Morgunblaðið - 06.06.1957, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. júnf 19F>'
M O R C V N B L Á Ð 1Ð
II
75 ára i dag:
Bdrður þorsteinsson
oddviti frá Gröf
SJÖTÍU OG FIMM ÁRA er í
dag Bárður Þorsteinsson hrepps-
nefndaroddviti í Gröf í Eyrar-
sveit á Snæfellsnesi. Fyrir
nokkru síðan vakti undirritaður
máls á því við hann, að merkis-
tímamót væru skammt undan í
ævi hans og ærin ástæða væri
til þess, að þeirra yrði að nokkru
minnzt. Ekki vildi gamli maður-
inn heyra á það minnzt og sagði
nægan tíma til þess, þegar hann
yrði áttræður og þá yrði hann
trúlega genginn á fund feðra
sinna og þá þyrfti enginn að hafa
áhyggjur af slíku. Maðurinn er
sem sagt í eðli sínu mjög hlé-
drægur og vill í engu láta á sér
bera meira en góðu hófi gegnir.
Hann er þó fyrir margra hluta
sakir hinn merkasti maður, enda
verið falin forsjá sveitar sinn-
ar um áratuga skeið. — Bárður
er fæddur að Kirkjufelli í Eyr-
arsveit, en þar bjuggu foreldrar
hans Guðbjörg Bergsdóttir og
Þorsteinn Bárðarson oddviti. Þeg-
ar Bárður var fárra ára gamall,
lézt afi hans og alnafni í Gröf
hér í sveit og fluttu þá foreldrar
hans þangað. Seytján ára missir
hann föður sinn frá mörgum
börnum, þar af fjórum innan við
fermingu. Verður hann þá helzta
forsjá heimilisins með móður
sinni og fer ungur til sjóróðra
undir Jökli eða á skakskútur
þeirra tíma. Varð Bárður snemma
mikill að vallarsýn og afrendur
að afli og þótti rúm hans jafnan
vel skipað. Bárður giftist árið
1911 Jóhönnu Magnúsdóttur,
ættaðri úr Saurbæ í Dalasýslu, en
missti hana 1931. Þau eignuðust
fimm börn og eru þrjú á lífi.
Síðari kona Bárðar er Kristbjörg
Rögnvaldsdóttir, þeim hefur ekki
orðið barna auðið, en alið upp
þrjú dótturbörn Bárðar frá fyrra
hjónabandi. Af systkinum Bárð-
ar eru nú aðeins eftir á lífi Odd-
fríður ekkja í Reykjavík og
Steinunn húsfrú á Kverná í Eyr-
arsveit. Bárður hefur nú um
aldarþriðjungsskeið verið í sveit-
arstjórn Eyrarsveitar og lengst
af oddviti hennar. Er það á vit-
orði allra, sem til þeirra starfa
þekkja, að þau eru ekki alltaf
rétt metin í hlutfalli við þá fyr-
irhöfn, sem þau krefjast, þó hygg
ég, að Bárður njóti hvers manns
trausts, sem til hans hefur eitt-
hvað þurft að sækja.
Þessi er þá hin ytri saga Bárð-
ar vinar míns í Gröf. Við höfum
átt saman ýmislegt að sælda
undanfarin ár og af þeirri við-
kynningu er mér ljóst, að dreng-
skapur og göfugmennska er slík
í fari hans, að á betra verður ekki
kosið.
Enginn flysjungur er Bárður
í tali og hefur sem fæst orð um
hlutina, en er þeim mun gagn-
orðari. Enda þótt hann sé alda-
mótamaður að aldri, verður ekki
annað sagt, en hann hafi tileink-
að sér tækni nútímans og fylgzt
vel með öllum framförum og
aldrei verið Þrándur í Götu
þeirra, sem athafnir og fram-
kvæmdir vilja hafa á sem flestum
sviðum. Það er sterkur þáttur í
skapgerð Bárðar, að taka alltaf
málstað þess sem minni máttar
er. Hvort sem það er á hrepps-
nefndarfundum eða utan þeirra,
er hann fyrstur manna til þess að
tala málstað þeirra, sem miður
eru staddir í lífsbaráttunni. Hygg
ég að þessa lífsskoðun hafi Bárð-
ur tileinkað sér strax á unga
aldri og kemur það heim við það
sem systir hans hefur sagt mér,
að yngri systkinum hans hafi öll-
um þótt mjög vænt um hann og
mundi Bárður oft hafa miðlað
þeim á æskuárunum meiru en
efni hans raunar leyfðu.
Enda þótt Bárður sé manna
líklegastur til þess að miðla mál-
um og gerast mannasættir, þegar
í odda hefur skorizt, er hann þó
fastur fyrir og hvikar ógjarnan
frá þeim málstað, sem samvizka
hans býður honum að halda fram.
Stígur hann þá gjarnan fast í
fætur, líkt og hann stæði við færi
á skakskútu og hitta athuga-
semdir hans oftast beint í mark,
enda sumar í minnum hafðar þótt
ekki séu þær margorðar. — Svo
sem að líkum lætur um mann
með skapferli Bárðar í Gröf, hef-
ur honum ekki orðið tíðförult á
milli stjórnmálaflokka í landinu.
Hefur hann alltaf verið mikill og
góður Sjálfstæðismaður og unnið
þeirri stefnu allt það gagn, sem
hann hefur mátt.
Þess hefur áður verið getið
opinberlega hvílíkt hraustmenni
Bárður var á sínum yngri árum
og ekki mun hann hafa vílað það
fyrir sér í þann tíð, að etja kappi
við hvern sem var, jafnvel þótt
ofurefli sýndist vera. Er það
næsta auðsætt, virði maður hann
fyrir sér hálfáttræðan, að hann
hefur haft krafta í kögglum á
meðan hann var og hét. Er hann
jafnan fámáll um þessa hluti og
vill ógjarnan halda afrekum sín-
um á lofti.
Innan skamms tíma mun Bárð-
ur láta af oddvitastörfum og
hætta afskiptum af sveitarstjórn-
armálum. Hefur hann sem odd-
viti upplifað það „ævintýri“, að
sjá myndast á örfáum árum
myndarlegt kauptún í sveit sinni,
sem nú telur nálega þrjú hundruð
íbúa. Hann hefur á efri árum sín-
um séð og verið þátttakandi í
þeirri þróun, sem hér hefur orð-
ið í atvinnu- og efnahagsmálum,
enda átt drjúgan hlut að máli.
Frá þeim tíma sem Bárður hélt
um árina undir Jökli, síðar skak-
skúturnar og til þeirra tækja,
sem nútíminn notar, hefur gerzt
mikil breyting og góð. Fer þeim
nú óðum fækkandi gömlu mönn-
unum, sem lifað hafa þessi
tvennu tímamót. Bárður hefur
sagt mér, að sér sé það mikil
gleði nú, á gamals aldri, að geta
borið saman í huganum afkomu
manna nú og þá. Hér sé um svo
mikinn mismun að ræða, að þeir
einir munu trúa, sem hvort
tveggja hafa reynt. Þeim mun
meiri- gleði getur þetta verið
Bárði þar sem hann hefur svo
lengi staðið við stjórnvölinn í
sinni sveit og séð allt þetta ger-
ast.
Enda þótt Bárður í Gröf geti
verið glaður á góðri stund og
gamansamur í hópi góðvina, er
hann þó fyrst og fremst alvör-
unnar og trúarinnar maður. Hann
trúir á æðri handleiðslu og telur
að ein hönd stjórni öllu og öll-
um. Ef hann getur orðið litlum
fugli að liði, leyst fjötur af fæti
hans eða krækt króki úr nefi hans
finnst honum hann hafa gert góð-
verk, sem er Guði þóknanlegt.
Slík er trú hans, göfugmannleg
og barnsleg í sevm.
Engan mann þekki ég, sem
minnir mig meira á hetjur og
göfugmenni sögualdarinnar, held
ur en Bárð í Gröf. Málfar, útlit,
framkoma og viðkynning, allt
hjálpast þetta að. Helzt gæti ég
hugsað mér, að honum mundi
svipa til Kolskeggs á Hlíðárenda,
að minnsta kosti er þeim eitt sam
eiginlegt. Aldrei mundu þeir hafa
níðst á neinu því, sem þeim var
til trúað. Emil Magnússon.
Frú Aitna Bendfisen
i Arósum sjötug
Frú Anna Bendtsen hefur allt-
sett hefur verið í Árósum í
fjörutíu og tvö ár, er sjötug í
dag, 6. júní. Eins og allir vita,
sem til þekkja, er frú Anna fædd
og uppalin hér í Reykjavík. For-
eldrar hennar voru Guðmundur
Jakobsson trésmíðameistari og
frú Þuríður Þórarinsdóttir, systir
séra Árna Þórarinssonar frá
Stórahrauni, og eins og kunnugt
er standa að henni mjög merkar
ættir. Ung lærði hún píanóleik
hjá frú Pedersen og spilaði á
píanó við opinberar skemmtanir
hér í bæ; var í söngfélögum, m.a.
í söngkór þeim, er söng við komu
Friðriks konungs VIII., 1907, í
Alþingishúsinu í Reykjavík. —
Munu margir þeirra tíma Reyk-
víkingar muna eftir henni, svo
glæsileg og gáfuð sem hún var.
Vorið 1908 sigldi hún til Dan-
merkur og gekk á Askov-háskól-
ann á Jótlandi. Þar var þá skóla-
stjóri hinn frægi skólamaður
Dana, Jakob Appel. Um þær
mundir voru þar til náms m. a.
Jónas Jónsson frá Hriflu, fyrrv.
dómsmálaráðherra, Björn Jakobs
son leikfimikennari og Björn
Guðmundsson, sem lengi mun
hafa verið skólastjóri við Núps-
skóla í Dýrafiðri. — Árið 1912
giftist hún F. M. Bendtsen, ætt-
uðum frá Jótlandi, sem hafði þá
nýlega tekið próf í frönsku og
latínu, auk dönsku, við Kaup-
mannahafnarháskóla. Varð hann
fyrst latínuskólakennari, en síðar
bókavörður við bókasafnið 1
Árósum, og hafa þau hjón verið
búsett þar í borg s. 1. 43 ár. Hann
er riddari af Dannebrogs-orð-
unni. Um þessar mundir eru þau
að flytjast til Kaupmannahafn-
ar, og mun ætlun þeirra að setj-
ast þar að.
Meðan þau hjón bjuggu í Ár-
ósum, voru þau annáluð fyrir
gestrisni. Námsfólk sem dvald-
ist þar í borg naut vináttu þeirra
og alúðar á heimilinu, og var frú
Önnu einkar sýnt um að laða að
heimili sínu menntafólk, einkum
íslenzkt, sem oft hafði ekki mikla
fjármuni milli handa. Kom það
ekki hvað sízt fram í síðari heims
styrjöldinni ,enda munu margir
kveðja þau hjón með þakklæti
og hlýjum huga er þau nú flytj-
ast frá Árósum.
Frú Anna Bendtsen hefui allt
af hugsað hlýtt til íslands, verið
mikill fslendingur, og talað móð-
urmál sitt eins vel og þótt hún
hefði aldrei erlendis verið. Hefur
hún alla tíð haft bréfaviðskipti
m. a. við æskuvinkonu sína, frú
Guðlaugu Magnúsdóttur, konu
hins þekkta stjórnmálamanns
Bjarna Jónssonar frá Vogi. Sein-
ast kom frú Anna í heimsókn til
íslands árið 1948 ásamt manni
Eg, sem þessar línur rita er
fermingarsystir frú Önnu, og höf-
um við þekkzt frá því við vorum
smátelpur. Hef ég notið þess að
heimsækja hana ytra og frú
Magneu Sæmundsson, systur
hennar í Kaupmannahöfn.. Og ég
þakka henni, og þeim hjónum
báðum, fyrir trygga vináttu og
velvild, sem þau hafa ætíð sýnt
mér, bæði fyrr og síðar. Svo óska
ég henni, þeim hjónum báðum
Framh. á bls. 15
Uppreimaðir
strigaskór
allar stærðir!
Ldrus G. Lúðvígsson
SKOVERZLUN
PlÖntusala - blómasala
Mikið úrval af afskornum blómum fyrir hvítasunnu
— rósum, ljónsmunna, tvöföldum levkojum o. fl.
Pottablóm, rósir, kólusar, hengiplöntur o. m. fl.
Blómapottar, fjórar stærðir, steyptir og úr plasti.
Blómaáburður í pökkum og glösum, mjög góður.
Garðáburður í plastpokum.
Aburðarkalk og alls konar varnarlyf,
Mikið úrval af fjölærum plöntum, tvíærum plönt-
um, stjúpum, bellisum á kr. 2.00 stk. og vorsánum
stjúpum á kr. 1,50. Sumarblómaplönturnar koma
eftir hvítasunnuna.
Athugið að þetta er
Blóma, og grœnmefismarkaSurinn
Laugavegi 63 — Sími 6990.
Reynið viðskiptin. — Geymið auglýsinguna.
Fljót og góð afgreiðsla.
Blóma- og grœnmetismarkaðurinn
Laugaveg 63 .
Dregið verður á þriðjudag
munið að endurnýja fyrir hvítasunnu
HAPPDRÆTTI HÁSKÖLA ÍSLANDS