Morgunblaðið - 06.06.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.06.1957, Blaðsíða 6
8 MORCVNBlAÐir Flmmtudagur 6. júní 1957 RéttarsambandiB á ekki sinn líka í Evrópu H. C. Hansen: Starcke er „en kedelig karI" Khöfn í maí 1957. NÝJA ríkisstjórnin í Danmörku er fyrsta meirihlutastjórnin þar í landi síðan 1940. Á hernáms- árunum 1940—45 sat að vísu við völd þjóðstjórn skipuð mönnum úr öllum flokkum, en það var ekki pólitísk meirihlutastjórn í venjulegum skilningi. Það kom flatt upp á alla, að H. C. Hansen myndaði stjórn með þátttöku réttarsambands- flokksins. Lengi hefur verið grunnt á því góða milli jafnaðar- manna og róttæka flokksins ann- ars vegar og réttarsamhands- flokksins hins vegar. í augum jafnaðarmanna og róttækra er réttarsambandsflokkurinn hvim- leiðasti flokkurinn í landinu að kommúnistum undanteknum. — Skömmu fyrir kosningarnar sagði H. C. Hansen í þinginu, að dr. Viggo Starcke, formaður réttar- sambandsins, væri „en kedelig karl“. Dalgaard, einn af aðal- Oluf Pederse1’ mönnum róttæka flokksins, sagð- ist heldur vilja deyja eðlilegum dauða en að hafa nokkuð saman við réttarsambandð að sælda. Og Starcke óskaði Dalgaard til hamingju með væntanlegt sam- starf við jafnaðarmenn eftir kosningarnar, „en ég bið fyrir dönsku þjóðinni“, bætti Starcke við. Starcke er andvígur ríkisaf- skiptum af atvinnulifinu. Hann hefur ávítað stjórnina harðlega fyrir hina háu skatta, sem þjóð- in er að sligast undir. Nú hefur hann tekið sæti í stjórn með jafn- aðarmönnum, sem vilja láta rík- ið vasast í öllu og undirbúa nýjar og miklar skattahækkanir. Hvað segja kjósendur réttarsambands- ins? spyrja menn. Sumir spá, að flokkurinn hafi framið pólitískt til að setjast í ráðherrastól. Þrátt fyrir mótspyrnu innan flokksins, kom hann því til leiðar, að flokk- urinn féllst á stjórnarþátttökuna. H. C. Hansen tók þessu fegins hendi. Með aðstoð réttarsam- bandsins gat hann komið í veg fyrir, að Erik Eriksen myndaði stjórn. ^ Réttarsambándsflokkurinn bygg ir stefnu sína á jarðrentukenn- ingum . Bandaríkjamannsins Henry George, sem bar þær fram í bókinni „Progress and poverty" árið 1879. Réttarsambandið á ekki sinn líka í Evrópu, en í nokkrum fylkjum í Kanada munu vera flokkar, sem stefna að því að framkvæma „georgeismann". Meginþátturinn í stefnu rétt- arsambandsins er sá, að jarðrent- an eigi að renna í ríkissjóð, en jarðrentan er sá arður, sem jarð- eignir gefa af sér að frádregnum vinnulaunum og vöxtum af fé, sem varið hefur verið til útnýt- ingar á jarðeignunum. Ríkið á því að fá afgjald af öllum jörð- um, ekki jarðeignaskatta eins og nú heldur afgjald, sem jafngildir jarðrentunni. Þessar tekjur, segja réttarsam- bandsmenn, verða nægilegar til allra útgjalda ríkisins og bæja- og sveitafélaga. Þeir hafa jafnvel stundum gert ráð fyrir tekjuaf- gangi ,sem skipta mætti milli borgaranna. Flokkurinn heldur því fram, að ríkið eigi að skipta sér sem minnst af athöfnum borgaranna. Löggæzlan á að vera í höndum ríkisins og lan ' namálin sömu- leiðis. En þ; kki að vera herþjónustusk>.... i réttarríkinu. Herinn á að vera leiguher. Rétt- arsambandið vill hafa öflugar landvarnir og er fylgjandi aðild Dana að NATO. Flokkurinn vill afnema alla tolla og önnur viðskiptahöft og skapa víðtækt athafnafrelsi. Fræðslumál eiga að vera ríkinu óviðkomandi. Skólar og aðrar menntastofnanir eiga því ekki að vera ríkisstofnanir. Þegar allt þetta, sem flokkur- inn vill gera, er komið í kring, þá örvast framleiðslan að áliti hans og almenn velmegun vex. Opinber forsjá verður að mestu óþörf, nema þegar um örkumla fólk er að ræða. Útgjöld tál félagsmála lækka því stórkost- lega. Réttarsambandsflokkurinn var stofnaður árið 1919. Einn af stofnendunum var dr. phil. C. N. Starcke, prófessor í heimspeki sjálfsmorð með stjórnarþátttöku við Kaupmannahafnarháskóla. Núverandi formaður flokksins, Viggo Starcke, er sonur hans. Árið 1924 buðu réttarsambands sinm. En hvers vegna tókst þessi stjórnarmyndun? Sagt er, að Oluf Pedersen, einn af forystumönnum réttarsambandsins, hafi langað menn sig í fyrsta sinn fram til þings. Þeir komu engum að. Við Gaf bikar fil keppninnar HAFNARFIRÐI - Norræna sund keppnin er nú í fullum gangi hér, og þann hálfa mánuð, sem hún hefur staðið yfir, hafa um 700 manns synt 200 metrana í Sund- 'iöll Hafnarfjarðar . Árið 1954 gaf Vélasalan hf. iagran silfurbikar til keppni inn- an Norrænu sundkeppninnar milli Reykjavíkur, Akureyrar og Hafnarfjarðar. Hlaut það bæj- arfélag bikarinn til eignar, sem mestri þátttöku náði í keppninni miðað við íbúatölu. Hafnarfjörð- ur hafði þá 28,1%, Reykjavík 27,6% og Akureyri 25%. Nú hefir Hafnarfjörður gefið bikar til keppni innan Norrænu sundkeppninnar 1957, milli sömu bæja, og hlýtur sá bær bikarinn til eignar, sem mestri aukningu nær frá því 1954 miðað við íbúa- tölu. Vill sundnefndin hvetja alla, hvar sem þeir eru á landinu, að hefja nú þegar undirbúning til æfinga, með það fyrir augum að synda 200 metrana og stuðla þannig að sigri íslands. Lisfsýningu lýkur AÐSÓKN hefir verið góð að sam- sýningu myndlistarmanna í sýn- ingarsalnum í Alþýðuhúsinu. Er þetta önnur samsýningin, sem þar er haldin. Verk eru þarna eftir fjóra mál- ara og tvo myndhöggvara. Kaupmannahafnar- bréf frá Páti Jónssyni þingkosningarnar þremur árum seinna jókst atkvæðamagnið um 5Ö% og tveir komust á þing. Árið 1929 fengu þeir þrjú og 1932 fjög- ur þingsæti. En svo tók við nokkurra ára kyrrstaða, jafnvel dálítið fylgistap. Við fyrstu þingkosningarnar eftir stríðið, haustið 1945, fékk flokkurinn 3 þingmenn. Hlaut Viggo Starcke yfirlæknir þá í fyrsta sinn kosningu. Árið 1947 jókst þingsætatalan upp í 6 og þremur árum seinna fékk flokk- urinn 12 þingmenn. En svo kom afturkippurinn. Haustið 1953 tap- aði flokkurinn helmingi þing- sætanna, og sumir spáðu því, að hann mundi þurrkast út við næstu kosningar. Honum tókst þó að bæta við sig 50.000 atkvæð- um og 3 þingsætum við hinar nýafstöðnu kosningar. Það eru vafalaust ekki jarð- rentukenningar flokksins, sem hafa aukið fylgi hans. Margir kjósendur hans skilja lítið af því, sem um þetta er sagt. Fylgis- aukningin stafar líklega fyrst og fremst af því, að Starcke og flokksbræður hans börðust ötul- lega á móti hinum miklu skatta- Viggo Starcke hækkunum og sívaxandi ríkisaf- skiptum af svo að segja öllu. Viggo Starcke, aðalleiðtogi réttarsambandsins, er sem kunn- ugt er ráðherra án sérstakrar stjórnardeildar í nýju stjórninni. Sagt er, að Starcke hafi frétt, að Jörgen Jörgensen, formaður rót- tæka flokksins, hafi krafizt þess að verða varaforsætisráðherra. Starcke vildi ekki hafa óvirðu- legri stöðu en Jörgensen og fór fram á það við H. C. Hansen, að verða annað hvort utanríkisráð- herra eða varaforsætisráðherra. En þá sló Hansen í borðið og vísaði kröfum beggja á bug. Starcke er nú 62 ára gamall. Hann var lengi yfirlæknir við „Skovridergárdens kuranstalt" í Silkeborg, en skömmu eftir að hann var kosinn á þing, sagði hann upp yfirlæknisstöðunni. Hann er fróður maður um margt, hefur áhuga á mörgu, ekki hvað sízt á sögu. Bók hans, „Danmark í Verdenshistorien“ vakti á sín- um tíma mikla eftirtekt, sérstak- lega vegna góðrar lýsingar á vík- ingaöldinni. Starcke er ágætur ræðumað- ur, fyndinn og orðsnar. Hann hefur að jafnaði svar á reiðum höndum. En þó kom það einu sinni fyrir á kjósendafundi, að honum varð svarafátt, þegar ein- hver gárungi spurði, hvað réttar- sambandið ætlaði að gera, ef all- ur ísinn á Grænlandi bráðnaði. Það vakti mikla eftirtekt og umtal, þegar Starcke gróf upp fyrir nokkrum árum kistu föður- systur langömmu sinnar á „Ass- istent kirkegárd" í Kaupmanna- höfn. Hann gerði þetta með leyfi kirkjumálaráðherrans, af því að lengi höfðu gengið sögur um það, að þessi kona hefði verið jörðuð í dauðadái, en að grafræningjar hefðu seinna myrt hana. Um þetta ritaði Starcke bók, sem heitir „Gertrud Birgitte Bodenhoffs Mysterium“. Annar aðalmaður réttarsam- bandsins er Oluf Pedersen. Það var hann, sem bar fram þings- ályktunartillögu um afnám smjör skömmtunarinnar haustið 1950, en hún varð Hedtoftstjórninni að falli. Hann hefur óbifanlega trú á jarðrentukenningunni og veit manna mest um þetta mál, en þótt hann hugsi mest um jarð- rentu og jarðeignir, þá hefur H. C. Hansen falið honum fiskimála- ráðuneytið. Páll Jónsson. sbrifar úr daglega lífinu HÉR á landi hefur verið banda- rískur sérfræðingur í steypu hleðslusteina. Hafa blöðin skýrt frá komu hans og máli, og mörg- um hefur þótt athyglisvert það sem hann hefur haft að segja. Nauðsyn byggingafræðslu SÉRFRÆÐINGUR þessi er einn af forstjórum stærsta firma í heimi sem framleiðir vélar til hleðslusteinagerðar og ætti því að tala af reynslu. Hér á landi er líklega meira byggt en í flestum löndum öðr- um að tiltölu, og það er því feiki- lega mikið hagsmunamál manna hérlendis, að öll tækni verði sem bezt notuð við byggingarnar, bæði til þess að húsin verði, sem allra vönduðust eftir því sem fært er á hverjum tíma og einnig að unnt verði að stiila byggingarkostnaðinum sem mest í hóf, án þess þó að skerða gæði húsanna. Ekki hefur verið mikið um al- mannafræðslu um byggingarmál hér á landi, borið saman við það sem tíðkast í öðrum löndum, en þar er mikið gert af því að skýra almenningi frá því hvernig er hægt að byggja hagkvæmt og ó- dýrt og bent á allar nýjungar strax og þær koma fram á sjónar- sviðið. Dagblöðin hafa t.d. mörg hver fastar síður sem tileinkaðar eru húsum, innanhússskreytingu og byggingarmálum. Og tæknilegar handbækur um byggingai og hinar ýmsu greinar iðnaðarins eru þar á hverju strái. Menn verða að læra af öðrum FÁMENNIÐ i.g það hve tiltölu- lega nýr byggingariðnaðurinn er hérlendis hefur vafalaust valdið því að ekki er enn um auðugan garð að gresja í þessum efnum hér á landi. Hver verður hér helzt að læra af reynslu ann- arra, en óvíða munu menn þó sjálfir fást eins mikið við bygg- ingar sem hér, þar sem svo ákaf- lega margir vinna að miklu leyti að því að koma upp eigin smá- íbúðahúsum og eru þar sín eigin kerra, plógur og hestur. — Því munu vafalaust mjög margir hafa fagnað þeirri fræðslu sem útvarpið hefur nú hafið fyrir nokkru um byggingarmál þar sem sérfróðir menn svara spurn- ingum frá húsbyggjendum og tala um einstaka þætti húsabygg- inga fyrir alþýðu manna. Það voru sannarlega orð í tíma töluð og munu margir hafa gott gagn af. Hér eru stofnuð félög um alla hluti og flest efni og má skrýtið heita að enn skuli húsbyggjendur ekki hafa komið sér upp sarntök- um til þess að stofna til fræðslu- starfsemi og leiðbeininga í þess- um efnum, sem mikil þörf er á, því framhjá þeirri staðreynd verður ekki komizt að faglærðir iðnaðarmenn vinna ekki næstum alla vinnu við byggingar hér enn sem komið er. Og það er illt til þess að vita að hús skuh sum hver þurfa að verða mun óvand- aðri en ella sökum þess að eig- endur þeirra sem sjálfir byggja þau hafa ekki kunnað nóg skil á byggingartækninni. Er óþarfi að múrhúða? BANDARÍKJAMAÐURINN, sem hér var áðan nefndur, lét þess getið í viðræðum sínumí við menn hér á landi, að að hans dómi gætum við hérlendis byggt hús okkar úr steyptum steinum, halðið þau, án þess að múrhúða þau, að utan eða innan. Kvað hann slíkan bygging- arhátt tíðkast mjög í Bandaríkj- unum og hafa aunnið sér þar æ vaxandi vinsældir. Nægði að hans dómi, að hlaða veggina úr t.d. vikursteini og mála þá síðan með vatnshrindandi málningu. Kvað hann þó nauðsynlegt að gera vikursteina þá sem hér eru framleiddir þéttari í sér en verið hefur, til þess að þetta mætti framkvæma, en á því eru engin vandkvæði. Við þetta myndi sparast verð múrhúðunarinnar í byggingarkostnaðinum, sem nem- ur nær 100 krónum á fermetra, að utan og innan. Liggur í aug- um uppi að á heilu íbúðarhúsi er hér um mjög mikinn sparnað í verði að ræða. Ef hleðslan er vel unnin verður áferðin á veggnum slétt og falleg og þarf ekki að hafa á móti þessum byggingar- máta af fagurfræðilegum ástæð- um. Enginn dómur skal hér á það lagður hvort þetta er í öllum atriðum framkvæmanlegt. Úr því verða verkfræðingar, en ekki leikmenn að skera. En vafalaust er höfuðvandamálið það hvort einangrunin gegn vatni reynist nóg í ómúrhúðuðum steininum. En hér er vissulega um athyglis- verðar upplýsingar að ræða, frá manni sem ætti að vita lengra en nef hans nær í þessum efnum. Og væntanlega taka arkitektar okkar og byggingarverkfræðing- ar þetta til ýtarlegrar athugunar og sannreyna hvort svona ódýrt má byggja. I Leiðrétting BRÉFI gamals sundmanns hér í dálkunum fyrir skömmu skorti nokkrar línur á og er það hér leiðrétt. Setningin átti að vera svona: „En hvort Sigurður hefur átt við það veit ég ekki, ef til vill átti hann við „að hoppa“ yfir band eða snúru“. Tengdamamman í kvöld IKVÖLD verður Tannhvöss tengdamamma sýnd hjá Leik- félagi Reykjavíkur. Þetta leikrit hefur reynzt einhver vinsælasti gamanleikurinn, sem hér hefur verið sýndur lengi, mjög léttur og sprenghlægilegur. Nú er kom- ið fram á sumar og sýningar fara innan fárra daga að hætta. Ég vil ráða öllum sem hafa ætlað sér að sjá leikritið að vinda að því bráðan bug. Það svíkur engan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.