 1958 og telja mætti að vörp- Söfnun til kirkju- byggingar í Kópavogi ALMENN fjársöfnun til kirkju- byggingar fer nú fram í Kópa- vogi. Hefur kaupstaðnum verið skipt niður í meira en þrjátíu söfnunarsvæði og leita söfnunar- stjórar stuðnings í hverju húsi. Ætlazt er til að menn lofi ýmist fjárframlögum, vinnustundum, flutningum eða einhverjum verð- mætum, t.d. efni. Menn hafa og heitið að gefa happdrættisvinninga, þ.á.m. eru tvö lömb að hausti. Nokkrar kon- ur hafa lofað að gefa kirkjuklukk urnar. Allt bendir til þess að þátt taka verði mjög almenn, enda er mönnum í þessu fjölmenna og hraðvaxandi bæjarfélagi það bæði nauðsynja- og metnaðarmál að sem fyrst rísi fögur og hæfi- lega stór kirkja á hinu stórfagra kirkjustæði. Húsameistari rikis- ins vinnur nú að teikningu henn- ar. — Firmakeppni Goif- klúbbs Rvíkur ANNARRI umferð lauk á þriðju- daginn og sigruðu eftirtaldin firmu. Nöfnin innan sviga eru nöfn keppenda. Jón Símonarson h.f. (Jóhann Eyjólfsson). Byggir h.f. (Sveinn Snorrason). Verzlunin Edinborg (Sigurjón Hallbjörnsson). Verzlunarsparisjóðurinn (Helgi Jakobsson). Verzlun Halla Þórarins (Gísli Ólafsson). Ólafur Gíslason & Co. h.f. (Ingólfur Isebarn). Hjalti Lýðsson, kaupm. (Ottar Yngvason). Miðstöðin h.f. (Hörður Ólafs- son). uðu nýju ljósi á andleg sam- skipti vestrænna þjóða eða væru líkleg til að greiða fyrir gagn- kvæmum skilningi meðal vest- rænna þjóða og annarra. Fyrstu verðlaun £ 1400; önnur verðlaun £ 700, sem skiptast jafnt á milli höfunda og útgefenda. AÐRAR VERÐLAUNA- VEITINGAR Auk hinna alþjóðlegu verð- launa verða veitt sérstök verð- laun í hverju meðlimalandi fyrir það efni, sem dómnefnd álítur verðlaunahæft. Innlendu verð- launin eru ákveðin í hverju landi fyrir sig £ 175 og £ 90 í I. £ 350 og £ 175 í II. fl.; £ 350 og £ 175 í III. fl. I //' Viscounf-flugvélar miðnætursól ar- flugi" Tiu ferðir norður fyrir heimskautsbaug SÍÐAN flugvél frá Flugfélagi Islands fór fyrsta „miðnætursólar- flugið“ norður fyrir ísland fyrir nokkrum árum, hafa slíkar ferðir átt vaxandi vinsældum að fagna og margir óskað þéss að komast í flugvél norður fyrir heimskautsbaug og njóta hins dýrð- lega útsýnis. Nú, eins og undanfarin sumur efnir Flugfélag íslands til nokk- urra ferða norður og verður lagt af stað kl. 23 að kveldi og komið til Reykjavíkur eftir um það bil tveggja tíma flug. f ferðum þess- um verða veitingar bornar fram, bæði á leiðinni norður og einnig þegar flogið er yfir norðurheim- skautsbauginn. FERÐAZT MEÐ VISCOUNT Undanfarin ár hafa Dakota flugvélar verið notaðar til þess- ara ferða, en í ár verða „miðnæt- ursólarflugin“ farin á hinum nýju og fullkomnu Viscount flugvél- um félagsins, Gullfaxa og Hrím- faxa. Utsýni er betra úr þeim flugvélum, en nokkrum öðrum, vegna þess hve gluggarnir eru stórir. Gefst hér tækifæri fyrir þá sem ekki hafa ástæður til utanfarar, að reyna þessa nýju farkosti, sem njóta vinsælda allra er þekkja. Sem fyrr er sagt hefir verið óvenjumikið spurt urrr það hve- nær slíkar ferðir hæfust, an að- eins verður unnt að fara tíu ferðir Verð farmiða í ferðum þessum er kr. 550.00. ÁRITAÐ SKJAL Þess má geta að hver farþegi fær að loknu flugi áritað skjal, þar sem staðfest er að viðkom- andi hafi lokið flugi norður yfir heimskautsbauginn nyrðri. — „Miðnætursólarflugin“ verða far in sem hér segir: Sunnudaginn 16. júní, föstudaginn 21. júní, sunnu- daginn 23. júní, föstudaginn 28. júní, sunnudaginn 30. júní, föstu- daginn 5. júlí og sunnudaginn 7. júlí. ÍSLENZK DÓMNEFND Hér á landi er enn sem komið er ekki starfandi félag áhuga- mana um málefni Atlantshafs bandalagsins og meðlimaríkja þess. Hins vegar mun sérstök dómnefnd starfa hér í sam- bandi við ritgerða- og bók- menntakeppni þessa og skipa hana þeir Þorkell Jóhannes- son, háskólarektor, Helgi Sæ- mundsson, formaður mennta- málaráðs og Tómas Guðmunds son skáld. Samband NATO-félaganna veit ir þessi verðlaun samkvæmt ályktun dómnefndar í hverju landi fyrir sig. Öll verk, sem til greina koma, verða metin eins og þau koma fyrir án nokkurrar hliðsjónar af öðrum verkum höf undanna. 'Sambandið áskilur sér rétt til þess að hafna öllum verk um, sem berast, ef ekkert þeirra þykir hafa næga verðleika til að bera. SKILYRÐI Ekki er nauðsynlegt að höf undur hafi neina tiltekna skoðun á Atlantshafsbandalaginu sjálfu til þess að verk hans verði tekið til greina við veitingu verðlauna. Eigi að síður mun dómnefnd hafa í huga álit og tillögur þriggja ráð- herra-nefndarinnar, sem sam- þykktar voru af Atlantshafsráð- inu hinn 13. des. 1956. Eins og gefur að skilja hljóta þau verk, sem fá verðlaun fyrst í heimalandi höfundar að vera á tungu þess lands. En hins vegar verða þessi verk að vera á ann- arri hvorri hinna opinberu tungna bandalagsins, þegar þau verða lögð í dóm hinnar alþjóðlegu dóm nefndar, þ.e.a.s. frönsku eða ensku. Ef höfundi hefur ekki tek- izt að fá verk sitt þýtt á annað hvort þessara mála, mun samband félaganna gera ráðstafanir til þess að fá það þýtt. UPPLÝSINGAR Nánari upplýsingar um starf- semi NATO-félagasambandsins, tilhögun þessarar bókmenntasam keppni og eyðublöð fyrir væntan- lega þátttakendur, verður hægt að fá frá dómnefnd þeirri, sem um getur hér að framan og hefur umsjón með keppninni hér á landi. Tómas Guðmundsson gal þess, að með þessari keppni væri verið að efla kynni og skilning þjóða á milli, og væri hér stigið skref í þá átt að láta bræðralag og velvild afvopna þjóðir heims- ins, áður en í óefni væri komið. STAKSTEINAR Straumurinn lá í Hljómskálagarðinn í gær. Þangað komu ungir og gamlir, konur með smábörn sín í vögnum og kerrum, fullorðnir menn komu þangað til þess að hressa sig eftir erfiði dagsins, því á sólbjörtum dögum er óvíða skemmtilegra í Reykjavík, en suður við Tjörn og í Hljómskála- garðinum. Þessi ungi ökuþór er á leiðinni þangað líka í litla bílnum sínum og er hvergi smeykur, enda öruggur á umferðarmerkjum og krefst þess að þeir á stærri bílunum taki fullt tillit til sín, og „svíni“ ekki á sér í umferðinni, eins og bílstjórarnir kalla það. — Hann sagði að það væri svo gott að „spana“ eftir stígunum í H1 jómskálagarð inum og svo eru þar engir bílar, bara stundum barnavagnar. (Ljósm. Mbl.) jSkemmdarverka- menn“ Þjóðviljinn birti s. 1. þriðjudag forystugrein með heitinu „Skemmdarverkamenn“. Þar seg- ir m. a. svo: ,t einum stjórnarflokkanna, Alþýðuflokknum, virðist lítil klíka stjórnarandstæðinga, sem stefnir hiklaust á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og vinnur með því skemmdarverk gegn stjórnarsamstarflnu, vera látin vaða uppi og ráða furðulega miklu, t. d. um skipun manna í trúnaðarstöður, og það jafnvel þar sem stjórninni ríður á að ekki sitji bandamenn ihaldsins, á svik- ráðum við framkvæmdir ríkis- stjórnarinnar". Alþýðublaðið svaraði þessu í gær og segir: „Þjóðviljinn er talsvert úrillur í gær, blessaður. Ekki svo að skilja, að það komi ekki öðru hverju fyrir, en í gær hefur eitt- hvað sérstakt hlaupið í skapið á honum. Þeir eiga sjálfsagt eitt- hvað bágt þar á kærleiksheimil- inu um þessar mundir. Engum getum skal að því leitt, hvað veldur, en ýmsa mun gruna, hvar fiskur liggur undir steini--. Stundum hafa þeir hamast á utanríkisráðherra af þessum sömu orsökum. Menn eru hættir að taka þetta alvarlega, og því síður hátíðlega“. ,,Má gerst vita“ Sérstaka athygli vekur, að Al- þýðublaðið skuli einungis geta Guðmundar 1. Guðmundssonar, að vísu undir því yfirvarpi, að það sé að bera hönd fyrir höfuð honum, þegar það svarar ásökun Þjóðviljans um skemmdarverka- menn í Alþýðuflokknum. Því meiri athygli vekur þessi fram- koma Alþýðublaðsins sem það sagði hinn 1. júní um Guðmund og eldhúsræðu hans: „Fylgdi máli hans mikill þungi, enda má hann gerst um starf- semi stjórnarandstæðinga vita“. Lesendur blaðsins spyrja að vonum, hvernig standi á þessari vitneskju Guðmundar i. um starfsemi stjórnarandstæðinga. Á hann þar hlut að? Guðmundur o» Ágúst Gremja sumra stjórnarliða í garð Guðmundar er skiljanleg, t. d. þegar þess er minnzt, sem hann sagði um kaupdeilurnar. Um farmannadeiluna sagði hann: „Kröfur Sjómannafél. Reykja- víkur um kjarabætur til far- manna eru til orðnar áður en ríkisstjórnin var mynduð, og stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur fór ekkert dult með það snemma á seinasta ári, að far- menn teldu óhjákvæmilegt að taka um næstu áramót upp bar- áttu fyrir vissum leiðréttingum á samningi sínum. Þetta var gert án þess að til almennra grunn- kaupshækkana kæmi hjá far- mönnum". Með þessum orðum hafði Guð- mundur þegar fyrirfram svarað Ágústi Þorvaldssyni, sem hélt því fram, að Sjálfstæðismenn hefðu staðið fyrir þessu verk- falli. Ræða Ágústs hefur auðsjá- anlega verið samin fyrirfram og þess ekki gætt að leiðrétta hana í samræmi við yfjrlýsingu Guð- mundar. Því að væntanlega hafa stjórnarliðar ekki viljað gera sér leik að því að verða svo augljós- lega tvísaga. Af þessum ástæðum og öðrum er reiði nú mögnuð gegn Guðmundi í. og tekur þó út yfir, þegar Alþýðublaðið færir ivo að honum sem raun ber vitni ,im og einnig kemur fram í hóli 'lannesar á horninu um þessa ömu ræðu Ágústs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.